Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 B 3 í skóla hafna fremur vímuefnum." Ingibjörg segir að sá hópur sem neytir vímuefna hafi hins vegar mun neikvæðari viðhorf til skólans og því lítinn metnað gagnvart nám- inu. Þeir sem áttu við mestan fíkni- efnavanda að stríða höfðu hætt í skóla, en í flestum tilvikum höfðu þeir verið reknir vegna hegðunar- erfiðleika. „Sumir þeirra sem hætt- ir voru í námi höfðu orð á því að skólinn eða ákveðnir kennarar hefðu brugðist þeim með því að veita þeim ekki þann stuðning sem þeir hefðu þurft. Unglingarnir greindu til dæmis frá því að sumir skólamenn hafi látið í ljós fordóma fyrir ákveðnum klæðnaði. „Þeir þóttu, til dæmis í „of þröngum gallabuxum", í „druslulegum jakka“ eða „voru rakkaðir niður fyrir framan alla“. Þá talaði einn piltur um það að kennarar, sál- fræðingar og aðrir ráðgjafar hafi allt frá því að hann var í bama- skóla talað um hann sem „vonlaust dæmi“, að hann færi „í dópið" og yrði „krimmi" og að „hann gæti aldrei hætt vímuefnaneyslu". Ekki of mikill agl í niðurstöðum ritgerðarinnar kemur einnig fram að þeir ungling- ar sem hafa góð tengsl við foreldra sína, hafna fremur vímuefnum en aðrir. „Því er það mikilvægt að unglingar geti leitað til fjölskyld- unnar þegar eitthvað bjátar á og fengið þar nauðsynlega hlýju og aðstoð til að takast á við verkefni hins daglega lífs.“ Auk þess kemur í Ijós mikilvægi þess að foreldrar hafi ákveðið eftir- lit með börnum sínum. Fylgist til dæmis með því hvar unglingarnir séu og með hverjum, en samkvæmt niðurstöðum ritgerðarinnar neyta ungmenni sem eru undir slíku eftir- liti síður vímuefna. Ingibjörg tekur þó fram að of mikill agi foreldra á börnum geti oft snúist upp í andhverfu sína og aukið þannig líkur á því að unglingar neyti vímu- efna. „Það kemur einmitt fram hjá viðmælendum mínum að brýnt sé að þær reglur sem foreldrar setji börnum sínum séu byggðar á sam- komulagi en ekki skipunum," segir hún. „Allir voru sammála um að agi og eftirlit með unglingum væru nauðsynleg, án þess þó að foreldr- ar mættu „ögra þeim“ með of stíf- um og einhliða reglum." Lítil samvinna í forvarnastarfi Ingibjörg segir að í ljósi þess hve skólinn og skipulagt tóm- stundastarf skipi mikinn sess í lífi unglinga sé brýnt að þar fari fram öflugt forvarnastarf gegn vímu- efnaneyslu. „Til dæmis er þörf á því að starfsfólk skólanna og skipuleggjendur tómstundastarfa fái meiri fræðslu um það hvernig bregðast eigi við neyslu vímuefna og þannig séu þeir betur í stakk búnir til að takast á við þann hegð- unarvanda sem iðulega fylgir mik- illi vímuefnaneyslu," segir hún. Ingibjörg segist ennfremur hafa orðið vör við það hve lítil samvinna sé á milli þeirra aðila sem vinna að forvörnum, og að meðferðar- og æskulýðsmálum. „Til dæmis er ekki til nein heildarstefnumótun um það hér á landi á hvern hátt skuli taka sameiginlega á málefn- um ungra vímuefnaneytenda," segir Ingibjörg og bætir því við að það væri virkilega þarft verkefni að gera rannsóknir á kerfinu sjálfu og þeim úrræðum sem þar væru í boði fyrir fíkniefnaneytendur. Ingibjörg segir í lokin að það sé hennar fræðilega lífssýn að félags- fræðingar eigi ekki einungis að gera rannsóknir, rannsóknarinnar vegna, heldur sé mikilvægt að nið- urstöður séu hagnýttar á einhvern hátt. „Mér finnst til