Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 23 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRAMTÍÐARSÝN NÝS FORSETA NÝKJÖRINN forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, lagði í ræðu sinni við embættistökuna í Alþingishúsinu í gær, áherzlu á samskipti við aðrar þjóð- ir og virka þátttöku íslendinga í samstarfi þjóða heims. í ræðu sinni sagði Ólafur Ragnar Grímsson m.a.: „Við eigum mikið undir því að milli okkar og annarra þjóða liggi gagnvegir. Á undanförnum árum og áratugum höfum við Islendingar treyst tengsl okkar við þjóðir ann- ars staðar í Evrópu innan vébanda margs konar samtaka og stofnana, svo sem Norðurlandaráðs og Evrópuráðs, Fríverzlunarsamtaka Evrópu og Evrópska efnahagssvæð- isins, Norður-Atlantshafsbandalagsins og Samtaka um öryggi og samvinnu. Evrópusamvinnan er okkur vissulega mikilvæg og mun enn þróast og vaxa á komandi árum.“ Og forsetinn bætti við: „Við höfum á röskri hálfri öld sannað réttmæti þess, að tiltölulega fámenn samfélög njóti sjálfstæðis. Þess vegna mun framlag okkar íslend- inga til framtíðar Evrópu verða mikils metið.“ Þessi viðurkenning hins nýkjörna forseta á mikilvægi þess alþjóðlega samstarfs, sem hann víkur að í ofangreind- um ummælum, og hann í sumum tilvikum barðist gegn á vettvangi stjórnmálanna, er þýðingarmikill þáttur í við- leitni hans til þess að skapa einhug að baki sér sem for- seta lýðveldisins. Jafnframt er hún vísbending um, að forsetinn vilji fyrir sitt leyti stuðla að öflugri og jákvæðri þátttöku þjóðarinnar í samstarfi þjóða nær og fjær. Sér- stök áherzla hans á vaxandi samstarf okkar við Evrópurík- in vekur athygli. Ólafur Ragnar Grímsson vék einnig í ræðu sinni, að stöðu nýrrar kynslóðar íslendinga í breyttum heimi og sagði: „Sú kynslóð kvenna og karla, sem nú er að útskrif- ast úr skólum er hin fyrsta á íslandi, sem hefur heiminn allan að vinnusvæði. Hana skortir hvorki þjóðernisvitund, virðingu fyrir íslenzkri menningu, né ást á náttúru lands- ins, en hún er einnig raunsæ og kröfuhörð. Þá vaknar sú spurning, hvort okkur tekst að sigra í hinni alþjóðlegu samkeppni um unga fólkið á Islandi. Mun það kjósa að búa með okkur hér í útsænum eða afla sér viðurværis annars staðar? Svarið ræðst af því, hvernig okkur, sem stöndum fyrir ráðum tekst að opna hug okkar og setja þjóðinni hæfileg markmið.“ Undir þessi sjónarmið forseta lýðveldisins munu margir geta tekið. Sá kafli í ræðu hins nýja forseta, sem ef til vill vakti mesta eftirtekt vegna þess, að forsetar hafa yfirleitt hald- ið sig utan við deilumál líðandi stundar, fjallaði hins veg- ar um kjör fólksins í landinu, sem eru jafnan viðkvæm- ustu deilumálin á hinum pólitíska vettvangi og ekki sízt nú í kjölfar einnar mestu efnahagskreppu, sem yfir ísland hefur gengið á þessari öld. Um þau sagði Ólafur Ragnar Grímsson: „Það hefur kostað landsmenn miklar fórnir á þessum áratug að ráða bót á ýmsum meinsemdum í efnahagslífi og atvinnuskipan. Segja má, að nokkurt jafnvægi hafi náðst. Heimilin eru þó ærið mörg skuldsett meira en góðu hófi gegnir og ýmsir samfélagshópar bera skarðari hlut frá borði en réttlætiskennd okkar þolir. Mörgum finnst að nú hljóti að vera kominn tími til þess að uppskera laun erfiðisins. Þetta er eðlileg hugsun og ber vott um framfara- hug í landinu. Sé rétt á haldið eigum við þess allan kost að búa við traust lífskjör, góða velferðarþjónustu og eðli- legt jafnræði manna í milli. Til þess þurfum við að til- einka okkur skipulegri vinnubrögð en okkur hafa verið töm. Til þess þurfum við að nýta þau færi, sem okkur skajiast á nýrri öld.