Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 13 LANDIÐ Brautryðjendur hittast Kirkjubæjarklaustri - Það var sögulegur fundur haldinn á hjúkr- unarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri nú í vikunni. En þar hittust 6 menn sem héldu upp á það að nú eru 50 ár liðin frá því að þeir, ásamt nokkrum öðrum, gerðu fyrstu bílslóðina á Fjallabaksvegi nyrðri. Þetta voru þeir Guðmundur Sveinsson, Gísli Sveinsson, Jón Björnsson, Karl Magnússon, Páll Sveinsson og Bergur Lárusson sem nú er vistmaður á Klaustur- hólum og því var tilvalið að hitt- ast þar. Það var ekki að tilhlutan yfir- valda að þeir lögðu þetta þrekvirki á sig fyrir 50 árum, heldur hug- sjón og framsýni. Það voru 2 hóp- ar sem störfuðu, annar byijaði vestan frá en hinn að austan og eftir meira en sólarhring samfelld- an vinnutíma hittust hóparnir rétt fyrir framan Eldgjá. Á þessum tíma var tæknin ekki mikil, járnkarlar, hakar og skóflur voru aðal tækin. Að sögn eins leið- angursmannanna, Jóns Björnsson- ar þurftu þeir meðal annars að höggva inn í berg og hlaða garð út í vatn, allt að hálfa bílbreidd, þar sem verst var. Má geta nærri að þar hefur verið erfitt verk að vinna enda sagði Jón að það hefði verið betra en moka upp úr gil- skorningum. Það voru þreyttir en ánægðir menn sem fyrir hálfri öld, komu niður að Búlandi eftir tveggja sólarhringa vökur við erfið störf. Bílstjórar í þessari ferð voru vestan frá Guðmundur Sveinsson og Bergur Lárusson en að austan komu Jón Björnsson og Gísli Sig- urðsson. Þeir sem nú aka Fjallabaksveg nyrðri geta m.a. þakkað þessum frumkvöðlum að þessi vegur er fær og fjöldi fólks getur ár hvert notið stórbrotinnar náttúru svæðisins. Morgunblaðið/Silli Þú ert afi tafla í kirkju kaþólskra í Keflavík Keflavík - NÝ altaristafla hefur verið sett upp í kapellu heilagrar Barböru í Keflavík, en það er sóknarkirkja kaþólskra á Suður- nesjum. Sunnudaginn 4. ágúst var taflan blessuð í upphafi messu af sóknarprestinum, séra Hjalta Þorkelssyni á Jófríðarstöðum. Auk hans þjónuðu fyrir altari þeir Kjell Arild Pollestad O.P., sem er sóknarprestur í Tönsberg í Noregi og vel þektur rithöfund- ur á Norðurlöndum og Atli G. Jónsson djákni, en hann verður prestvígður af Jóhannesi Gijsen Reykjavíkurbiskup þann 7. sept- ember næstkomandi. Höfundur altaristöflunnar, sem er gerð í íkonastíl, er systir Else Marie Norland af reglu heilags Dominukusar, en séra Kjell er einnig dominikani. Aðalmyndefni töflunnar er Kristur Drottinn alls- herjar, sem er miðhluti töflunnar. Öðrum megin þeirrar myndar eru Jóhannes skírari og Páll postuli, en hinsvegar María guðsmóðir og Pétur postuli. Neðst á hinum ýmsu hlutum töflunnar eru svo myndir úr lífi og ferli Krists. Áletranir á íslensku skýra mynd- efni hinna ýmsu hluta töflunnar. Systir Else Marie Norland, sem er þekktur íkonamálari, lagði síð- ustu hönd á verk sitt að lokinni messu. Kapella heilagrar Barböru var þéttsetin við þessa athöfn og sömuleiðis var fjöldi gesta sem kom í kirkjukaffi á eftir og hittu hina norsku gesti sem þarna voru. Voru þar meðal annars gestir úr söfnuðunum í Reykjavík og Hafn- arfirði. Sigurður H. Þorsteinsson SYSTIR Else Marie Norland er þekktur ikonamálari og lagði hún síðustu hönd á verk sitt að messu lokinni. Ikonaaltaris- ÞEIR ruddu Fjallabaksveg nyrðri fyrir 50 árum, Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Húsavík - „Ég heiti Gunnar Jón, ég heiti Arnar Már, ég heiti Sævar Guðmundur og þú ert afi,“ sögðu þessir ungu 2ja ára þríburabræður við ljós- myndara Morgunblaðsins þeg- ar hann hitti þá einn heitan og sólbjartan sumardag fyrir utan brauðgerðina á Húsavík. En slíkir dagar hafa verið margir á líðandi sumri og bræðurnir voru því hinir kát- ustu þar sem þeir sátu í vagnin- um sínum og gæddu sér á brauði. Foreldrar þríbura- bræðranna eru Kristjana S. Sævarsdóttir og Ólafur J. Jóns- son á Húsavík. "7" - fijrirfJölsktfldiiHa-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.