Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ Q9P ATLAIMTA ’96 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 D 11 * VERÐLAUN^ i ATLANTA Éjjp 100 rr L Atlantal996 QULL SILFUR BRONS Bandaríkin 44 32 25 Rússland 26 21 16 Þýskaland 20 18 27 Kína 16 22 12 Frakkland 15 7 15 Ítalía 13 10 12 Ástralía 9 9 23 Kúba 9 8 8 Úkraína 9 2 12 Suður-Kórea 7 15 5 Pólland 7 5 5 Ungverjaland 7 4 10 Spánn 5 6 6 Rúmenía 4 7 9 Holland 4 5 10 Grikkland 4 4 0 Tékkland 4 3 4 Sviss 4 3 0 Danmörk 4 1 1 Tyrkland 4 1 1 Kanada 3 11 8 Búlgaria 3 7 5 Japan 3 6 5 Kasakstan 3 4 4 Brasilía 3 3 9 Nýja-Sjáland 3 2 1 Suður-Afríka 3 1 1 írland 3 0 1 Svíþjóð 2 4 2 Noregur 2 2 3 Belgía 2 2 2 Nígería 2 1 3 Norður-Kórea 2 1 2 Alsír 2 0 1 Eþíópía 2 0 1 Bretland 1 8 7 Hvíta-Rússland 1 6 8 Kenýa 1 4 3 Jamæka 1 3 2 Finnland 1 2 1 Indónesía 1 1 2 Slóvakía 1 1 2 íran 1 1 1 Júgóslavía 1 1 1 Króatía 1 1 0 Armenía 1 1 0 Portúgal 1 0 1 Tæland 1 0 1 Búrúndí 1 0 0 Kosta Ríka 1 0 0 Ekvador 1 0 0 Hong Kong 1 0 0 Sýrland 1 0 0 Argentína 0 2 1 Slóvenía 0 2 0 Namibía 0 2 0 Austurríki 0 1 2 Malasía 0 1 1 Úsbekistan 0 1 1 Moldavía 0 1 1 Aserbaídsjan 0 1 0 Bahamaeyjar 0 1 0 Lettland 0 1 0 Tævan 0 1 0 Filippseyjar 0 1 0 Sambía 0 1 0 Tonga 0 1 0 Georgía 0 0 2 Marokkó 0 0 2 Trinidad 0 0 2 Indland 0 0 1 ísrael 0 0 1 Litháen 0 0 1 Mexíkó 0 0 1 Mongólía 0 0 1 Mósambik 0 0 1 Puertó Ríkó 0 0 1 Túnis 0 0 1 Uganda 0 0 1 Fimleikar Tvenn silfurverðl. en engin bronsveril. fyrir tvislá hjé konum, þrenn bronsverðlaun fyrir tvisli hjá körium og tvenn bronsverðlaun fyrir fjölþraut í kvennaflokki. Júdó: Tvenn bronsverðtaun veittiöllum ðokkum. REUTERS Er ekki maðurinn hamingjuvera? Oft er það raunar dregið í efa, og ekki að ósekju, en á stundum eins og lokahátíð Olympíuleikanna er ekki hægt annað en sannfærast um mátt draumsins; mátt vináttu, friðar og samkenndar. Það var tilkomumikið að sjá íþróttamennina flykkjast inn á völlinn, takast í hendur, faðmast og kyssast. Fólk sem búið var að beijast innan vallar meðan á þessari stærstu íþróttahátíð sögunnar stóð. Nú var öll keppni á bak og burt og sameinast var í sannri gleði. Dollarinn Einn bandaríkjadalur jafngildir um 68 krónum íslenskum. Peningar, þó leiðinlegir séu, eru nauðsynlegir í nú- tíma þjóðfélagi. Jafn nauðsynlegir og andrúmsloftið og vatnið. Enginn lifir án peninga. Nýafstaðnir Ólympíuleikar eru ein- stakir að því leyti að í fyrsta skipti voru þeir algjörlega fjármagnaðir af einkaaðilum. Framkvæmdanefnd leik- anna, ACOG, er einkafyrirtæki, stofn- að vegna leikanna. Almenningnr hér var ánægður með fyrirkomulagið því ekki yrði seilst í vasa hans eftir á til að greiða skuldir og vissulega má til sanns vegar færa að það er af hinu góða. En fyrir vikið voru auglýsingar og annar áróður yfirþyrmandi meðan á leikunum stóð. Styrktaraðilar vilja skiljanlega fá eitthvað fyrir sinn snúð og það held ég megi segja að þeir hafi sannarlega fengið. Máttur dollarans er mikill eins og draumsins. Stórfyrirtæki á borð við Coca Cola, sem hefur einmitt höfuð- stöðvar hér í Atlanta, lögðu gríðarlegt fé í Ólympíuleikana nú og það sýnir að fyrirtækin hafa trú á Ólympíuhreyf- ingnnni. Á þeirri hugsjón sem leikarn- ir byggja á. Á heilbrigðri keppni ungs fólks alls staðar að úr heiminum, fólki af öllum litarháttum og trúarbrögð- um. Hvergi kemur annar eins hópur saman og á Ólympíuleikum. Þessi hátíð á sér enga líka. ísland íslendingar áttu glæsilega fulltrúa á Ólympíuleikunum að þessu sinni, þó þeir væru óvenju fáir. Jón Arnar Magnússon fór þar fremstur í flokki með glæsilegri frammistöðu í