Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 D 3 IÞROTTIR Rússar gripu gæsina EvrópudraumurSkagamanna senn á enda, mættu ofjörlum sínum á Skipaskaga faám FOLK Gód byijun íslend- inga dugði skammt Ung- mennin töpuðu í fyrsta leik LANDSLIÐ íslendinga í knattspyrnu skipað leik- mönnum yngri en 16 ára beið í gærkvöljdi 1:3 ósigur fyrir Dönum í fyrsta leik sín- um á Norðurlandamótinu, sem fram fer í Noregi. Mark íslands gerði Matthías Guð- mundsson á 68. minútu, en Danir höfðu 1:0 yfir í leik- hléi. Önnur úrslit urðu þau að Norðmenn lögðu Finna 7:0 og Englendingar sigruðu Svía 4:2. ÍA - CSKA Moskva 0:2 Akranesvöllur, undankeppi Evrópumóts fé- lagsliða - fyrri leikur, þriðjud. 6. ágúst 1996. Aðstæður: Gott knattspyrnuveður, hiti um 15 gráður og nánast logn. Völlurinn góður Mörk CSKA Moskva: Dmtri Karsakov (34.), Edgaras Yankauskas (37.) Gult spjald: Sturlaugur Haraldsson (63.) - fyrir brot, Stefán Þórðarson (90.) - fyrir brot, Dmitri Khokhlov (21.) - fyrir brot, Bushmanov (67.) - fyrir brot, Pervuchine (79.) - fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: H. Knudsen frá Danmörku. Stóð sig vel. Aðstoðardómarar: F.B. Lehnert og K. Stadsgaard. Áhorfendur: 1.100. ÍA : Þórður Þórðarson - Sturlaugur Haralds- son, Ólafur Adolfssön, Zoran Miljkovic, Steinar Adolfsson - Bjarn( Guðjónsson, (Jó- hannes Harðarson 75.), Ölafur Þórðárson, Alexander Högnason (Gunnlaugur Jónsson 88.), Kári Steinn Reynisson, Haraldur Ing- ólfsson - Mihajlo Bibercic (Stefán Þórðarson 75.). CSKA Moskva: Tyaþuchkine - Samoroni (Oulianov 46.), Bushmanov, Machkarin, Semak - Karsakov (Gerassimov 60.), Khok- hlov, Minko - Shouton, Leónidas (Pervoc- hine 79.), Yankauskas. w Islenska landsliðið í körfuknattleik karla varð að sætta sig við sex stiga tap fyrir Dönum, 91:97, í fyrsta leik liðsins á Opna Norður- Iandamótinu í Finnlandi í gær, eftir að hafa verið tveimur stigum yfir í hálfleik 54:52. Að sögn Péturs Hrafns Sigurðs- sonar, franikvæmdastjóra KKI, seni er í för með liðinu, byijaði íslenska liðið leikinn af miklum krafti og munaði þar mest um að sóknarleik- urinri gekk eins og vel smurð vél með þá Guðjón Skiilason og Sigfús Gizurarson fremsta í flokki. Eftir tíu mínútna leik hafði íslenska liðið náð vænlegri forystu 37:18 en veð- ur eru fljót að skipast í körfuknatt- leik. Danir náðu að setja undir lek- ann i vörn sinni m.a. með því að loka fyrir þriggja stiga skot Guð- jóns. Þar með komust þeir meira inn í leikinn og engu þreytti þó ís- lenska liðið skipti um varnaraðferð, fór í maður á mann í svæðisvörn. Danir söxuðu á forskotið og aðeins munaði tveimur stigum í hálfleik. Islendingar náðu aftur frum- kvæðinu i byijun síðari hálfleiks og héldu 5 til 7 stiga forskoti allt und- ir það síðasta. Það setti strik í leik- inn er Sigfús varð að yfirgefa leik- völlinn með fímm viilur er sjö mínút- ur Iifðu af leiknum. Áður hafði Hermann Hauksson þurft að fara meiddur af leikvelli. Guðmundur Bragason varð síðan að yfirgefa leikvöllinn, einnig með 5 villur, er ein og hálf mínúta var eftir. Danir nýttu sér vel að stóru mennina vant- aði í íslenska liðið og sigldu fram úr og sigruðu með sex stiga mun. Þá ber einnig að geta þess að Guð- jón sem átti stórleik í fyrri háifleik og gerði átján stig fékk ekki það svigrúm sem hann þurfti í síðari hálfleik og skoraði aðeins tvö stig. Þá meiddist Herbert Arnarson í baki eftir rúmlega mínútu leik og er óvíst hvort hann leikur meira með í mótinu. Stig