Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 B FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 DAGLEGT LÍF VÍÐA í Reykjavík má sjá ljót og illa frágengin svæði eða lóðir, sem engin virðist hirða um. Oft er ástæðan sú að hús hafa verið rifín en síðan af einhveijum ástæðum dregist að hefja framkvæmdir á nýjan leik og eftir eru skilin ljót sár í borgarlandslaginu. Ungt fólk í Hinu Húsinu ákvað nú í sum- ar að taka nokkur slík svæði í fóstur og fegra þau svo um munar í sam- vinnu við borgarbúa. Verkefni þetta hefur hlotið heitið „Vistgarðar" og fyrir nokkrum vikum var hafíst handa við að taka fyrsta svæðið í gegn; bflastæðið að Hverfísgötu 30. Daglegt líf fylgdist með ung- mennunum fegra, smíða og mála portið, en um þessar mundir eru þau að leggja síðustu hönd á verk- Ása Hauksdóttir, myndlistar- maður og annar leiðbeinandi List- smiðju Hins Hússins, hefur haft umsjón með verkefninu, en þeir sem vinna líka að því eru listnem- ar í sumarvinnu, sjálfboðaliðar og ungt fólk í starfsnámi Hins Húss- ins. Að sögn Ásu er bflastæðið að Hverfisgötunni dæmigert fyrir lóð sem hefur upphaflega átt að byggja upp, en hefur endað sem ljótt bflastæði. „Þetta svæði er á mjög áberandi stað í borginni, beint á móti danska sendiráðinu og rétt hjá strætóstoppistöð, þeirri fyrstu eftir Lækjartorg," segir Ása, og bætir þvi við að auk þess fari tugir bfla þar framhjá daglega. Asa segir að mikil undirbún- ingsvinna hafí farið fram áður en hafíst var handa við að fegra bfla- stæðið. „Við þurftum að byija á því að fá samþykki allra þeirra áðila sem hafa eitthvað með þetta port að gera. Ti! dæmis þurftum við að tala við alla eigendur þeirra hús- veggja sem snúa að stæðinu, en einn- ig þurftum við samsinni Bílastæða- sjóðs, sem reyndar veitti okkar mikla hjálp og stuðning við verkið. Þá fór nokkur tími í hugmyndavinnuna, þar sem komist var að endanlegri niður- stöðu um það hvað ætti að gera við lóðina," segir hún. Ása segir að bflastæðið hafí ekki haft neinn heildarsvip þegar þau byij- uðu að taka það í gegn. „Við einn vegginn á svæðinu er til dæmis gam- all hlaðinn húsgafl, sem segir okkur að þama hafa líkast til staðið hlaðinn steinbær eða lágreist hús. Húsgaflinn var allur útkrotaður og með hvítum ferhymingum og gulum prikum sem áttu að merkja bflastæðin. Við byijuð- um á því að hreinsa gaflinn, þannig að hann fengi að njóta sín. Húsvegg- inn, sem gaflinn er áfastur við, máluð- um við bláan þannig að hann virkar eins og himinn yfír þessu litla húsi. Einnig settum við nokkra jámhluti á vegginn og myndar einn hluturinn stóra sól. Þá reyndum við að hafa einhveija heildarmynd á svæðinu með því að láta bláa litinn vera ríkjandi á öllu svæðinu,“ segir hún. „Til dæmis með því að mála grindverkin og hleðslusteinana bláa.“ Listaverk með úðabrúsum Vinnufélagarnir Úlfur og Kári og strákarnir Harry, Trausti, Svenni og Kalli eru nú að leggja síðustu hönd á fegrun bílastæðisins við Ungt fólk gerir ljótar lóðir fallegar Morgunblaðið/Ásdís ÞARNA má sjá gamla húsgaflinn njóta sín, en fyrir ofan skín sól á heiðum himni. Til hægri má sjá hvernig bílastæðið að Hverfis- götu 30 leit út áður en unga fólkið í Hinu Hús- inu tók höndum saman um að fegra svæðið. Morgunblaðið/Halldór ÚLFUR, starfsmaður Listsmiðjunnar, niðursokkinn í vinnu sína. Hverfisgötuna. Þeir sjá um að gera mynd á einn vegginn með úðabrús- um. Að sögn Ásu hafa þeir myndina þannig að þar standi „P-port“, og því fari ekki framhjá neinum að þarna sé bílastæði. „Að öðru leyti ráða þeir sjálfir hvernig listaverkið verður," segir hún. Ása segir ennfremur að þegar þetta bílastæði verði tilbúið verði hafíst handa við að fegra annað svæði í borginni, en ekki sé búið að ákveða nákvæmlega hvar það verður. Hún tekur fram að þetta átak Listsmiðju Hins Hússins um að fegra ljót svæði í borginni hafí hlotið mikla athygli og lof margra borgarbúa. „Fólk sem býr í nágrenninu hefur líka komið sérstaklega til okkar til að þakka fyrir framtakið," segir Ása að síðustu við blaðamann Daglegs lífs, sátt á svip. ■ as ÓLYMPÍULEIKAR Gamlar greinar SÍFELLT eru teknar upp nýjar keppnisgreinar á Ólympíuleik- unum. Nýleg dæmi eru sam- kvæmisdansar og sundfimi. í sögu leikanna má hins vegar fínna íþróttagreinar sem hafa verið teknar af dagskrá. Krikket (1900) Úrslitaleikurinn þótti ójafn; Bretar unnu Frakka með 158 stigum. Reijiitog (1900-1912) Úrslitin 1908 vöktu háværar deilur. Lögreglan í Liverpool, eitt af mörgum liðum Breta í keppninni, dró lið Bandaríkja- manna yfír línuna á nokkrum sekúndum, en Bandaríkjamenn sögðu breska liðið hafa verið í ólöglegum skóm. Bretar héldu því fram að þeir hefðu aðeins verið í lögreglustígvélunum sín- um. Málið var látið niður falla. Víðavangshlaup (1912-1924) Keppnin árið 1924 fór alveg út um þúfur. Hún fór fram á einum heitasta degi í sögu Par- ísar. Brautin lá um hnéháa þistla og meðfram verksmiðju sem spúði eiturgufum. Kepp- endur voru svo máttfarnir þegar þeir komu aftur á leikvanginn að þeir hlupu í vitlausa átt og duttu hver um annan. Mörgum tímum síðar var lögreglan enn að leita að týndum hlaupurum. Listreiðdans (1920) Einungis liðsforingjar í hern- um máttu taka þátt í þessari keppnisgrein. íþróttin fólst meðal annars í því að stökkva á og af hesti og standa á hest- baki. Liðakeppni í riffilfimi (1924) Bandaríkjamaðurinn Sidney Hinds náði 50 stiga hámarks- skori þrátt fyrir að vera skotinn af slysni í fótinn meðan á keppni stóð. Kafsund (1900) Keppendur fengu tvö stig fyrir hvern metra sem þeir syntu og eitt stig fyrir hverja sekúndu. ■ Unnið upp úr breska blaðinu FHM. Morgunblaðið/Ásdls HARPA og Agla að mála hlaðsteinana bláa, en þeir eiga að merkja bílastæðin. Morgunblaðið/Halldór VERIÐ að leggja síðustu hönd á listaverkið á Hverfisgötunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.