Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skárri veiði í Smugunni VEIÐI hefur glæðst í Smugunni undanfarna tvo daga en alger ördeyða hefur verið þar frá því að íslensku togararnir fóru að streyma þangað í júlíbyrjun. í skeyti sem barst frá Breka VE segir Magni Jóhannesson, skipstjóri, að skipin fái nú 5 til 12 tonn í flottroll eftir um 7 til 12 tíma tog og að fiskurinn sé góður og töluvert stærri en í fyrra. Hann segir ennfremur að nokkur norsk rækjuskip sé að veiðum vestan við Smuguna og einnig hafi nokkur skip reynt með rækjutrollið í tregfiskiríinu og fengið þokkalegan afla. Veisluhöld Trausti Egilsson, skipstjóri á Örfirisey RE, segir að veiði hafi vissulega glæðst en þó sé alls ekki hægt að tala um mokveiði. „Við höfum verið hér síðan 12. júlí og varla hægt að segja að við höfum séð fisk þannig að þetta eru veisluhöld fyrir okkur. Það hefur orðið vart við fisk hér á stóru svæði en hvergi í neinu verulegu magni. Veiðin hefur líka verið breytileg, allt frá mjög litlu upp í um tuttugu tonn á sólar- hring,“ segir Trausti. Rússneskir, færeyskir og norskir sjómenn sögðu fyrr í sum- ar að sjávarkuldi yrði of mikill í Smugunni til að eitthvað fiskaðist þar í ár. „Við höfum nú samt ekki orðið varir við miklar breyt- ingar á sjónum hérna þó að veið- in hafi glæðst. Það finnast hlýir blettir víða enda langt liðið á þann tíma sem við vorum farnir að veiða hér í fyrrasumar,“ segir Trausti. Veður hefur verið gott í Smug- unni undanfarna daga en oft þoka á næturnar og fram eftir degi. í gær voru 25 íslenskir togarar staddir í Smugunni og einn á leið- inni þangað, Sléttanes IS frá Þingeyri. í Kröflu- hrauni VEÐRIÐ lék við þessa ferða- menn sem spókuðu sig i litfögru Kröfluhrauni nýlega og nutu dulúðugs eldfjallalandslagsins. Morgunblaðið/RAX Andlát PÉTUR ÓLAFSSON JOHNSON Seguldiskur hjá Reiknistofu bankanna bilaði í fyrrinótt Ekki hægt að uppfæra stöðu á reikningum BILUN varð í seguldiski hjá Reikni- stofu bankanna i fyrrinótt. Að sögn Helga H. Steingrímssonar, forstjóra RB, hefði þessi bilun ekki átt að leiða til rekstrartruflana undir venjulegum kringumstæðum þar sem varadiskur hefði átt að taka við en það gerðist ekki. Bilunin hafði þau áhrif að ekki var unnt að uppfæra stöðu þriðju- dagsins á tékkareikningum í bönk- um og sparisjóðum en þeirri upp- færslu er alla jafna lokið klukkan átta að morgni. Hraðbankar gátu ekki lesið debetkort vegna bilunar- innar frá því um nóttina og til klukkan tíu í gærmorgun þegar við- gerð var lokið. Á opnunartíma bankanna gátu viðskiptavinir snúið sér til gjaldkera til að taka út reiðufé með debetkorti. Hægt að skrifa ávísanir Helgi segir að bilunin hafi haft áhrif á þeim tíma sem minnst er að gera í verslunum en engu að síður hafi einhveijir debetkorthafar hugsanlega orðið fyrir óþægindum í verslunum. í lauslegri könnun Morgunblaðsins í nokkrum stórum matvöruverslunum kom fram að hvergi hefðu orðið vandræði. Helgi bendir á að undir kringum- stæðum sem þessum sé hægt að gefa út tékka og nota debetkortin sem tékkaábyrgðarkort. Þannig megi komast hjá óþægindum. Hann