Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 14
14 D MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ <óó> ATLANTA ’96 Morgunblaðið/Kristinn FJÓRAR af dönsku gullhöfunum taka á móti hamlngjuóskum frá þremur S-Kóreustúlkum. Anja Jul Andersen er meö húfuna. ff Betra að vinna með fjórum mörkum en einu!“ HANDKIMATTLEIKUR Dönsku stál-stúlk- urnar gullhúðaðar í Ólympíuborginni gerði sér nefni- lega lítið fyrir og varði gott skot Önju, staðan var því enn 29:29 og framlenging óumflýjanleg. „Mér fannst miklu betra að vinna með fjór- um mörkum en einu!“ sagði Anja á blaðamannafundi eftir leikinn - brosandi - en var fljót að bæta við, til að móðga engan: „Nei, bara að grínast!" En hún mátti líka alveg gantast þá. Danir voru sem sagt miklu betri í framlengingunni, sigr- uðu 37:33 og Anja, Camilla Anders- en og markvörðurinn Susanne Lau- ritsen voru þær bestu í glæsilegum hópi þeirra. „Mig hefur dreymt um að vera í þessari stöðu í mörg ár og svo fékk ég möguleika á að tryggja okkur gullið. Stóð á vítalínunni, en klúðraði tækifærinu. Það var hræði- legt! En svona nokkru verður maður að gleyma hið snarasta og halda áfram. Ég vissi ég yrði að standa mig í framlengingunni.“ Og danska þjálfaranum, Uleik Wilbek, leið heldur ekki vel þegar Anja nýtti ekki vítakastið: „Mér leið mjög illa. En ekki nema í svona tíu sekúnd- ur, því að þeim tíma liðnum gerði ég mér grein fyrir því hve stemmn- ingin var góð í hópnum. Stelpurnar eru sigurvegarar og þær ætluðu sér að vinna, þrátt fyrir þetta áfall,“ sagði Wilbek. Lið Kóreu var mun betra í fyrri hálfleiknum. Danska vörnin var ekki góð og markvörðurinn náði sér ekki á strik. Staðan í hléinu var 17:13 en hlutirnir tóku aðra stefnu fljótlega eftir að síðari hálfleikurinn hófst. Danir breyttu vörninni, trufluðu spil Kóreustúlkna með því að stilla einni upp mun framar en áður og það virkaði vel. Þær minnkuðu muninn í rólegheit- um, jöfnuðu svo er rúmar ellefu mín. voru eftir og komust yfir, 25:24, í fyrsta skipti í leiknum þeg- ar átta og hálf mín. var eftir. Meist- aramir skelltu reyndar í hæsta gír eftir þetta og komust yfir á ný en Anja Andersen jafnaði er rúm mín- úta var eftir, 29:29. Kóresku stúlkurnar eru heims- meistarar og urðu Ólympíu- meistarar bæði í heimalandi sínu 1988 og á Spáni 1992. Þær hafa sankað að sér nægu gulli til að koma upp forðabúri sem sumir seðlabankar yrðu líklega ánægðir að ráða yfir, en danska stálið var harðara þegar á reyndi. En hvenær skyldu suður-kóresku stúlkurnar hafa tapað leik síðast? Þjálfarinn þurfti að hugsa sig lengi um og eftir drykklanga stund yppti hann öxlum og brosti vandræðalega. - Ég bara man það ekki, því miður! Sú staðreynd segir meira en margt Anja og Camilla til Noregs TVEIR bestu leikmenn danska kvennalandsliðsins eru á leiðinni til Bækkelaget í Noregi. Það eru stórskyttan Anja Jul Andersen og leik- stjórnandinn Camilla Anders- en. Norsk kvennalið hafa ver- ið geysilega sterk á Evrópu- mælikvarða síðustu ár, eins og landslið Norðmanna reyndar á heimsmælikvarða þó það næði ekki „nema“ fjórða sæti hér. Anja og Cam- illa léku báðar í Þýskalandi síðustu ár, þó ekki með sama liðinu. Þrjárfrá Kóreu í úr- valsliðinu