íslands: Guðjón Skúlason 20, Pétur Ingvarsson 18, Sigfús Gizurarson 17, Hjört- ur Harðarson 8, Hermann Hauksson 7, Jón Arnar Ingvarsson 6, Marel Guðlaugsson 5, Guðmundur Bragason 4, Helgi Jónas Guð- finnsson 4, Birgir Örn Birgisson 2. SKAGAMENN töpuðu fyrir góðu liði CSKAfrá Moskvu 2:0 ífyrri leik liðanna í undankeppni Evr- ópumóts féiagsliða á Akranesi í gærkvöldi. Það má þvífullyrða að draumur Skagamanna um áframhaldandi þátttöku í keppninni sé lokið því síðari leikurinn í Moskvu verður að- eins formsatriði að klára. Gest- irnir réðu gangi leiksins, mark- tækifærin voru þó ekki mörg, en þeir gripu gæsina þegar hún gafst fegins hendi. Mörkin tvö komu með aðeins þriggja mín- útna millibili í fyrri hálfleik. Skagamenn börðust vel í upphafi leiks og gáfu Rússum lítinn frið. En barátta þeirra tók mikinn og það kom að VaiurB Því að Þreytan var Jónatansson farin að segja til sín skrifar enda erfitt að elta Rússana uppi. Eftir að Mijhalo Bibercic hafði gert rang- stöðumark svöruðu Moskvumenn með tveimur mörkum með aðeins þriggja mínútna millibili í fyrri hálf- leik og voru þau bæði af ódýrara taginu. Skagamenn áttu sér aldrei viðreisnar von eftir það. Þeir máttu teljast heppnir að vera ekki þremur mörkum undir í hálfleik því Serguei Semak komst einn í gegn um vörn ÍA en Þórður Þórðarson, markvörð- ur, varði á elleftu stundu. Rússarnir fóru sér engu óðslega í síðari hálfleik, greinilega sáttir við sinn hlut. Þeir létu boltann ganga hratt og vel á milli sín og voru Skagamenn nánast í eltingaleik á löngum köflum. Besta færi Skaga- manna í leiknum og það eina sem talandi er um fékk varamaðurinn Jóhannes Harðarson á 76. mínútu. Haraldur Ingólfsson komst þá upp að endamörkum vinstra meginn og sendi fyrir markið og þar kom Jó- hannes á fullri ferð og'skaut hátt yfir frá markteig með fyrstu snert- ingu sinni í leiknum. Styrkleikamunurinn á liðunum var of mikili og má segja að Skaga- menn megi hrósa happi að hafa ekki farið frá leiknum með stærra tapi. Rússnenska liðið er mjög vel skipu- lagt og leikmenn þess ráða yfir mik- illi knatttækni og hraða. Það var með boltann meirihluta leiksins og Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, svartsýnnfyrirseinni leikinn Mistökin afdrífarík hafði leikinn í hendi sér nær ailan tímann. Skagamenn náðu ekki upp nægi- lega góðu spili — voru að tapa bolt- anum allt of oft á miðjunni og eins voru sendingar afar ónákvæmar. Sóknir þeirra tóku líka allt of langan tíma því Rússarnir voru fljótir aftur og voru alltaf mættir til að btjóta Skagamenn á bak aftur. Eina ógnun Skagamanna var upp vinstri kantinn þar sem Steinar og Haraidur náðu oft vel saman og voru þeir bestu leikmenn liðsins. Skagamenn eiga erfiða ferð fyrir höndum til Moskvu því þar verða Rússar á heimavelli og þá má búast við að stórskotalið hersins sýni Skagastrákunum í tvo heimana. Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, sagði við Morgunblaðið að Skagamenn hefðu gert afdrifarík mistök og kraftaverk þyrfti til að komast áfram í keppninni. „Við klikkuðum á grundvallar- atriðum, spiluðum gegn sjálfum okkur á hættusvæðinu, og það kom okkur í koll. Þegar mörkin komu voru við frekar inni í leiknum en þeir en eins og oft gerist hjá liðum var okkur refsað fyrir einföld mis- tök. Ég sagði strákunum fyrir leik- inn að þetta væru atvinnumenn sem nýttu færin og það er það sem við verðum að gera. Þeir fengu þijú færi og skoruðu úr tveimur. Annars unnu Rússarnir vinnuna sína almennt mjög vel. Varnarvinn- an var sérstaklega vel skipulögð og boltalaus hreyfing var mikil. Fyrst við gátum ekki nýtt færin er lítil von um að komast áfram. I raun erum við nánast úti nema krafta- verk komi til.