Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 8
1 FOLK SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST1996 „Fjölbreytt fyrirtæki með mikla framtíðarmöguleikau „VIÐ erum einfald- Stærsta sjávarútvegsfjnrirtæki ‘et^k’fastgífua “ á landinu er í burðarliðnum uri;a góðra fynr- tækja. Þau eru í goð- um rekstri og eru að skila eigendum sinu hagnaði. Með sameiningunni skjótum við fleiri stoðum undir reksturinn og stofnum fyrirtæki, sem byggir afkomu sína á fjölbreyttum og styrkum grunni,“ segir Róbert Guðfinsson, annar framkvæmda- stjóra Þormóðs ramma, í samtali við Verið. Um þessar mundir er verið ræða sam- einingu Þormóðs ramma í Siglufirði, HB á Akranesi, Krossvíkur á Akranesi og Miðness í Sandgerði. Sameining þriggja síðastnefndu fyrirtækjanna hefur reynd- ar vereið til umræðu um nokkurn tíma, en Þormóður rammi er nýrri í mynd- inni. Með sameiningu þessara fyrirtækja verður til stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á landinu með veiðiheimildir upp á um 24.000 tonna þorskígildi. Fjölbreytt starfsemi Þormóður rammi hefur byggt afkomu sína á rækjuveiðum og vinnslu bolfísks, rekstur HB hefur verið fjölbreyttari, byggzt upp á botnfiski og fullvinnslu að hluta til auk veiða og vinnslu á síld og loðnu. í húsnæði Korrsvíkur er starf- semi íslenzks-franks eldhúss og hefur HB þegar nýtt sér veiðiheimildir fyrir- tækisins. Miðnes í Sandgerði hefur byggt sína afkomu á karfaveiðum og selt mikið af ferskum karfaflökum til Þýzkalands, en að auki hefur fyrirtæki stundað veiðar á síld og loðnu. Þá má nefna að Grandi á nokkurn hlut í Þormóði ramma, sem aftur er með útgerð ? Mexíkó og á hlut í Sæbergi á Ólafsfirði. Þræðirnir liggja því víða, en einingarnar verða áfram reknar með svipuðum hætti og nú, en undir nafni HB á Akranesi. Róbert Guðfinnsson segist þess full- viss að ef af sameiningu fyrirtækjanna- verði, muni það skila untalsverðri hag- ræðingu og bæta rekstur þeirra. Auð- velt verði að flytja veiðiheimildir þannig á milli þeirra, að þær nýtist sem bezt og áhættan í rekstrinum verði mun minni með aukinni fljölbreytni. „Hingað til hafa menn í flestum tilfellum verið að sameina illa stödd fyrirtæki í því skyni að leysa bráðan vanda þeirra. Við búum ekki við slíkar aðstæður og horfum lengra fram í tímann. Við erum að byggja upp stóra og fjölbreytta einingu með mikla framtíðarmöguleika, sem mun geta tekið betur en ella á sveiflum í veiðum og verði á afurðum og þannig skilað flölmörgum eigendum sínum meiri arði og starfsíólki betra atvinnuöryggi," segir Róbert Guðfinnsson. r \ Hugsaðu um náttúruna og hreinsaðu betur með minni sápu Þróað hefur verið íslenskt háþrýstiþvottakerfi sem sameinar sápun, skolun og sótthreinsun. Olís selur kerfið og býður einnig öll efni í það. Kerfið getur tengst tölvu sem skráir notkun í gagnabanka og tryggir þannig hámarksnýtingu á efnunum. Þú notar minna magn af sápu og gerir því náttúrunni góðan greiða. Allar frekari upplýsingar fást hjá Olís í sima 515 1000. j • —— ^,^00 1 Oiíuverzlun Islands hf., Héöinsgötu 10, Sími: 515 1000. Þjónustuborö: 515 1100, Internet: http://www.mmedia.is/olis Ingi stjómar í Úganda • INGIÞORSTEINSSON, viðskiptafræðingur, er um þessar mundir starfandi framkvæmdastjóri Nordic African Fisheries Company Ltd., NAFCO, við Viktoríu- vatn í Uganda. Hann er enn- fremur stjórnarformaður fyr- irtækisins en það er í eigu nokkurk íslendinga sem hyggja á frystingu á nílar- karfa þar syðra. Ingi er fædd- ur 24. febrúar 1930, varð stúdent frá MA árið 1952 og cand. oecon frá HÍ 1957. Hann hefur látið nokkuð að sé kveða í Afríku, var