Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 6
6 D MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Q99 ATLAIMTA ’96 JOSEPH Keter sigraði óvænt hörku komu þeir samsíða inn á beinu brautina 100 metra frá marki, en þá lét Keter til skarar skriða án þess að heimsmethafinn gæti svar- að. Lambruschini reyndi ætíð að halda í við Kenýumennina með þeim árangri að hann komst vel Reuter í 3.000 m hindrunarhlauplnu. fram úr Birir er honum þrutu kraft- ar. „Eg er í sjöunda himni með verðlaunin, þau verðskulda ég eftir að hafa keppt í úrslitahlaupinu á þrennum ólympíuleikjum í röð. Eg fann mig mjög sterkan þó hitinn hafi dregið einhvern mátt úr manni,“ sagði Lambruschini. —ap Keter viðheldur kenýskri hefð JOSEPH Keter hélt við kenýsku hefðinni er hann sigraði óvænt í 3.000 metra hindrunarhlaup- inu. Frá því Amos Biwott vann í Mexíkó 1968 hafa Kenýumenn ætíð unnið f greinni að undan- skildum leikunum 1976 og 1980 er þeir voru ekki með af pólitfskum ástæðum. Búist hafði verið við sigri heimsmet- hafans og heimsmeistarans Moses Kiptanuis sem náð hafði sex bestu tímum í grein- inni og vantaði einungis ólymp- íugull fverðlaunaskáp sinn. En á lokakaflanum leið Keter framúr og vann. ítalinn Ales- sandro Lambruschini kom í veg fyrir að Kenýumenn ynnu þre- falt. Ekkert þótti eins öruggt fyrir leikana og það að Kenýa fengi gull í hindrunarhlaupinu. Spuming- in var einungis hvort það yrði þre- faldi heimsmeistarinn Kiptanui eða ólympíumeistarinn Birir sem hamp- aði því. „Eg ætlaði að reyna hanga í Moses,“ sagði Keter, 27 ára Nandi-maður og æfingafé- lagi Kiptanui. „Við æfum saman og hann hvetur mig öllum stundum til að leggja harðar að mér,“ bætti hann við. „Ég hafði ekki næga krafta í lokin. Átti of lengi við veikindi að stríða í sumar og því var sjálfstraustið ekki nógu mikið er ég kom til Atlanta. Það er svo ein- falt,“ sagði Kiptanui eftir hlaupið. „Keppnin var hörð og erfið. Ég bjóst aldrei við sigri, hélt ég myndi í mesta lagi betjast um silfur eða brons, taldi að kröftugur endasprettur Kiptanuis myndi nýt- ast honum í lokin. Það var ekki fyrr en við fórum yfir síðasta búkkann sem ég áttaði mig á að ég fengi gull- ið,“ sagði Keter. "imw M HIIMDRUN Strax og rás- merki var gefið þustu Kenýu- mennirnir þrír fram og skiptust á að hafa for- ystu. Á síðasta þriðjungi hlaupsins dró af Matthew Birir, ólympíumeistaran- um frá í Barcelona, en Kiptanui og Keter, sem vann sér sæti í liðinu með naumindum á kenýska úrtöku- mótinu, hlaupu nær samhliða nokk- uð á undan öðrum. Bítandi grimmt á jaxlinn af þrautseigju og keppnis- „Keppnin var hörð og erfið. Ég bjóst aldrei við sigri" Wang atyrðir Kenýumenn WANG Junxia, kínverska hlaupadrottningin, var ómyrk í máli í garð Kenýumanna eftir 10 km hlaupið og sagði kenýsku hlauj. kon- umar hafa gert sér lífið leitt í hverju hlaupanna fjögurra í Atl- anta. Wang, sem vann 5 km hlaupið og varð önnur í 10 km, sagði kínversku hlaupakonurnar hafa hegðað sér óíþróttamannslega. „Ég var heppin að mér var ekki hrint í jðrðina af nokkrum keppinautum mínum í dag,“ sagði hún með harðneskjulegum svip og óblíðri röddu. „Kenýsku hlaupararnir voru alltaf að reyna að hrinda mér og það hefði getað kostað mig verðlaun í dag. Ég vildi gjarnan ræða um íþróttamennsku. í alþjóðakeppni verð- ur drengskapur að vera í fyrirrúmi og íþróttamenn eiga ekki að reyna að knésetja hver annan með brögðum. Ég er búin að keppa hér fjórum sinnum og í hveiju hlaupi var reynt að hrinda mér. Ég fæ ekki skilið hvernig einstök ríki geta ieyft íþróttamönnum að keppa án þess að brýna fyrir þeim íþróttamannslega framkomu," sagði Wang á blaðamannafundi eftir 10 km hlaupið. Joseph Keter Kenýa Ólympíumeistari í 3.000 metra hindrunarhlaupi karla. Aldur: 27 ára. Persónulegt met: 08.07,12 - 1996 (á ÓL). Fyrri árangur: Afríkumeistari 1993 - Sigurvegari á meistara- móti Kenýa 1993 - Sigurvegari á meistaramóti Kenýa 1994. ■ Joseph Keter er af Nandi-ætt- bálknum í Kenýa. Á Ólympíu- leikunum var hann að öllum lík- indum minnst þekktur af þeim þremur Kenýabúum, sem þátt