Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bubbi kóngur er ekki lengur aðalkóngurinn ... Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar sækir um styrk til Evrópusambandsins Reynt að samræma fjöl- skyldulíf o g atvinnulíf KARLAR og fæðingarorlof er heiti á tilraunaverkefni sem Jafnréttis- nefnd Reykjavíkurborgar hyggst hrinda í framkvæmd, fái hún til þess styrk frá Ráðherraráði Evr- ópusambandsins. Tilgangur verkefnisins er að leiða í ljós hvaða áhrif fæðingaror- lof föður hefur á sjálfsmynd hans, tengsl hans við barn sitt, verka- skiptingu inni á heimilinu og þar með á jafnrétti kynjanna. Jafn- framt er ætlunin að kanna hvernig vinnustaðurinn bregst við fæðing- arorlofi föður og hvemig yfirstíga megi þá erfiðleika sem þar kunna að koma upp. Félagsleg tilraun Gert er ráð fyrir að 8-10 verð- andi feður sem starfa hjá Reykja- víkurborg taki þátt í þessari fé- lagslegu tilraun, þar sem þeim er veittur réttur til þriggja mánaða fæðingarorlofs á laun- um. Feðrunum og Jfjöl- skyldum þeirra verður fylgt eftir með viðtölum, sem tekin verða fyrir, á meðan og eftir að fæð- ingarorlofi lýkur. Einnig verða tekin viðtöl við samstarfs- menn og yfirmenn á vinnustað. Ennfremur er ætlunin að gera heimildarþátt fyrir sjónvarp, þar sem athyglinni er beint að reynslu feðranna og þeim breytingum á tengslum og verkaskiptingu innan fjölskyldunnar sem fæðingarorlof- ið kann að hafa í för með sér. Þátturinn myndi nýtast sem inn- legg í jafnréttis- og foreldra- fræðslu og gæti orðið drjúg tekju- lind ef til þess kæmi að honum yrði dreift í löndum Evrópusam- Áhrif fæðing- arorlofs föður könnuð bandsins og EES, að sögn Hildar Jónsdóttur, jafnréttisráðgjafa Rey kj avíkurborgar. Þetta er stærsta verkefnið sem Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborg- ar hefur haft áætlanir um, en alls er gert ráð fyrir að það muni kosta 14,4 milljónir. Sótt er um 100.000 ECU eða sem svarar um 8,4 millj- ónum íslenskra króna. Vegna EES-samningsins geta íslending- ar tengst fjórðu framkvæmda- áætlun Evrópusambandsins í jafn- réttismálum með verkefnum sem falla að markmiðum hennar. Evrópusambandið styrkir slík verkefni um allt að 60% af heildar- kostnaði við þau og hef- ur um 240 milljónir ís- lenskra króna til ráð- stöfunar á því tímabili sem áætlunin nær til, eða á árabilinu 1996- 2000. Svars er að vænta frá Evrópusambandinu um miðjan september og verði umsóknin sam- þykkt er gert ráð fyrir að verkefn- ið hefjist í nóvember næstkomandi og því ljúki í apríl 1998. Samræming fjölskyldulífs og atvinnulífs Hildur Jónsdóttir er nokkuð vongóð um að styrkurinn fáist. „Verkefnið fellur mjög vel að mörgum markmiðum jafnréttis- áætlunar Evrópusambandsins, en þar er hvatt til þess að jafnréttis- verkefni höfði sérstaklega til karla. Á þeim bæ eru menn að leita leiða til að samræma betur fjölskyldulíf og atvinnulíf og nú er einmitt nýbúið að samþykkja það sem lágmarksreglu í öllum löndum Evrópusambandsins og EES að þar skuli vera þriggja mánaða foreldraorlof," segir Hild- ur. „Fáist styrkurinn ekki verðum við að endurskoða áætlanir okkar alveg frá grunni, en það þýðir ekki að við reynum ekki að