ÞRÍR leikmenn Kóreu voru valdir í úrvalslið handbolta- keppni kvenna. Það voru þær O-Kyeong Lim (sem gerði 15 mörk í úrslitaleiknum), Eun- Mi Kim og Jeong-Ho Hong. Anja Anderson og Susanne Lauritsen frá Danmörku voru einnig valdar, auk norsku stúlkunnar Kjersti Grini og Erzsebet Kocsis frá Ung- verjalandi. Gífurleg gleði Króata KRÓATAR fögnuðu ógurlega eftir sigurinn á Svíum í úr- slitaleik karla í handbolta, 27:26. Ekki er langt síðan Króatar öðluðust sjálfstæði eftir skiptingu Júgóslaviu en íþróttahefðin var sterk þar sem annars staðar í „gamla“ sameinaða landinu og hand- boltalið Króata lék nú til úr- slita í annað sinn á stórmóti á tveimur árum. Liðið tapaði fyrir Frökkum í úrslitum HM á íslandi í fyrra en hefndi þess taps í undanúrslitum nú. Króatar töpuðu með níu mörkum gegn Svíum í riðla- keppni ÓL nú en snéru blað- -inu heldur betur við í úrslit- um. Sigur þeirra var öruggur þó reyndar munaði ekki nema einu mark í lokin. Króatíski fáninn á lofti MIKILL fjöldi fólks var í Dome íþróttahöllinni á úr- slitaleik karla í handbolta, þar af margir á bandi Króata. Veifuðu þeir fána landsins ótt og títt og ekki síst eftir að úrslit lágu fyrir. Einn aðstoð- armanna liðsins gerði sér lítið fyrir og klifraði upp á annað markið í leikslok og veifaði þar fána Króatíu. Þjóðemis- kenndin var greinilega rík á sigurstundu. Fyrstu verð- laun Spán- verja á ÓL LIÐ Spánveija varð í þriðja sæti í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í karla- flokki eftir að hafa sigrað heimsmeistara Frakka 27:25 á sunnudag. Þetta em fyrstu verðlaun sem Spánverjar vinna til í handboltakeppni á Ólympíuleikum. Danska kvennalandslið- ið varð Qlympíumeistari í handbolta í fyrsta skipti í Atlanta. Skapti Hallgrímsson sá þær dönsku sigra heims- meistara Kóreu, sem enginn mundi hvenær höfðu tapað síðast! egar fímm sekúndur voru eftir af úrslitaleik Danmerkur og Suður-Kóreu í handknattleik kvenna og staðan jöfn var dæmt vítakast á heimsmeistarana. Það var Anja Jul Andersen, að mínu mati besti leikmaður Dana - frábær handboltakona, þó skapið hlaupi stundum með hana í gönur - sem braust í gegn af harðfylgi og víta- kast var hárréttur dómur. Vel var við hæfi að Anja tryggði Dönum gullið með þessum hætti; fískaði víti og skoraði úr því sjálf. Hún stillti sér upp við vítalínuna, sveiflaði hægri hendinni fímlega og knötturinn sveif í átt að marki. Gullbjarma hafði slegið af brosi þeirra dönsku þegar vítið var dæmt, en skyndilega var eins og grá og kuldaleg stálslykja færðist yfir and- lit þeirra. Kóreski markvörðurinn KRÓATAR unnu fyrsta og eina ólympíugullið í Atlanta er þeir sigruðu Evrópumeistara Svía 27:26 í úrslitaleiknum. „Þetta er stærsti sigur Króata i íþrótt- um,“ sagði Patrick Cavar, sem skoraði þrjú mörk í úrslitaleikn- um. Fögnuður Króata, sem öðluðust sjálfstæði fyrir fjórum árum, var gríðarlegur í leikslok og þeir fleygðu sér flötum á gólfið í sigurvímunni. Króatar höfðu undirtökin í leikn- um frá upphafí og komust í 6:1 eftir aðeins tíu mínútna leik og 19:12 þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Thomas Svensson markvörður lokaði þá nánast markinu um tíma og Svíar minnkuðu muninn í eitt