Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Fiskverð heima Fiskverð ytra Júní Júlí - „ 26.v 127.Vf28.v 129.vl 3avT3u7170 Alls fóru 38,4 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 3,1 tonn á 93,00 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 7,4 tonn á 96,98 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 27,9 tonn á 83,74 kr./kg. Af karfa voru seld alls 19,3 tonn. í Hafnarfirði á 68,00 kr./kg (4,41) á Faxamarkaði á 68,58 kr. (1,41) og á 60,47 kr. (13,51) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 39,3 tonn. í Hafnarfirði á 39,26 kr. (2,31), á Faxagarði á 50,13 kr. (2,81) og á 52,42 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (34,21). Af ýsu voru seld 94,1 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið var 60,87 kr./kg. Júní Júlí 26. vika 27. vika Kr./kg 180 160 140 Ágúst 31. vika Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 743,6 tonn á 101,34 kr. hvert kíló. Af þorski voru seld samtals 46,0 tonn á 108,36 kr./kg. Af ýsu voru seld 469.9 tonn á 82,58 kr. hvert kíló, 70,0 tonn af kola á 155,20 kr./kg og 36.9 tonn af karfa á 70,85 kr./kg. Þorskur Karfi ...... Ufsi » Eitt skip, Haukur GK 25, seldi afla sinn í Bremerhaven í Þýskalandi í síðustu viku, samtals 147,5 tonná 107,74 kr./kg. Þaraf voru 139,2 tonn af karfa á 110,13 kr./kg og 3,4 tonn af ufsa á 70,66 kr./kg. Laxiðnaðurinn í Alaska hefur lært á markaðinn | MEIRA en helmingur eða .» # f um 56% af fisk- og skel- Aherslan á úrvinnslu í fiskframleiðslu Banda- , * n •» i m a • ríkjannna kemur frá Al- stao hraefnisutflutnmgs aska og búist er við, að hlutfallið verði svipað langt fram á næstu öld. Það eru fyrst og fremst tvær fisktegundir, sem eru mikilvægastar, Alaskaufsinn og laxinn, en á síðasta ári var landað í Alaska 218 milljónum laxa. Ufsakvótinn á þessu ári í Alaskaflóa og Beringshafi er um ein milljón tonna, svipað og í fyrra, og búist er við, að lúðuaflinn verði meira en 18.000 tonn. Af öllum þeim tegundum, sem nýttar eru við Alaska, stendur að- eins ein fremur illa en það krabb- inn. Á síðasta ári var krabbaaflinn ekki nema fimmtungur af því, sem hann var 1991, en fiskifræðingar segja, að stofnstærðin sé mjög sveiflukennd og telja, að krabbinn sé aftur á uppleið vegna góðrar nýliðunar. Auk þessara tegunda er mikill iðnaður í Alaska í kringum rækju, hörpudisk og ostrueldi og nýting á hákarli, kolkrabba, sæbjúgum, ígul- kerum og þangi hefur farið vaxandi. Það er þó aðallega laxinn, sem Tiefur haldið nafni Alaska hátt á loft enda eru hvergi í heimi stundað- ar jafn miklar veiðar á honum og þar. 100 ára iðnaður Rúm hundrað ár eru síðan reglu- legur úrvinnsluiðnaður hófst í kringum laxveiðarnar þar og í Norðaustur-Bandaríkjunum en lengi vel fóru afurðirnar, einkum niðursoðinn lax, aðeins á markað í fáum héruðum landsins. Nú er þeim hins vegar dreift í hvern krók og hvern kima og úrvinnslan fjölbreytt eftir því. Þessi þróun hefur þó ekki gerst af sjálfri sér, heldur fyrst og fremst vegna aukinnar samkeppni. Alaska er eins og fyrr segir mesta sjávarútvegsríkið í Banda- ríkjunum en líka það afskekktasta. Strandlengjan er meira en 50.000 km og oft er langur vegur til næstu dreifingar- eða úrvinnslumiðstöðv- ar. Veðrið er oft mjög óblítt, jafn- vel á sumrin, og það getur tafið fyrir flutningum. Af þessum sökum hefur iðnaðurinn einkennst af því, að reynt hefur verið að framleiða sem mest á sem skemmstum tíma Bandaríkin en markaðsmálin hafa löngum orð- ið útundan. Fyrir aðeins 10 árum var um helmingur laxaflans soðinn niður með beinum og roði og hinn helm- ingur heilfrystur eins og næstum allur annar fískur í Alaska á þeim tíma. Það var hins vegar þá, sem Norðmenn komu til skjalanna með eldislaxinn sinn og á sama tíma jókst verulega innflutningur ódýrra sjávarafurða frá Asíu, Suður- Ameríku og ýmsum þriðjaheims- ríkjum. Þessi þróun kom Alaskabúum í opna skjöldu og hvort sem þeim líkað það betur eða verr urðu þeir að stokka upp spilin hjá sér. Nú eru aðeins 30% framleiðslunnar soðin niður og áherslan er á að fullvinna aflann sem mest. Hefur fjölbreytnin í þeirri úrvinnslu aukist ár frá ári og viðtökur neytenda hafa verið mjög góðar. „Við vorum vanir að fara til kaupendanna