Morgunblaðið - 03.08.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 03.08.1996, Síða 1
 JL BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Of mikil umfjöll- un? GRÍÐARLEGA mikið hefur verið fjallað um sprett- hlauparann Mieh- ael Johnson í fjöl- miðlum síðustu misseri. Hann var engu að síður spurður að því á blaðamannafundi eftir 200 m hlaup- ið hvort honum þætti hann fá nægilega athygli, miðaðviðt.d. nokkra aðra. „Ég þarf ekki að kvarta,“ sagði hann. „Nema þá vegna þess að mér sé veitt meiri at- hygli en ég á skil- ið.“ ÆttU að komaá æfingu MICHAEL John- son sagði að spretthlauparar gætu keppt í mörgum hlaupum á dag. Þeir æfðu til að geta gert það og það væri því ekkert vanda- mál að hafa r nokkrar umferðir af hverju hlaupi á dag. „Þess vegna get ég hlaupið á 19,32 aðeins um 2 klukkustundum eftir að ég hljóp 200 metra síðast. „Fólk borgar mikla peninga til að komast á völl- inn og sjá okkur hlaupa. Það ætti að koma á æfingu; þar er verulega tekið á og við hlaupum miklu meira. Þar fengi fólk eitthvað fyrir peninga sína. Morgunblaðið/Kristinn Wl dansinn TUGÞRAUTARKAPPARNIR voru þreyttir en ánægðir þegar þeir komu í mark eftir síðustu greinina í fyrrinótt, enda tekur 1.500 metra hlaupið jafnan mikinn toll af mönnum. Tugþrautin er erfiðasta keppnisgrein Ólympíuleik- anna, stendur yfir í tvo daga og má áætla að keppnin standi í um 30 klukku- stundir. Á myndinni má sjá þá Jón Amar Magnússon og Eduard Hámáláinen frá Hvíta-Rússlandi stíga síðasta dansinn að sinni. Jón Amar setti íslands- met, hlaut 8.274 stig í 12. sæti, og bætti gamla metið um 26 stig og Hámálá- inen, sem gerist finnskur ríkisborgari á næsta ári, varð í 5. sæti með 8.613 stig. ■ Tugþrautin / C2, C3, C4, C5, C10 Áfallið frá 1992 angrar enn O’Brien TUGÞRAUTARKAPPINN bandaríski, Dan O’Brien, er án efa einn fremsti íþróttamaður sögunnar og þekkir hann lítið annað en sigur. Einu frjáls- íþróttamóti mun hann þó aldrei gleyma svo lengi sem hann lifir, en það er úrtökumót Banda- ríkjamanna fyrir Ólympíuleik- ana í Barcelona fyrir fjórum árum. Þá fékk O’Brien fleiri stig en nokkur annar í sögunni á fyrri degi tugþrautarkeppninnar en síðari daginn mistókst honum hins vegar að komast yfír byrj- unarhæðina í stangarstökki og missti þar með af sæti í banda- ríska frjálsíþróttaliðinu. Vonbrigðin voru að vonum nær ólýsanleg og segist O’Bri- en enn þann dag í dag svekkt- ur út í sjálfan sig fyrir þessi mistök. Hann segir þó jafn- framt að mistökin séu til þess að læra af þeim og síðan þetta gerðist horfir O’Brien á sjón- varpsupptöku frá stangar- stökkskeppninni 1992 í hvert einasta skipti áður en hann hefur keppni í tugþrautinni til þess koma sér í gang og minn- ist hann þess þá jafnframt að þótt sólin skíni í dag getur stormurinn sett mark sitt á morgundaginn. HLAUP ALDARINNAR: STÓRKOSTLEGT HLAUP JOHNSONS í200 METRUNUM / C6V C7

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.