mark, 24:23, þegar rúmar þijár mínútur voru eftir. Mikil spenna var því síð- ustu mínúturnar. Þegar 25 sekúnd- ur voru eftir kom Nenad Kljaic liði sínu í 27:25 og sigurinn tryggður þrátt fyrir að Magnus Wislander næði að minnka muninn í eitt mark þegar sjö sekúndur voru eftir. „Stríðið er búið núna en þessi sigur gefur þjóð okkar mikinn styrk,“ sagði Velimir Kljaic, þjálfari liðsins. „Við höfum verið í góðu sambandi við fólkið okkar heima, sem hefur sagt okkur hve mikil- vægt það væri fyrir okkur að sigra. Það hefur vakað yfír sjónvarpinu langt fram á nótt til að geta fylgst með leikjum okkar,“ sagði þjálfar- inn. Goran Perkovac, fyrirliði Króata, sagði að handboltinn ætti nú að fá meiri athygli í heimalandinu en knattspyrnan og körfuboltinn. „Við höfum afrekað meira en króatískir Þeir bestu TÆKNINEFND alþjóða hand- knattleikssambandsins valdi sjö manna úrvalslið handboltakeppni Ólympíuleikanna, sem var til- kynnt eftir úrslitaleikinn á sunnudag. I því eru: Mats Olsson markvörður frá Svíþjóð, Magnus Andersson landi hans, Króatarn- ir Patrik Cavar og Irfan Smaj- lagic, Stephane Stoecklin og Frederic Volle frá Frakklandi og Rússinn Dmitri Torgovanov. annað um hve merkilegur sigur þeirra dönsku var. Kóreustúlkurnar voru taldar langbestar, en það er bara ekki alltaf nóg. Frænkur okkar voru betri nú. Hafa á að skipa mörgum afburða góðum leikmönnum, höfðu tröllatrú á sjálfum sér og létu ekki slá sig út af laginu. „Okkur dreymdi öll um að vinna gullið, en ég held enginn hafi þó trúað því fyrirfram. Kóreustelpurnar eru alltaf með frábært lið á Ólympíu- leikum - eru alltaf í toppformi þá - og við vissum að til að vinna yrðum við raunverulega að leika ofar getu. Handbolti er vinsælasta kvennaíþróttin í Danmörku þannig að sigur okkar er gífurlega mikil- vægur,“ sagði Wilbek. „Ég gæti best trúað að danska þjóðin gengi af göflunum af gleði.“ Dönsku stúlkurnar eru Evrópu- meistarar og urðu í þriðja sæti á síðasta heimsmeistaramóti. En Ólympíugullið er toppurinn. Þær hafa stundum verið kallaðar stál- stelpurnar; eru harðar í horn að taka og líka vegna styrktaraðila þeirra. Enginn virtist hafa trú á lið- inu þegar samningur við þann síð- asta rann út, illa gekk að fínna ein- hvern sem var tilbúinn að leggja þeim lið en síðan kom Landssam- band danskra stáliðnaðarmanna til skjalanna. Er sem sagt stuðnings- aðili liðsins og forráðamenn þess sjá væntanlega ekki eftir því. stál- iðnaðarmenn eru líklega óvenju vin- sælir í Danmörku nú. körfubolta- og knattspyrnumenn. Ég vona að sigur okkar komi til með að auka vinsældir handboltans í Króatíu í framtíðinni." „Við náðum æðsta markmiði sem hægt er að ná í íþróttum," sagði Irfan Smaljlagic, sem ásamt Parkovac og Bozidar Jovic gerðu samtals 18 mörk í leiknum. „Við nýttum þann möguleika sem við fengum - möguleika á ólympíugull- inu, möguleika sem menn fá kannski ekki nema einu sinni á ævinni.“ Spánveijar sigruðu heimsmeist- ara Frakka 27:25 í leiknum um bronsverðlaunin. Það var Demetrio Lozano sem tryggði sigurinn með því að gera 27. markið þegar 10 sekúndur voru eftir og gerði sam- tals fímm mörk í síðari hálfleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.