Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 D 13 QS& ATLANTA ’96 Kanadamenn sigruðu ííyrsta skipti á ÓL Í4x100 metra boðhlaupi karla og Lewis hljóp ekki með heimamönnum „Vorum kjöl- dregnir" „ÖLL sú umræða sem fór fram um það hvort Carl Lewis yrði með Bandaríkjamönnum í úrslita- hlaupinu eða ekki, þar sem þvívar slegið föstu að þeir myndu sigra, gerði okkur banhungraða í sigur,“ sagði heimsmethafinn í 100 metra hlaupi karla, Donovan Bailey frá Kanada, eftir að hann kom fyrstur í mark á lokaspretti 4x100 metra boðhlaupsins og tryggði fyrstu gullverðlaun þjóð- ar sinnar í greininni á Ólympíuleikum. Sigurtfmi kanadísku sveitarinnar var 37,69, sá sjötti besti sem náðst hefur. Bandaríkjamenn án Carls Lewis urðu að gera sér silfrið að góðu á 38,05 sekúnd- um og Brasilíumenn höfnuðu í þriðja sæti á 38,41 sekúndu. Reuter KANADAMENN kunnu sér ekki læti þegar þeir fögnuðu sigri í 4x100 metra boðhlaupi karla. Við vorum vanmetnir þrátt fyrir að hafa sigrað í greininni á síðasta heimsmeistaramóti sökum þess að þá komust Bandaríkjamenn ekki í úrslit. Nú voru þeir með og um leið gengu allir út frá því sem vísu að þeir myndu sigra, enginn leiddi hugann að því að kanadíska sveitin gæti sigrað eins og raun varð á. Allt snerist um Lewis og tí- undu gullverðlaun hans,“ sagði Bai- ley með sigurbros á vör og bætti við: „Ég átti aldrei von á að Lewis yrði með, hann vissi vel að hann átti ekki möguleika á gullinu og vildi þess vegna ekki vera með, gull- drengurinn hefur ekki áhuga á silfri." Kanadíska sveitin hljóp mjög vel í úrslitahlaupinu en hún var skipuð sömu mönnum og á HM í fyrra er fóru með sigur af hólmi. Það voru auk heimsmethafans Baileys, sem hljóp lokasprettinn, Robert Esmie á fyrsta spretti, Glenroy Gilbert á öðr- um spretti og Bruny Surin sem hljóp þriðja sprettinn og var í fyrsta sæti er hann skilaði keflinu til Baileys í fótspor feðranna Reuter JEAN Galfione í sigurstökkinu. Frakkinn Jean Galfione fetaði í fótspor feðr- anna þegar hann sigraði í stangarstökki, frændi hans sigraði í skylming- um á Ólympíuleikunum 1964 og faðir hans var Evrópumeistari í skylm- ingum. Keppnin var spennandi, enda var Bubka ekki með, var meiddur og hætti við að keppa eftir að vera búinn að hita upp. Keppnin gekk hægt fyrir sig og ekki bætti úr skák að eitt af okunum sem halda ránni brotnaði og því varð að gera hálfr- ar klukkustundar hlé á keppninni. „Þetta tók allt- of langan tíma, en ég er ekki að segja að það hefði breytt einhverju um úr- slitin. Við hefðum þó ör- ugglega stokkið hærra hefðum við ekki þurft að hanga svona lengi yfir þessu,“ sagði Rússinn Igor Trandenkov. Galfione og Trandenkov komust báðir yfir 5,92 metra og Galfione hafði forystuna þar sem hann hafði fellt sjaldnast. Hann reyndi við 5,87 metra en Rússinn sleppti þeirri hæð og reyndi við 6,02 metra, en á best 6,01 metra. Hvorugur komst yfir og því sigraði Galfione. „Það er erfitt að lýsa líðaninni með orðum, en þetta er trúlega einn fallegasti