Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 B 5 DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF Alls kyns tæki og tól sem gera tilveruna léttari í stórsvigi á skrokknum FORVITNI blaðamanns er vakin þeg- ar hann heyrir getið nuddbekkjar við Laugardalslaugina þar sem engar mannshendur koma nálægt. Hann hugsar með sjálfum sér að þetta hljóti að vera fyrir þá sem eru mannfælnir og illa við snertingu. Þar sem blaða- maður tilheyrir þeim hópi leggur hann leið sína í laugina og fer í nudd. Nuddið fer þannig fram að lagst er á piastdúk sem strengdur er efst í bekknum. Undir honum er vatn. Þegar kveikt er á bekknum myndast tvær vatnsbunur undir dúknum sem þrýsta á líkamann. Hægt er að stilla styrkleikann og einnig á hvaða svæði líkamans vatnsbunurnar þrýsta. Valið stendur um heilnudd, svæðanudd eða punktanudd. Bunurnar ganga svo upp og niður og til hliðar svo það mætti halda að Ingemar Stenmark væri í stórsvigi fram og til baka eftir skrokknum á manni. Það þarf svo ekki að tíunda að þegar bekkurinn slekkur á sér er slökunin mikil - svo mjög að blaða- maður er þakklátur fyrir handfang fyrir ofan bekkinn. Annars væri ómögulegt að standa upp. Að þessu loknu er gott að geta komið við í gufu á leiðinni út eða lagt sig í heita pottinum. „Kostirnir við nuddbekkina eru þeir að það er hægt að fara í þá hve- nær sem er og maður getur fengið ódýrt og gott nudd á skömmum tíma,“ segir Daði Daðason, umboðsmaður Ergoline nuddbekkjanna á íslandi. Hann segir að þeir séu ekki settir upp í samkeppni við nuddara, enda hafi oft verið haft samstarf við þá við uppsetninguna. - Hvernig hafa viðtökurnar verið? „Það komin góð reynsla af þessu og það fara margir í gegnum bekkina á degi hverjum." - I hverju felst árangurinn? „Hann felst fyrst og fremst í spennulosun. Einnig er mikilvægt að hægt er að stjórna nuddmeðferðinni og einbeita sér að ákveðnum svæðum. Meðferðin er ólík handanuddi að mörgu leyti, hún nær til dæmis ekki yfir mænu.“ - Er þetta fyrir alla? „Nei, það geta ekki allir stundað þessa bekki. Nuddið eykur blóð- streymið og þeir sem eru til dæmis með slakt hjarta eða kransæðastíflu mega ekki fara í bekkina nema undir handleiðslu læknis. Þess má geta að þýska landsliðið í knattspyrnu notaði þessa bekki fyr- ir Heimsmeistarakeppnina árið 1994. Þjálfarar þeirra og nuddarar gerðu úttekt á því og voru mjög ánægðir." Daði bætir kankvíslega við: „Reyndar féll liðið úr keppni, en það var ekki rakið til bekkjanna." Rafmagnaðar aefingar Þegar blaðamaður fær veður af því að það njóti sivaxandi vinsælda að gefa fólki rafstraum til að koma því í þjálfun getur hann ómögulega skor- ast undan. Hann pantar sér tíma í Trim Form-tæki á Snyrtistofu Hönnu Kristínar Didriksen. Eftir að hafa farið í sturtu og skol- að af sér prentsvertuna leggst hann á bekk með alls kyns forvitnilegum snúrum og tækjum í kring. Hanna Kristín er honum til halds og trausts, eins og öllum sem prófa tækið í fyrsta skipti, og það fer ansi vel um blaða- manninn. - Getur maður sofnað í þessu? -,,Nei, ég þekki ekki dæmi þess,“ Elsta konan 78 ára Hvemig er best að bregðast við þegar auka- kílóin fara að hrannast upp og maginn að slappast? Margir fara þá