Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ Q99 ATLANTA ’96 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 C 5 Bætti sig í sjö greinum ÓHÆTT er að segja að Busemann hinn þýski hafi verið í topp- æfingu á réttum tíma og sé að bæta sig. Hann náði betri árangri en áður í sjö greinum af tíu; lang- stökki, hástökki, 400 metra hlaupi, 110 m grindahlaupi (þar sem hann hljóp á besta tíma sem nokkurn tíma náðst hefur í tug- þraut, 13,47 sek.), kringlukasti, stangar- stökki og spjótkasti. Heimsmsethafinn Dan O’Brien setti per- sónulegt met í einni grein: kastaði spjótinu 66,90 metra en hafði áður lengst fleygt því 65,22 m. Níundi besti frá upphafi í fimmtu tilraun! BUSEMANN er aðeins 21 árs að aldri og hef- ur ekki stundað tug- þraut nema í skamman tíma og hann var ein- ungis að keppa í þess- ari erfiðu grein í fimmta skipti. Dreng- urinn er stórkostlegt efni sem sést best á því að hann fékk 8706 sem er níundi besti árangur sem náðst hefur í tugþraut frá upphafi. Kominn í hóp bestu tugþrautar- manna sögunnar í fimm tilraunum! Ótrú- legt en satt. Busemann himinlifandi „EG er mjög undrandi og aldeilis himinlif- andi með silfurverð- launin. Ég hugsaði ekki mikið um að ég gæti sigrað vegna þess að ég vissi að O’Brien myndi hafa áhorfend- ur á bak við sig og það myndi valda því að hann hlypi 1500 metr- ana vel,“ sagði Þjóð- veijinn ungi Frank Busemann sem hreppti silfurverðlaun í tugþrautinni. Fyrir síðustu grein átti hann möguleika á gullinu, en til þess varð hann að hlaupa 1500 metr- ana á rúmlega 32 sek. skemmri tíma en O’Brien. Bandaríkja- maðurinn hljóp á 4.45,89 en Þjóðveijinn á 4.31,25 þannig að sigur heimsmethafans var ekki i hættu. Islendingar í tugþraut á Olympíuleikum ssssssssssx Stig reiknuð .im. skv. núverandiíK stigatöflu Greinar: 1 6.116 stig^ Orn (12/ Clausen LONDON 1948 6.610 stig^ Björgvin (14A Hólm RÓM1960 6.966 stig^. Valbjörn (12' Þorlákss.\jL TÓKÝÓ 1964 8.274 stig^. Jón Arnar( 12. Magnúss.\Jí, ATLANTA '96 100 m hlaup a K 11,1 786 st. 11,8 643 st. 11,1 786 st. 10,67 935 st. Langstökk Kúluvarp 6,54 707 st. 12,87 659 st. 6,93 797 st. 13,58 703 st. 6,43 682 st. 13,10 673 st. 7,28 881 st. 15,52 822 st. Hástökk 1,80 627 st. 1,75 585 st. 1,81 636 st. 1,95 758 st. 400 m hlaup 54,7 611 st. 51,8 734 st. 50,1 810 St. 47,17 950 st. 110 m grindahl. 16,0 706 st. 16,2 685 st. 15,6 751 st. 14,22 946 st. Krínglukast Stangarstökk 36,34 591 st. 3,20 406 st. 39,50 655 st. 3,30 431 st. 39,70 659 st. 4,40 731 st. 43,78 742 st. 4,80 849 st. Spjótkast 44,15 503 st. 57,45 700 st. 56,19 681 st. 61,10 754 st. 1.500 m hlaup 5.07,0 520 st. 4.40,6 677 st. 5.00,6 557 st. 4.46,97 637 st. Sigurvegararnir: Bob Mathias Bandaríkjunum 6.628stig Rafaet Johnson Bandaríkjunum 7.901 stig Willie Holdorf V.-Þýskalandi 7.726stig Dan O'Brien Bandarikjunum 8.824stig (irn Benediktsson tók saman) Alltaf hægt aðsegjaef Gísli Sigurðsson þjálfari ánægður með Jón Arnar og segir sögulegt að þrjú ís- landsmet hafi verið sett Samvinna SAMVINNA Jóns Arnars Magnússonar og þjálfara hans, Gísla Sigurðssonar, hefur verið mjög góð á undanförnum árum. Jón Arnar flutti til Sauðárkróks, þar sem Gísli er búsettur, til að geta æft undir hans s^jórn. A mynd- inni fyrir ofan er Jón Amar að velja sér spjót fyrir spjótkast- skeppnina, til hliðar sést Gísli fylgjast með. Morgunblaðið/Kristinn Þijú íslandsmet í röð á svona við- burði eins og Ólympíuleikunum - það er sögulegt," sagði Gísli Sig- urðsson, þjálfari íslenska ólympíul- iðsins í fijálsíþróttum, í samtali við Morgunblaðið eftir tugþrautar- keppnina. Jón Arnar setti íslandsmet þar en hin tvö setti Guðrún Arnar- dóttir í 400 m grindahlaupi. „Eg er mjög ánægður með þetta hjá Jóni, það voru engin áföll í mót- inu. Það er auðvitað alltaf hægt að segja ef - en hann náði íslandsmeti og við þessar aðstæður er það mjög gott. Það er gleðilegt að hann skuli ná meti á Ólympíuleikum." Gísli sagði þá félagana hafa stefnt að því að Jón Amar bætti íslandsmet- ið hér í Atlanta. „Við gáfum það út að stefnt væri á tíunda sætið og það var í augsýn allan tímann. Þetta var ofboðslega jöfn keppni, breiddin