m.a. ræðismaður íslands í Nairobi í Kenýa frá árinu 1983 auk þess sem hann hefur setið í stjórnum og verið eigandi Ingi Sigurður Þorsteinsson Gústafsson ýmissa fyrirtækja í Afríku. Ingi hefur auk þess setið í stjórn og sinnt formennsku í Frjálsíþróttasambandi ís- lands, á sæti í stjórn Ólymp- íunefndar íslands og var fulltrúi íslands í Alþjóða fijálsíþróttasambandinu 1961-66. Ingi er kvæntur Fjólu Guðrúnu Þorvalds- dóttur og eiga þau einn son. Þá hefur Sigurður Gús- afsson verið ráðinn yfirverk- stjóri NAFCO í Uganda. Sig- urður var áður einn af eigend- um og framkvæmdastjórum íslensks gæðafisks hf. í Keflavík. Brýt ekki niður veggi • EYÞÓR Harðarson kom frá námi í Þýskalandi á síð- asta ári og réðst til starfa hjá Isfélaginu og sér hann um alla rafmagnshönnun í fyrir- tækinu. Eyþór er ekki með öllu ókunnugur í ísfélaginu. „Ég byijaði sem peyi í Isfé- laginu og 17 ára fór ég að læra rafvirkjun í FES-inu og vann þar í sex ár. Þá fór ég í tækninám í Þýskalandi og útskrifaðist sem rafmangs- tæknifræðingur á sterk- straumssviði,“ segir Eyþór um fyrri störf sín og nám. Þegar hann er spurður að því hvað hann er að gera í dag kemur í ljós að hann hefur í mörg horn að líta. „Ég ann- ast alla rafmagnshönnun í fyrirtækinu en við erum að fara út í að nýta okkur meira iðnaðartölvur og stjórnkerfis- búnað. Núna er ég að hanna þennan búnað í FES-inu og stjórna endurnýjun á öllum rafmgansmálum þar. Reynsl- Eyþór Harðarson una sem við fáum í FES munum við nýta í öðrum deildum fyr- irtækisins. Auk þess er ég í samstarfi við aðra að vinna að stefnumörk- um í tölvumálum en tölvur geta hjálpað okkur við gæða- mál og annað sem viðkemur rekstrinum.“ Verkefni hans er líka að halda utan um notkun á köldu og heitu vatni. „Það er verið að kanna hvar hægt er að spara vatn en þar eru ótrú- lega miklir peningar í spil- inu.“ Eyþór viðurkennir að ekki fari mikið fyrir störfum hans en hann óttast ekki að starfsfólkið eigi ekki eftir að sjá árangur af því. „Maður er ekki í því að brjóta niður veggi en það sem ég er að ‘ v' gera núna á eftir að létta fólki störfin. Það er m.a. til- gangurinn," segir Eyþór. Sælkerahumar HUMARVERTÍÐINNI er nú að ljúka og nóg til af humri í landinu, þó aðrar þjóðir séu einnig sólgnar í þetta ljúf- meti. Því er við hæfi að elda humar, að minnsta kosti ef mikið liggur við eða ef maður vill einfaldlega dextra svolítið við sjálfan sig og sína. Það er Bryryólfur Sigurðsson, kokkur á Kringlukr- ánni, sem leiðbeinir lesendum Versins að þessu sinni við matseldina, en þrátt fyrir breytingar á Borgarkringlunni er Kringlukráin opin eftir sem áður. í þennan rétt, sem Brynjólfur kallar sælkerahumar og er fyrir fjóra, þarf: 1,5 kg humarhala í skel karrí hvítlauksduft paprikuduft salt pipar ijóma hvítvín olivuolíu Kljúfið humarinn eftir endilöngu og fjarlægið görnina. Raðið humrinum á stóran disk og látið humarkjötið snúa upp. Sáldrið karn, hvítlauk, papriku, salti og pipar yfir. Setjið tvær matskeiðar af olívuolíu á pönnu og hitið vel. Takið diskinn með humrinum og hvolfið á pönnuna þann- ig að skelin snúi upp. Sáldrið ofangreindu kryddi yfir skelina og steikið humarinn í um það bil eina mínútu á hvorri hlið. Hellið síðan 4 desilítrum af hvítvínu og 4 af rjóma yfir humarinn og látið hann sjóða á vægum hita í eina mínútu. Ef þurfa þykir er gott að bragðbæta sós- una með fískikrafti og þykkja með hvítum sósujafnara. Veiðið síðan humarinn upp úr sósunni og berið sósu og humar aðskilið á borð. Gott er að hafa mikið af ristuðu brauði með humrinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.