segir að í bönkunum hefði ekki átt að koma til neinna vandræða, þar á að vera hægt að afgreiða debet- kort eðlilega. Varakerfi fóru í gang Þórður Jónsson, þjónustufulltrúi hjá Visa ísland, segir bilunina ekki hafa haft áhrif á notkun kredit- korta. Varakerfi við heimildagjöf fyrir debetkort fari í gang hjá Visa í London þegar RB stoppi og á þann hátt sé hægt að viðhalda öllum al- mennum viðskiptum og halda óþæg- indum debetkorthafa í lágmarki. Atli Örn Jónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Kreditkorta hf., segir bilunina hafa haft lítil áhrif á debet- kortanotkun í gærmorgun, sérstak- Iega svokölluð síhringikort. Hins vegar séu til ýmsar leiðir til að mæta áhrifum bilunar sem þessar- ar. Þá er Iiringingum beint til Kred- itkorta í Ármúla og heimildir gefnar í samræmi við ákveðnar reglur. Það hafi verið gert í gærmorgun. Hann segist ekki vita til að íslendingar, sem hafi reynt að nota debetkort í útlöndum hafi orðið fyrir óþægind- um. Bankastarfsemi í eðlilegt horf fyrir tíu Sigurveig Jónasdóttir, upplýs- ingafulltrúi íslandsbanka, segir starfsemi bankaútibúa hafa verið komna í eðlilegt horf upp úr klukk- an hálftíu í gærmorgun. Meðan kerfið hafi verið í ólagi hafi verið hægt að greiða og taka út reiðufé með debetkortum hjá gjaldkerum og færslurnar síðan bókaðar eftir á. Þegar haft var samband við bankaútibú rétt fyrir klukkan fjög- ur í gærdag var enn ekki hægt að sjá einstakar færslur á tékkareikn- ingum en stöður voru réttar. Fengur fer til Mósambík 20. ágúst FENGUR, skip Þróunarsamvinnu- stofnunar Islands, fer til Mósambík 20. ágúst, að sögn Bjöms Dagbjarts- sonar, framkvæmdastjóra stofnunar- innar. Tii hefur staðið að rannsaka grunnsjávarmið í grennd við landið með aðstoð Dönsku þróunarstofnun- arinnar og Norræna þróunarsjóðsins og leggja Islendingar til skipið og útgerðarstjóra, að Björns sögn. Verkefnið er að minnsta kosti til þriggja ára. Fengur átti upphaflega að fara utan í ársbyrjun og er útgerðarstjór- inn, Kári Jóhannesson, búinn að vera í Mósambík í nokkra mánuði. Skip- stjórinn er danskur og auk þess var íslenskur vélstjóri ráðinn á Feng fyr- FENGUR, skip Þróunarsamvinnustofnunar íslands. ir tilstilji Dana, segir Björn jafn- framt. Áhöfnin er að öðru leyti frá Mósambík, eða um 14 manns. Unnið verður að rannsóknum á grunnsjávarmiðum, aðallega rækju, og leggja íslendingar til um 90 millj- ónir til þeirra. „Þetta er þáttur f stærra verkefni sem hefur að markmiði að auka fiskveiðar og tekj- ur Mósambík af þeim. Þáttur okkar er fyrst og fremst rannsóknir á mið- um á grunnsævi og skipið fer í það strax, áður en bygging frystihúsa, sem Danir munu kosta, hefst,“ segir hann. Björn segir að Danir hyggist leggja 800 milljónir til verkefnisins og er framlag Islendinga fólgið í því að lána skipið með afskriftum og ráða útgerðarstjóra. PÉTUR Ólafsson Johnson, hagfræðing- ur andaðist 2. ágúst í Virginia Beach í Virgi- niu í Bandaríkjun eftir langvarandi veikindi. Pétur fæddist 25. mars 1912 í Reykjavík. Hann _var sonur hjón- anna Ólafs Þorláksson- ar Johnson stórkaup- manns og fyrri