leið að hreyfa sig meira með fjallgöngu, sundi eða skokki, Sum- ir taka knattspymuskóna ofan úr hillunni. Svo em þeir sem taka tæknina í sína þjón- ustu. Nú em komnir alls kyns bekkir og tæki á markaðinn sem ætlað er að hjálpa fólki að komast í æfíngu. Pétur Blöndal fer á stúf- ana, spreytir sig á fáeinum æfingatækjum og kveður aukakílóin í leiðinni. er að ná til með æfingum, þannig að það getur verið sniðugt að taka þetta sem aukastyrkingu fyrir þá sem stunda líkamsrækt." Meðferðin tekur hálftíma og reynir verulega á líkamann eins og blaða- maður kemst að raun um. En hvers- konar fólk sækir í bekkinn? „Það er allavega fólk.“ - Hefur aðsóknin aukist eftir að Óiympíuleikarnir hófust? „Nei, ég myndi ekki segja það.“ - Er fólk ekkert hrætt við að fá rafmagn í sig? „Sá sem vinnur með rafmagnsmeð- ferðir þarf að kunna sitt fag og láta viðkomandi vita hvernig tilfinning það er að fá rafmagn í sig. Það er alltaf viss reynsla. En þetta er svo vægur straumur að það getur ekki skaðað." - Er fólk ánægt með meðferðina? „Það hugsa ég. Að minnsta kosti er ég búin að vinna með Trim Form á sjöunda ár og fólk virðist alltaf vera ánægt.“ BRYNDIS Óskarsdóttir í Trim Formi. Morgunblaðið/Ásdís Þegar blaðamaður mætir í Æfinga- bekki hreyfingar tekur Sigrún Jóna- tansdóttir brosandi á móti honum. Inni á stofunni má sjá tíu bekki auk annarra þrektækja og það eru ein- mitt þeir sem blaðamaður ætlar sér að prófa. Við fyrstu sýn virðist ekki vera mikið mál að spreyta sig á bekkjun- um, en blaðamaður kemst fljótlega að raun um annað. í þrekbekkjunum er hægt að taka vel á. Bekkirnir eiga að auðvelda fólki að gera æfíngar, en það hversu erfiðar þær eru bygg- ist á því hversu mikið viðkomandi leggur sig fram - eins og gildir um alla heilsurækt. Fyrsti bekkurinn er ætlaður til upphitunar fyrir þrekbekkina sem ganga svo í skrokk á líkamanum áður en nuddbekkirnir lina þján- ingarnar. Síðasti bekkurinn er svo slökunarbekkur og þar nær blaðamaður að festa blund í nokkrar mínútur. Það er ekki á hveijum degi sem maður getur sof- ið í vinnunni með góða samvisku. Þegar blaðamaður vaknar ræðir ÞAÐ ÞARF ekki lengur nuddara til að fá nudd. BRYNDIS gerir magaæfingar í æfingabekkjum hreyfingar BUMBUBANANN er hægt að nota hvar sem er, - jafnvel undir berum himni. og a eftir slakar hún vel a ssa Trúin flytur fjöll svarar Hanna Kristín. Hún brosir góðlátlega og vefur teygjum á upp- handleggi, maga og læri blaðamanns og stingur votum blöðkum undir teygjurnar. Þegar straumnum er hleypt á fer rafstraumur í vöðvana þannig að þeir dragast saman. Síðan er straumurinn brotinn og það slakn- ar aftur á vöðvunum. Þannig gengur meðferðin á víxl. „Það er mjög mikilvægt að kúnninn taki á móti hreyfingunni og spenni vöðvana þegar hann fær straum,“ segir Hanna Kristín. „Þannig fær hann mest út úr meðferðinni." - Hver er ávinningurinn? „Líkaminn kemst í betri æfingu. Hann verður stinnari og útlitið betra. Með- ferðin vinnur á stöðum sem erfitt „TRÚIN flytur fjöll,“ segir Gísli Einarsson, yfirlæknir á Landspítalanum og doktor í vöðva- þjálfunarfræði, þegar hann er spurður út í Trim Form-tækin og æfingabekki hreyfingar. I svari hans kemur glöggt í ljós að ekki fer