Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ Q9P ATLAIMTA ’96 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 C 9 Eins og ég þurfiekkiað sigra aftur Derrick Adkins hefur kallað Atlanta heimaborg sína síðan hann hóf nám þar 1988 en hann er með háskólapróf í verkfræði og er 26 ára. íbúarnir líta líka á hann sem heimamann og fögnuðurinn var mikill þegar hann sigraði í 400 metra grindahlaupi í fyrrinótt. Heimsmeistarinn frá því í Gauta- borg í fyrra setti persónulegt met, hljóp á 47,54. Samuel Matete frá Zambíu var á 47,78 og Banda- ríkjamaðurinn Calvin Davis kom þriðji mark á 47,96. Viðbragðið var ekki upp á það besta hjá Atkins en hann bætti það fljótlega upp og tók forystuna sem hann hélt til loka. Þegar hlaupararnir komu út úr síðustu beygjunni og ljóst var að Atkins var fremstur, trylltust 80.000 áhorfendur og flöggum var veifað til loka. „Þetta var frábær tilfinning," sagði Atk- ins. „Ég var ánægður með stöðuna því ég vissi að áhorfendur studdu innilega við bakið á mér. Mér hef- ur aldrei liðið eins. Þegar ég fór yfir síðustu grindina og mynda- vélaljós blikuðu um allt var eins og ég sæi ekkert nema stjörnur." Matate hefur lengi verið í fremstu röð en hann komst ekki í úrslit á Ólympíuleikunum í Barcel- ona 1992 og varð þá fyrir miklum vonbrigðum. Hann nálgaðist Adk- ins við síðustu hindrun en mun- urinn var samt of mikill og hann fékk silfur eins og á HM í Gauta- borg í fyrra. Það var sem sigur fyrir hann og hann gladdist mikið en skömmu síðar myndaði hann sigurhring með Bandaríkjamönnunum þremur í úrslitahlaupinu og bar dans þeirra vott um mikla íþróttamennsku. Atkins fékk líka uppreins æru en 1992 var hann meiddur á ökkla og varð í íjórða sæti á bandaríska úrtökumótinu fyrir Barcelona. Sví- inn Sven Nylander sem hefur verið í eldlínunni í 15 ár, setti persónu- legt met, 47,98, en rétt missti af bronsverðlaununum eins og á 400 M GRINDAHLAUP Þegar Ijóst var að Atkins var fremstur, trylltust 80.000 ! áhorfendur og flögg- um var veifað til loka Reuter EINBEITTUR og ákveðinn fer Derrick Atkins yfir síðustu hindrunina og skömmu síðar var gullið hans. Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Adkins sagðist hafa þurft að róa sig niður þegar hann steig í start- blokkina. „Ég hefði ekki litið á það sem ósigur þó ég hefði hafnað í öðru eða þriðja sæti en ef ég hefði sprungið hefði ég verið í rúst. Yfir- leitt verð ég að æsa mig upp fyrir keppni en að þessu sinni varð ég að gæta þess að vera ekki of æst- ur. En nú líður mér vel og mér finnst eins og ég þurfi ekki að sigra oftar það sem eftir er.“ D. Adkins Bandaríkjunum Ólympíumeistari í 400 metra grindahlaupi karla. Aldur: 26 ára. Persónulegt met: 47,54 sekúndur 1995. Fyrri árangur: Sjötti á heimsmeistaramótinu 1991 - Sigurvegari á stúdenta- leikunum 1991 - Sigurvegari á stúdentaleikunum 1993 - Sjöundir á heims- meistaramótinu 1993 - Sigurvegari á heimsmeistaramótinu 1995. ■ Derrick Adkins á rætur sínar að rekja til New York en hefur nú um nokkuð skeið búið í ólympíuborginni sjálfri, Atlanta. Adkins hóf feril sinn sem spretthlaupari en færði sig svo yfir í grindahlaupið eftir ráðleggingar föður síns, sem einnig er grindahlaupari. Adkins er verkfræðingur að mennt. Stefnir í