Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ Q9P ATLANTA ’96 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 D 7 o v Bev- ilacqua á yfir höfði sér bann HÁSTÖKKSKEPPNI kvenna var merkileg fyrir margra hluta sakir. For- ráðamenn íþróttamála önd- uðu eflaust léttar þegar Ijóst varð að ítalska stúlkan Antonella Bevilacqua næði ekki á verðlaunapall. Ástæðan er að svo gæti farið að hún yrði sett í bann vegna lyfjamisnotk- unar. Á móti í mai greind- ust ólögleg efni hjá henni, en hún neitar staðfastlega að hafa neytt ólöglegra lyfja. Takist henni ekki að sanna það á hún yfir höfði sér þriggja mánaða bann. Fari svo hefðu verðlaunin, hefði hún unnið til þeirra, verið tekin af henni. For- ráðamenn fijálsíþrótta- mála vörpuðu öndinni því eflaust léttar er Ijóst varð að hún náði ekki á verð- launapall, en tæpara mátti það ekki standa, aðeins tveimur sentimetrum. Ottey með sjö verð- launapeninga MERLENE OTTEY var í bronssveit Jamæku í 4x100 metra boðhlaupi kvenna og vann þar með sín sjöundu verðlaun á Ólympíuleikum og jafnaði þar met tveggja fótfrárra kvenna frá því fyrr á öldinni, þeirra Shir- ley Strickland de la Hunty frá Ástralíu og Irenu Kirsz- enstein Szewinska frá Pól- landi. Reuter Ur banni, beint á pall! OHIOMA Ajunwa frá Nígeríu kom öllum ð óvart í langstökkinu, stökk 7,12 metra í fyrstu tilraun og þaö dugöl til sigurs. Nígeríustúlka kom beint úr banni og hlaut gull Reuter Stefka Kostadinova tvíbættl ólympíumetið. Gríska stúlkan Niki Bakogianni (mynd til hliðar) setti upp hefðbundinn lárvið- arsveig eftir að hún hafði tryggt sér silfrið, öllum á óvart. Loksins fékk Kostad- inova gull Stefku Kostadinovu frá Búlgaríu tókst Joksins að hreppa gull- verðlaun á Ólympíuleikum, hún sigr- aði í hástökki kvenna og setti ólymp- íumet þegar hún stökk 2,05 metra. Önnur varð gríska stúlkan Niki Bakogianni og bronsið hlaut Inha Babakova, sem stökk 2,01 metra. Hástökkskeppnin hefur sjaldan eða aldrei verið eins spennandi og jöfn. Fimm stúlkur komust yfir 1,99 og hafa aldrei verið eins margar. Kostadinova fór alltaf yfir í fyrstu tilraun þar til ráin var komin í 2,05 metra, þá þurfti hún tvær tilraunir. Hún lét síðan hækka rána í 2,10 metra og gerði þrjár tilraunir til að bæta eigið heimsmet um einn sentimetra, en það tókst ekki að þessu sinni. Kostadinova, sem er 31 árs göm- ul, tók nú þátt í þriðju Ólympíu- leikum sínum, varð önnur í Seo- ul og fjórða í Barcelona. Sig- urinn er henni ef til vill enn kærari þar sem ekki eru nema tvö ár síð- an hún eignaðist sitt fyrsta barn. Keppnin var á laugardaginn og þá voru sjö ár síðan hún setti heimsmetið, uppá dag, og því hefði verið gam- an fyrir hana að bæta það, en það tókst ekki. Gríska stúlkan Niki Bakogianni kom verulega á óvart í keppninni, enda aldrei verið nærri því að vera meðal þeirra bestu í stórmóti. Þegar hún kom til Atlanta hafði hún stokkið yfir 1,97 metra en sagðist vera í góðu formi og lofaði löndum sínum því að setja grískt met með því að stökkva yfir 1,99 metra. Það tókst og gott betur því hún fór yfir 2,01 og jafnaði síðan ólympíumetið, sem Kostadinova setti nokkrum mínútum áður, með því að fara yfir 2,03 metra. En lengra komst hún ekki, en var að sjálfsögðu hæstánægð með árangurinn. Úkraínska stúlkan Inha Ba- bakova, sem varð í þriðja sæti, hlaut