Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C 174. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Starfið fyrst og fremst þjónusta við þjóðina Morgunblaðið/RAX ÓLAFUR Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir á svölum Alþingishússins. Ölafur Ragnar Grímsson tók í gær við embætti forseta íslands ÓLAFUR Ragnar Grímsson tók í gær við embætti forseta íslands þegar hann vann drengskaparheit að stjórnarskránni og tók við kjör- bréfi. Embættistakan hófst með helgistund í Dómkirkjunni og var síðan framhaldið með athöfn í Al- þingishúsinu. Mikill fjöldi fólks fylgdist með athöfninni, milli fimm og sex þúsund manns, að áliti lög- reglu. Lúðrasveit Reykjavíkur lék ætt- jarðarlög á Austurvelli frá kl. 15 og lögreglumenn stóðu heiðursvörð við Alþingishúsið, þaðan sem til- vonandi og fráfarandi forsetar gengu til Dómkirkju ásamt biskupi og æðstu embættismönnum kl. 15.30. Biskupinn stýrði helgistund Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, stýrði helgistund í Dóm- kirkjunni og prédikaði. Séra Hjalti Guðmundsson og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónuðu fyrir altari. Dómkórinn söng, Sigrún Hjálmtýs- dóttir söng einsöng og Marteinn H. Friðriksson lék á orgel. Athöfnin í Alþingishúsinu hófst með einsöng Kristins Sigmunds- sonar við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Haraldur Henrýs- son, forseti Hæstaréttar, lýsti for- setakjöri og afhenti kjörbréf. Ólaf- ur Ragnar Grímsson vann dreng- skaparheit að stjómarskránni og gekk að því loknu ásamt eiginkonu sinni, frú Guðrúnu Katrínu Þor- bergsdóttur, út á svalir Alþingis- hússins og minntist fósturjarðar- innar. Herra Ólafur Ragnar Grímsson ávarpaði að því loknu gesti í Al- þingishúsinu. í ræðu sinni sagðist hann m.a. vonast til að ekki yrði sundur slitið það samband sem tek- ist hefði milli þeirra hjóna og al- þýðu manna til sjávar og sveita í ferðum þeirra um landið í aðdrag- anda forsetakjörsins. Hann minnt- ist genginna forseta lýðveldisins og þakkaði fráfarandi forseta, Vig- dísi Finnbogadóttur, störf hennar fyrir hönd þjóðarinnar og óskaði henni heilla. Dómgreind og lífsreynsla vísa forseta rétta leið í lok ræðu sinnar sagði hinn nýi forseti: „Með einlægri virðingu fyr- ir ákvæðum hennar [stjórnarskrár- innar] tekst ég á hendur það trún- aðarstarf sem framar öðrum er tákn um sjálfstæði íslendinga. En ekki verður allt skráð í lögbækur. Að rækja starf forseta íslands er fyrst og fremst þjónusta við þjóð- ina. Einungis dómgreind, lífs- reynsla og lifandi tengsl við fólkið í landinu geta vísað forseta rétta leið í starfi. Við þessi kaflaskipti í mínu lífi minnist ég allra þeirra sem mig hafa mótað, einkum móður minnar og föður, ömmu minnar og afa fyrir vestan sem veittu mér í æsku það veganesti sem ég tel mest um vert. Ég bið ykkur öll að minnast áa okkar og ættjarðar. Megi blessun Guðs og gjöful náttúra færa íslendingum gæfu um alla framtíð." Að loknu ávarpi forseta sungu viðstaddir þjóðsöng Islendinga und- ir forsöng Dómkórsins og síðan tóku forsetahjónin við árnaðarósk- um viðstaddra í kringlu Alþing- ishússins. Forsetahjónin fóru að embættis- tökunni lokinni ásamt dætrum sín- um til Bessastaða þar sem efnt var til móttöku fyrir starfsmenn for- setaembættisins og forsvarsmenn í Bessastaðahreppi. ■ Mannfjöldi hyllti/6 ■ Mikilvægasta skyldan/10 ■ Framtíðarsýn/22 ■ Nýr forseti/22-23 Dómstóll á ítalíu vísar stríðsglæpamáli Erichs Priebke frá Mótmæli í dómhúsinu Róm. Reuter, The Daily Telegraph. HERRÉTTUR á Ítalíu úrskurðaði í gær að ekki væri hægt að dæma Erich Priebke, fyrrverandi SS-for- ingja, fyrir stríðsglæpi þar sem málið væri fyrnt. Stjórnmálamenn og gyðingar á Ítalíu fordæmdu úr- skurðinn og til átaka kom í gær- kvöldi þegar tugir reiðra ungmenna reyndu að ryðjast inn í réttarsalinn. Dómstóllinn komst að þeirri nið- urstöðu eftir þriggja mánaða réttar- höld að Priebke hefði tekið þátt í drápum á 335 ítölskum drengjum og karlmönnum, þeirra á meðal 75 gyðingum, árið 1944. Ekki væri þó hægt að dæma hann þar sem rúm 50 ár væru liðin frá því glæpurinn var framinn. Framseldur til Þýskalands? Ættingjar fórnarlambanna brugðust ókvæða við og viðstaddir hrópuðu „fasisti" og „morðingi" þegar dómarinn kvað upp úrskurð- inn. Reið ungmenni sátu um réttar- salinn og reyndu að ryðjast inn en lögreglunni tókst að hafa hemil á þeim. Priebke, sem er 83 ára, brosti þegar niðurstaðan var kunngerð og verjandi hans sagði úrskurðinn „sigur fyrir ítalska réttarkerfið“. Dómarinn fyrirskipaði að Priebke yrði sleppt úr herfangelsi í Róm þar sem hann hefur verið í haldi frá því hann var framseldur frá Argent- ínu í nóvember eftir að hafa búið þar í 40 ár. Simon Wiesenthal-stofnunin í Los Angeles, sem fann Priebke í Argentínu, krafðist þess að hann yrði framseldur til Þýskalands, þar sem hann er eftirlýstur fyrir stríðs- glæpi. Dómsmálaráðherra Ítalíu sagði að stefnt væri að því að hand- taka Priebke að nýju. Stjórnvöld í Argentínu sögðu að honum yrði ekki heimilað að snúa þangað aftur. ERICH Priebke, fyrrverandi nasistaforingi, í réttarsalnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.