Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 10
10 D MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 Q8P ATLANTA '96 MORGUNBLAÐIÐ Máttur draumsins (og dollarans) Samaranch markgreifi, forseti alþjóða ólympíunefndarinnar sagði ekki í lokaræðu sinni að leik- arnir í Atlanta hefðu verið þeir bestu til þessa, eins og hann var orðinn vanur. Spánverjinn hrósaði þó heimamönnum á lokahátíðinni fyrir „stórkostlega" leika, sem þeir vissulega voru að mörgu leyti. Áhorfendur hafa aldrei verið fleiri og íþróttakeppnin var að mörgu leyti stórkostleg, en ýmislegt sem almenningur ekki sér fór hins vegar . úrskeiðis. Tækni- ^ mál ýmiskonar, flutningar íþrótta- manna, forystu- manna og frétta- i———————i manna voru ekki í lagi og viðkomandi urðu heldur geð- vondir á köflum, en þegar upp er staðið gleymist það vonandi fljótt. Ástralir verða samt að læra af því sem miður fór og gera betur næst. Heimamenn hér sögðu þrátt fyrir allt að umferð- in hefði ekki verið mikil (!) því fólk úr úthverfunum og nágrenni borg- arinnar hefði hreinlega ekki komið inn í borgina á einkabílum. Umferð- in hefði því verið mun minni en venjulega, en enginn hefði búist við að fólk tæki beiðninni svo bókstaf- lega og þar af leiðandi hafi lestar- kerfið ekki verið tilbúið að taka við þeim gífurlega fjölda sem nýtti sér þann ferðamáta. Það er nefnilega það. Að bíða í röð virðist því vera eitt helsta tómstundagaman fólks hér um slóðir. Atlanta BREF Bless Það tók tæpa þrjár klukkustund- ir að segja bless. Lokaathöfnin hófst á því að bandaríski þjóðsöngurinn var sunginn af kvartettinum Boys II Men meðan fáni Bandaríkjanna var dreginn að húni, síðan voru verðlaun afhent fyrir maraþon karla sem fram fór fyrr um daginn og síðan hófust skemmtiatriðin. Leikur og söngur, stórkostleg sýning hjóla- bretta- og fjallahjólagarpa sem renndu sér fram og aftur og flugu milli þar til gerðra palla. Því næst birtust fánaberar þjóð- anna 197 með fána landa sinna. Alltaf er hann jafn fallegur þessi blái með rauða og hvíta krossinum. Virkaði meira að segja allt að því óvenju fallegur þetta kvöld í örugg- um höndum Jóns Amars Magnús- sonar. Gríski fáninn var dreginn að húni meðan gríski þjóðsöngurinn var leikinn og síðan fylgdi fáni Ástrala í kjölfarið. Billy Payne, forsprakki leikanna hér í Atlanta, steig í pontu og dá- samaði framkvæmdina hér, þakkaði fólkinu í Atlanta og nágrenni fyrir frammistöðuna og gestunum fyrir komuna. Næstur tók svo til máls Juan Antonio Samaranch, forseti alþjóða ólympíunefndarinnar. Vöngum hafði mikið verið velt yfir því hvort hann myndi tala um þessa leika sem þá bestu til þessa, eins og nánast er orðin hefð hjá honum, en Spánverjinn kaus að taka ekki svo til orða. Hrósaði Atlantabúum reyndar fyrir „stórkostlega" leika. Samaranch gleymdi ekki fóm- arlömbum sprengingarinnar í Olympíugarðinum og fjölskyldum þeirra og sagði hugann reika sam- tímis til Miinchen (þar sem ellefu ísraelsmenn vom myrtir af Palest- ínuaröbum meðan á leikunum stóð 1972). „Hryðjuverk hafa aldrei náð að eyðileggja Ólympíuhreyfinguna, og mun aldrei gera,“ sagði gamli maðurinn og áhorfendur svöruðu með langvinnu lófataki. „Sem aldr- ei fyrr erum við ákveðin að búa okkur betri, friðsælli veröld þar sem hryðjuverk, í hvaða mynd sem er, verða upprætt." Áhorfendur risu síðan úr sætum, allir sem einn, að beiðni Samaranch og heiðruðu minningu fórnarlamb- anna með þögn. Inn í ræðuna var svo skotið laginu Imagine eftir John heitinn Lennon, sem Stevie Wonder spilaði og söng. Hann var eitt af leyndarmálum lokahátíðarinnar því ekki var gefið upp hver færi með þennan friðarsöng fyrr en fyrsti tónninn barst um leikvanginn. Þegar Samaranch tók aftur við af Wonder þakkaði hann enn og aftur öllum sem nálægt komu leik- unum, heiðraði áðumefndan Payne með því að hengja æðsta heiðurs- merki Ólympíuhreyfingarinnar - Ólympíuorðuna úr gulli - um háls honum. Sleit síðan þessum 26. leik- um nútímans, 100 ára afmælisleik- unum, og ákallaði ungdóm heims- byggðarinnar að hann safnaðist saman að fjórum árum "ðnum í Sydney í Ástralíu til að halda