Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ 099 ATLAIMTA '96 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 D 15 Reuter GIGI Fernandez (t.v.) og Mary Joe Fernandez fagna hér eftlr að hafa skoraA stlg gegn Jönu Novotnu og Helenu Sukovu í úrslitalelknum á laugardag. Þær vörðu titfl slnn síðan í Barcel- ona 1992. „Mesta afrek semég hef unnið“ ekki unnið til verðlauna í öðru en hokkí á Ólympíuleikum síðan árið 1952. Á blaðamannafundi eftir úrslita- leikinn á laugardag, gaf Agassi til kynna að hann væri spenntur fyrir því að verja titil sinn í Sydney árið 2000. „Ef þjóðin vill að ég taki þátt í Sydney eftir fjögur ár mun ég svo sannarlega mæta,“ sagði Agassi stoltur. Hann sagði að helstu keppi- nautar hans ættu eftir að sjá eftir því að hafa ekki tekið þátt í leikun- um í Atlanta, en mjög fáar stór- stjörnur mættu til að taka þátt í tenniskeppninni. Agassi og Króatinn Goran Ivanisevic voru einu þátttak- endurnir í karlaflokki sem verma eitt af tíu efstu sætum heimslistans. „Ég varð fyrir dálitium vonbrigð- um vegna þess að margir þeirra bestu mættu ekki. Ólympíuleikarnir eiga meiri virðingu og athygli skil- ið,“ sagði Agassi. „Eg mun aldrei gleyma því sem þessi dagur gaf mér.“ Opna Bandaríska mótið hefst síðar í þessum mánuði og stefnir Agassi vitaskuld á sigur þó að þar muni hann leika fyrir sjálfan sig, en ekki fyrir fóstuijörðina eins og á Ólympíuleikunum. „Þegar ég leik fyrir þjóð mína fæ ég meiri styrk til að gera vel heldur en þegar ég leik sem einstaklingur á stórum at- vinnumannamótum." ANDRE Agassi frá Bandaríkj- unum tryggði sér gullverðlaunin í tenniskeppni Ólympfuleikanna á laugardag. Hann sigraði Spánverjann Sergi Bruguera í úrslitum. indverjar unnu sfn fyrstu ólympíuverðlaun í öðru en hokkí síðan 1952 þegar Leander Paes vann bronsið eft- ir leik gegn Fernando Meligeni frá Brasilíu. Sýningarstrákurinn frá Las Veg- as, Andre Agassi, var auðsjá- anlega staðráðinn í að vinna gullið í Atlanta því það tók hann aðeins 21 mínútu að sigra Bruguera í fyrsta settinu, 6-2. Bruguera, sem er tvö- faldur sigurvegari á Opna franska mótinu, vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið og tapaði öðru settinu 6-3. í úrslitum þarf að vinna þijú sett í stað tveggja í fyrri umferðunum. Þegar Agassi sá gullið í sjónmáli varð ekki aftur snúið og vann Spán- vetjinn aðeins eina lotu í þriðja og síðasta settinu. Agassi tryggði sér sigurinn aðeins 78 mínútum eftir að leikurinn hófst. Fyrir leikana hafði Las Vegas- búinn aðeins unnið þijá leiki síðan í apríl á þessu ári. Það var annar bragur á honum í Atlanta og vann hann fyrsta ólympíugull Bandaríkja- manna í tennis karla síðan árið 1924. Bandaríkjamenn unnu því bæði gull- in í einliðaleik á leikunum, en Lindsay Davenport sigraði á föstu- dag í einliðaleik kvenna. Agassi réð sér ekki af gleði þegar úrslitin voru kunn. Hann henti spað- anum hátt í loft upp og hljóp upp í TENNIS áhorfendastúk- una til að faðma að sér unnustu sína, leikkonuna Brooke Shields. Hann sneri fljót- lega aftur niður á völlinn og þar beið faðir hans eftir honum, en hann tók þátt í Ólympíuleikunum í London 1948 og Helsinki 1952 fyrir hönd írans. Agassi sagði fyrir keppnina að hann ætlaði að vinna gullið fyrir föður sinn, Mike Agassi, og að leikur hans í úrslitunum hafí fyrst og fremst snúist um það eitt að gleðja hann. „Eg