Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Starfsemi Skólaþjónustu Eyþings af stað Þunglega horfir með ráðningu sálfræðinga SKOLAÞJ ONU STA Eyþings tók formlega til starfa á Akureyri í gær og frá sama tíma hefur starfsemi Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra verið aflögð. Skólaþjón- ustunni er ætlað að þjóna grunn- skólum í Eyjafjarðar- og Þingeyjar- sýslu og frá 1. janúar nk. mun þjón- ustan einnig ná til leikskóla á sama svæði. Jón Baldvin Hannesson for- stöðumaður segir að unnið hafi ver- ið að því að undanfömu að koma starfseminni af stað og að það hafi gengið ágætlega þótt enn sé ýmis- legt eftir. Þegar hafa sex starfsmenn verið ráðnir til skólaþjónustunnar og til viðbótar hefur verið auglýst eftir þremur sálfræðingum til starfa. Jón Baldvin segist ekki hafá fengið við- brögð við þeirri auglýsingu og að þunglega horfi með ráðningu sál- fræðinga, þótt umsóknarfrestur sé ekki útranninn. Þá hefur heldur ekki verið ráðið starfsfólk í útstöð skólaþjónustunnar á Húsavík. Óráðið í störf á Húsavík „Þeir sálfræðingar sem starfað hafa hjá fræðsluskrifstofunum eiga rétt á biðlaunum í mismunandi lang- an tíma og ég held að það sé meg- in skýringin á því hversu erfitt er að fá þá til starfa. Þá hefði verið nauðsynlegt að bæta við sérhæfðu fólki í hlutastörf, t.d. til að sinna talkennslu og fleira." Jón Baldvin segir að í útstöðinni á Húsavík sé gert ráð fyrir hátt í tveimur stöðugildum en enn hafi ekki tekist að ráða fólk þar til starfa. „Það er heldur ekki ljóst hvemig sveitarfélög fyrir austan vilja standa að málinu og m.a. verið rætt um samtengingu við félagsþjónustu, í bamavemdarmálum og fleira. Þar hafa menn ekki skýrt sinn vilja í þessu efni en áætlað var að fara af stað á Húsavík nú um mánaðamótin." Biðstaða á Dalvík og nágrenni Á Dalvík og nágrenni vora uppi hugmyndir um tengsl við félagsþjón- ustuna líka, en þar hafa sveitar- stjómamenn viljað setja málið í bið- stöðu, að sögn Jóns Baldvins. „Þeir era að bíða eftir skýrslu um kosti og galla sameiningar eða samstarfs og þar verður því eingöngu horft til skólalegra þátta til að byija með.“ Kennararáðningar era ekki á sviði skólaþjónustunnar, heldur hjá hveiju sveitarfélagi fyrir sig. Skóla- þjónustan hefur því ekki yfirsýn yfir kennararáðningar á svæðinu, en Jón Baldvin segist þó hafa heyrt af því að á nokkram stöðum vanti enn kennara til starfa. AKUREYRI ^ Morgunblaðið/Kristján STEFÁN Jón Hafstein ritstjóri kynnir nýja dagbiaðið, Dag-Tímann, á blaðamannafundi á Hótel KEA í gær,en kjörorð blaðsins er „Besti tími dagsins“. Ritstj órnarstefna byggist á faglegum forsendum „ÉG HEF ákveðnar hugmyndir um hvernig nútímadagblað á að líta út, sem mér finnst ekki hafa verið út- færðar vel í þeim dagblöðum sem við höfum á Islandi í dag. Ég tel að við höfum ákveðið erindi sem ekki hefur verið sinnt,“ sagði Stefán Jón Hafstein, nýráðinn ritstjóri Dags-Tímans, en nýja blaðið sem til verður við samruna Dags og Tímans var kynnt í gær. Samruni blaðanna tveggja er grannurinn að nýja blaðinu og mun ritstjórnarstefna þess miða að því að halda áskrifendum þeirra blaða, en samtímis sækja til nýrra lesenda. Blaðið verður morgunblað, prentað samtímis á Akureyri og í Reykjavík. Það á að byggjast á sterkum tengsl- um við landsbyggðina höfða sam- tímis til höfuðborgarsvæðisins, að sögn ritstjórans. Ritstjórnir verða bæði á Akureyri og Reykjavík. Óháð stjórnmálaflokkum Blaðið verður 24 síður að stærð og útgáfudagarnir verða fimm, en helgarútgáfan verður efnismeiri. Mikil áhersla verður lögð á mannlíf- ið í landinu, að því upplýst var í gær. Fram kom við kynningu blaðsins að þetta blað, Dagur-Tíminn, verður algjörlega óháð stjórnmálaflokkum °g byggist ritstjómarstefnan á fag- legum forsendum fyrir nytsaman upplýsingamiðil. Það verður ekki áróðursblað fyrir tiltekna hagsmuni, „heldur gagnrýninn, fræðandi og ferskur fjölmiðill sem verður opinn öllum ólíkum sjónarmiðum“, eins og segir í tilkynningu. Opnuð hefur verið þjónustulína fyrir þá sem vilja nánari upplýs- ingar eða koma á framfæri ábend- ingum og er númerið gjaldfrítt. Morgunblaðið/Kristján * Utgerðarfélag Akureyringa Sumarafleysinga- fólk heima vegna hráefnisskorts Harður árekstur HARÐUR árekstur varð á gatna- mótum Strandgötu og Glerárgötu á Akureyri um hádegi í gær. Þrír