stór- kostlegt einvígi Svetlana Masterkova vinnurannað gull Margoft í sögu leikanna hafa stórkostleg einvígi verið háð í 1500 metra hlaupi karla með þeim afleiðingum að fjórum sinnum hefur heimsmet verið sett og 14 sinnum ólympíumet. Og líklega verður engin undantekning þar á nú því nýi krón- prinsinn á vegalengdinni, Marokkó- maðurinn Hicham E1 Guerroudj, er mættur til þess að reyna hrifsa kon- ungskórónuna frá Noureddine Morc- eli frá Alsír. Þar sem Morceli hefur forðast að lenda í taktískri keppni í sumar taldi ég að hann yrði veikur fyrir í Atl- anta. Þar yrði enginn til að draga hann áfram á hraða og því yrði hann berskjaldaður á síðasta hring í tak- tískri keppni innan um hlaupara sem yrðu því ákafari í verðlaun eftir því sem nær drægi marklínunni. í seinni tíð hefur hlaupið farið rólega af stað, miðað við hlaup á alþjóðamótum, og snúist upp í mikla stöðubaráttu. Morceli sýndi þó í undanúrslitun- um, að hann kemur einstaklega vel undirbúinn til leiks og hefur engu gleymt; hélt sig i hópn- um fyrstu 1200 metrana en lét til skarar skríða er 300 metrar voru eftir og kom í mark á besta undanúrslita- tíma fyrr og síðar. Hann ætlar örugglega ekki að láta Atlan- taleikana verða grafreit sinn. Víst er að hann lætur ekki lokast inni eins og í Barcelona en 1500 metra hlaupið þar er fremur frægt sakir þess að Morceli komst þar ekki á pall en að Spánveijinn Fermin Cacho skyldi sigra. Ekki er hægt að afskrifa Cacho nú því hann er afburða taktískur hlaupari og hefur hlaupið á góðum tímum í sumar. Þá er heimsmeistar- inn frá 1987, Abdi Bile, í góðri æf- ingu og til alls líklegur. En ég spái þó, að E1 Guerroudj, nýi eyðimerkurprinsinn, verði Morc- eli erfiður því hann hefur unnið hvert stórhlaupið af öðru í sumar með tak- tískri útsjónarsemi og náði þriðja besta árangri sögunnar, 3.29,59, í Stokkhólmi fyrir mánuði. Verða möguleikar Marokkómannsins því meiri sem hlaupið verður hægara og taktískara. En hvernig sem það þró- ast stefnir ótvírætt í mikið einvígi þeirra og víst er að mikið liggur undir hvað frægð og heiður varðar. Hefur Morceli miklu meira að tapa. VONIR Hassibu Boulmerka frá Alsír um að veija titilinn, sem hún vann svo óvænt í Barcelona, fuku út í veður og vind á einu augna- j/g/gggggggi bliki. Er hún ætlaði Ágúst að láta til skarar Ásgeirssort skríða í undanúrslit- spáiri unum í fyrrakvöld spilin rakst hún í aðra hlaupara, missti jafnvægi með þeim afleiðingum að hún náði of seint takti aftur til að ná hópnum á ný. Hlaupið verður engu að síður spennandi því baráttujaxlar á borð við Gabrielu Szabo Rúmeníu, Carla Sacramento Portúgal og Reginu Jacobs Bandaríkjunum eiga tæpast möguleika á verðlaunum nema til- tölulega hratt verði farið af stað og má búast við að þær tryggi að svo verði. Kelly Holmes frá Bretlandi er líka baráttukona og þrífst best á miklum hraða en er einnig góður taktískur hlaupari með kröftugan endasprett. Hún tapaði naumlega af verðlaunum á síðustu metrum 800 metra hlaups- ins og ætlar að bæta sér það upp. Fóta- meiðsl hafa hins vegar háð henni og þegar hún stendur á startlínunni í kvöld hefur hún keppt fimm sinnum í Atl- anta og kann það að segja til sín í úrslitun- um. Teflir hún á tvær hættur með því að reyna keyra upp hraða en