dagur sem ég hef lifað,“ sagði Frakkinn að keppni lokinni. Trandeknov hlaut því silfurpening eins og í Barcelona fyrir fjórum árum. Annað sætið var þó súrsætt hjá hon- um þvi á miðvikudaginn fyrir viku féll eiginkona hans, Martina Tran- deknova, á lyfjaprófi, en hún vai-ð í fimmta sæti í 100 metra hlaupi. Vik- an var annars sérstæð fyrir Tran- deknov því hann varð að nota láns- stangir í keppninni þar sem hans stangir urðu eftir í Nice. sem jók enn á forskotið. Tíminn glæsilegur og hefði eflaust getað orðið enn betri ef Bailey hefði ekki lyft höndunum í sigurgleði á síðustu metrunum. Vonbrigði Bandaríkjamanna voru skiljanlega mikil er úrslitin lágu fyrir enda hafa þeir aldrei hlotið silfurverð- laun í greininni á Ólympíuleikum. „Við vorum kjöldregnir," sagði Mike Marsh, einn liðsmanna bandarísku sveitarinnar. „Á undanförnum árum höfum við bent á að aðrar þjóðir væru sífellt að verða sterkari og við höfum verið að sigra með minni mun en áður. Enginn hefur tekið mark á þessu og allir vonað að hefðin skilaði okkur fyrstum í mark, en nú kom að því að hún nægði ekki.“ „Sveitin var skipuð fjórum bestu spretthlaupurum Bandaríkjanna í dag og ég held að Lewis hefði engu breytt," sagði Dennis Mitchell fyrir- liði bandarísku sveitarinnar og sá sem hljóp lokasprettinn. Auk hans og Marsh skipuðu sveitina Jon Drummond og Tim Harden. I fyrsta sinni í öðru sæti ALLT frá því byrjað var að keppa í 4x100 metra boðhlaupi karla á Ólympíuleikum í Stokkhólmi árið 1912 hafa Bandaríkjamenn ætíð sigr- að ef undan er skilið árið árið 1912 en þá voru þeir dæmdir úr leik eins og árið 1960. Tuttugu árum seinna voru þeir ekki með og árið 1988 komust þeir ekki í úrslit. Annars hafa þeir alltaf hampað gullverð- launum. Semsagt af nítján skiptum sem hlaupið hefur verið til úrslita í 4x100 metra boðhlaupi karla á Ólympíuleikum hafa Bandaríkjamenn hlotið gull í 14 skipti, Sovétríkin í tvígang, Bretland einu sinni, A-Þýska- land einu sinni og Kanadamenn sigruðu nú í fyrsta skipti. Bandaríkja- menn fengu silfur nú í fyrsta skipti. Hlauparar & skokkarar — athugið! ^aSKS Ingólfur Gissurarson, íslandsmeistarí i maraþonhlaupi: „Þökk sé frábserum 'á þett Aasics ge skóin :1 "Ég byrjaði aá stunda hlaup í kiingum 1990. l’að gckk hddur brösug- lega fyrstu misserin. Ég var stöðugt að byrja og hætta á víxl, vegna þcss að <fg átti í stöðugum álags- meiðslum svo sem beinhimnubólgu og eymslum í Imjám, mjöðmum og baki. Fyrir þrernur árum fckk ég mína fyrstu Aasics skó og er skcmmst frá þvl að segja að ég hcf verið laus við öll álagsmeiðsli sfðan, þrátt fyrir stóraukið álag allt að 100-120 km á viku. Þökk sé írábærum Aasics gel skóm". Gel - Kayano Gel - DS -Trainer GT2001 Gel - Taras Gel - Miata X&ffl, 8.900 \xm, 7.500 jmv, 6.000 sm: 3.7oo 4.500 Fallegir, sterkir, léttír og fara vel með fæturna Einkaumboð á íslandi SKÓSTOFAN ÖSSUR HVERFISGÖTU 105, 105 REYKJAVÍK SÍMI 562 6353 Næg bílastæði bak við hús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.