tóku í hindrunarhlaupinu en hann lét það þó ekki á sig fá, kom fyrstur í mark og bar þar með m.a. sigurorð af æfingafé- laga sínum, hinum kunna Moses Kiptanui. I í i Ribeiro vann þriðja stórtitilinn í röð LOKASPRETTUR 10 km hlaups kvenna staðfesti að kínverski heimsmethafinn Wang Junxia er mannleg en ekki þjálffræði- legt vélmenni. Kraftar hennar þrutu er hún reyndi að hrista Fernöndu Ribeiro, Portúgal, af sér á síðustu 700 metrunum og rauk Ribeiro léttilega fram úr þegar 50 metrar voru í mark og setti nýtt ólympíumet og persónulegt met, 31.01,63 mín- útur, en Wang hlaut 31.02,58. Wang var ótrúlega nærri því að vinna gulltvennu, í 5 km og 10 km, en ef til vill átti þreytan úr fjórum hlaupum í vikunni, þar af þremur á þremur dögum, sinn þátt í því að það gekk ekki eftir. Var hún sú eina sem keppti til úrslita í báðum hlaupum. Hún hélt sig ætíð í öðru til þriðja sæti og virtist hafa hlaupið á höndum sér er hún skeiðaði í burtu hálfum öðrum hring frá marki. Hún tók nýjan sprett er hálfur hringur var í mark og 10 metrum á undan er komið var út úr síðustu beygj- unni. En þá sá Ribeiro að Wang var byijuð að skjögra í skrefinu, herti á sér og skaust fram úr. „Ég kom ákveðin og einbeitt til leiks, var tilbúin til að deyja til þess að vinna gullið. Ég var þó við að missa móðinn er hún setti á sprettinn en einhvem veginn, ekki veit ég hvemig, fann ég hjá mér aukakraft. Ég vissi ekki hvernig hún myndi bregðast við er ég fór fram úr og var því ekki örugg með minn hlut fyrr en komið var yfir marklínuna," sagði Ribeiro. Eþíópíustúlkur gáfu þarlendum karlpeningi ekkert eftir, útfærðu hlaup sitt mjög vel og urðu í- þriðja og fjórða sæti. Bronsið hlaut 21 árs stúlka, Gete Wami, á 31.06,66 en æfingafélagi hennar, Derartu Tulu, ólympíumeistarinn frá í Barcelona, varð fjórða. Hlauparamir héldu lengi hópinn eða þar til áræðin spænsk hlaupa- kona, Julie Vaquero, jók hraðann er sjö hringir vom eftir en þá kvarn- aðist ört úr honum. Tók Ribeiro for- ystu er þrír hringir voru eftir en Wang lét svo til skarar skríða er hálfur annar hringur var eftir. Með sigrinum hefur Ribeiro, sem er 27 ára, tekið af öll tvímæli um hver sé besti 10 km hlaupari kvenna í heiminum. Hún varð Evrópumeist- ari í hitteðfyrra, heimsmeistari í fyrra og nú ólympíumeistari á besta tíma ársins, en Wang hefur hlaupið á 13/100 lakari tíma í ár eða 31.01,76. Var þetta fyrsti ósigur Wangs í 13 kapphlaupum á vega- lengdinni á ljórum árum. Hlaupið var og sögulegt sakir þess, að aldrei hefur breiddin verið meiri í 10 km hlaupi kvenna þar sem níu fyrstu hlupu allar undir 31.27 mín. F. Ribeiro Portúgal Ólympíumeistari í 10.000 metra hlaupi kvenna. Aldur: 27 ára. Persónulegt met: 31.01,63 - 1996 (á ÓL), sem jafnframt er ólympíumet. Fyrri árangur: Sigurvegari í 10.000 metrum á Evrópumeistaramótinu 1994 - Sigurvegari í 3.000 metrum á Evrópumeistaramótinu innanhúss 1994 - Sigurvegari í 10.000 metrum á heimsmeistaramótinu 1995 - Önnur í 5.000 metrum á heimsmeistaramótinu 1995 - Heimsmethafi í 5.000 metrum. ■ Fernanda Ribeiro er fædd í Penafiel á Portúgal. Hún kom fyrst fram á sjónarsviðið sem langhlaupari einungis 13 ára gömul og setti þá port- úgalskt met í 3.000 metra hlaupi. Heimsmetið í 5.000 metrunum setti hún í fyrra, hljóp þá á 14 mínútum og 36,45 sekúndum. Körfu- knatt- leikskon- umar slógust MIKIL slagsmál brutust út í leik Kúbverja og Rússa I körfuknattleik kvenna á Ólympíuleikun- um í Atlanta á laugardag og áttu slagsmálin rætur sínar að rekja til þess að hin kúbverska Olga Vigil kýldi Irinu Sumnikovu frá Rússlandi beint í andlitið um miðjan siðari hálfleik. í kjölfarið fylgdu mikl- ar stimpingar og þó nokk- ur átök, sem leiddu til þess að Rússar fengu dæmd sex vítaskot og knöttinn að auki. Rússar sigruðu svo í leiknum 91:74, þrátt fyrir að Sumnikova þyrfti að fara af leikvelli um nokkurt skeið meðan verið var að gera að sárum hennar, en að leik loknum yfirgáfu þær kúbversku körfu- knattleikshölHna án þess að fara í sturtu eða skipta um föt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.