Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI IDAG SOLVEIG ÁSGEIRSDÓTTIR Nú nýverið kom í póstkassann hjá okkur í Laufási notalegt bréf sem vakti upp í hugan- um myndir frá liðnum dögum. Þetta bréf sendi dr. Pétur Pétursson, sonur biskupshjónanna sr. Péturs Sigurgeirsson- ar og Sólveigar Ás- geirsdóttur. I bréfi þessu bauð Pétur okk- ur að koma suður 2. ágúst og samfagna fjölskyldunni á 70 ára afmæli móður sinnar. Vissulega hefði verið gaman að geta þegið þetta boð, en annir og skyldustörf gera það ekki mögu- legt. Þess vegna langar okkur til að senda kveðjur héðan úr Lauf- ási, um leið og við rifjum upp náin og hlý samskipti frá því fyrir nær 30 árum. Heimilið á Hamarstíg 24 á Akur- eyri, þar sem Sólveig og sr. Pétur bjuggu ásamt íjórum bömum sín- um, var eins og annað heimili okk- ar unglinganna sem vorum við stjóm í ÆFAK (Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju) á áranum frá 1965 til 1971. Starfíð í æskulýðsfélaginu fór að mestu fram í Akureyrarkirkju, þar sem prestamir á Akureyri, sr. Pétur og sr. Birgir Snæbjömsson, vora afar duglegir að leiðbeina okkur og styðja. En þar sem tvö elstu böm Sól- veigar og sr. Péturs, þau Guðrún og Pétur, vora okkar bestu vinir og með okkur í stjómun æskulýðs- félagsins, þá var það æði oft sem við ílengdumst bæði í mat og kaffi heima á Hamarstígnum þar sem Sólveig taldi aldrei eftir sér að matreiða þó íjölgaði ögn við eldhús- borðið. Allt frá því fyrst að við kynnt- umst heimili Sólveigar og sr. Pét- urs fundum við hversu mjög þau hjón vora samhent og ætíð ríkti góður og kærleiksríkur andi á þessu heimili. Og við fundum líka fljótt hve Sólveig var mikilvæg sr. Pétri í prestsstarfinu. Milli þeirra hjóna var eining og trúnaður, og ekki síst á erfiðum stundum í prests- starfinu var Sólveig manni sínum ómetanleg stoð. Að vera unglingur með villtar hugmyndir og alls kyns grillur og galsa fór ekkert fyrir bijóstið á Sólveigu. Hún átti það til að brosa að hugmyndum okkar og uppátækjum, en aldrei man ég til þess að hún drægi úr okkur kjarkinn til að finna upp á ein- hveiju nýju í unglingastarfínu. Þannig er Sólveig, einlæg og jákvæð, og þegar í móti blæs og andbyr lífsins skekur allt til falls, þá hefur hún staðið og gefið öðram styrk. Láf Sólveigar og sr. Péturs hefur sannarlega ekki verið áfallalaust, og það þekkjum við vel að með samheldni og einlægri trú hefur fjölskyldan ætíð séð Ijós trúarinnar í gegnum myrkrið. Og þar á Sólveig sannar- lega sinn þátt. Og nú er Sólveig Ásgeirsdótt- ir orðin sjötug, en þrátt fyrir árin og ýmis áföll þá býr enn í framkomu hennar og brosi þessi hlýi og notalegi and- blær sem við urðum svo oft aðnjótandi á áram áður. Og nú í júnflok sl. mættum við henni í Kringlunni, og það var líkt og áður að við vor- um umvafin hlýju hennar og blíðu. Árin höfðu engu breytt í fari hennar. Við óskum Sólveigu og fjöl- skyldu hennar til hamingju með daginn og biðjum þeim öllum heilla á komandi áram. Inga og Pétur í Laufási Þegar ég sest niður til þess að áma frú Sólveigu Ásgeirsdóttur biskupsfrú heilla á tímamótum, koma fram í hugann ótal bjartar myndir og litríkar frá liðinni tíð. Fyrir rúmum þrem áratugum flutt- umst við hjónin norður í Hrísey við Eyjafjörð, en þangað vígðist eigin- maður minn prestur, og þrem áram síðar settumst við að í Laufási. Að sjálfsögðu lá leið okkar oft til Akur- eyrar þar sem séra Pétur Sigur- geirsson fermingarfaðir manns míns var þá sóknarprestur. Ég fann fljótt hversu velkomin við voram á heimili frú Sólveigar og séra Péturs. Það var raunar reynsla, sem