Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Eftirminnilegustu ummælin „Verra heldur en í Saigon“ ÓLYMPÍULEIKARIMIR í Atlanta voru ekki smá- ir í sniðum. Rúmlega tíu þúsund íþróttamenn komu saman til að taka þátt í hundrað ára afmæli leikanna i' þeirri mynd sem við þekkj- um þá. Keppt var í 26 íþróttagreinum og alls í 271 keppnisgrein. Mörg skemmtileg atvik komu upp og önnur miður skemmtileg. Það er því ekki úr vegi að rifja upp ýmsar eftir- minnilegar setningar sem heyrðust í Atlanta. Eftirminnilegasta setningin kemur venjulega úr munni nýbakaðs ólympíumeistara eða vonsvik- ins íþróttamanns. Því miður var það ekki tilfell- ið að þessu sinni. Svartur blettur á Olympíuleikun- um í Átlanta var vitanlega sprengingin í Olympíu- garðinum sem varð tveimur að bana og særði 110 manns. „Það er sprengja í Ólympíugarðinum. Þið hafið 30 mínútur,“ bergmálar enn í eyrum margra sem heyrðu til. •Öllu skemmtilegri voru viðbrögð ýmissa fyrir- menna þegar Muhammed Ali tendraði ólympíueldinn á setningarathöfninni. Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, gat ekki leynt tilfinningum sínum og sagði, „Hann var meiriháttar, fannst ykkur það ekki?“ •„Hann er svo hugrakkur. Hann hefði getað dottið fram af fyrir framan þijá og hálfan milljarð áhorf- enda,“ sagði Carla Michaels, áhorfandi á setning- arathöfninni og túlkaði tilfinningar 80.000 manna sem voru á staðnum. •Gamall keppinautur Alis, Joe Frazier, var ekki jafn djúpt snortinn eins og þeir sem sáu setningarat- höfnina. „Það var ágætt að hann komst þangað upp án þess að detta ofan í eldstæðið," sagði Frazier. •Þegar keppni hófst fór allt í steik. Umferðaröng- þveiti var gífurlegt innan borgarmarka Atlanta. Einn blaðamaður sagði eftirminnilega þegar hann beið eftir rútu, „Þetta er verra heldur en í Saigon eftir fall Víetnam." •Carl Lewis var miðpunktur athyglinnar þegar hann vann níundu gullverðlaun sín á Ólympíuleik- um. „Ég hef verið að æfa mig í því að stökkva yfir Miklagil en samt get ég ekki sigrað Carl Lew- is,“ sagði bandaríski langstökkvarinn Joe Greene. •Fimleikakappinn Vitaly Tsjerbo vann sex gull í Barcelona en aðeins brons í Atlanta. Hann var lítt hrifinn af því. „Ég og mín fjölskylda þekkjum ekki litinn á öðru en gulli,“ sagði hann. •Linford Christie var dæmdur úr leik í 100 metra hlaupi karla. „Ég er ennþá besti íþróttamaður heims þó ég tapi einu hlaupi," sagði Bretinn snöggi. Hann komst ekki í úrslit í 200 metra hlaupi og breska sveitin var dæmd úr leik í riðlakeppninni í 4x100 metra boðhlaupi. •Mary Jose Perec frá Frakklandi er ekki mikið fyrir lítillætið. „Ég er í sérflokki. Það er dagsatt," sagði hún. Hún er önnur konan í sögunni sem nær að sigra í 400 metra og 200 metra hlaupi á sömu leikunum. •Það gerði einnig íþróttamaður leikanna, Banda- ríkjamaðurinn Michael Johnson, en sló fyrra heims- met sitt þegar hann hljóp 200 metra á 19,32 sekúnd- um. „Ég var furðu lostinn. Þetta er það sem gerist þegar maður sækist eftir einhveiju af svona mikilli ákefð," sagði Johnson. Ato Boidon, sem hreppti bronsið í hlaupinu, var fullur aðdáunar. „Ég heyrði bara þyt og sá blátt Ijós,“ sagði Boldon. •Draumaliðsmaðurinn Charles Barkley kann að koma fyrir sig orði. Hann lýsti sigurgöngu banda- ríska körfuknattleikslandsliðsins þannig: „Þú ert bara hreinn sveinn einu sinni í lífinu. Þegar því lýkur er ekki aftur snúið.“ •Bandaríska sundkonan Angel Martino gaf vinkonu sinni, sem er með krabbamein, gullpeninginn sem hún vann í Atlanta. „Ég ætla að gefa þér þetta. Þú ert hetja og ég vil að þú vitir að ég hugsa.stöð- ■ugt um þig. Haltu bara áfram að beijast," sagði Martino. •Gríski lyftingamaðurinn Valerios Leonides setti heimsmet en tapaði samt fyrir hinum tyrkneska Naim Suleymanoglu. „Ég sagði honum að hann væri sá besti og að hann ætti guilið skilið. Ég tel mig mjög heppinn að fá að keppa við hann,“ sagði Grikkinn sterki. •Grípa þurfti til heldur óvenjulegra aðferða í til- viki brasilísku júdókonunnar Edinanci da Silva. Hún varð að fara í kynpróf til að sanna kynferði sitt. „Það er mikilvægara að vera viðurkennd sem kven- maður en að vinna til verðlauna," sagði hún. •„Við erum ekki hópur kyntákna hlaupandi um í bikini-baðfötum í sandinum,“ sagði kanadíska strandblakskonan Barb Broen-Ouellette, en hún var heldur óhress með þá vafasömu umfjöllun sem strandblakið fékk á leikunum. •Nú þegar