alltaf saman álit almennings og vísinda. Hann segir að það hafí verið sagt um æf- ingabekki hreyfingar að hægt væri að spyrna á móti eða halda við þegar tækið hreyfðist. „Það má til sanns vegar færa, þótt manni finnist það ótrúlegt að svo lítið átak valdi þjálf- unaráhrifum. Mér vitan- lega hefur aidrei ver- ið vísindalega sýnt fram á gagnsemi þessara bekkja sem þjálfunar- tækja. Það er tobb -4MM augljóst fyrir Gísli Einarsson þeim sem hafa numið þjálfunarfræði að eitthvað er dularfullt við þetta.“ - Sumir eru samt ánægðir með þann árangursem þeir hafa náð í þessum æfinga- bckkjum. „Fólk fær ýmsa fræðslu um hreyfingu og mataræði og fer að hugsa meira um heilsuna. Það eru óbeinu áhrif- in sem bekkirnir geta haft í för með sér. En það er ekki út af bekkjunum sjálfum sem árangur næst.“ Gísli segir að mun betri árangur náist með því að fara á æfingastofu til íþrótta- fræðings þrisvar í viku en í bekkjunum. „Ef þú ýtir á móti bckkjununi hefur það þjálfunar- áhrif, en mér finnst þau ansi rýr miðað við kostnað og fyrirhöfn." - En hvað um Trim Form-tækin? „Rafmagnið," segir Gísli sposkur á svip. „Það er líka mjög dularfullt og ekki nein vísindi sem styðjaþað, nema um sé að ræða svo slappa vöðva að þú getir lítið beitt þeim.“ Hann nefnir dæmi um íþróttamann sem slítur krossbönd í hné og verður að vera í gifsi í sex vikur. Til að koma í veg fyrir vöðvarýrnun er hægt að gera gat í gifsið, setja rafskaut á fót- inn og hleypa rafmagni í vöðvann. „Fyrir heilbrigt fólk er þetta vísinda- legt „nonsense." Það er alveg hægt að sleppa straumnum. Rafstraumurinn gerir ekki gagn nema þú sért veikur og eigir erf itt með að spenna vöðvana. Heilbrigt fólk getur tekið miklu meira á sjálft en rafstraumurinn fær það til að gera. Fyrir það hefur þetta bara fyrirhöfn og kostnað í för með sér.“ Gísli segir að rafstraumur geti verið ágæt sársaukameðferð, t.d. við vöðva- bólgu eða gigt. En hann véfengir þjálf- unaráhrifin. „Þetta er eins og hvert annað aukadót sem þú hengir á þig. Það er ekki þannig að þinn eigin kraft- ur og rafkrafturinn hlaðist saman heldur getur þú tekið miklu meira á en rafmagnið getur komið til leiðar." Því næst leiðir Gísli talið að bumbu- bananum. „Hann er ágætur út af fyrir sig,“ segir hann. „Það er átak sem þú beitir kviðvöðva, - ein af þúsund að- ferðum og sjálfsagt ekki verri en hver önnur. Hún er innan hefðbundinnar þjálfunarfræði, eykur vöðvakraft og styrkir vöðva. En þú getur líka lagst á gólfið heima hjá þér, lagt fæturna undir ofninn og reist þig við. í því felst ekki minni æfing.“ - Hvað um nuddbekkinn? „Hann er að mörgu leyti ágætur. Nuddið kemur af stað endorfínaukn- ingu og eykur vellíðan." ■ AUKAKILOIN KVODD hann við Sigrúnu um æfíngarnar, fær sér heilsute og er nokkuð dijúgur með sjáifan sig - enda að komast í ágæta þjálfun. „Upphaflega lét læknir hanna þessa bekki fyrir konu sína sem var lömuð. Æfingarnar áttu að auka blóðstreymi og þjálfa aila vöðva líkamans. Það heppnaðist svo vel að hann opnaði æfíngastofur sem hann rak undir sínu nafni í 50 ár. Svo var hugmyndin seld og þá var farið að framleiða þessa bekki víðast hvar í Evrópu. - Hverjum gagnast þessar æfingar helst? „Öllum, - þó einna helst