ég hefði ekki viljað fara á mis við. Þau vora svo sam- hent í gestrisni og greiðasemi og einlæg hlýja og uppörvandi viðmót gerði þessar heimsóknir jafnan að hátíð. Ég skynjaði þá hversu mik- ilsverður þáttur eiginkonu prestsins er í störfum hans og þjónustu. Því lýsti langafabróðir frú Sólveigar, séra Matthías Jochumsson, best í ljóði sínu Minni kvenna, þar sem hann segir: Kona - mannsins króna, kærleiks-tip þín skín, allir englar þjóna undir merlqum þín. Þó oss sólin þijóti, þróttur, fjör og ár, grær á köldu gijóti, góða dís, þitt tár! Hlutur frú Sólveigar er ljóst dæmi um mikilvægt hlutverk eigin- konu sálusorgarans. Það gat eng- um dulist, hversu mikinn þátt hún átti í margþættum hugsjónastörf- um séra Péturs, sem hafði mikil áhrif til vakningar og blessunar í kirkjunni. Þannig hefur starf henn- ar veri helg boðun og borið birtu inn í líf margra. Við hjónin sendum frú Sólveigu ámaðaróskir á merkum tímamót- um og biðjum fyölskyldu hennar blessunar Guðs. Matthildur Jónsdóttir, Hólum í Hjaltadal. ÞEGAR REIÐHJÓL ER KEYPT -Á HJÁLMUR AÐ FYLGJA! UMFERÐAR RAÐ \ / hvítt og átti leik, en Alex- ander Shabalov (2.565) hafði svart. Svartur lék síðast 15. - Dh4? en rétt var 15. - Be4 eða jafnvel 15. - Df6!? Nú vinnur hvítur þvingað: 16. Dxd6! - Dxc4 (Þetta jafn- gildir auðvitað uppgjöf, en Shab- alov hefur greini- lega yfirsést að 16. - Dxh5 er svarað með 17. Bf6!! - Hxgl+ 18. Kd2 og svartur er flæktur í mátnet) 17. Hdl - Bd5 18. Hg4 - Da6 19. Bxf7+! (Lag- legasta vinningsleiðin) 19. - Kxf7 20. Dc7+ - Kd8 21. Bf6! og nú getur svart- ur ekki forðað máti nema með því að leika 21. - Da5+ sem tapar drottning- unni. Hann gafst því upp. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Hvitur leikur og vinnur Staðan kom upp í viður- eign tveggja stórmeistara á bandaríska meistaramótinu sem var að ljúka. Dmitry Gurevich (2.570) var með HOGNIHREKKVISI „Tpfc. Ut-U. k£/S-*J& {/i taminirL, sin, ? " JÚ, auðvitað fór ég yfir á reikningnum, en mig hefur alltaf dreymt um að baða mig í seðlum. þér finnst gera lífið þess virði að lifa því, geturðu örugglega náð 100 ára aldri. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Þakkir til mótorhjóla- fólks MIG LANGAR að þakka pari á mótorhjóli með númerinu VF-680, sem aðstoðaði mig í Hrúta- firði föstudaginn 19. júlí sl. Edda. Fyrirspum HVENÆR ætla húseig- endur í Tjarnargötu 20 að gera við suðurenda grindverks? Leifur Sveinsson Tapað/fundið Gleraugu töpuðust LESGLERAUGU í ljós- brúnni umgjörð töpuðust 4. júlí sl., líklega í Laugameshverfi. Hafi einhver fundið gleraugun er hann vinsamlega beð- inn að hringja í síma 553 3832. Skilríki töpuðust SVART seðlaveski með dönskum og sænskum skilríkjum merkt G.T. Björgvinsson tapaðist fyrir u.þ.b. mánuði. Finnandi vinsalega hafi samband í síma 897 2024 eða 554 6218. Fundarlaun. Hálsfesti fannst PERLUHÁLSFESTI fannst í Grafarvogs- kirkjugarði sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 567 3464. Lína Jóhann- esdóttir. Flíspeysa tapaðist GRÆNKÖFLÓTT rennd flíspeysa með hettu, á sex ára strák, tapaðist, líklega niðri við Tjöm sl. föstudag. Finnandi vin- samlega hringi í síma 567 5076. Filma fannst ÁTEKIN filma fannst við Skógarfoss síðustu helg- ina í júní. Á filmunni em aðallega landslagsmynd- ir og myndir af fólki og m.a. mynd af tveimur ungum mönnum að tefla. Upplýsingar í síma 568 0689. Skór töpuðust GRÆNIR Nike-striga- skór töpuðust í Gagn- fræðaskólanum á Akur- eyri sl. helgi. Finnandi vinsamlega hringi í síma 557 3229. Myndavél tapaðist JAPÖNSK grá myndavél í gráu