“ Sturlaugur ekki með Seinni leikurinn verður eftir hálf- an mánuð. Guðjón sagðist alveg eins eiga von á að breyta liðinu vegna úrslitaleiksins í bikarkeppn- inni fimm dögum síðar. Ljóst ðr að Sturlaugur Haraldsson leikur ekki í Moskvu þar sem hann fékk gult spjald í gærkvöldi en hann fékk einnig gult spjald í síðustu umferð. Dmtri Karsakov braut ísinn fyrir gestina og sagði að erfitt yrði fyrir Skagamenn að brúa bilið í Moskvu. „IA er ekki slakt lið og það get- ur barist í Moskvu en ég átti von á liðinu sterkara á heimavelli. Það verður ekki einfalt fyrir okkur að sigra aftur en 2:0 er mikill munur fyrir heimaleik í Evrópukeppni og við mætum afslappaðri til leiks en að þessu sinni.“ Hann sagði að fyrra markið hefði komið óvænt og seinna markið hefði gert vonir ÍA að engu. „Markvörð- urinn gerði mistök og ég gerði það sem ég þurfti að gera en færið var óvænt - ég átti ekki von á að fá boltann en var samt viðbúinn." Morgunblaðið/Golli MIJHALO Bibercic máttl síns lítils í framlínu Skagamanna gegn rússnesku leikmönnunum í CSKA frá Moskvu. Valeri Minko (nr. 9) og félagar hans í vörnlnnl hafa hér góðar gætur á Bibercic og danski dómarlnn, Lambek, vakir yfir framvindunnl og tilbúinn að grípa f taumana. ■ MIHAJLO Bibercic, miðheiji IA, sagðist ekki hafa spilað gegn liði eins ogCSKA Moskva. „Leik- mennirnir halda boltanum sérstak- lega vel og eru með hann í 60 mínút- ur af 90 mínútum. Mörkin voru ódýr en þetta er gott lið.“ ■ ÓLAFUR Þórðarson, fyrirliði IA, lék 23. Evrópuleik sinn með ÍA og sló þar með met Árna Sveinsson- arsem lék 22 leiki. ■ SIGURSTEINN Gíslason lék ekki með IA í gærkvöldi. Hann tá- brotnaði í leik fyrir skömmu og hef- ur ekki náð sér. ■ TVEIR leikmenn CSKA Moskva eru í íandsliðshópi Litháen sem tek- ur á móti landsliði íslands í undan- keppni HM 5. október. Það eru þeir Edgaras Yankauskas, sem gerði seinna markið í gærkvöldi, og Andrejus Tereshkinas. ■ FYRIR hálfum mánuði seldi CSKA Moskva leikstjórnandann Radimov til Zaragoza á Spáni fyr- ir um 200 milljónir króna. ■ I staðinn var Brasilíumaðurinn Ferreira Leonidas kayptur og gerði samning við hann til þriggja ára. Þetta var annar leikur hans en um helgina lék hann deildarleik á móti Uralmash og skoraði í 1:1 jafntefli. ■ RÚSSNESKA félagið leigði Leandro Samaroni frá félagi í Brasilíu og var þetta fyrsti leikur hans en tvímenningarnir eru fyrstu Brasilíumennirnir, sem leika sem atvinnumenn í Rússlandi. Om 4 Þórður Þórðarson fékk sendingu til baka inn í vítateiginn ■ I á 34. mín. Hann hreinsaði frá en ekki vildi betur til en svo að boltinn fór í afturendann á Zoran Miijkovic, sem var rétt utan víta- teigs og boltinn datt fyrir fætur Yankauskas sem renndi til hliðar á Dmtri Karsakov sem átti auðvelt með að senda boltann í vinstra markhornið. Frekar slysaiegt mark fyrir Skagamenn. OB Ferreira Leónidas tók aukaspymu frá hliðarlínu vinstra ■ JEiimegin rétt við miðlfnu á 37. mín. Hann sendi stungu inn fyrir sofandi vöm Skagamanna og þar var Edgaras Yankauskas fljót- astur — komst einn inn fyrir og renndi boltanum í hægra markhomið framhjá Þórði sem kom hlaupandi út á móti. KORFUKNATTLEIKUR / OPNA NORÐURLANDAMOTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.