Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF [22122MS!! TENGSL unglinga við Ú'ölskyiduna, eftirlit foreldra með ungling- um, líðan í skóla, við- horf til náms, ein- kunnir, þátttaka í skipulögðu félagsstarfí og íþrótta- iðkun, allt þetta tengist vímuefna- neyslu unglinga," segir meðal ann- ars í M.A. verkefni Ingibjargar Völu Kaldalóns, félagsfræðings, sem útskrifaðist frá Háskóla Is- lands í júní síðastliðnum. Hún er jafnframt fyrsti nemandinn til að útskrifast frá H.í. með meistara- gráðu í félagsfræðum. Lokaverk- efni hennar ber heitið „Vímuefna- neysla íslenskra unglinga" og var það unnið undir leiðsögn dr. Þó- rólfs Þórlindssonar, prófessors og forstöðumanns Rannsóknastofn- unar uppeldis- og menntamála. Með lokaverkefninu er Ingibjörg fyrst til að gera fræðilega úttekt á ýmiss konar tómstundaiðkunum og tengslum þeirra við vímuefna- neyslu. Til dæmis ástundun íþrótta, menningariðkun, þátttöku í skipu- lögðu félagsstarfi og öðrum skemmtunum. Auk þess leggur Ingibjörg meiri áherslu á samband skólans og vímuefnaneyslu, en hingað til hefur verið gert í íslensk- um rannsóknum. „íslenskir fræði- menn hafa á hinn bóginn fjallað I ' Hvort vegur þyngra sígarettumar eða námsbókin? f M. A. verkefni Ingibjargar kemur fram að þeir unglingar sem hafa háar einkunnirog leggja áherslu á mikilvægi náms neyta síður vímuefna. Ennfremur skiptir líðan nemenda í námi miklu máli. V el skilgreind markmið eða neikvæð viðhorf og metnaðarleysi meira um mikilvægi þess að ung- lingar hafi náin tengsl við fjöl- skyldur sínar og af þeim sökum lagði ég ekki eins mikla áherslu á þann þátt í ritgerð minni,“ segir Ingibjörg í samtali við blaðamann Daglegs lífs. Rannsókn Ingibjargar byggir á viðamiklum spurningalistum sem voru lagðir fyrir alla nemendur 9. og 10. bekkjar grunnskólans vorið 1992, þar sem 86,8% nemenda svöruðu eða alls 7.018 nemendur. Spurningalistar þessir voru unnir af starfsfólki Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála þar sem Ingibjörg hefur starfað á undan- förnum árum. Einnig byggir rann- sóknin á viðtölum við 22 unglinga á aldrinum 14-20 ára, sem höfðu mismunandi reynslu af vímuefn- um. Skýr markmlA mlkllvæg Ingibjörg segir að niðurstöður lokaverkefnis hennar hafí ótvírætt sýnt fram á nauðsyn þess að ung- lingar hafi vel skilgreind markmið og ákveðinn tilgang í lífinu, því það minnki iíkur á vímuefnaneyslu þeirra. „Þessi markmið finna' ung- lingar meðal annars í skólanum og í gegnum skipulögð tómstunda- störf eða íþróttir, en einnig er gott samband við fjölskylduna og eftir- lit foreldra með börnum sínum mjög mikilvægur þáttur til að veita unglingum ákveðinn stuðning og þar með tilgang í lífinu,“ segir Ingibjörg og vísar í niðurstöður ritgerðarinnar. En þar segir meðal annars að þeir unglingar sem telji skólann mikilvægan og iðki íþrótt- ir eða taki þátt í öðru félagsstarfi hafni fremur vímuefnum en aðrir. Þannig sé gildi tómstunda og skól- ans ekki síst í því falið að setja ungmennum skýr markmið og veiti þeim um leið ákveðna kjölfestu í lífinu. Eða eins og haft er eftir 16 ára stúlku og fyrr- verandi vímuefnaneyt- anda í ritgerð Ingi- bjargar: „Mig vantaði eitthvað svona að vakna á morgnana og fara í skóla eða vinnu eða eitthvað.. . Maður hefur ekki neitt..., maður er einhvem veginn bara í lausu lofti.“ Ingibjörg leggur áherslu á að það skipti í raun ekki máli hvort unglingar séu til dæmis í fótbolta, Iæri á hljóðfæri, eða taki þátt í skáta- starfi, heldur séu það markmiðin og sú kjölfesta sem þau veita aðal- atriðið. „Og kjölfesta á sem flestum stöðum minnkar líkur á vímuefna- neyslu." Bera ekkl skynbragð á verulelkann Að sögn Ingibjargar kom einnig fram í máli þeirra sem höfðu farið í meðferð að ofneysla vímuefna og tilgangsleysi varð til þess að þeir misstu fótfestu í lífinu og hættu að bera skynbragð á hvað væri raunverulegt og hvað ekki. „Þeir hættu því að bera virðingu fyrir viðteknum gildum samfélagsins sem enduspeglaðist í ýmiss konar frávikshegðun, eins og til dæmis þjófnaði, ávísanafalsi, innbrotum og sjálfsvígstilraunum." Orð tví- tugs manns og fyrrverandi vímu- efnaneytanda lýsir þessu ástandi ef til vill vel: „...Það er svo skrítið að þegar maður er búinn að sukka svona mikið þá einhvern veginn fara allar tilfinningar, maður finnur ekki fyr- ir neinu ... Stundum var ég alveg í vafa hvað væri raunveru- legt því ég fann ekkert fyrir mér ... það var betra að finna sárs- auka en ekki neitt." Orð annars 18 ára pilts, sem var langt leiddur í neyslu vímu- efna, lýsa ennfremur hversu sama honum var orðið um sjálfan sig og umhverfi sitt: „Þegar ég var kominn á götuna þá vantaði vin minn peninga. Við sáum karl með þykkt veski. . . Síðan löbbuðum við að karlinum, vinur minn með hnífínn upp að honum. Ég hélt á öðrum hnífí og „nei heyrðu hvað er ég að gera“ . . . Þetta ætlaði ég ekki að gera. Ég ætlaði aldrei að gera þetta eða hitt,“ er haft eftir piltinum. Á hinn bóginn höfðu þeir við- mælendur Ingibjargar sem lítilla eða engra vímuefna neyta ákveðn- ar hugmyndir um sjálfa sig og til- veruna og „báru virðingu fyrir við- teknum gildum samfélagsins". Fengu engan stuðning í niðurstöðum Ingibjargar kem- ur einnig fram að „þeir unglingar sem hafa háar einkunnir í skóla og leggja áherslu á mikilvægi náms neyta síður vímuefna. Ennfremur skiptir líðan nemenda í skólanum miklu máli, því þeim sem líður vel <ön nun mei Neyta ekki áfengis ðal unglinga í 9. Neyta áfengis einu sinni eða sjaldnar í mánuði og 10. bekk “] Neyta áfengis mánaðarlega ] eða oftar Náin tengsl við fjölskyldu Fjölskyldan I 53,9% Foreldrar hafa eftirlit með viðkomandi í menningarstarfi M©nningarlíf/skenimtanir I 144,7% I . 129,3% ! ■ 'j 26,0% Stunda skemmtanir 1 121,4% l 125,4% 53,1% Jákvæð viðhorf til náms | ..........M 26,2% 115,5% Líða vel í skóla □ 26,6% ] 19,2% Skólinn 158.4% I 127,3% I I 22,7 Háar einkunnir | 50,0% ] 54,3%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.