dæmis nauð- synlegt að Koma þessu verkefni mínu á á framfæri við þá aðila sem vinna með unglingum á einn eða annan hátt. Og þannig ætla ég að koma í veg fyrir að þessi ritgerð mín dagi uppi og verði bara orðin tóm,“ segir Ingibjörg að síðustu. Armi Schram DAGLEGT LIF Mikilvægt að ná til ungu krakkanna í grunnskólanum Könnun meðal unglinga í 9. og 10. bekk: Tími sem varið er með Ýoreldrum utan skólatíma CZZl nær alltaf I I Stundum I I S)aldan Nær aldrei Reykja daglega 4,6% '18,1% 13,7% Drekka mánaðarlega eða oftar I 116,5% I 25,0% 24,9% 34,0% Prófa hass □ 1,8% I 13,7% 6,2% 112,0% 141,5% Hlutfall þeirra sem neyta vímuefna lækkar eftir því sem meiri tíma er varið með foreldrum utan skólatíma. „MIKILVÆGT er að átta sig á því að engar einfaldar lausnir eru til á fíkniefnavandanum. Til þess að ná árangri í baráttunni gegn fíkniefnum verður að beijast á öllum vígstöðv- um,“ segir dr. Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræðum við Háskóla Islands og forstöðumaður Rann- sóknastofnunar uppeldis- og mennta- mála í samtali við blaðamann Dag- legs lífs. „Rannsóknir bæði hér á landi og erlendis hafa sýnt fram á að margir þættir hafa áhrif á fíkniefnaneyslu unglinga og þar á meðal er jafningja- hópurinn. Hins vegar eru áhrif félag- anna breytileg eftir því hvað aðrar stofnanir í þjóðfélaginu eru sterkar," segir Þó- rólfur. „í þjóðfélögum þar sem fjölskyldan og skólinn eru mjög öflug- ar stofnanir, hefur fé- lagahópurinn minni áhrif á neysluna en ella,“ segir hann enn- fremur. Þórólfur segir að fjöl- skyldan hafí mikil áhrif á böm og unglinga, en mikilvægi hennar gleymist oft. „í umræð- unni um fíkniefnavand- ann er oft einblínt um of á sérfræðinga á ýms- um sviðum og þeim ætlað að leysa allan vandann. Þrátt fyrir að þeir vinni mikið og gott starf og leysi verkefni sín oftast mjög vel af hendi geta þeir aldrei komið í stað megin- stofnana þjóðfélagsins. Rannsóknir sýna að fjölskyldan hefur margþættu hlutverki að gegna í tengslum við fíkniefnavamir. Til dæmis má nefna að því meiri tíma sem unglingar veija með fjölskyldunni utan skólatíma því minni líkur eru á því að þau neyti fíkniefna." Þórólfur segir einnig að það hafi berlega komið fram í mörgum rann- sóknum hve mikilvægt það sé að foreldrar fylgist með bömum sínum, styðji þau og hvetji. „Hins vegar má benda á að hinn langi vinnudagur á íslandi veikir fjölskylduna vegna þess að þá er minni tími aflögu fyrir böm- in. Og í þjóðfélagi þar sem vinnutím- inn er langur verður umhverfið ekki eins vænlegt fyrir unga fólkið," segir hann. Varasamt að ofmeta neyslu fíkniefna Þórólfur segir að þegar litið sé á neysluna hér á landi megi sjá að hún sveiflist töluvert til. „Þannig er neysl- an í hámarki um 1984, síðan dregur úr henni fram undir 1989 þegar hún fer að aukast aftur. í þessu tilliti er athyglis- vert að neysla hinna ýmsu ávanaefna fylgist nokkuð að. Helsta und- antekningin er áfengið. Þar virðast sveiflumar vera heldur minni. Annað athygiisvert atriði er að þessar sveifl- ur fylgjast að í mörgum löndum samtímis. Þann- ig virðist neyslan aukast í Norður-Evrópu og Ástralíu á sama tíma og hér á landi. í þessu sam- bandi er þó mikilvægt að benda á að oft koma inn á markaðinn ný fíkniefni sem ungiingamir þekkja lítið til, eins og E-taflan og hugsanlega amfetamínið, síðustu