Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 C 3 Q99 ATLAMTA ’96 11 Róaði mig ## viðað hugsa heim; um Huldu Ingibjörgu og Krister Blæ Sterkasta tugþraut- arkeppni allra tíma TUGÞRAUTARKEPPNIN á Ólympíuleikunum að þessu sinni er sú sterkasta sem nokk- urn tímann hefur farið fram, ef litið er á heildina. Fimm keppendur fóru yfir 8.600 stig, en aldrei höfðu nema þrír afrekað það áður á sama mótinu. Þá voru sex efstu menn í keppninni allir yfir 8.500 stigum en áður höfðu mest fjórir gert það í sömu keppni og sé 8.200 stiga mark- ið haft til viðmiðunar náðu 16 keppendanna að komast yfir það að þessu sinni, en mest höfðu átta manns áður gert það á sama móti. Þá má geta þess að árangur Dans O’Briens á mótinu, 8.824 stig, er sá sjötti hæsti í sög- unni. Sjálfur hefur hann tvisv- ar náð betri árangri, Daley Thompson frá Bretlandi einu sinni og Jiirgen Hingsen, Vest- ur-Þýskalandi, tvisvar. Allir sendir í lyfjapróf ALLIR tugþrautarkapparnir fóru í lyflapróf eftir að keppni lauk. Þeim gekk misvel að pissa, sumir voru tiltölulega fljótir en aðrir - m.a. Jón Arnar - sátu lengi áður en þeir gátu létt á sér. Starfsmenn báru mikið af alls kyns svalar- drykkjum inn í herbergið þar sem drengirnir héldu sig en Jón Arnar sagði á eftir að henn hefði drukkið nokkra lítra til viðbótar eftir keppn- ina til að reyna að framkalla þvag- sýni. „Ég sef varla mikið í nótt. Verð örugglega meira og minna klósettinu," sagði Jón Arnar. klárast ekki fyrr en klukkan er far- in að halla í þrjú að nóttu á íslandi aðfaranótt föstudags. Sá grunur læðist að undirrituðum að fjöldi manna þar hafi beðið með að fara að sofa þar til 1500 metra hlaupinu var lokið. Hafi setið við sjónvarps- tækin og fylgist með Jóni Amari, Dan O’Brien og félögum í síðustu greininni. Sáttur „Ég er sáttur. íslandsmetið féll og þó margt hefði náttúrlega mátt betur fara í ýmsum greinum og ég veit ég hefði átt að geta bætt met- ið meira er ég sáttur. En þrautin gekk þó ekki alveg eins og ég vildi,“ sagði Jón Arnar er hann settist nið- ur með blaðamanni Morgunblaðs- ins. Klukkan er orðin margt og engir eftir á leikvanginum nema hann, Gísli þjálfari, Birgir læknir og fáeinir lögregluþjónar og vallar- starfsmenn. Skömmu áður höfðu rúmlega 80 þúsund manns hvatt Dan O’Brien eins og mest þeir máttu, til að hjálpa honum við að halda forystunni, en nú var þögnin í algleymingi. Búið að slökkva flóð- ljósin á vellinum og dauðaþögn. Jón Arnar gaf sér tíma til að setjast niður um stund í þögninni og ræða við Morgunblaðið. Þó syfj- aður sé og þreyttur er hann yfirveg- aður og rólegur. Og hann rennir í huganum í gegnum tugþrautina: „Hundrað metra hlaupið var al- veg í lagi hjá mér. Ég var alveg sáttur við það,“ sagði hann en Jón hljóp á 10,67 sek. en fór á 10,79 er hann setti íslandsmetið í fyrra. Best á hann 10,65. „Langstökkið klikkaði hins vegar hjá mér. Ég gerði reyndar gilt stökk en það var allt of stutt til ég yrði ánægður. Ég hitti einhvem veginn ekki á gott stökk að þessu sinni, fann mig ekki nægilega vel.“ Jón stökk 7,28 metra en á best 8,00 og fór 7,67 í metþrautinni í fyrra. Kúluvarp er þriðja grein. „Hún var alveg þokkaleg. Ég er samt óhress þó árangurinn líti ágætlega út á pappír - ég hef nefnilega ver- ið að gera það vel á æfingum upp á síðkastið að ég átti að gera bet- ur.“ Hann varpaði 15,52 metra og vert er að geta það er lengsta kast hans í greininni í tugþraut. „Það var ekkert stórslys,” segir Jón Arnar um fjórðu greinina, há- stökkið, „en ég hefði átt að ná betri árangri þar. Tækniatriðin þarf ég að laga í hástökkinu." Hann stökk 1,95 m en fór yfir 1,94 í metþraut- inni í fyrra. Síðasta grein fyrri dagsins er 400 m hlaup og „ég er mjög ánægður DanO’Brien Bandaríkjunum Ólympíumeistari í tugþraut. Aldur: 30 ára. Persónulegt met: 8.891 stig 1992, sem jafnframt er heimsmet. Fyrri árangur: Sigurvegari á heimsmeistaramótinu 1991 - Sigurvegari á heimsmeistaramótinu 1993 - Sigurvegari á Friðarleikunum 1994 - Sigurvegari á heimsmeistaramót- inu 1995. ■ Móðir Dan O’Briens var frá Finnlandi en faðir hans var bandarískur blökkumaður. Tveggja ára að aldri var O’Brien hins vegar ættleiddur af hjónum frá Oregon-fylki og fékk hann síðar skólastyrk frá háskólanum í Idaho. O’Brien komst ekki í lið Bandaríkjamanna fyrir Ólympíu- leikana í Barcelona 1992 því honum mistókst að stökkva yfir byijunarhæðina í stangarstökki. Morgunblaðiö/Kristinn ÞESSU er lokið, sjðumst síðar... Dan O’Brien kveður. Þrjátíu klukku- stunda þrekraun KEPPENDURNIR í tugþraut- arkeppni á Ólympíuleikunum voru flestir orðnir þrekaðir þegar þeir komu í markið að lokinni síðustu keppnisgrein- inni, 1.500 m hlaupi, að kvöldi fimmtudagsins að staðartíma, enda rúmlega sólarhrings þrek- raun að baki. Þeir höfðu reynt með sér í tíu erfiðum greinum sem alls tóku 26 og hálfa klukkustund. Er þá lagður sam- an tíminn sem leið frá því að þeir geystust af stað í fyrstu keppnisgreinina, 100 metra hlaup, og þar til j»eir komu í markið í 1.500 metra hlaupi. Fyrri daginn stóð keppnin yfir í 13 klukkustundir og síð- ari daginn leið 13 og hálf klukkustund frá því fyrsta grein hófst þar til yfir lauk. í viðbót við 26 og hálfan tíma má reikna með að keppendur hafi verið mættir í upphitun a.m.k. einum klukkutíma áður en þrekraunin hófst hvorn dag jafnframt því sem drjúgur tími hefur farið í að teygja á vöðvum og jafna sig á eftir. Þess vegna er ekki vanáætlað að telja að alls hafi kapparnir eytt um 30 klukkustundum hver í tug- þrautarkeppninni áður en yfir lauk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.