hátíð- lega 27. Ólympíuleika, fyrstu leika nýs árþúsunds. Hafi hann átti við fyrstu leika nýrrar aldar þyrfti Sam- aranch að rassskella ræðuritara sinn því öldin hefst ekki fyrr en að árinu 2000 loknu. Leikamir í Sydney verða því þeir síðustu á þessu árþús- undi. Þeir síðustu á þessari öld. Eftir ræðuna kom Michael John- son, Ólympíumeistari í 200 og 400 metra hlaupi, á svið með Ólympíu- fánann sem hann hafði gengið með inn á völlinn fyrstur fánaberanna. Antwerpen-fáninn svokallaði, sem notaður hefur verið frá því á leikun- um þar í borg 1924, er ætíð í vörslu borgaryfírvalda Ólympíuborgarinn- ar. Johnson afhenti Bill Campbell, borgarstjóra Atlanta, fánann og eftir að hafa sveiflað honum nokkr- um sinnum fram og til baka lét Campbell greifann Samaranch fá fánann og hann rétt gripinn síðan áfram til Franks Sartors, borgar- stjóra Sydney. Og eins og venja er buðu næstu gestgjafar upp_ á stuttu sýningu. Frammistaða Ástrala lofar vissu- lega góðu því flugeldasýning þeirra var vel heppnuð, svo og dans- og söngatriði. Dansandi frumbyggjar og kengúrur á reiðhjólum var með- al þess sem þeir komu með í fartesk- inu, hvorugt þó raunverulegt. Draumurinn Eftir að Ólympíufáninn, sem blakt hafði á stöng allt frá því á setningarathöfn leikanna, var dreg- inn niður og borinn burt var komið að einu fallegasta atriði kvöldsins. Ung stúlka gekk inn á miðjan leik- vanginn, úr myrkrinu inn í ljósið, hóf upp raust sína og söng lagið Máttur draumsins, sem einnig var farið með á opnunarhátíðinni. 600 börn á aldrinum 6-12 ára komu henni svo til aðstoðar, tóku undir og síðar áhorfendur allir. Máttur draumsins getur verið mikill. „Ég á mér draum,“ sagði Atlantabúinn Martin Luther King eins og frægt varð. Og hlaut byssu- kúlu að launum. Hann lifði ekki að sjá drauminn rætast en mikið hefur breyst síðan King var í tölu lifenda. Svartir og hvítir lifa í sátt og sam- lyndi víðast hvar. Er til nokkuð yndislegra e_n horfa í saklaus augu barnsins? ímynda sér framtíð þess - framtíðina sem Tuttugustu og sjöttu Ólympíuleikum nútím- ans lauk í Atlanta í Bandaríkjunum á sunnu- dagskvöld með leik og söng ýmissa lista- manna á lokahátíðinni. Skapti Hallgríms- son fylgdist með hvemig bestu íþróttamenn heims sameinuðust í sannri gleði og velti því fyrir sér hvers vegna aðrir gætu ekki tekið þessa vini sér til fyrirmyndar með það í huga að búa bömum okkar fallega framtíð. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson það óskar sér, ekki þá framtíð sem virðist bíða þess. Barnið á sér draum; draum um frið á jörðu, vináttu og traust. Hamingju. Það getur ekki ver- ið of seint að snúa við af þeirri slóð sem heimurinn er kominn á en ekki víst að bíða megi lengi enn. Hvað getur sannfært jarðarbúa betur um mikilvægi friðar og ham- ingju en vonir og draumar barnsins. Hví geta ekki allir elskað barnið og sýnt tilfínningar sínar í verki með því að búa því betri heim en þann sem við lifum í nu um stundir? Máttur draumsins er mikill. Burt með hatrið, burt með óvildina í garð náungans, burt með grimmdina. Samfélag mannsins á ekki að vera eins og frum- skógur þar sem villidýrin beijast fyrir sínu dag frá degi. Við viljum það ekki. Til að sannfærast nægir að horfa í augu barnsins. Muhammad Ali átti sér einnig draum. Þann draum að vera talinn maður þó hann væri ekki eins á litinn og ráðandi öfl í bandarísku þjóðfé- lagi. Hann var ofsóttur og eftir eitt slíkt atvik heima í Louisiana, fljótlega eftir leikana í Róm, fleygði hann gull- peningnum sem hann kom með heim frá hinni helgu borg í nærliggjandi á. (Þannig er hin opinbera saga að minnsta kosti þó svo aðrar útgáfur séu til, svo sem sú að hann hafi ein- faldlega týnt peningnum). Ali kom fram á opnunarhátíðinni; tendraði eldinn eins og frægt varð og var á ferli í Atlanta annað veifið. Sótti íþróttamennina meðal annars heim í ólympíuþorpið og fékk gífurlega at- hygli hvar sem hann kom. Og fékk svo gull á laugardagskvöldið, eins og greint er frá annars staðar í blaðinu; gull fyrir sigur í hnefaleikum í Róm 1960.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.