brosnverðlaun á heimsmeistaramót- inu í fyrra og endurtók leikinn að þessu sinni. Silfurhafínn frá því móti og síðustu Ólympíuleikum, rúmenska stúlkan Alina Asrafei, sem nú keppir fyrir Þýskaland, náði sér ekki á strik og stökk „aðeins“ 1,96 metra og varð í sjötta sæti. HASTOKK KVENIMA Keppni kvenna sjaldan verið eins jöfn og spennandi CHIOMA Ajunwa, 25 ára gömul stúlka frá Nígeríu, stal senunni á frjálsíþróttavellinum á föstu- dagskvöldið er hún sigraði í langstökki, stökk 7,12 metra. Ajunwa var nýkomin úr fjög- urra ára banni vegna lyfjamis- notkunar, keppti á tveimur mótum áður en hún skellti sér á Ólympíuleikana - og sigraði. Ajunwa stökk 7,12 metra í fyrstu tilraun og það dugði til sigurs. „Ég hljóp eins hratt og ég gat í fyrstu tilraun til að ná sem lengstu stökki og setja þar með þrýsting á hinar,“ sagði Ajunwa. Heimsmeistarinn, Fi- ona May, sem nú keppir fyrir Italíu, varð að sætta sig við annað sætið, Chioma Ajunwa Nígeríu Ólympíumeistari í langstökki kvenna. Aldur: 25 ára. Persónulegt met: 7,12 metrar 1996 (á ÓL). Fyrri árangur: Afríkumeistari 1990 - Afríku- meistari 1991 - Afríkumethafí í 100 metra hlaupi 1992. ■ Árið 1992 var Chioma Ajunwa dæmd í fjög- urra ára keppnisbann fyrir ólöglega lyfjanotkun og ekki er langt síðan hún hóf keppni á ný. Aj- unwa átti sæti í landsliði Nígeríu í knattspyrnu, sem þátt tók í heimsmeistaramótinu í Kína árið 1991. Fyrir Ólympíuleikana hafði hún aldrei náð að stökkva yfir sjö metra í langstökkinu. en hún stökk tíu sentimetrum styttra en Ajunwa. Jackie Joyner-Kersee, fyrrum ólympíumeistari, varð í þriðja sæti, stökk sjö metra slétta og voru þetta sjöttu verðlaunin sem hún vinn- ur til á Ólympíuleikum. „Það var erfiðast að krækja í þennan,“ sagði Joyner-Kersee eftir keppnina og bætti við að hún væri mjög ánægð með að hafa fengið bronsið á sínum síðustu Ólympíuleikum. Fæstir bjuggust við því fyrirfram að Ajunwa myndi standa á hæsta palli við verðlaunaafhendinguna, því það eru aðeins tæpir tveir mánuðir síðan hún lauk við að taka út refs- ingu sína vegna lyfjamisnotkunar. Með sigrinum færði Ajunwa Nígeríu sín fyrstu gullverðlaun í sögunni, og mátti ekki tæpara standa því knatt- spyrnumenn Nígeríu unnu gullverð- laun skömmu síðar. Ajunwa hafði sérstaklega gaman LANGSTOKK KVEIMIMA „Ég átti alls ekki von á að sigra,“ sagði Ajunwa af því að knatt- spymuliðið skyldi sigra því hún er fyrrum landsliðs- kona í knatt- spyrnu. Hún æfði lítið sem ekkert fyrstu árin á með- an hún var í banni en hóf síðan að æfa spretthlaup, og átti um tíma Afríkumet í 100 m hlaupi, en snéri sér fyrir skömmu að langstökki. „Ég var dálítið langt niðri fyrst eftir að ég var sett í bann og æfði ekkert en einbeitti mér síðan að 100 metra hlaupi, en ákvað skömmu fyrir leikana að keppa í langstökki. Ég átti alls ekki von á að sigra,“ sagði Ajunwa. Margir telja að fjögurra ára keppnisbann sé „dauðadóm- ur“ yfir íþróttamanni því mjög erfitt sé að komast í fremstu röð eftir að hafa verið frá keppni í fjögur ár. Ajunwa virðist ekki hafa vitað um þetta álit margra og varðandi bannið sagðist hún ekki hafa vitað að verið væri að gefa henni eitthvað ólöglegt. „Við vorum í æfingabúðum og ég varð mjög veik og fékk lyf, ég vissi ekki að þau væru ólögleg," sagði Ajunwa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.