kvörtuðu um eymsli eftir árekst- urinn og fóru tveir þeirra strax á slysadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. Meiðsli voru þó ekki talin alvarleg. Tildrögin eru þau að öðrum bílnum var ekið norður Glerár- götu á móti grænu ljósi, en hinum austur Strandgötu og ók hann á móti rauðu ljósi, að sögn varð- stjóra lögreglunnar. Báðar bifreiðarnar eru nánast ónýtar eftir áreksturinn. SUMARAFLEYSINGAFÓLK hjá Útgerðarfélagi Akureyringa verður ekki að störfum hjá félaginu næstu daga, en það fór heim um hádegi í gær. Fastráðið starfsfólk verður áfram í vinnu í frystihúsi félagsins. Gunnar Aspar yfírverkstjóri sagði að ástæðan væri hráefnisskortur. „Við höfum ekki nægt hráefni til að hafa afleysingafólk í vinnu,“ sagði hann. Af þeim sökum verður heldur ekki hægt að opna frystihús félags- ins á Grenivík strax, en Gunnar sagði að áætlað hefði verið að hefja vinnslu þar í næstu viku. Gunnar sagði að dregist gæti um eina til tvær vikur að hefja vinnslu að nýju á Grenivík. Einungis tvö skipa félagsins era að veiðum um þessar mundir og fisk- ur hefur ekki verið keyptur frá Nor- egi að undanförnu en fyrr í sumar keypti félagið um eitt þúsund tonn af ferskum fiski frá Norður-Noregi. „Það verður ekkert sumarafleys- ingafólk að störfum hjá okkur í næstu viku en við vonumst til að úr því gæti ræst í þarnæstu viku.“ Hlutafé Dagsprents tvöfaldað HLUTHAFAR í Dagsprenti hf. hitt- ust á fundi í gær og var samþykkt einróma að tvöfalda hlutafé í fyrir- tækinu. Einnig vora þrír nýir stjórn- armenn kjömir. Samþykkt var að auka hlutafé úr 23,5 milljónum króna í 47 og auk þess var stjórn veitt heimild til þess að auka hlutafé um allt að 13 milljón- ir í viðbót til ársloka 1997. Þrír nýir stjómarmenn voru kjömir, það er Sveinn R. Eyjóifsson stjómarformað- ur Fijálsrar fjölmiðlunar, Eyjólfur Sveinsson framkvæmdastjóri Ftjálsr- ar íjölmiðlunar og Haraldur Haralds- son; sem kenndur er við Andra. Áfram í stjórn eru Úlfar Hauksson framkvæmdastjóri Kaffibrennslu Akureyrar og Guðmundur Jóhanns- son stjórnarformaður í Sandblástri og málmhúðun. Að hluthafafundi loknum var haldinn stjórnarfundur og lagt til að Eyjólfur Sveinsson yrði kjörinn formaður stjórnar Dagsprents. Úr stjórn Dagsprents gengu Sig- urður Jóhannsson, Þorsteinn Gunn- arsson og Jón Ellert Lárusson. ----» ♦ ♦---- Gönguferð um Innbæinn GÖNGUFERÐ um Innbæinn og Pjöruna á vegum Minjasafnsins á Akureyri verður farirí næstkomandi sunnudag, 5. ágúst. Lagt verður af stað frá Laxdalshúsi við Hafnar- stræti 11 kl. 14 og gengið um elsta hluta bæjarins. Þátttaka í göngu- ferðinni er fólki að kostnaðarlausu. Minjasafnið verður opið um versl- unarmannahelgina, frá kl. 11 til 17 líkt og aðra daga, en auk þess er opið á þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum frá kl. 20 til 23 en þau kvöld eru söngvökur á safninu, þar sem flutt era sýnishorn úr íslenskri tónlistarsögu. Yeflist í Gallerí AllraHanda SÝNING á veflist eftir Guðnýju G.H. Marinósdóttur verður opnuð í Gallerí AlIraHanda í Kaupvangs- stræti í dag, föstudaginn 2. ágúst. Sýningin er þema við ljóð eftir Guðnýju og samanstendur af röð mynda, sem allar eru ofnar úr jurtalituðu bandi. Sýningin stendur til 15. ágúst og er opin um leið og Galleríið. -----» » »----- 8 dvergar í Ketilhúsinu HOPUR ungra myndlistarmanna, sem kallar sig 8 dvergar efnir til myndlistarsýningar í Ketilhúsinu í Kaupvangsstræti á Akureyri á morg- un, laugardaginn 3. ágúst kl. 14. Flestir dverganna hafa sýnt verk sín áður, hér heima og/eða erlendis, en í Ijós kemur við opnun sýning- arinnar hveijir skipa hópinn. Sýn- ingin stendur til 25. ágúst næstkom- andi. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar eða að heimsækja hana síðar. -----»-♦ ♦----- IN BLOOM á Akureyri HLJÓMSVEITININ BLOOM leikur á Akureyri næstkomandi sunnu- dagskvöld, 4. ágúst, fýrst á Ráðhús- torgi og siðan í Sjallanum. Hljómsveitin gaf nýlega út sína fyrstu breiðskífu og hafa lög henn- ar mikið verið leikin að undanförnu. í hljómsveitinni eru Sigurgeir Þórð- arson, söngvari, Jóhann trommu- leikari, Albert Guðmundsson, bassaleikari, Úlfar Jacobsen, gítar- leikari og Hörður Þór, gítarleikari. Viðskiptavinir athugið Lokað föstudag 2. ágúst og þriðjudag 6. ágúst Vörcimiéar hf Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.