Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 25 AÐSENDAR GREINAR Sannleikurínn er dýrmætur í GREIN í DV 16. júlí sl. varar Ólafur Ólafsson landlæknir við því að fara spar- lega með sannleikann. Rétt er það að sann- leikurinn er dýrmætur og ætti hvorki að skera þar við nögl né stórlega ýkja hann. Undir þessi orð land- læknis hljótum við öll að taka af heilum hug, því annað væri lygi. Sannleikanum hlýtur einnig að fylgja sú ábyrgð að við verðum að standa vörð um hann, hlúa að honum ef hann á að dafna og vaxa. Sann- leikurinn virðist geta tekið á sig hin ýmsu form og myndir í höndum okkar mannanna, t.d. getur hann birst í tölfræði og lagasetningum sem og orðum okkar og athöfnum. Sá vandi sem oft fylgir þessum tólum sannleikans er hins vegar sá að við túlkum þau og beitum á mismunandi hátt. Vegur sannleikans getur einnig verið mönnum torsóttur á köflum. Þetta á bæði við um flytjendur sannleikans eins og þá sem eiga erfitt með að horfast í augu við hann. Einnig hættir mönnum til að bregðast bogalistin, ef hált er undirlagið. Landlæknir minnist á lækna sem hafa verið kaliaðir úr starfi vegna óhæfu, þ.e. vegna veikinda, neyslu áfengis og annarra vímuefna. Þar segir landlæknir að heil 70% lækna nái sér að fullu og nái jafnvel frama eftir það. Þessar upplýsingar sýna að mjög góður árangur hefur náðst í meðferð áfengissjúkra lækna. Það mætti kannski gera meira af þessu, þar sem árangurinn er svona góður. Það væri áhugavert að fá tölur embættisins sem sýna ijölda kvartana heil- brigðisstarfsfólks vegna áfengis- og vímuefnavanda ís- lenskra lækna og ann- ars heilbrigðisstarfs- fólks. í grein sinni beitir landlæknir tölfræðinni og beinir henni gegn fólki Lífsvogar. Kallar hann það öfugmæli þegar landlæknisemb- ættið er sakað um að- gerðaleysi í vissum málum. Tekur hann síðan dæmi þar sem því er haldið fram að lækn- ar eða læknir sprauti sig í starfi með ávanabindandi lyijum! Slíkt segir landlæknir komi sér á óvart og segir: „Ef svo er ber talsmönn- um Lífsvogar skv. lögum að til- kynna landlækni um slíkt.“ Tilkynningaskylda heil- brigðisstarfsfólks Þarna kemur landlæknir að máli sem er aðal ástæðan fyrir skrifum mínum hér, tilkynninga- skyldunni. Vissulega eru lögin skýr að því leyti að heilbrigðisstarfsfólki ber að tilkynna um slíka óhæfu sem áfengis- og vímuefnaneysla lækna og annarra heilbrigðis- starfsmanna er. En málið er bara alls ekki svona einfalt! Það er auð- velt að beita þessum lögum fyrir sig í máli og riti fyrir þá sem ekki þekkja til hveijar afleiðingarnar geta orðið fyrir viðkomandi. Eins og staðan er í dag á Is- landi ætti því miður öllu heldur að ráðleggja fólki að drífa sig í burtu sem fyrst frá þeim stöðum, þar sem Ég vona að enginn hafi gleymt því, segir Guð- mundur Karl Snæ- björnsson,í fyrri grein sinni, að þessi „galdra- brenna“ hófst með til- kynningu um sjúkan kollega til að koma hon- um í meðferð. áfengis- og vímuefnavandi hefur náð tökum á einhveijum læknum. Annar möguleiki væri að horfa í hina áttina. Mun ég reyna að skýra þessa afstöðu mína hér á eftir. Kollegi í vanda Fyrir nokkrum árum leitaði ég til landlæknis skv. lögum um til- kynningaskyldu mína. Þetta gerði ég í þeirri trú að fyrrnefnd tilkynn- ingaskylda væri bæði góð og gild. Afleiðingarnar urðu vægast sagt óvæntar og stórfurðulegar. Hér var um að ræða mjög alvarlegt vandamál kollega míns, sem bæði var langt genginn áfengissjúkling- ur og vímuefnaneytandi! Eftir margítrekaðar tilraunir af minni hálfu til að koma honum í meðferð gafst ég upp á ástandinu. Maðurinn var nefnilega í fullri af- neitun á sjúkdóm sinn, sjúkdóms- innsæi hans var ekkert. Umræddur læknir var yfirlæknir á staðnum og sat í stjórn heilsu- gæslustöðvarinnar. Eftir að að- stoðarlandlæknir hringdi samdæg- urs í þennan yfirlækni og lét hann vita um fyrrnefnda tilkynningu, brást hann