fara út í einhvers konar verkefni. Þetta er þó af þeirri stærðargráðu að við getum ekki ráðist í það öðru vísi en fá til þess einhvern styrk,“ segir Hildur ennfremur. Fæðingarorlofslöggjöfin í endurskoðun Hildur telur það fyrst og fremst spurningu um tíma hvenær karlar fái sjálfstæðan rétt til fæðingaror- lofs. „Þeir hafa ítrekað kært rétt- leysi sitt og kærunefnd jafnréttis- mála er komin með marga úr- skurði um að eins og búið sé að feðrum, sé það hreint og klárt brot á jafnréttislögum. Nú er ver- ið að endurskoða fæðingarorlofs- löggjöfina og karlaumræðan er fyrirferðarmikil í þjóðfélaginu. Við vitum hins vegar lítið hvaða áhuga karlmenn raunverulega hafa á því að nýta sér réttinn til fæðingarorlofs. Við getum hugs- anlega staðið frammi fyrir því eins og grannar okkar á öðrum Norður- löndum að þurfa að fara af stað með áróður fyrir því að feður noti sér réttinn þegar þeir eru loksins búnir að fá hann,“ segir Hildur að lokum. Heimildar- þáttur um reynslu feðranna Varðveizla íslenzkrar menningar vestra Nýjungar í þriðja stærsta Islands- bókasafni heims BÓKASAFN banda- ríska fræðimannsins Willards Fiske, sem hann ánafnaði Comell- háskóla í Ithaca, New York, eftir andlát sitt árið 1904, er nú heimsins þriðja stærsta safn bóka um ísland og ís- lenzka menningu, eingöngu Reykjavík og Kaupmanna- höfn hafa stærri söfn af þessu tagi að geyma. Bóka- vörður Fiske-safnsins er Patrick J. Stevens, en hann er sjötti eftirmaður Halldórs Hermannssonar prófessors, sem var samstarfsmaður Fiskes á sínum tíma og ráð- inn af honum sem umsjónar- maður íslandsdeildar bóka- safns hans. Stevens tók við stöðu umsjónarmanns safnsins í marz 1994. Hann er nú staddur hér á landi til skrafs og ráðagerða við íslendinga sem tengjast starfi hans. Morgunblaðið fékk hann til að segja frá safninu og starfí sínu. - Hver er staða Fiske-safnsins nún a? „Hún er góð. Safnið telur nú um 38.000 bindi, eða um 31- 32.000 titla, og fer sístækkandi. Ekki sízt er það að þakka fjár- styrk þeim, sem íslenzka ríkið hef- ur látið safninu í té árlega. Fjár- hagsstoðir safnsins eru þó fleiri. Ég hef verulega upphæð til að kaupa bækur fyrir, en þar sem ég er mjög upptekinn í öðrum verk- efnum fyrir safnið hef ég varla haft tíma til að velja og panta nýjar bækur í þeim mæli sem ég kysi helzt. En það bætist alltaf við.“ - Hver eru áherzlusvið safns- ins? „Allt frá upphafi hefur aðal- áherzlan legið á fornbókmenntim- ar; við kappkostum að safna nýjum útgáfum af þeim og ritum um þær. Bindin í fornbókmenntahluta safnsins skipta þúsundum. Annað helzta áherzlusviðið er fagurbók- menntir. Einnig söfnum við öllu því helzta sem út kemur um mál- fræði, orðabækur o.þ.h. Ennfrem- ur á safnið heilmikið af bókum um íslenzka sögu og þjóðfélag, ævi- skrár o.fl. Síðast en ekki sízt er í safninu fjöldi ferðabóka, bæði eft- ir íslendinga og erlenda menn sem ferðast hafa á íslandi. Bækumar sem við söfnum núna era flestar á íslenzku og ensku, en einnig á þýzku, frönsku og fleiri tungumál- um.