Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Ferðaskrifstofur hampa hver sinni borg til haustferða Flestir stefna á helgarreisu til Bretlands FERÐASKRIFSTOFUR hófu að auglýsa haustferðir til útlanda um síðustu helgi. Símalínurnar hafa verið rauðglóandi síðan með fyrir- spurnum um bestu kjör og bókanir töluverðar, að sögn talsmanna skrifstofanna. Fárra daga haustferðir til borga eins og Glasgow, Edinborgar, Newcastle og Dublin má nú telja sem áberandi þátt í ferðahegðun Íslendinga. Upphaflega fólust þær fyrst og fremst í innkaupum fyrir jólin en síðustu ár hafa ýmsir hópar og starfsmenn fyrirtækja farið í þessar ferðir til að halda árshátíðir og skemmta sér. Breskar borgir vinsælar Sala í haustferðir hófst nú fyrr en oft áður og má nefna hér nokk- ur dæmi um það sem stendur til Hjá ferðaskrifstofum er nú keppt um farþega í helgarferðir í haust og standa ýmsar borgar- ferðir til boða á freist- andi kjörum. boða frá september fram í desem- ber. Einkennandi er að hver ferða- skrifstofa sem hefur auglýst býður best til tiltekinnar borgar og hamp- ar henni. Heimsferðir selja 3 daga ferðir til London í tvíbýli á 24.930 krónur og fjögurra daga ferð á 29.930 krónur. Plúsferðir selja ferð til Morgunblaðið/Ásdís London á 34.560 krónur á manninn með flugi, flugvallaskatti og gist- ingu í 2 manna herbergi í þrjár nætur. Newcastle er sú verslunarborg sem Plúsferðir setja í öndvegi og kostar flug og gisting 29.140 krón- ur með flugvallaskatti fyrir ein- staklinginn í tveggja manna her- bergi í 3 nætur. Hjá Úrval-Útsýn kostar sambærileg ferð til New- castle svipað og hjá Plúsferðum. Aðalhaustborg Úrvals-Útsýnar er Edinborg og kostar ferð þangað 27.940 krónur með flugvallaskatti og morgunverði í tvíbýli í 3 nætur. Ferð í tvo daga þangað hjá Úrval- Útsýn kostar 25.940 krónur. Báð- um fylgir fararstjórn. Flugleiðir leggja megináherslu á sölu í haustferðir til fjögurra borga eða Glasgow, London, Barcelona og Halifax. Sala er hafin til tveggja þeirra, Glasgow frá einni nótt til viku. Þijár nætur í Glasgow kosta 26.970 krónur með flugvallaskatti á manninn í tvíbýli. Giasgow með íslenskri fararstjórn er aðaltromp Flugleiða, en Plúsferðir bjóða einnig flug og gistingu þangað á 26,940 krónur á manninn í tvíbýli í þijár nætur. Barcelona er nýjung í haustferð- um hjá Flugleiðum í stuttferðunum. Til dæmis kosta þrír dagar fyrir mann í tvíbýli 31.740 krónur með skatti, morgunverði og íslenskri fararstjórn. Dublin er aðalhaustborg Sam- vinnuferða-Landsýnar og kostar helgarferð hjá þeim 26.915 krónur með morgunverði, fararstjórn og fleiru, ferð í miðri viku kostar hins- vegar 23.970 krónur. Viðbrögðin við auglýsingunum um haustferðirnar hafa verið sterk að sögn fulltrúa á ferðaskrifstofum sem auglýstu síðustu helgi, jafnvel eru dæmi um pantanir úr útilegum um Verslunarmannahelgina. Saumaklúbbar í verslunarferðum Færst hefur í vöxt að hópar noti haustferðir sér til skemmtunar, til dæmis saumaklúbbar. Fatakaup