Ólympíuleikarnir í Atlanta hafa runnið sitt skeið beinast allra augu að leikunum í Sidney árið 2000. „Ef Guð leyfir verð ég í Sidney þegar ég held upp á 101 árs afmælið," sagði Leon Stu- kelj, elsti núlifandi ólympíumeistarinn. Q99 ATLANTA ’96 Langþráður gullkoss Morgunblaðið/Kristinn MUHAMMAD Ali kyssir gullpeninginn sem hann fékk í stað þess sem hann glataði fyrir mörgum árum. Samar- anch, forseti alþjóða ólympíunefndarinnar, er til vinstri og hægra megin aðstoðarstúlka hans. Kvöldstund gefur gull í mund CASSIUS Marcellius Clay, 18 ára strák- ur frá Kentucky, varð Ólympíumeistari í hnefaleikum í Rómaborg árið 1960, en langt er síðan hann glataði gullverðlaun- um sínum fyrir það afrek. Nærvera þessa dáða íþróttamanns var hápunktur setningarhátíðar Ólympíuleikanna í Atl- anta og á laugardagskvöldið stal hann aftur senunni. Mætti inn á gólf í leikhléi úrslitaleiksins í körfuknattleik milli Bandaríkjanna og Júgóslavíu ásamt Hollendingar urðu á sunnudag ólymp- íumeistarar karla í blaki þegar þeir lögðu Itali að velli í hörkuspennandi fimm hrinu leik. Hollendingar, sem biðu lægri hlut fyrir Brasilíumönnum í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Barcelona fyrir fjórum árum, unnu fyrstu hrinuna 15-12, ítalir þá næstu 15-9, síðan Hollendingar 16-14 og loks ítalir 15-9. í fimmtu og jafnframt síðustu hrinunni áttu Hollendingar góða möguleika að gera út um leikinn í stöðunni 14-13 en Italirnir vörðust geysilega vel og náðu að snúa leiknum sér í hag 15-14. Hollend- ingar neituðu þó að gefast upp og skor- uðu þijú síðustu stig- in og tryggðu sér þar með Olympíumeist- aratitilinn, 17-15. í leik um þriðja Juan Antonio Samaranch, forseta al- þjóða ólympíunefndarinnar. Stundin var hátíðleg og áhorfendur risu úr sætum þegar „sá besti“, eins og Ali kallaði sjálf- an sig á sínum tíma, lyfti gullpeningnum hægt og rólega og kyssti. Ali var, eins og margir fleiri, ósáttur við meðferðina á svertingjum í Banda- ríkjunum og faldi ekki þá skoðun sína. Hann var ofsóttur og hefur sagt frá því að fljótlega eftir að hann kom heim frá sætið sigruðu Júgóslavar Rússa 15-8, 7-15, 15-8 og 15-9. Ekki var spennan minni í leik Kúb- verja og Kínveija um ólympíugullið í kvennaflokki og þar höfðu kínversku stúlkurnar nauman sigur í fyrstu hrin- unni, 16-14. Kúbversku stúlkurnar, sem áttu titil að veija frá því í Barcelona 1992, náðu hins vegar að svara fyrir sig í næstu hrinu, 15-12 og svo 17-16. Þær kínversku áttu síðan ekkert svar við frábærum leik Kúbveija í fjórðu hrin- unni þar sem Ólympíumeistararnir höfðu betur 15-6 og tryggðu sér þar með ólympíugullið aðra leikana i röð. Bronsið hlutu svo stúlk- umar frá Brasilíu en þær lögðu stöllur sínar frá Rússlandi að velli 15-13, 4-15,16-14, 8-15 og 15-13 í leik um þriðja sætið. Róm hafi þeir félagi hans orðið fyrir barðinu á „hvítu“ mótorhjólagengi sem hafi heimtað gullpening Alis. I stað þess að láta peninginn af hendi hafi þeir stig- ið á bak mótorhjólum sínum og þeyst af stað. Hinir elt og þeim eltingaleik lokið með blóðugum slagsmálum. Að bardaganum loknum hafi þeir félagarn- ir gengi niður að Ohio ánni til að þvo sér og á því augnabiiki, sagði AIi, ákvað hann að losa sig við verðlaunin vegna þess hvað honum fannst peningurinn standa fyrir. Henti honum síðan í ána. Sagan er tilkomumikil en oft hefur verið dregið í efa að hún sé sönn. How- ard Bingham, besti vinur Alis og einka- ljósmyndari hans, brosti nú þegar hann var spurður um sannleiksgildið, að sögn USA Today. Staðfesti að Ali hefði seinna boðið upp á aðrar útgáfur þess hvernig stæði á hvarfí gullpeningsins og sú lík- legasta sé að hann hafi einfaldlega týnt honum! Indurajn bætti ÓL- gulli ísafnið SPÁNVERJINN Miguel Indurain, fimmfaldur meistari i Tour de France, bætti ólympíuguili í verð- Iaunasafnið er hann sigraði í götu- hjólreiðuni í Atlanta á laugardag- inn.! kvennaflokki sigraði Zulifa Zabirova frá Rússlandi nokkuð óvænt því hún var nær óþekkt í heimi hjólreiðamanna fyrir leik- ana. Hún sigraði m.a. hjólreiða- drottninguna, Jeannie Longo frá Frakklandi, sem varð önnur. „Þetta er aðeins byrjunin þjá mér. Ég trúi því varla enn að ég hafi unnið, ég vonaðist eftir að ná öðru eða þriðja sæti,“ sagði Zabirova, sem er aðeins 22 ára. Spennaní hámarki BLAK Hollendingar lögðu ítali og tryggðu sér gullið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.