konu hans, Helgu Péturs- dóttur Thorsteinsson. Bræður Péturs voru Agnar, læknir, Frið- þjófur, stórkaupmað- ur, Örn sem dó í frumbernsku og Örn, flugmaður og forstjóri. Þeir eru allir látnir. Eftirlifandi systkini Péturs eru þau Hannes, Helga og Ólafur en þau eru börn Ólafs og síðari konu hans Guðrúnu Árna- dóttur Johnson. Pétur varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1931 og hagfræðingur frá Kielarháskóla í Þýskalandi árið 1934. Eftir heim- komu frá námi stundaði hann marg- vísleg störf. Hann ritaði meðal ann- ars greinar um heimsmál og hag- fræði í blöð og tímarit. Hann stofn- setti og rak bókaútgáfuna Esju og gaf meðal annars út og þýddi Lísu í Undralandi eftir Lewis Carrol og Ósýnilega manninum eftir H.G. Wells. Pétur rak útgerð um nokkurra ára skeið, fyrst í félagi með Frið- þjófi bróður sínum og síðar einn. Hann var framkvæmdastjóri málningarverksmiðj - unnar Litir og Lökk og stofnaði ásamt Garðari Þorsteinssyni heild- verslunina G. Þor- steinsson og Johnson hf. Pétur flutti ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna árið 1943. Þar stundaði hann kaupsýslustörf þar til hann hóf störf hjá Coldwater Seafood, dótturfyrirtæki SH, í New York. Þar starfaði hann til ársins 1967 er hann gerðist forstöðumaður Eimskipafélags íslands í Banda- ríkjunum. Starfaði hann fyrir Eim- skip fyrst í New York og síðar í Norfolk í Virginíu til ársins 1979. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Margrét Þorbjörg, dóttir Camillu Th. Jensen og Guðmundar T. Hall- grímssonar héraðslæknis á Siglu- firði. Börn þeirra eru Thor Ólafur, Guðrún og Pétur. Kveðjuathöfn mun fara fram í Reykjavík og verð- ur auglýst síðar. Andlát SVEINN ÓLAFSSON SVEINN Ólafsson, fyrrverandi fulltrúi, lést í Reykjavík 3. ág- úst sl., 78 ára að aldri. Sveinn varði stærstum hluta starf- sævi sinnar hjá Eim- skipafélaginu eða samtals 49 árúm. Um þriggja ára skeið var hann framkvæmda- stjóri Sveins Egilsson- ar. Hjá Eimskip vann hann mest við upp- byggingu og samræm- ingu á flútningsgjöld- um og var deildarstjóri í Norðurlanda- og Eystrasaltsdeild félagsins 1980-1985. Sveinn starfaði mikið að félags- málum, sat m.a. í hreppsnefnd Garðahrepps fyrir Sjálfstæðis- flokkinn 1962-1970 og sinnti ýms- um trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, síðast í Kópavogi frá 1985. Eftir Svein liggur mikið af þýð- ingum úr ensku, þýsku og dönsku, aðallega um andleg málefni, sem voru hon- um mjög hugleikin. Árið 1988 kom út bók- in Himinn og hel eftir Emanuel Swedenborg hjá Erni og Örlygi í þýðingu Sveins. Þá þýddi hann einnig bók- ina Þér veitist innsýn sem kom út 1979 auk margra smærri rita, aðallega um hina nýju kirkju Swedenborgar. Sveinn var varafor- maður Sálarrannsókn- arfélags íslands um nokkurra ára skeið, hann sat í stjórn Skíðafélags Reykjavíkur og stofnaði einn fyrsta flugskóla landsins, Flugskólann Pegasus, en Sveinn var með einkaflugmanns- próf. Eftirlifandi eiginkona Sveins er Aðalheiður P. Guðmundsdóttir. Þau áttu fjögur börn sem öll eru á lífi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.