árin. Þessi fíkniefni virðast í upphafí fylgja ólíku mynstri. Þau breiðast hratt út vegna þess að ungl- ingar vita ekki um skaðsemi þeirra. Um leið og búið er að upplýsa fólk um skaðsemina dregur úr neyslunni. Þetta gerðist til dæmis upp úr 1970 þegar hassið flæddi inn á markaðinn hér,“ segir hann. Þórólfur segir að ekki sé nákvæm- lega vitað hvað valdi þessum sveifl- um. „Sumir halda því fram að þetta séu tískusveiflur og líkja þessu við smitsjúkdóma. Þannig er talað um að bæði afbrot og fíkniefni og ýmis önnur atriði sem snerta unglinga, breiðast út mjög svipað og smitsjúk- dómar gera. Þessar kenningar ganga út frá því að jarðvegurinn sé jafn- ingjahópurinn og því sterkari sem stofnanir þjóðfélagsins em því minni verða þessar sveiflur,“ segir hann og heldur áfram: „Sveiflur þessar eru markvissar og þær má sjá fyrir vegna þess að þær fylgja árgöngum. Ár- gangur sem er til dæmis í mikilli óreglu í 9. og 10. bekk grunnskóla heldur áfram að vera það í gegnum menntaskóla og neyslan eykst með árunum frekar en hitt. Árgangur sem á hinn bóginn er í mjög lítilli fíkni- efnaneyslu heldur neyslunni í lág- marki í gegnum framhaldsskólann. Ein ályktun sem má draga af þessu er sú að við eigum að einbeita okkur að því að ná til ungu krakkanna í grunnskólanum því það virðist skipta miklu máli að hafa áhrif á unglinga á þessum árum.“ Þórólfur leggur áherslu á að afar brýnt sé að vita hvernig neyslu ungl- inga sé háttað og að sú vitneskja sé byggð á staðreyndum og haldgóðum upplýsingum. „Það er til dæmis mjög slæmt þegar við ofmetum fíknieftia- neyslu unglinga eins og stundum vill verða. Með því er verið að gefa þau skilaboð að allir unglingar séu meira og minna að neyta ólöglegra fíkni- efna, drekka og reykja. Og það er hættulegur boðskapur," segir Þórólf- ur. Hann segir ennfremur að það sé mjög ósanngjamt að gefa slíka mynd af unglingum, þegar stór hluti þeirra sé til fyrirmyndar. „Við megum ekki gleyma því að íslensk ungmenni standa sig mjög vel og fíkniefna- neysla þeirra er að mörgu leyti minni en í nágrannalöndum okkar. Hins vegar má ekki vanmeta vandann og nauðsynlegt er að vita í hveiju hann liggur." Áhættuþættir marglr Þórólfur segir að brýnt sé að finna þá áhættuþætti sem tengist vímu- efnaneyslu. „í þessu sambandi verð- um við að athuga að draga ekki of miklar ályktanir um orsakasam- hengi. Hér erum við aðallega að tala um mynstur sem kemur fram í rann- sóknum,“ segir hann. Þá segir Þórólfur að verið sé að vinna að því á Rannsóknastofnun uppeldis-og menntamála að skoða samspilið á.milli hinna ýmsu stofnana þjóðfélagsins og hvemig þær vinni saman. Til dæmis hvemig skólinn, foreldramir og unglingamir geti ver- ið samstíga í því að byggja upp gott umhverfi fyrir fjölskylduna alla. „Eitt mikilvægasta verkefnið í forvarnar- starfi í dag er að efla samstarf for- eldra og skóla. Nú höfum við þegar virkjað jafningjana í jafningjafræðsl- unni. Næst er að virkja foreldrana og fá þessa aðila til að vinna sam- an,“ segir hann að síðustu. ■ Ama Schram Dr. Þórólfur Þórlindsson JAFNINGJAFRÆÐSLA Hverju svarar þú ef þér er boðið fíkniefni? Morgunblaðið/Ásdís SKIPULEGGJENDUR sumarnámskeiða um fíknefnavandann; Magnús Árnason, Bragi Freyr Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir. „MARKMIÐIÐ er að ná fram hugar- farsbreytingu