þeim sem eru með gigt, vöðvabólgu eða hafa ekki hreyft sig Iengi," segir Sigrún. „Æfíngarnar hafa verið samþykktar af lækni og sjúkraþjálfara og fólk ber þeim vel söguna." Máli sínu til stuðnings dregur Sig- rún fram blaðagreinar og bréf frá fólki sem lýsir ánægju með þann árangur sem æfingarnar hafa skilað. Þar á meðal er bréf frá konu sem á við liðagigt að stríða og líður að eig- in sögn, mun betur eftir að hafa byij- að á æfingunum. „Við höfðum fyrst og fremst til kvenna á miðjum aldri. Það eru fjöl- margir möguleikar til fyrir unga fólk- ið, en fyrir konur á aldrinum 35 og upp úr er lítið til. Elsta konan sem kemur hingað er 78 ára.“ - Hefur aðsóknin aukist eftir að Ólympíuleikarnir hófust? „Nei, það eru að mestu fastir við- skiptavinir sem koma hingað. Að- sóknin minnkar yfirleitt yfir sumar- tímann vegna þess að fólk fer í frí, en svo fer allt á fullt í september.“ Tíu þúsund bumbubanar Magaþjálfínn hefur gengið undir við- urnefninu bumbubaninn í daglegu tali fólks. Þetta tæki sem er einna líkast geimskipi, hefur notið mikilla vinsælda síðan Sjónvarpsmarkaður- inn hóf sölu á því í byijun ársins. „Magaþjálfinn hefur selst mjög vel, framar björtustu vonum, eða í rúm- lega tíu þúsund eintökum," segir Frið- rik Baldursson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsmarkaðarins. Magaþjálfinn virkar þannig að þeg- ar maður dregur hann að sér þrýstir hann á magann. Það hefur þau áhrif að magavöðvarnir spennast. Hægt er að nota mismunandi stillingar, bæði hvað styrkleika og handföng varðar. - En hvernig hefur fólk látið af þessu tæki? „Þeir sem hafa sýnt ástundun hafa náð árangri. Þar gildir það sama um magaþjálfann og alla aðra líkams- rækt. Ég get tekið sjálfan mig sem dæmi. Eg hef fundið mikinn mun á sjálfum mér síðan ég byijaði að nota magaþjáifann. Einnig get ég nefnt fjölmörg dæmi af viðskiptavinum sem hafa látið vel af því.“ - Hvaða árangri nær fólk með magaþjálfanum? „Þetta reynir fyrst og fremst á upphandleggs- og magavöðva, en getur einnig haft góð áhrif á þá sem eru slæmir í baki.“ I meginatriðum eru tvær aðferðir árangursríkastar þegar æft er með magaþjálfann, að sögn Friðriks. Ár- angursríkast er að iiggja á bakinu, draga tækið að sér og lyfta höfðinu upp á móti. Einnig er hægt að sitja eða standa og draga tækið að sér. - Er fólk ánægt með útlit maga- þjálfans? „Fyrir mitt leyti kemur það einna mest á óvart hvað ég hef fengið lítil viðbrögð við því. Við fyrstu sýn virt- ist mér tækið ekki hafa útlit í að vera góð söluvara, en það reyndust óþarfa áhyggjur. Sölutölurnar tala sínu máli.“ - Hefur komið kippur í söluna samf- ' ara Ólympíuleikunum? - „Nei, magaþjálfinn hefur lítið með Ólympíuleikana að gera. Salan var mest eftir jólahátíðarnar. Þá byijar fólk að taka á sínum málum eftir að hafa innbyrt jólasteikina og fer í lík- amsrækt eða sund - eða fær sér magaþjálfann." - Er magaþjálfinn ekki kallaður í daglegu tali bumbubaninn? „Við höfum kosið að notast við nafngiftina magaþjálfinn, en svo er þetta undir hverjum og einum kom- ið.“ Friðrik bætir við og hlær: „En þetta er bumbubani. Það er engin spurning.