við með offorsi gegn mér. Hann fékk stjórn stöðvarinn- ar á sitt band og vottaði stjórnin m.a. að hann væri hinn besti drengur, ætti ekki við neinn áfeng- isvanda að stríða, heldur væri það ég sem væri sökudólgurinn og vandamálið! Að sjálfsögðu var hann einn þeirra stjórnarmeðlima sem komust að þeirri niðurstöðu, enda skrifaði hann sjálfur bréf stjórnarinnar sem vottaði það! Og ekki nóg með það, þá sat hann alla stjórnarfundi stöðvarinnar sem tók þátt í þeirri rógsherferð sem hófst á hendur mér. Fékk hann sér einnig til aðstoðar fyrrverandi ráð- herra og aiþingismann sem síðar átti eftir að taka við sem formaður stjórnarinnar. Ötullega var unnið að því að gera mig sem tortryggi- legastan á allan máta í augum landlæknis og ráðuneytis, sem og þeirra annarra er á vildu hlusta. Slík var alvara og þungi málsins að áliti stjórnarmanna að þeir fóru í eigin persónu til landlæknis og ráðherra með ásakanir sínar. Það varð greinlega að hafa hraðan á svo landlækni og ráðherra dytti nú ekki í hug að fara að trúa orð- um mínum! Sakaður var ég um hin ýmsu afbrot stór og smá, þjófn- aði af ýmsu tagi, önnur lögbrot pg fyrir að hafa étið á Hard Rock! í þeirra málflutningi var ég misind- ismaður hinn mesti. Krafðist stjórnin þess að ég yrði rekinn á stundinni og send á mig Rannsókn- arlögregla ríkisins! Við þessar aðstæður lái ég eng- um, sem ekki þekktu til málsins, þó að menn hafi trúað einhveiju af þessum áburði, sbr. máltækið, sjaldan er reykur án elds. Á þess- um tíma sagði t.d. aðstoðarland- læknir: „Þetta eru bara orð þín gegn orðum þeirra.“! Guðmundur Karl Snæbjörnsson o o Útkeyrður eftir ferðalagið 0-0 o o o o Höggdeifa -óþægindi? Pústkerfi -hávaði? Luktir -brotnaði eitthvað? Dráttarbeisli -aftanívagn? O O ísetning á pústkerfum - á meöan þú bíöur! Toppgrindur Fjöðrin í fararbroddi í 40 ár brefti húdd stuðarar o.fi. -þarf að endurnýja? -of þröngt í bílnum? Bílavörubúðin FJÖÐRIN Skeifunni 2 sími: 588-2550 Má líkja þessari rógsherferð og sjónarspili við ofsóknir miðalda- manna gegn „galdramönnum" þess tíma, því slíkt var offorsið og gerræðisleg vinnubrögð mann- anna. Heift og siðblinda manna var svo mikil að þeir tóku ekki einu sinni sinnaskiptum við vítur landlæknis, né heldur þó að þeir væru víttir af ráðherra! Ráðherra lagði einnig hart að þeim að segja af sér þegar ráðu- neytinu var orðið ljóst hvernig í pottinn var búið. Ráðherra tókst eingöngu að reka stjórnarformann stöðvarinnar þar sem hann var skipaður af ráð- herra, aðrir stjórnarmenn sátu sem fastast! Þeir eru fulltrúar heima- manna, valdir af bæjar- og sveitar- félögum sínum. Menn höfðu greini- lega gengið svo langt að ekki hafi þótt aftur snúið. Ofsóknir að hætti miðalda- manna og galdrabrennur ættu að heyra fortíðinni til. En svo var ekki í þessu máli og ákvað ég því að fara fram á launalaust ársleyfi og yfirgaf staðinn. Hinn sjúki koll- egi minn fór ekki í neina áfengis- og vímuefnameðferð að sinni! Stjórnin, með formann sinn og yfirlækni í broddi fylkingar, lét sér það þó ekki nægja heldur hélt ótrauð áfram uppteknum hætti og tókst að lokum að fá ráðherra sjálf- an til að kokgleypa óþverann hrá- an! Ég fékk áminningu ráðherra og var rekinn! Ég vona að enginn hafi gleymt því að þessi „galdra- brenna“ hófst með tilkynningu um sjúkan kollega til að koma honum í meðferð. Ég ætla ekki að rekja atburði þessa máls öllu ítarlegar, heldur taka almennt á nokkrum atriðum hér á eftir sem oft fylgja áfengis- og vímuefnaneyslu. Höfundur er heimilislæknir í Sviþjóð. háþróaður stillibúnaður á HITAKERFI KÆLIKERFI VATNSKERFI OLÍUKERFI Allar upplýsingar og leiðbeiningar j til staðar. Marg- \ ^ þætt þjónusta. = HÉÐINN = IVERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 | HAFNFIRÐINGAR útsalan hefst_l dagi OG NÁGRANNAR! 20-50% B Miðbæ, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.