“ Ólafur Ragnar Grímsson sagði í ræðu sinni, að forverar hans hefðu hver um sig „mótað“ og „meitlað“ forsetaemb- ættið og bætti við: „Forsetar lýðveldisins hafa ávallt bor- ið gæfu til að laga embættið og starfssvið þess að breytt- um kröfum sinnar samtíðar. Svo mun vonandi verða um alla framtíð.“ í ljósi þeirrar ræðu, sem hér hefur verið vitnað til verð- ur áhugavert að fylgjast með þvl í hvaða farveg hinn nýi forseti beinir störfum sínum. Honum og fjölskyldu hans fylgja beztu óskir um farsæld í þeim störfum. Morgunblaðið/RAX ÓLAFUR Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heilsa hér Haraldi Henrýs- syni, forseta Hæstaréttar, Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Ólafi G. Einarssyni, forseta Alþingis, að lokinni embættistökunni, áður en forsetahj ónin héldu til Bessastaða. Morgunblaðið/Golli FORSETI Hæstaréttar, Haraldur Henrýsson, lýsti forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs. Hann las drengskaparheitið, sem Ólafur Ragnar Grímsson vann að stjórnarskránni, afhenti forsetanum tilvonandi síðan kjörbréfið auk þess að flytja honum árnaðaróskir. Morgunblaðið/RAX FRÁFARANDI forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, stendur hér á milli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, þegar athöfn- inni í Alþingishúsinu var lokið og forsetahjónin farin til Bessastaða. Morgunblaðið/Golli ÓLAFUR Ragnar Grimsson undirritaði drengskaparheitið, sem ritað var í tveimur samhljóða eintökum. Erla Jónsdóttir, hæstaréttarritari, stendur með annað eintakið meðan Ólafur Ragnar undirritar hitt. Á bak við þau situr eiginkona Ólafs Ragnars, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. Morgunblaðið/RAX MIKILL mannfjöldi, ungir og aldnir, beið allt í kringum Alþingishúsið í einmuna blíðu og sólskini eftir að sjá og hylla nýjan forseta og eiginkonu hans. Lögregla telur að milli fímm og sex þúsund manns hafi verið við Alþingishúsið. Nýr forseti tekur við embætti Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður tók * við embætti forseta Islands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í gær. Að athöfninni lokinni héldu hr. Ólafur og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir eiginkona hans ásamt dætrum sínum Tinnu og Döllu til Bessastaða þar sem þeim var fagnað af starfsfólki og nokkrum íbúum Bessastaðahrepps. Morgunblaðið/Ásdís FORSETAFJÖLSKYLDAN, herra Ólafur Ragnar Grímsson, frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir og dæturnar Guðrún Tinna og Svanhildur Dalla koma til nýs heimilis síns að Bessastöðum. Morgunblaðið/Ásdís MÓTTAKA var undir kvöld á Bessastöðum. Þar hittu forsetahjón- in starfsmenn forsetaembættisins, ýmsa forsvarsmenn Bessastaða- hrepps og forystumenn ýmissa félagasamtaka hreppsins. Morgunblaðið/Golli NÚVERANDI og fráfarandi forseti, frú Vigdís Finnbogadóttir og hr. Ólafur Ragnar Grimsson, við athöfnina í gær. Morgunblaðið/Golli BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, stjórnaði helgiathöfn í Dómkirkjunni og prédikaði. Séra Hjalti Guðmundsson og séra Jakob Ágúst Iljálmarsson þjónuðu fyrir altari. Viðstadd- ir voru einnig biskuparnir herra Sigurbjörn Einarsson og herra Pétur Sigurgeirsson og vígslubiskuparnir sr. Bolli Gústavsson og sr. Sigurður Sigurðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.