“ ■ MEÐ AUGUM LANDANS Markaður £ María Elínborg Ingvadóttir hefur búið í Moskvu sl. ár þar sem hún gegnir starfi viðskiptafulltrúa Utflutningsráðs Islands við íslenska sendiráðið. FYRSTU kynni mín af matvælaverslunum hér . i í Moskvu, voru á þann Ik veg að mér fannst ör- uggara að versla í er- lendum sjálfsaf- greiðsluverslunum, sem ^ eru með sama sniði og T f 4 aðrar slíkar, næstum II 1 hvar sem er í heimin- * um. Mér leiddist að Okaupa inn, gerði stór- innkaup til að þurfa að fara sem sjaldnast, samt fannst mér þetta leiðinda fyrirhöfn og tímaeyðsla. Þegar ég fór að rölta um hverfíð mitt, upp- götvaði ég ógrynni verslana, það var ekki talin þörf á að auglýsa eða vekja sérstaka at- hygli fólks á verslunum, fólk vissi hvar varan var. Gluggar voru byrgð- ir og ómögulegt fyrir ókunnuga að geta sér til um, að þama væru versl- anir, jafnvel stórverslanir. Forvitnin rak mig áfram, af ýmsum ástæðum var mér oft hugsað til Brynjólfs Sandholt, en allt vandist þetta, líka fyrirkomulagið, fyrst að sjá út hvað eg ætlaði að kaupa, muna hvað það kostaði, fara síðan í biðröð við kass- ann og borga og fá kvittun, síðan að fara til baka og í biðröð til að fá vöruna í skiptum fyrir kvittunina. Það var ekki hægt að kaupa allt á sama stað og í einu, brauðið hér, osturinn þar. Það kom að því að ég fór bara í „fína verslun" til að kaupa vatn og kjöt og fisk. Annað keypti ég í versi- unum í nágrenninu, eða úti á götu. Þar stendur fólk með kassa á kassa ofan, sem hafa að geyma ávexti og grænmeti, í söluturnunum sem standa í röðum á gangstéttunum og selja í gegnum lúgu, er hægt að kaupa næstum allt, undirföt, spari- föt, eldhúsáhöld, hreinlætisvörur, brauð og auðvitað eru þeir mest áberandi sem selja áfengið. Líf og fjör Svo uppgötvaði ég markaðinn Damilovskyi Rymok, í tíu mínútna akstursfjarlægð frá blokkinni minni, þar er líf og fjör. Hann er við fjölfar- in gatnamót og mitt í umferðarys er stór hringiaga skemma með skermaþaki, og umhverfís raða grænmetisbændur upp afurðum sín- um, á tréborð og kassa, sumir eiga vigt með lóðum, aðrir vog. Kartöflu- bændurnir afgreiða jafnvel beint af vörubílspalli. Inni í skemmunni er kjötið á einum stað, fískurinn á öðr- um, ávextir og grænmeti, egg og heimalagaðar mjólkurvörur, meira að segja súrsað grænmeti sem kon- urnar koma með heiman frá sér til að selja. Ég var ósköp fegin að Brynjólfur skyldi ekki sjá þetta. Fyrst var ég alveg agndofa, eftir að hafa vanist lyktinni fór ég að skoða mig um. Allar tegundir af kjöti, tekið í sundur á staðnum, á stórum tréhnöllum. Slátraramir með exi, höggva í sundur heiia skrokka, aðrir við tréborð og snyrta aðeins og raða kjötstykkjunum á borðið um leið og köliuð eru kostaboð til þeirra sem fara hjá. Heilir smágrísir, fuglar og hérar. Heill fiskur, sem enn er að reyna að anda, hvaðan skyldi hann koma, krabbar og annað góðgæti. I fyrstu ferð minni keypti ég ekk- ert þarna inni, en eitthvað græn- meti fyrir utan. Nú er svo komið að ég hlakka til að fara á markaðinn á laugardagsmorgnum. Og ég fer ekki bara á markaðinn, ég útbý mig á markaðinn. Góðir skór eru nauð- synlegir, ekkert óþarfa pijál eða fín- heit, peningarnir í tösku framan á maganum, þannig að auðvelt er að ná í búntið og svo nóg af pokum. í stóra innkaupapokann minn