“ - En þitt starf felst í fleiru en að panta nýjar bækur? Já. Starfið er fjölþætt. Það má segja að grundvallarstarfið við að halda utan um safnið sé nú aðeins helmingur starfsins. Um þessar mundir eram við meðal annars að vinna að tölvuskráningu safnsins og njótum til þess fulltingis sér- staks þriggja ára verkefnisstyrks frá National Endowment for the Humanities (NEH) og Cornell- háskóla. Þetta er stórt --------- verkefni. Það hófst í byrjun árs 1995 og mun því ljúka í árslok 1997. Það skiptist í tvo meginhluta, sem snú- _____________ ast annars vegar um tölvuskráningu og hins vegar um varðveizlu bókanna. Um 6.000 titl- ar munu verða færðir úr spjald- skrá Halldórs Hermannssonar í tölvuskrána. Þrír starfsmenn era í fullri vinnu við þetta í tvö ár. Meginhluti þess hluta verkefnisins sem snýr að varðveizlu bókanna felst í því að við munum gera ör- filmuafrit af um 7.000 bókum, sem flestar eru úr „dýrgripahluta“ safnsins. Auk þess höfum við mjög Patrick J. Stevens ► Patrick J. Stevens er fædd- ur árið 1954. Hann lauk B.A.- prófi í frönskum bókmenntum árið 1976 og MLS-gráðu (meist- aragráðu í bókasafnsfræðum) árið 1983.1984 fékkst Stevens fyrst við störf fyrir Fiske-safn- ið, þá sem bökasafnsfræðingur. Sumarið 1985 kom hann fyrst til Islands og sótti námskeið í íslenzku við Háskólann. Stevens tók við stöðu bókavarðar ís- landsdeildar Fiske-safnsins í marz 1994. Stafræn skráning bókakostsins I athugun hæft fólk í forvarnarstarfi, þ.e.a.s. sem sér um viðgerðir á gömlum bókum, endurinnbindingar ef þörf krefur, sérmeðhöndlun pappírs o.s.frv. Um varðveizlu bókanna á safn- inu má annars segjk, að hún gæti varla verið betri. Safnið er í nýrri byggingu, sem sérstaklega var reist fyrir það. Bækurnar eru geymdar í neðanjarðargeymslum. Þar er nákvæm stjórn á raka- og hitastigi og fullkomið öryggis- kerfi, sem meira að segja er bein- tengt við næstu lögreglustöð." - En það eru fleiri nýjungar á döfinni? „Já, tölvuskráning spjaldskrár- innar er aðeins fyrsta skrefið. Við reynum að nýta okkur hverja þá tækninýjung, sem að gagni kann að koma. Til dæmis stendur til að skrá m.a. íslendingasögurnar á CD-ROM tölvudiska. Ég hef líka áhuga á að koma upp safni ís- lenzkrar tónlistar og kvikmynda, í stuttu máli sagt: Við eram að athuga alla þá möguleika sem tæknin býður uppá til að safna afurðum íslenzkrar menningar. Sú nýjung sem mestu myndi bylta tel ég vera skráningu bóka- kostsins á stafrænt form, sem myndi opna fólki, hvar sem það er statt í heiminum - svo fremi að það hafi aðgang að nettengdri tölvu - aðgang að bókakostinum sjálfum. Tölvutæknin er nú komin á það stig að þetta er hægt. í heimsókn minni hér hef ég verið að ræða þetta við starfsmenn Þjóð- arbókhlöðunnar og Háskólabóka- safnsins, en gott sam- starf við þetta fólk er okkur við Fiske-safnið mjög mikilvægt. Það segir sig sjálft __________ að ég nota alnetið og veraldarvefinn mikið í starfi mínu. Í gegnum það er ég í sambandi við fræðimenn og ann- að fólk sem sýnir safninu áhuga um allan heim. Ég svara öllum fynrspurnum sem mér berast. Ég vil líka nota tækifærið hér til að þakka öllum þeim sem hafa greitt götu mína hérlendis, hjálp- semin sem við hjón höfum notið er alveg einstök.“ Tölvupóstfang Stevens er fiskerel@cornell.edu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.