er greinilega að aukast og ljóst að Dan O’Brien er ekki einn í heiminum!" Markmiðið var tíunda sæti og hefði allt verið eðlilegt hefði Jón átt _____, að geta náð því. Hvenær fannst þjálfaranum sætið renna þeim úr greipum? „í raun og veru gerðist það í langstökkinu. Jón Arnar er, þrátt fyrir allt sem um hann hefur verið sagt, góður þar og nær nokkuð jöfnum árangri. Hann á átta metra stökk en stekkur yfirleitt um 7,60. Eftir að hafa verið langt frá því, bara stokkið 7,28, var honum nauðsyn- legt að komast á andlegt flug. Hann var ekki ánægð- ur með langstökkið en tók því eins og maður. Vann sig út úr því og lauk degin- um í gær sérstaklega vel,“ íslandsmetin í tugþraut, árangur í einstökum greinum Stig reiknuð Át, skv. núverandi stigatöflu Greinar: | 6.932stig Örn Clausen Reykjavík 1951 7.184 stig Valbjörn Þoriáksson K.höfn 1967 7.427stig 7.592 stig Stefán Þráinn Hallgrímsson Hafsteinsson Revkjavík 1974 Lexington 1983 7.896stig Jón Arnar Magnússon Götzis 1994 8.237stig Jón Arnar Magnússon Götzis 1995 8.248stig Jón Arnar Magnússon Talence 1995 8.274 stig Jón Arnar Magnússon Atlanta 1996 100 m hlaup 10,8 10,7 11,1 11,7 10,80 10,77 10,79 10,67 Langstökk 7,12 7,04 6,84 6,49 7,63 7,45 7,67 7,28 Kúluvarp 13,42 13,45 13,88 15,10 14,31 15,37 14,30 15,52 Hástökk 1,80 1,78 1,98 1,99 1,99 2,02 1,94 1,95 400 m hlaup 50,5 50,6 50,4 50,4 50,28 47,82 48,11 47,17 110 m gríndahl. 14,7 15,4 15,3 15,2 14,73 14,32 14,24 14,22 Krínglukast 40,84 39,09 41,60 52,68 45,80 46,96 46,62 43,78 Stangarstökk 3,20 4,40 4,30 4,15 4,70 4,90 4,80 4,80 Spjótkast 45,44 56,52 59,24 58,16 52,16 58,94 62,94 61,10 1.500 m hlaup 4,42,2 4,59,2 4.30,8 4.27,3 4.57,33 5.09,22 4.55,11 4.46,97 sagði Gísli og vísaði þá til hins glæsi- lega 400 metra hlaups sem Jón end- aði fyrri daginn á. Jón keppti á heimsmeistaramóti í fyrsta skipti í fyrra og þetta voru fyrstu Ólympíuleikar hans. „Ég held að Jón Arnar þurfi HM og Ólympíu- leika til að átta sig á við hveija hann er að keppa. Hann þarf að gera sér grein fyrir því hvað hann getur og það er hvergi betra að gera það en við svona aðstæður. Það er alveg sama hvað keppendum er sagt mikið frá því hvemig hlutimir eru, þeir læra þá aldrei almennilega nema fara inn völlinn og reyna sjálfir." Ekki er mjög langt síðan Jón Arnar fór að taka tugþrautina föst- um tökum en hann hefur náð góðum árangri. Þjálfarinn var inntur eftir því hve mikið byggi í pilti að hans mati. Hve langt hann gæti náð. Og ekki stóð á svari: „Það sama og í hinum hér. Hann býr yfir gífurlegum hæfileikum til að ná miklum árangri í tugþraut; hefur sömu hæfileika og aðrir bestu menn hér en svo er spurning um tíma og hvernig tekst að þjálfa hann. Það tekur yfirleitt langan tíma að ná árangri í tug- þraut - hún er flókin í samsetningu og krefst gífurlegrar þjálfunar, ein- beitingar og aga. Árangur verður ekki hristur fram úr erminni þó að hver sem er geti skrifað hann auð- veldlega á blað. Ég er vissulega bjartsýnn fyrir hans hönd ef hann kýs sér þetta líferni í framtíðinni. Ég vona að hann búi við þær aðstæð- ur áfram að nægi til að hann geti þroskað hæfaleika sína,“ sagði Gísli. En hvað með samstarf þeirra fé- laganna - heldur það áfram? „Það var gerður samningur fram yfir Ólympíuleikana, sem lýkur reyndar ekki formlega fyrr en um mánaðamótin ágúst/september. En hvað sem því líður er ég tilbúinn að gera það sem Jóni hentar, að minnsta kosti fram yfir mótið í Ta- lence í Frakklandi um miðjan sept- ember ef hann kýs að fara þangað.“ „Ég vil gjaman fá að taka fram,“ bætti Gísli við, „að eitt lykilatriði í því að Jón Amar hefur náð þessum árangri er að nokkrir stjórnendur fyrirtækja á Sauðárkróki sýndu það stolt og þann kjark að leggja fram fé til þess að hann gæti hagað lífí sínu eins og hann hefur gert. Jón Arnar væri ekki í svona góðri æfíngu - væri ekki að gera þessa hluti - ef þeir hefðu ekki gert þetta. Ég var sjálfur að gösla í íþróttum og þekki því hversu mikilvæg svona aðstoð er. Og að geta verið í þeirri aðstöðu að æfa heima hjá sér er mjög mikils virði. Sérstaklega fyrir Jón Amar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.