fara kartöflur, gulrætur og laukur, annað viðkvæmara í sérplastpoka og svo er nauðsynlegt að eiga einn góðan poka undir brauðið. Ég vel allt af kostgæfni, tek upp kartöflumar og skoða þær, athuga hvort laukurinn er vel þéttur, tómat- amir stinnir og hvitkálshöfuðið þétt og fallegt. Hér kaupir maður í kíló- um, enga stykkjavöm-smámuna- semi, eftir að ég sat uppi með eitt kíló af hvítlauk, lærði ég hvemig biðja á um hálft kíló. Fyrst geng ég um og fylgist með hvaða verð gildir í dag, stundum vilja hinar húsmæðurnar skeggræða verðið við mig, sérstaklega þær eldri, þær láta líka bændurna heyra það, ef þeim fínnst verðið hafa stigið gróflega. Svo fer ég að versla og þar sem alltaf má reyna að plata útlending- inn, vanda ég mig óskaplega við að beygja rétt og láta forsetningarnar renna saman við, set upp van- þóknunarsvip yfír verðinu. Þar sem ég hef enn ekki lært að raða saman rússneskum blótsyrðum, tek ég und- ir bölv og ragn babúskunnar sem næst mér stendur, þegar verðið er ekki ásættanlegt eða sígarettuaskan hrynur yfir tómatana um leið og bóndinn spýtir verðinu út um hitt munnvikið, síðan rek ég nefið upp í loft og arka að næsta borði. Hverjum og einum borgað sitt Það virðast ekki allir jafnhrifnir af að þurfa að selja vöruna sína, aðrir era léttir og kátir og reyna að telja manni trú um að það borgi sig nú að kaupa papriku í leiðinni, eða einu kílóinu meira, eða nýjar ferskar kryddjurtir, sem ég þekkti ekki áður nema þurrkaðar í glösum, svona eins og börnin og súrmjólkurkýrnar. Ég er hætt að kippa mér upp við það þó að sá sem afgreiðir mig með kjöt- ið, handfjatli jafnframt margþvælda peningaseðla, einbeiti mér bara að því að velja fallega fítusprengt kjöt, eins og Óskar á Argentínu segir og hugsa alls ekki til Ladda, þegar hann forðum eltist við kjötstykkið á gólfinu. Ég kem með krakku undir sýrða ijómann og eggjabakka undir eggin, allt fer á sinn stað í töskuna mína og hverjum og einum er borg- að sitt. Fyrir utan markaðinn era iitlu söluturnarnir sem selja í gegnum lúgu, í einum kaupi ég olíuna, upp- þvottalöginn í öðrum og brauðið fer í brauðpokann. Það er spennandi og skemmtilegt að fara á markaðinn, ég kaupi ekki bara eitthvað, ég vel þá vöru sem mér líst vel á, af nógu er að taka, ef jarðarberin eru ekki fersk hjá þessum bónda, þá er að fara til næsta. Ég met meira þau matvæli sem ég er að handfjatla, þau eru ekki á fínum bökkum og umvafin plasti eins og heybaggi, en þau eru afrakstur vinnu bóndans sem ræktar grænmetið til að selja það mér og öllum hinum og elur sínar skepnur til að slátra og selja kjötið á mark- aði eins og þessum. Það myndast einhver tengsl, einhver nálægð, við erum háð hvort öðru, ég og bónd- inn, það vitum við bæði og allt velt- ur á rétta verðinu. Mér verður aftur hugsað til súr- mjólkurkúnna, er varan sem við kaupum er bara pakki númer 33, með öllum mögulegum fínum merk- ingum. Höfum við gleymt okkur í hreinlætis- og umbúðaflóranni, neysluþjóðfélaginu? Þótt margt megi hér betur fara, vona ég að Moskva haldi sérkennum sínum, mig óar við þeirri tilhugsun að eftir nokkur ár, verði hún bara rétt eins og allar hinar borgirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.