tel þetta vera mesta afrek sem ég hef unnið á ævinni í þessari íþrótt,“ sagði Agassi. „Að sigra á öllum stóru mótunum á sama árinu er mesta afrekið sem hægt er að vinna í tennis, en að vinna gullverð- laun á Ólympíuleikum er mesta af- rek sem hægt er að vinna í íþróttum yfirhöfuð." Agassi hefur staðið sig misjafn- lega í keppninni en Bruguera lenti gegn Agassi á mjög óheppilegum tíma. Agassi viðurkenndi að hann gæti varla leikið betur. Hann vann þjálfara sinn, 6-0, í æfingaleik um morguninn og leit þá út eins og besti tennisleikari heims, en ekki eins og sá sjöundi eins og heimslist- inn gefur til kynna. „Eins og ég lék í dag skipti mig engu máli hver var hinum megin við netið. Þannig er ég fær um að ieika þegar sjálfs- traustið er í lagi og það fer oft í taugarnar á mér þegar það tekst Agassi sigraði Bruguera í úrslitum í einliðaleik karla ANDRE Ag- assi leiðist ekkl á efsta þrepi verð- launapalls- ins á Stone Mountain- tennlsvöllun- um. Spán- verjlnn Sergl Bruguera bíður eftlr að fá að stíga á pallinn, en hann hrepptl silfurverð- launin. ekki,“ sagði nýbakaði ólympíumeist- arinn. Bruguera tókst aðeins einu sinni að vinna uppgjafarlotu Agassis í leiknum og vann aðeins sex lotur í heildina. Agassi hefur nú unnið 33 titla á ferlinum og 24 þeirra hefur hann unnið á völlum með hörðu undirlagi, en þeirrar tegundar voru vellirnir í Atlanta. „Þegar hann [Agassi] er í stuði er hann besti tennisleikari heims - sérstaklega á þessum völlum," sagði Bruguera. „Hann var einfaldlega of góður fyrir mig.“ Hann varð að sætta sig við silfur líkt og landa hans, Arantxa Sanchez Vicario, deg- inum áður. í leiknum um bronsið börðust Leander Paes frá Indlandi og Bras- ilíumaðurinn Fernando Meligeni, en Indveijinn sigraði; 3-6, 6-2 og 6-4. Faðir Paes, Vece Paes, hefur einnig unnið brons á Ólympíuleikum og var hann mættur á tennisvöllinn til að fagna syni sínum. Indveijar hafa „Woodies“ allsráðandi Astralska tvíeykið, Todd Wood- bridge og Mark Woodforde, sigraði í tvíliðaleik tenniskeppni Ólympíuleikanna á laugardag. Þeir félagar sigruðu Bretana Tim Hen- man og Neil Broad í úrslitaleiknum; 6-4, 6-4 og 6-2. „Að vinna gullið fyrir fóstuijörðina er frábært,“ sagði Woodbridge. „Það er ólýsan- leg tilfinning." Mark Woodforde keppti nú á sínum fyrstu Ólympíu- Ieikum en var ekkert allt of spennt- ur fyrir því að koma til Atlanta. Sú skoðun hans breyttist fljótt eftir komuna og var hann að vonum him- inlifandi eftir leikinn. „Gullverðlaun- in koma til með að hjálpa mér mjög í framtíðinni," sagði Woodforde. I síðasta mánuði unnu „The Woodies“ fjórða Wimbledon-titilinn í tvíliða- leik í röð og er það nýtt met í sögu Wimbledon. „Á Wimbledon spilum við fyrir okkur sjálfa. Hérna leikum við fyrir hönd allra íbúa Ástralíu,“ sagði Woodforde. Bandaríkjamenn fengu þrenn af femum gullverðlaunum sem í boði voru í tenniskeppninni. Gigi og Mary Joe Femandez unnu gullið í tvíliða- leik kvenna. Þær sigmðu tékknesku stúlkurnar Jönu Novotnu og Helenu Sukovu í úrslitaleiknum á laugardag; 8-6 og 6-4. Þær sigruðu einnig í Barcelona 1992. „Þetta er frábært," sagði Mary Joe. „Ég var upphaflega ekki í liðinu. Síðan 1992 hefur það verið markmið hjá mér að komast aftur í liðið. Ég átti aldrei von á því að við myndum sigra aftur og ég er ekki enn farin að trúa því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.