það hefur hún aldrei hikað við hingað til. Bandaríska stúlkan Regina Jacobs nýtur stuðnings áhorfenda og mun fjarvera Boulmerku auka möguleika hennar á að hljóta verð- laun sem verður eflaust til þess að hún tekur meiri áhættu en ella. Svetlana Masterkova Rússlandi á besta árstímann og er sterk hvort sem um keyrsluhlaup eða taktíska baráttu verður að ræða. Vann hún 800 metrana á mánudag með því að leiða það síðustu 600 metrana. Því verður að gera ráð fyrir að hún fari með sigur af hólmi. Spurningin verður einungis hvaða stúlkur hljóta silfrið og bronsið. Spái ég því að Holmes hljóti silfur en Szabo, Sacramento, Ljúdmíla Bor- isova frá Rússlandi og Regina Jacobs beijist um bronsið. Afríkumeistarinn Naomi Mugo frá Kenýu fær að hlaupa úrslitin þar sem hún missti skó og datt kylliflöt af annarra völdum í undanúrslitunum. Er það ánægjuleg ákvörðun sem sýn- ir, að íþróttir eru, eftir allt, íþróttir. Johnson keppir ekki meira á ÓL BANDARÍSKI hlaupa- garpurinn, Michael Johnson, tilkynnti síðdegis í gær að hann myndi ekki geta tekið þátt í 4x400 metra boðhlaup- inu á Ólympíuleikunum í Atlanta vegna meiðsla. Johnson tognaði á hægra læri í 200 metra hlaupinu í fyrrinótt og sagði hann það geysileg vonbrigði að geta ekki reynt við þriðja ólymp- íugullið í 4x400 metrunum í dag. Benínbúar bruðla ÍÞRÓTTAMÖNNUM frá Benín í Afríku tókst ejdd að vinna til verðlauna á Ólymp- íuleikunum að þessu sinni. Þrátt fyrir það fengu þeir „styrk“ frá ónefndu fyrir- tæki í Atlanta. Afríkuþjóðin sendi sex þátttakendur á leikana og fékk hver um sig tæpar 20.000 krónur frá fyr- irtækinu. Þeir fóru í miðbæ Atlanta og gátu engan veg- inn ákveðið sig livaða flíkur, tölvuleiki eða skartgripi þeir ættu að kaupa. „Þetta er í fyrsta skiptið seni við tökum þátt í Ólympíuleikum þar sem allir koma svona vel fram við okkur,“ sagði Marius Theod- ule Fransisco, talsmaður Beninbúanna í Atlanta, í við- tali við Atlanta Journal- Constitution. Þeir keppa í 1500 karla Númer Keppandi Árangurfár 1802 Stephen Kipkorir, Kenýu .......3:31,87 1012 Noureddine Morceli, Alsír .....3:29,50 1335 Fermin Cacho, Spáni ...........3:32,87 2208 Abdi Bile, Sómalíu ............3:33,30 1911 Driss Maazouzi, Marokkó .......3:34,08 1966 Marko Koers, Hollandi .........3:33,05 2099 Mohammed Suleiman, Qatar ....3:35,70 1904 Hicham El Guerrouj, Marokkó ...3:29,59 2294 Ali Hakimi, Túnis .............3:35,88 1817 William Tanui, Kenýu ..........3:33,46 1815 Laban Rotich, Kenýu ...........3:32,00 1498 John Mayock, Bretlandi ........3:34.55 Þær keppa í 1500 metra hlaupi Númer Keppandi Bestitímiíár 3644 Carla Sacramento, Portúgal .....4.06,70 3023 Margaret Crowley, Ástralíu .....4.06,21 3669 Gwen Griffiths, S-Afríku .......4.11,12 3675 Lyudmila Borisova, Rússlandi ...4.06,89 3050 Theresia Kiesl, Austurríki .....4.09,44 3313 Keliy Holmes, Bretlandi ........4.05,88 3135 Leah Pells, Kanada .............4.06,26 3620 Anna Brzezinska, Póllandi .......4.07,17 3518 Naomi Mugo, Kenýu ...............4.04,29 3700 Svetl. Masterkova, Rússlandi ....4.10,35 3664 Gabriela Szabo, Rúmeníu ........4.09,83 3626 Malgorzata Rydz, Póllandi .......4.10,77 3847 Regina Jacobs, Bandarikjunum ...4.06,13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.