og selja þeim það, sem við áttum, en nú leggjum við á borðið allar upplýsingar um fram- leiðsluna, spyijum hvað kaupandinn vilji og byggjum síðan á því,“ segir Jerry Skene, markaðsstjóri hjá fyr- irtækinu Trident Seafoods. Aðrir frammámenn í þessum iðn- aði taka undir með Skene í því, að markaðsmálin skipi nú öndvegið ásamt framleiðslunni og úrvinnsl- unni og þeir dagar eru liðnir þegar Alaska var aðeins hráefnisútflytj- andi. Það kemur því af sjálfu sér að tæknilegar framfarir í fiskvinnsl- unni í Alaska hafa orðið meiri á nokkrum síðustu árum en á nokkr- um áratugum áður. Laxeldi bannað Á síðasta áratug var laxeldi kom- ið nokkuð á veg í Alaska en árið 1989 var það bannað vegna hags- muna iðnaðarins og sjómanna. Var talið óeðlilegt, að Alaskabúar færu að grafa undan sínum hefðbundnu mörkuðum með eldisfiski. Á síðasta ári var þó lagt fram frumvarp um að afnema bannið og olli það mikl- um og heitum umræðum. Var frum- varpinu þá breytt og haft þannig, að leyfilegt væri að stunda eldi á öðrum tegundum en þeim, sem fyr- ir eru í landinu. Laxeldi er því bann- að eftir sem áður. Þetta bann tekur eingöngu til fiskeldis en skelfiskeldið hefur hins vegar verið að sækja í sig veðrið í nokkur ár. Hafa verið gefin út 56 leyfi til þessa og eru nú 44 eldis- stöðvar komnar í rekstur. Skelfiskeldið byggist aðallega á Kyrrahafsostru, raunar að 98%, og tekur það um tvö ár að ná skelinni upp í markaðsstærð. Miklar birgðir af blokk úr alaskaufsa BIRGÐIR af blokk úr alaskaufsa í Bandaríkjunum jukust töluvert fyrri hluta þessa árs. I lok maí voru 6.603 tonn af þessari afurð í birgðum, sem er 20% meira en á sama tíma í fyrra. Reyndar voru birgðirnar nú aðeins minni en í lok apríl. Birgðir af ufsablokkinni voru enn meiri í maílok árin 1994 og 1993, en miklu minni árið 1992 eða aðeins innan við 3.000 tonn. Birgðir af þorskblokk voru heldur minni en á sama tíma árið áður. Alls voru þorskblokkarbirgðir 1.981 tonn á þessum tima, sem er 10% minna en í fyrra. Nokkur skortur er á þorskblokkinni, en birgðir af alaskaufsanum nægja vel til að svara eftirspurn. Þrátt fyrir þetta er ríkir nokkur óvissa á mörkuðunum og verðið á þorskblokk er lágt, eða 1,60 til 1,65 dollarar á pundið, en árið áður var verðið 1,90 dollarar á pund. Verð á alaskaufsablokkinni er miklu lægra og hefur það dregið þorskverðið niður. Blokk af roðflettum alaskaufsa selst nú á 85 sent pundið, sem er um 10 senta lækkun frá sama tíma í fyrra. Innfluttar ufsablokkir eru seldar á tæp 80 sent pundið, sem er nokkru hærra en í fyrra. Meðalfjöldi ungrækju (í skjóðu) á sjómílu árið 1995 eftir smáreitum I minna en 10 I 10-25 125-50 □ 50-100 □ 100-300 H meira en 300 \24° Stofnvísitala rækju árið 1995 eftir smáreitum ■ minna en 10 ■ 10-100 B 100-300 □ 300-800 □ 800-1600 0 meiráen 1600 Stofnvísitala Stofnvísitala úthafsrækju á svæðinu Norðurkantur- Héraðsdjúp 60 •88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 Rækjustofninn fer vaxandi STOFNVÍSITALA rækju á ís- landsmiðum hefur verið að auk- ast undanfarin ár. Ef litið er á allt svæðið Norðurkantur-Hér- aðsdjúp (öll veiðisvæðin nema Halann og Rauða torgið) má segja að allt frá árinu 1989 hafi stofnvísitalan verið að aukast, eða úr 32,8 í 69 árið 1994 ef árið 1991 er undanskilið. Árið 1995 lækkaði stofnvísitalan niður í 56,1. Á Rauða torginu hafa hæstu vísitölurnar mælst árið 1991 og 1994, eða 3,8 og 3,7. Þetta er í samræmi við flest önnur svæði þessi sömu ár. Nú hefur stofnvísi- tala þó aukist í 4,8. Stofnvísitölur hafa hækkað á Halanum frá ár- unum 1992 og 1993 úr 0,9 í 1,7 árið 1994, en eru nú aftur lægri. Meðalstærð rækju í stofnmælingu á svæðinu Norðurkantur-Hérðasdjúp 0 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 95 Stærð MEÐALSTÆRÐ rækju er rnjög mismunandi eftir svæðum. Stærstu rækjuna er ávallt að finna á Norðurkanti, við Kol- beinsey, en einnig stundum í Eyjafjarðarál. Þegar veiðisvæðin öll eru vegin saman með stofn- visitölunum kemur í ljós að fjöldi í kg á svæðinu Norðurkantur- Héraðsdjúp hefur aukist úr 204 stk. árið 1988 í 259 stk. árið 1992 en síðan haldist nokkuð svipaður og loks aukist aðeins, eða í 274 stk./kgárið 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.