eru yfírleitt mikil hjá farþegum, sérlega barnaföt vegna þess að þau eru undanþegin skatti í Bretlandi. Spáð er að um 15-20 þúsund íslendingar kaupi sér helgarreisu í september fram í desember. Yfir- leitt er flogið frá Keflavík en áætl- að er eitt beint flug frá Egilsstöðum og annað frá Akureyri. ^^^fa^kÁÍ^^FERÐAUPPLÝSINGAR Gistíng Ferðaþjónustan Húsafelli. Úrval sumarhúsa og smáhýsa fyrir hópa og einstaklinga. Tjaldstæði. Hestamenn ath. beitarhólf. Uppl. í síma 435-1377. Njóttu veðursældarinnar í Húsafelli! Sundlaug, heitir pottar, vatnsrennibraut og gufuböð. Opið 10-22 alla daga. Sfmi 435-1377. Jöklaferðir Ævintýralegar vélsleðaferðir á Mýrdalsjökul. Opið alla daga. Tveggja tíma akstur frá Reykjavík. Uppl. í símum 568-8888 og 853-4444. Akureyri: Leigjum út 2-4 manna stúdfóíbúðir með öllum búnaði. Opið allt árið. Stúdióíbúðir, Strandgötu 13, Akureyri, simi 461-2035, fax 461-1227. Gistiheimilið Norðurfirð Svefnpokapláss, Uppbúin rúm.veitingar og tjaldstæði i grendinni. Sími 451-4060 HÓT1.L y # ______aning Hótel Áning, Sauðórkróki leggur áherslu á fagmennsku í eldhúsi og sal. Lifandi tónlist fyrir matargesti og þægileg stemming í koníaksstofunni við opinn arineld. Staðsett í hjarta bæjarins, spölkorn frá golfvellinum. v Tíaídstæðí Ferðaþjónustan Húsafelli. Tjaldstæði, hestaleiga, gönguferðir með leiðsögn, veiðileyfi, verslun og bensinstöð. Uppl. í síma 435-1376. Tjald- og hjólhýsasvæðið á Laugarvatni býður fjölskyldur og ferðalanga velkomna I birkigrónar hliðar Laugarvatnsfjalls. Heitt og kalt vatn, sturtur, útigrill, leiksvæði fyrir börn. Lágt gistigjald - allt innifalið. Uppl. í s. 486-1272 og 854-1976. Laugarvatn - fjölskyldustaður. Ferðir með leiðsögn Reykjavík - Akureyri um Sprengisand mánudaga og fimmtudaga kl. 08.00 og Akureyri - Reykjavík um Kjalveg miðvikudaga og laugardaga kl. 08.30 Norðurfeið-Landleiðir hf., sími 551-1145. Áætlunarferðir Reykjavík/Akureyri - Akureyri/Reykjavík um Kjalveg daglega kl. 09.00 í júlí og ágúst með viðkomu í Kerlingarfjöllum. Norðurleið-Landleiðir hf., sfmi 551 -1145. Reykjavík - Akureyri alla daga kl. 08.00 og 17.00. Akureyri - Reykjavik alla daga kl. 09.30 og 17.00. Norðurleið-Landleiðir hf. simi 551-1145. PAPEY Draumaland ferðamannsins. Daglegar ferðir með Gisla í Papey. Ógleymanlegt ævintýri. Papeyjarferðir Djúpavog,i s. 478-8183, og 478-8119. Ævintýrasiglingar um Breiðafjörð með skelveiði og smökkun. Fjölbreytt fuglalíf - lifandi leiðsögn - gisting á Hótel Eyjaferðum. Eyjaferðir, Stykkishólmi, sími 438-1450. Skemmtilegur og krefjandi 9 holu- golfvöllur í fallegu umhverfi. Ferðaþjónustan Húsafelli. Uppl. í síma 435-1377. Ferðaþjónustan Lónkoti Veitingahúsið Sölvabar, Skagafiröi Gisting, matur, kaffi, bar, golf, og ókeypis tjaldstæði. Sfmi 453-7432 /mAkmi Hrútafirðt • Opið frá kl. 8.00 - 23.30 Símí 451 1150 • Fax 451 1107 Fjölbreytilegir gistimöguleikar Sumarhús - svefnpokagisting - uppbúin rúm. Pjóðlegir réttir - spennandi réttir - skyndiréttir. Hótel Bláfell, sími 475-6770. Sól og veitingar allan daginn. Gisting, tjaldstæði, silunga- og laxvelði i Breiðdalsá, einnig sumarbústaðaleiga. Hótel Áning Golf og gisting. Gisting, morgunverður og kvöldverður og endalaust golf! Verð aðeins 5.900 á mann. Hestaleigan Reykjakoti í dalnum fyrir ofan Hveragerði Opið allt árið. 1 -4 klst. og dagsferðir. Uppl. í símum 483-4462 og 896-6611, f ax 483-4911 Hestaleigan Kiðafelli Skemmtilegir reiðtúrar á góðum hestum í fallegu umhverfi. Aðeins 1/2 tíma keyrsla frá Reykajvík. Upplýsingar í síma 566-6096. Ferjan Fagranes, ísafirði 8.8. frá ísafirði kl. 8.00 í Aðalvik, Hlöðuvík og Hornavík. 9.8. frá Isafirði kl. 8.00 í Vígur, Æðey og Bæi. (Bílflutningar i Bæi). Frá Isafirði kl. 14.00 i Aðalvik. 12.8. frá ísafirði kl 8.00 í Aðalvik og Hornvik. 13.8. frá Isafirði kl. 8.00 í Vigur, Æðey og Bæi (Bílflutningar í Bæi). 15.8 frá ísafirði kl. 8.00. Síðasta ferð sumarsins i Aðalvík og Hornavík. Frá Stykkishólmi kl. 10:00 og 16:30 Frá Brjánslœk kl. 13:00 og 19:30 Kynniðykkur afsláttarkortin og sþarið! FERJAN BALDUR Símar 4381120 í Stykkishólmi 456 2020 á Brjánslœk Ævintýraferðir Á slóðum Sturlunga í Skagafirði Fylgdu slóðum hinna fornu hetja sem háðu eina afdrifaríkustu valdabaráttu Islands, hinn frægi örlygstaðabardaga. Bjóðum einnig upp á hestaleigu alla daga vikunnar. HESTASPORT Símar 453-8021, 453-5066 Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson. NÝTT kaffihús, Útlaginn. Nýtt kaffihús á Flúðum Syðra-Langholti. Morgunblaðið. UTLAGINN nefnist nýtt kaffihús sem Árni Hjaltason frá Galtafelli, hefur tekið í notkun á Flúðum. Kaffthúsið er 50 fm að stærð en að auki er við húsið 20 fm viðbygg- ing fyrir starfsmannaaðstöðu og birgðir. I Útlaganum má fá allar algeng- ar kaffiveitingar auk bjórs og létt- víns. Árni segir reksturinn hafa farið vel af stað, enda stendur ferðamannatíminn sem hæst. Gunnar Kristinsson, sem ættaður er úr Hreppunum, er með mynd- listasýningu í kaffihúsinu og eru myndir hans til sölu. Bátsferðir um söguslóðir FERÐAÞJÓNUSTAN Langskip býður innlendum og erlendum ferðamönnum nýja afþreyginga- möguleika með bátsferðum um söguslóðir Álftanes. Nútíma vík- ingafley flytja farþega milli athygl- isverða staða þar sem m.a. Bessa- staðir eru skoðaðir frá nýju sjónar- horni, Gálgahrauni og Gálgaklett- um eru gerð skil, kynntar eru sögu- slóðir úr Tyrkjaráninu og Skansin- um, sem hinn þjóðkunni Óli Skans er kenndur við. Ferðin tekur tæpar tvær klukku- stundir með landgöngu við Gálga- kletta. Auk þessa býður Langskip upp á sérferðir fýrir minni hópa um ofangreindar söguslóðir og ævin- týrasiglingu um Hafnarfjörð þar NÚTÍMA víkingafley flylja farþega á milli. sem ferðamenn eru fluttir frá Álfta- nesi með að heimkynnum víkinga í Fjörukránni í Hafnarfirði. Hjá Ferðaþjónustunni Langskip- um er hægt að bóka í reglulegar áætlunarferðir allan sólarhringinn alla daga vikunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.