Morgunblaðið - 07.08.1996, Page 1

Morgunblaðið - 07.08.1996, Page 1
Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík l ÞRAUTIRl l BRAMPARAR j PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 7. AGUST 1996 Grettir - Hver kallar? SÚ SEM gerði þetta heitir Sunna Halla Einarsdóttir, 10 ára, Vals- hólum 6, 111 Reykjavík. - Þann- ig hljóðar textinn með hinni spennandi teiknimyndasögu um góða vini okkar og gleðigjafa, Gretti og Jón. Ekki er hægt að skilja niðurlag myndasögunnar öðruvísi en að Sunna Halla muni senda okkur framhald - og er það eins gott, því að við getum ekki beðið eftir að fá að vita hver er að kalla á Jón og Gretti með syngjandi rödd. Við bíðum og bíðum eftir framhaldinu, Sunna Halla. Penna- vinir Góðan daginn, Mynda- sögur Moggans. Ég heiti Sunna Halla og vil eignast pennavin- konur á aldrinum 9-11 ára. Ég er 10 ára og vil HELST skrifast á við STELPUR ... Áhugamál mín eru: Lítil böm, sund, skíði og svo fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. P.S. Reynið að vera fljót að skrifa. Sunna H. Einarsdóttir Valshólum 6 111 Reylgavík Ingunn S. Gunnlaugs- dóttir Norðurgarði 6 230 Keflavík óskar eftir pennavinum á aldrinum 13-15 ára. Er sjálf 13 ára. Áhugamál: Sætir strákar, diskótek, badminton og margt fleira. Börn og fullorðnir HÆ, HÆ, Myndasögur Moggans. Við systkinin sendum ykk- ur mynd af götu þar sem stelpa er að fara yfir götuna á gangbraut og karl er líka að fara yfir götuna, nema ekki á gangbrautinni. Bíllinn er af gerðinni Lada og er með tjaldvagn í eftir- dragi. Fólkið í bílnum er að fara í ferðalag. Katrín, 12 ára, og Eyjólfur, 7 ára, Jónsbörn, Rauðagerði 22, 108 Reykjavík. Það er nefnilega heila mál- ið, krakkar, hinir fullorðnu eru ekki nándar nærri alltaf besta fyrirmyndin, eins og karlinn á mynd systkinanna. Fullorðið fólk sýnir reglum oft og tíðum hina mestu fyrirlitningu, t.d. í umferðinni og í samskiptum við ykkur. Hafið þið ekki flest lent í því í biðröð úti í búð, að einhver fullorðinn treðst fram fyrir ykkur af því að þið eruð nú bara krakkar? Þá er best að segja sem svo: Afsak- ið, en ég var næst(ur) - og afgreiðslufólkið á að taka mark á því. Eitt í viðbót: FARIÐ VARLEGA í UMFERÐINNI!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.