Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 9 ____________FRETTIR_________ Búddistar sækja um lóð fyrir musteri í Reykjavík Morgunblaðið/Ásdís DHAMMANANDO Bhikkhu, búddamunkur á íslandi. BÚDDISTAFÉLAG Reykjavíkur hefur sótt um lóð undir musteri í borginni. I erindi sem sent var til borgarráðs er spurt hvort áhugi sé á að slík bygging verði reist í Reykjavík og þá hvar hugsanlegir byggingastaðir séu. Dhamman- ando Bhikkhu, búddamunkur á íslandi, segir að fyrirspurnin komi í kjölfar heimsóknar systur Tæ- landskonungs til íslands í sumar. „Menn í fylgdarliði drottningar hvöttu til þess að hér yrði reist musteri. Tælendingar hafa stutt slíkar byggingar víða erlendis og þeir lofuðu stuðningi við okkur. Útibú flugfélagsins SAS í Bang- kok fylgist líka með og mun hugs- anlega aðstoða okkur.“ Dhamm- anando hefur safnað fé og fyrir- heitum síðastliðið ár. Lítið hefur enn safnast af peningum en ýmis félög Búddatrúarmanna í Evrópu hafa sýnt málinu áhuga. Musterið myndi þjóna 242 með- limum Búddistafélags íslands og öðrum þeim sem áhuga hafa á Búddatrú. Flestir hinna trúuðu eru Tælendingar og Víetnamar en Dhammanando telur ekki útilokað að áhugi Islendinga myndi aukast ef af musterisbyggingunni yrði. Hingað til hefur hann aðeins haft aðstöðu í húsnæði fyrir nýbúa í Faxafeni 12 í Reykjavík. Flókið að byggja á Islandi Dhammanando segir að það sé ólíkt flóknara að byggja musteri hér og annars staðar í Evrópu en í Tælandi. „Þar er einfaldlega byijað að grafa strax og safnast hefur fyrir fyrsta sementspokan- um. Hér þarf allt að fara fyrir skipulagsnefndir og ýmsar stofn- anir.“ Flest musteri Búddatrúar- manna í Evrópu eru venjuleg íbúð- arhús sem eru löguð að hlutverk- inu. í London er hús sem sérstak- lega var reist í þessum tilgangi þannig að sennilega yrði íslenska Sumarleikur 1996 Vinningsnúmerið þann 6. ágúst var: 13812 ) musterið annað í röðinni af slíkum byggingum í Evrópu. Upphaflegar fyrirætlanir gerðu ráð fyrir um 150 fermetra húsi en nú er gert ráð fyrir að það verði nokkru stærra. UTSALA HEFST Á MORGUN B O G N E R sérverslun v/Óðinstorg, sími 552 5177 Andorra Við bjóðum þér í -| rQ-éstt afmæli 10% afsláttur af öllum vörum í dag og á morgun Ný haustsending frá Daniel D. TESS t neö neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið virka daga kl.9-18, laugardaga kl. 10-14. Lokað í dag. — Opnum — á morgun. Úrval af nýjum vörum. Blu di blu' Laugavegi 83 - Sími S62 3244 b-young- CHOISE* Cindelella PrdnuJsitufuUr&f SfPan*rt4$r itiimi */»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.