hulstri með svörtu og grænu bandi tapaðist í Hveragerði eða ná- grenni á blómasýning- unni sem stóð yfir í byij- un júlí. Skilvís finnandi hafí samband í síma 552-1381 og er fund- arlaunum heitið. VARSTU ekki orðin svo- ■ ____ lítið þreytt á Palla páfa- ÞÝÐHt þetta að við er um gauk, amma? hætt saman? Víkveiji skrifar... YMSIR hafa verið að skamma sjónvaipið fyrir útsending- amar frá Olympíuleikunum. Út- sendingarnar reyna vissulega á þol- rifin á þeim sem ekki hafa áhuga á íþróttum en fyrir íþróttaáhuga- menn er þetta hátíð. Óhjákvæmilegt er að sjónvarpið geri mestu íþróttahátíð heimsins tæmandi skil. Og meðan það hefur ekki yfir að ráða nema einni sjón- varpsrás, verður efnið fyrirferða- mikið á þeirri rás. Víkveiji tilheyrir seinni hópnum og vill nota tækifær- ið og þakka sjónvarpinu og starfs- fólki þess fyrir frábæra þjónustu. xxx Nú stendur golfvertíðin sem hæst og menn og mófuglar í stórhættu vegiia kúlnahríðar þeg- ar höggin geiga. Víkverji heyrði til dæmis af einu golfhöggi, sem að vísu má deila um hvort var misheppnað eða ekki. Þrátt fyrir glæsilega sveiflu og nokkuð ná- kvæmt mið lenti kúlan ofan í vasa á golfpoka, sem annar kylfingur hafði lagt frá sér þar skammt frá. Þeir félagar, eigandi pokans og sá sem sló, munu hafa rætt um það sín á milli hvort ekki væri rétt að fara með kúluna í pokanum inn á flöt og sturta henni niður í hol- una og ná þannig holu í höggi! Úr því varð ekki og Víkveiji veit raunar ekki hvað golfreglurnar segðu um slíkt. xxx EFTIRFARANDI bréf hefur Víkveija borist frá Arngrími Sigurðssyni vegna skrifa hér í dálkinum í síðustu viku: í seinni tíð hefur mikið borið á því að fólk notar gæsalappir eins og margar erlendar þjóðir gera. Er þetta aðfinnsluvert? Era aðrir svona „vitlausir" að þeir kunni ekki að nota gæsalappir? Það væri því ekki úr vegi að athuga málið því að varla getur greinarmerkja- setning verið óumbreytanleg frek- ar en annað. Þegar tilhögun tilvitnunar- merkja ber á góma er oft sagt: „Þetta hefur alltaf verið svona.“ Já, þetta (að hafa gæsalappir niðri og uppi) hefur lengi verið svona. En tímarnir breytast og mennirnir með - og um leið ýmis framsetn- ing. Það á Iíka við um lesmál. Lík- lega hefur fólk á íslandi ekki skoð- að málið. Tökum nokkur atriði: 1. Fagurfræðilega eru gæsalappir betur komnar uppi (ofan línu texta). Þegar gæsalappir era hafð- ar uppi bæði framan og aftan við orð, einkum stakt orð, er það í miklu meira jafnvægi en ella. 2. Flestar þjóðir era að taka þetta upp, meira að segja frændur okkar á hinum Norðurlöndunum og þetta sést æ oftar í þýskum blöðum. Varla era menn svo illa gefnir í þessum löndum að gera þessi mistök. 3. Þetta form hefur verið svona á ritvélum frá upphafi og reynst vel vegjia jaftivægis og einfaldleika. 4. Islendingar hafa (sem reyndar er umdeilt) fellt niður bókstafinn z, nánast útrýmt kommusetningu og hringlað með litla stafi og stóra. Lagfæring á staðsetningu tilvitnun- armerkja (,,gæsalappa“) ætti ekki að vera þeim um megn. 5. Það er engin ástæða til að kenna fólki að hafa greinarmerki á mis- munandi stað í texta. Heyrst hefur: „Það sést hvar gæsalappimar byija.“ Svar: Þar sem gæsalappir era alltaf framan við orð þegar til- vitnun hefst er það fullnægjandi. Gæsalappir aftan við orð sýna að tilvitnun er lokið. Það er vafalaust heppilegast að hafa merki, sem gegna sama hlutverki, á sama stað í lesmáli. Af ofangreindu sýnist manni því augljóst, að langfallegast og ein- faldast er að hafa gæsalappir alltaf uppi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.