tug- þrautinni og Guðrún Arnardóttir stóð sig einnig geysilega vel. Þessi tvö stóðu upp úr en Vernharð Þorleifsson og Rúnar Alexandersson sýndu einnig að framtíðin er þeirra ef þeir vilja. Þeir geta og ættu að verða á fullu í Sydney eftir fjögur ár. Beri íþrótta- hreyfíngin gæfu til þess að aðstoða þetta fólk, og annað ámóta hæfileika- ríkt íþróttafólk sem ísland á, eftir fremsta megni þarf ekkert að óttast. Verslunarmannahelginni hér í Atla- vík þeirra Bandaríkjamanna lauk á sunnudagskvöldi, sólarhring fyrr en hinni hefðbundnu samkomuhelgi þar sem flestir (nema þá sennilega versl- unarmenn) eiga frí á íslandi. Hér skernmti fólk sér konunglega og hefur reyndar gert í rúman hálfan mánuð. Hér var enginn Árni Johnsen með gítar í brekkunni en BB King, Stevie Wonder, Little Richard, Pointer-systur og fleiri tróðu upp á lokahátíðinni. Spiluðu og sungu við mikinn fögnuð viðstaddra. Púðrið var ekki sparað í flugeldasýninguna nú, en eins og ég gat um eftir opnunarhátíðina kom mér Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson á óvart hve stutt sýningin var þá. Síð- ar kom í ljós skýring á því; græjur þeirra sem stjórnuðu sprengjum og flugeldum höfðu eitthvað bilað. Ein var sú sprengja sem enginn vildi hafa heyrt eða séð. En hún sprakk og kostaði tvö mannslíf. Atburðurinn hryllilegi í Ólympíugarðinum sló fólk hér í borg óhug og sýndi hve veröldin er tryllt. Hér hafði ríkt svo mikil gleði, fólk skemmt sér svo vel þegar skuggi færðist skyndilega yfír. Hvers vegna? Enginn getur sennilega svarað því. Fólk þjappaði sér hins vegar betur sam- an en áður ef eitthvað var. Staðráðið í að láta ekki einn, óþekktan vitleysing eyðileggja hátíðina. Hryðjuverk hefur aldrei náð að eyðileggja Ólympíuhreyf- inguna, eins og Samaranch sagði. Og mun vonandi aldrei gera. Meiðsl spjótkastara FERILSSKRÁR helstu spjótkast- ara hljóma eins og læknaskýrslur frá vígvelli fremur en skýrsla um íþróttaafrek. Þjálfari Seppo Raty, heimsmeistarans frá 1987, sagði eitt sinn að ánafna þyrfti læknavís- indunum líkama heimsmethafans fyrrverandi en sægur skurðað- gerða hefur verið gerður á flestum útlima hans. Ástæðan er einföld: Engin skrokkvæn leið fyrirfinnst til að kasta spjóti. Þegar kastarinn sleppir spjótinu eru axlarvöðvar teygðir að slit- mörkum. Á sama augnabliki reynir hreyfikraftur hins kraftalega manns af óbærilega miklu afli á bak hans og hné. Tékkinn Jan Zelezny, sem bætti eigið heimsmet með 98,48 metra kasti i Jena í Þýskalandi fyrr í sumar, hefur stöðugt „duflað“ við meiðsl en hann hefur sagt að kasta spjóti sé eins og hlaupa á fullri ferð á steinvegg. Minnstu mun- aði að Zelezny yrði að leggja spjót- ið á hilluna 1989 er sprunga kom í hryggjarlið. Onnur bakmeiðsl hrelltu hann 1992 en samttókst honum að vinna ólympíugull í Barc- elona. Og Zelezny veit að árangur er dýru verði keyptur. „Bakmeiðsl- in hafa verið þess eðlis að þau lag- ast aldrei. Eftir að ég hætti keppni verð ég að halda áfram æfingum til þess að styrka vöðvana umhverf- is hryggjarsúluna,“ segir hann. Meiðsl hafa einnig plagað Bret- ann Steve Backley, fyrrum heims- methafa, frá 1992, einkum axlar- meiðsl, en þau náðu þvi stigi á tíma- bili að hann gat varla burstað tenn- urnar hjálparlaust, hvað þá kastað spjóti. Árið 1991 reif hann aðfærslu- vöðva í sundur, 1992 var gerð skurrðaðgerð á hægri öxl og 1993 bættust við ný meiðsl í öxlum og nára. Meiðsli hijáðu hann 1995 og í byijun þessa árs varð hann fyrir hásinarmeiðslum sem kostuðu hann næstum þátttöku í Atlanta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.