Morgunblaðið - 07.08.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 07.08.1996, Síða 1
I SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST1996 BLAÐ 3 Vilhjálmur Guð- mundsson hjá Út- flutningsráði 4 Aflayfirlit og staðsetning fiski- skipanna Markaðsmái g Laxiðnaðurinn í Alaska hefur lært á markaðinn Greinar 5/7 Jón Kristjánsson og Pétur Bjarnason GEFUR KÖRLUNUM EKKERT EFTIR Á LOÐNUNIMI • SIGRÚN Jónsdóttir gefur körl- unutn á Jóni Sigurðssyni ekkert eftir. Hún er búin að vera að minnsta kosti tvær vertíðir á loðnu, fyrst á Sunnuberginu, sem var í eigu Fiskintjöis og lýsis í Grindavík. Hún fór svo yfir á Jón Sigurðsson, er hann var keyptur til landsins í stað Sunnubergs sem selt var til Vopnafjarðar. Fjórðung's aukning á framleiðslu SH á árinu HEILDARFRAMLEIÐSLA Sölumiðstöðvar hrað- jiyr_cJ. Qiilrviivirr í fryst'húsanna á fyrstu sex mánuðum þessa árs iucM allmullg 1 jókst um nær fjórðung ef miðað er við sama tíma gíl/I lorílllJ ' fyrra. Framleiðsluaukning er í öllum tegundum, uo utan ýsu og grálúðu, og er aukningin mest í síid- ar- og loðnuafurðum, eða um 66%. Ef litið er til framleiðslu var árið í fyrra annað besta árið í sögu SH en þá voru framleidd um 57 þúsund tonn á fyrri helmingi ársins. A fyrstu sex mánuðum þessa árs er framleiðslan hinsvegar komin í tæp 70 þúsund tonn, þar af er 11% framleiðsla erlendra aðila, og aukningin á milli ára því um 23%. Aukning hefur mest verið í síld- ar- og loðnuafurðum, um 66% en um 6% í bolfiskafurðum og um 22% í rækju- og skelfiskafurðum. í bolfiskframleiðslunni hefur aukn- ingin orðið mest í framleiðslu á karfa. A fyrri helmingi ársins 1995 nam inn- lend karfaframleiðsla SH um 8.700 tonnum en var á fyrstu sex mánuðum þessa árs um 11.900 tonn og aukning- in því um 37%. Framleiðsla á ýsu dróst hinsvegar saman um 35% og fram- leiðsla á grálúðu um 21%. Innlend framleiðsla var á fyrstu sex mánuðun- um um 62.500 tonn og hefur aukist um 27% á milli ára. í samræmi við spá Gylfi Þór Magnússon, framkvæmda- stjóri markaðsmála SH, segist í heild mjög sáttur við bæði magn- og fram- leiðsluaukninguna og sérstaklega við aukningu í nær öllum tegundum bol- fisks. „Það hefur orðið samdráttur í ýsu en í raun kemur hann ekki á óvart. Þessi framleiðsla er nokkurn veginn í samræmi við þá spá um heildarfram- leiðslu sem við gerðum í desember á síðasta ári,“ segir Gylfi. Fréttir Mikið eftir af ufsakvótanum • ALLAR líkur eru á að töluvert verði eftir af ufsa- kvótanum, þegar fiskveið- iárinu lýkur um næstu mán- aðamót. Um síðustu mán- aðamót voru ríflega 22.000 tonn af 65.000 tonna kvóta óveidd. Heimilt er að færa 20% af kvótanum fyri á næsta ár, eða um 13.000 tonn, en þegar hafa um 8.400 tonn verið færð yfir á það ár./2 Fá ekki aðild að NAFCOfundi • FÉLAGI úthafsútgerða hefur verið meinuð þátttaka á fundi NAFCO um rækju- veiðarnar á Flæmska hattin- um í byrjun september. NAFCO, fiskveiðinefnd Norðvestur-Atlantshafsins fer með veiðistjórn á rækj- umiðunum undan lögsögu Kanada, en á síðasta fundi nefndarinnar var samþykkt veiðistjórnun byggð á sókn- artakmörkunum í andstöðu við okkur íslendinga./2 Hefja ieit að túnfiski • TVÖ JAPÖNSK túnfisk- veiðiskip hafa haldið frá Reykjavík til túnfiskveiða djúpt suður af landinu, inn- an íslensku fiskveiðilögsög- unnar. Veiðarnar eru liður í samstarfsverkefni japan- skra aðila og Hafrannsókna- stofnunar en staðið hefur verið að undirbúningi þess frá því í október á síðasta ári. Jóhann Sigurjónsson, aðstoðarforstjóri Hafrann- sóknastofnunar, segir nokkrar líkur á að góð tún- fiskmið finnist innan ís- lensku lögsögunnar en meginmarkmið stofnunar- innar með leiðangrinum sé að afla upplýsinga um miðin og línuveiðar Japananna./7 Styrkja stöðu fyrirtækjanna • „VIÐ erum einfaldlega Ieita leiða til að styrkja stöðu fjögurra góðra fyrir- tækja. Þau eru í góðum rekstri og eru að skila eig- endum sínu hagnaði. Með sameiningunni skjótum við fleiri stoðum undir rekstur- inn og stofnum fyrirtæki, sem byggir afkomu sína á fjölbreyttum og styrkum grunni,“ segir Róbert Guðf- insson, annar framkvæmda- stjóra Þormóðs ramma, í samtali við Verið. /8 Markaðir Ufsaveiðar ganga illa • UFSAAFLI við ísland hef- ur farið minnkandi síðustu árin. í fyrra öfluðust aðeins 48.258 tonn af ufsa, en mest- ur varð ufsaaflinn árið 1971, 136.519 tonn. Þá var hlutur útlendinga í ufsaaflanum 76.439 tonn, en í fyrra aðeins 1.184. Aflinn hefur reyndar verið mjög mismikill síðustu 50 árin, sveiflazt frá þessu hámarki og niður í 47.843 tonn árið 1955. Árið 1991 varð ufsaaflinn 102.737 tonn, en hefur svo hreinlega hrun- ið jafnt og þétt síðan. Það sem af er þessu fiskveiðiári hafa aðeins veiðzt um 29.000 tonn, þegar aðeins mánuður er til loka þess, en aflaheim- ildir eru um 65.400 tonn. • ÝSUVEIÐAR ganga einn- ig fremur illa. Afli nú, er einn mánuður er eftir af fiskveiðiárinu er um 37.300 tonn, en leyfilegur afli til kvóta er rúmlega 52.000 tonn. Allt síðasta ár varð ýsuaflinn 61.131 tonn og var hlutur útlendinga í honum 764 tonn. Mestur hefur ýsu- afli orðið 119.615 tonn árið 1962 og veiddu útlendingar þá rúmlega 65.000 tonn af ýsunni. Lítið veiðist af ýsunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.