hjá unglingunum svo þeir standi betur að vígi ef þeim er boðið eiturlyf því nei verður oft já, sérstaklega ef fólk er undir áhrifum áfengis. Við forðumst allan hræðslu- áróður en kynnum skaðsemi ólöglegra fíkniefna með umræðum," segir Magnús Ámason, starfsmaður Jafnin- gjafræðslu framhaldsskólanema og einn þriggja umsjónarmanna með fræðslunámskeiðum um fíkniefni sem staðið hafa yfír í sumar. Ríflega 2000 unglingar hafa setið námskeiðin sem styrkt voru af Reykja- víkurborg, Kópavogsbæ og fleiri sveit- arfélögum. í bígerð er að bjóða ungl- ingum á landsbyggðinni svipuð nám- skeið næstu vikumar. „Vetrarstarfíð gekk svo vel að ákveðið var að sækja um styrki til sveitarfélaga og fyrirtækja til að geta haldið starfínu áfram í sumar,“ segir Kristín Ólafsdóttir en hún hefur ásamt Braga Frey Gunnarssyni og Magnúsi haft veg og vanda af starfinu í sum- ar. Að auki vinna 25 framhaldskóla- nemar sem leiðbeinendur á námskeið- um Jafningjafræðslunnar. Tveimur aldurshópum var boðin þátttaka, sextán ára unglingar sátu dagnámskeið í MR-Selinu í Hvera- gerði en fjórtán ára unglingum var boðið á tveggja tíma námskeið í Öskju- hlíð. „Það er nýlunda að bjóða 14 ára krökkunum slíka fræðslu, en starfið hefur hingað til beinst að framhalds- skólanemum. Námskeiðin hjá yngri aldurshópnum hafa hins vegar mælst mjög vel fyrir en greinileg þörf er á umræðu um fíkniefni í efri bekkjum grunnskóla," segir Bragi. ,,í sumar höfum við hitt krakkana í Oskjuhlíð- inni, farið í gönguferðir alls konar leiki og fléttað inn í þá umræðu um fíkniefnavandann," bætir Kristín við. „Á fræðsludögum fyrir sextán ára krakkana er byijað á hópefli og síðan eru málin rædd í rólegheitum frá ýmsum sjónarhomum. Andrúmsloftið er mjög afslappað, alls ekki eins og í skólastofu því oftast er setið eða legið á dýnum á gólfinu. Nokkrir leið- beinendur hjá okkur eru fyrrverandi eiturlyfjaneytendur sem miðla reynslu sinni og svo gefst krökkunum tæki- færi á að spyija. Það er misjafnt hvað brennur á unglingunum, en þeir spyija til dæmis mikið um hvert þeir eigi að snúa sér ef foreldrar eða vinir eiga við áfengis- eða fíkniefnavandamál að stríða." segir Magnús. „Við svörum spumingum eftir bestu getu en ef það nægir ekki þá ráðleggj- um við þeim hvert best sé að snúa sér. í vor sátum við undirbúningsnám- skeið þar sem við fengum góð ráð frá sálfræðingum, prestum, læknum og fleiri aðilum," segir Bragi Freyr. Jafningjafræðslu framhaldsskóla- nema var komið á fót í febrúar síðast- liðnum fyrir tilstuðlan Félags fram- haldsskólanema. „Við höfum komið af stað umræðu í skólunum og allir geta leitað til okkar. Erfítt er að meta árangur á aðeins hálfu ári en áróðurinn gegn E-töflunni hefur greinilega skilað sér því hún er nán- ast horfin af markaðnum," segir Magnús. Þremenningamir em sammála um að samstarfíð við fyrirtæki og sveit- arfélög hafí gengið mjög vel í sumar. „Það er greinilega mikill velvilji meðal fólks og allir virðast vera tilbúnir til að leggja hönd á plóginn. Okkur finnst þó umræða í fjölmiðlum um unglinga oft vera neikvæð. Það er eins og sum- ir haldi að meirihluti ungs fólks sé fíkniefnaneytendur en svo er alls ekki. Vitanlega er einhver hópur í neyslu en alls ekki allur ijöldinn," segir Magnús að lokum. ■ hm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.