Morgunblaðið - 07.08.1996, Page 1

Morgunblaðið - 07.08.1996, Page 1
§JJi0íCi0iimMítfttí) 1996 MIDVIKUDAGUR 7. ÁGÚST BLAD OLYMPIULEIKARNIR I ATLANTA Ólympíugullið í höfn Reuter ÞÝSKA kvennallðið tryggði sér gullverðlaunin í 500 metra kajak-róðri á fjögurra manna báti á laugardag. Hér fagna þýsku stúlk- urnar sigrinum á viðeigandi hátt eftfr að í markið var komið. Frá vinstri: Birgit Ficher, Anett Schuck, Ramona Portwich og Manuela Mucke. stöðvaði Rússamir fengu Ktnvelja uppreisn æru RÚSSINN Dmitry Sautin sigr- aði í dýfingum karla af 10 metra háum palli. Með sigrin- um kom hann í veg fyrir að Kínveijar ynnu öll verðlaunin í dýfingum í Attanta. Sigur hans er merkilegur að því leyti að hann var nær dauða en lífi í desember 1991 þegar hann var stunginn fjórum sinnum í magann af syni opinbers starfsmanns kommúnista- flokks Sovétríkjanna. Sumarið eftir vann hann bronsið í Barc- elona í dýfingum af þriggja metra háu stökkbretti. Alþjóða íþróttadómstóll lét íþróttamenn sem höfðu fallið á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Atlanta njóta vafans um áhrif efnis- ins bromantans og varð Alþjóða ólympíunefndin, IOC, því að láta tvo Rússa fá bronsverðlaunin sem tekin höfðu verið af þeim. Þvagsýni sex íþróttamanna, þar af íjögurra Rússa, innihélt brom- antan sem sett var á bannlista IOC 5. júní sl. þar sem það var talið til örvandi lyfja, og var viðkomandi íþróttamönnum vísað frá leikunum. Því hefur verið haldið fram að brom- antan hafi verið notað sem maskari til að fela t.d. steranotkun. Tals- menn Rússa sögðu efnið algengt í Rússlandi en áréttuðu að það hefði verið notað til að styrkja ónæmis- kerfi íþróttafólksins en ekki sem örvandi lyf. Dómstóllinn tók rök Rússanna til greina og í niðurstöð- um hans kom fram að ekki væri sannað að bromantan væri slíkt örvandi efni að notkun þess rétt- lætti að íþróttamenn væru sviptir verðlaunum. Breski sundmaðurinn Nick Gill- ingham, sem var fjórði í 200 metra bringusundi og fékk bronsverðlaun- in eftir að Rússanum Andrei Korn- eyev hafði verið gert að skila verð- laununum og var rekinn frá leikun- um eins og aðrir sem fallið höfðu á lyfjaprófi, var allt annað en ánægður með ákvörðun dómstólsins og hótaði málaferlum. „Þetta er fáránlegt. Hvernig geta þeir sagt að hann hafi tekið ólöglegt lyf og næsta dag sagt að sannanir séu ekki nægar til að vísa honum úr keppni. Þetta gerir hlutina enn verri.“ ATLAIMTA-BRÉF: MÁTTUR DRAUMSINS (OG DOLLARANS) / D10 BÓNUSTÖLUR @ @ © Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæ> "| . 6 af 6 1 48.910.000 O 5 af 6 “ • + bónus 0 672.950 3. 5 8,6 4 59.130 4. 4 af 6 195 1.920 C 3 af 6 O . + bónus 721 220 Samtals: 921 50.352.490 Heildarvinningsupphæ>: Á íslandi: 50.352.490 1.442.490 UPPLf SINGAR • Fyrsti vinningur i Lottó 5/38 er tjórtaldur næsta laugardag og má reikna me> a> hann ver>i um 10 milljónir króna. Fjóffaldi.f 1. vmníngur Vertu vi»búin(n) vinningi Ltrre <.\t mik,ls a, vir>r>» 1. vinningur er áætia»ur 40 milljónir kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.