Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 31 AÐSENDAR GREINAR Velkomin í strætó? LILJA Olafsdóttir forstjóri SVR ritar grein í Morgunblaðið 26. júlí sl. þar sem hún býður fólk velkomið í strætó og útlistar fyrir verandi (og vonandi væntanlegum) viðskipta- vinum SVR hversu góða þjónustu fyrirtækið býður þegar upp á og að enn eigi hún eftir að batna með nýendurskoðuðu leiðakerfi sem taka mun gildi í ágúst, Ég vildi óska að ég væri sammála Lilju í dómi henn- ar um SVR en því miður er ekki svo. Undanfarin 13 ár hef ég búið að mestu í útlöndum en komið heim með reglulegu millibili og þá alltaf ferðast um í strætó eða á hjóli. Nú er ég búin að skoða vandlega þær upplýsingar sem settar eru fram í símaskránni um nýja leiðakerfið og virðist mér að vont eigi enn eftir að versna. Lilja, og aðrir forráða- menn SVR, virðast sannarlega þekkja illa eigið kerfí og þá líklega ekki sem notendur. Benda má á eftirfarandi. 1. Lilja telur að „greiðar almenn- ingssamgöngur (séu) meðal horn- steina þróaðs borgarsamfélags". Þessu er ég alveg sammála en ótt- ast þá sannarlega um okkar þróaða borgarsamfélag. Þeir sem ferðast með strætó sjá strax að vagnarnir eru nær eingöngu notaðir af eldra fólki, börnum og konum. Mér verður stundum á að hugsa þegar ég sé karlmann á „besta" aldri í strætó að hann hafi líklega misst bílprófið. Þetta segir mér aðeins eitt, enginn notar strætó hafi hann aðra mögu- leika á að komast á milli staða. 2. Lilja bendir á að betra sé fyrir umhverfið að menn ferðist með strætó en að þeir aki bílum. Þessu er ég líka sammála í grundvallaratr- iðum. En ósköp hlýtur það að vera vont fyrir heilsu manna á t.d. Miklubraut og Suður- landsbraut að nær allir vagnar bæjarins aka um þær götur mörgum sinnum á klukkutíma. Kannski þeir séu minnihlutahópur sem óhætt er að gleyma. 3. Lilja talar um að í fyrsta skipti í langan tíma hafi leiðakerfi SVR verið endurskoð- að í heild sinni, ekki aðeins bætt við það sem fyrir var. Þar verð- ur mér að orði „mikið ósköp hafa mennirnir skoðað skammt“. Sé kortið í símaskránni skoðað kemur í ljós að leiðir vagna 2, 3, 4, 5, 10, 11, 12, 14 og 15 breytast lítið sem ekkert. Þær breyt- ingar sem gerðar eru á leiðum þess- ara vagna vekja spurningar. T.d. er leið þristsins enn lengd og það þrátt fyrir að hann nái sjaldnast að halda þeirri áætlun sem hann þegar hefur sökum þess hversu hún er löng. Á meðan er leið t.d. nr. 11 ekki lengd og hef ég þó séð þann bíl standa í meira en 20 mínútur á milli ferða niðri á Hlemmi. Enn á að láta nær alla vagnana fara þvert yfir stóra bæjarhluta, alla sömu leið og það oft á þröngum götum. Ekki er boðið upp á nýjungar í farmiða- vali eða höfð samvinna við almenn- ingsvagna sem aka til nágranna- byggðarlaganna. 4. Lilja hrósar helgarnætur- vagnaþjónustu SVR og segir marga nota sér hana. Athyglisvert er því Dóra Stefánsdóttir Skýrsla frá SÁÁ HUN ER rosaleg þessi skýrsla, en ekkert nema sannleikurinn. Fyrir margt löngu hefi ég varað við eitrinu, sem var mikið, en er nú enn meira. Þetta sem Þórarinn Tyrfings- son segir ættu nú yfir- völd að trúa og fara að gera eitthvað í alvör- unni. Nú þegar. Það verður ekki komist hjá því að auka við lögregl- una og það verulega og til að byija með fram til áramóta og jafnvel lengur. Eins er það með tollþjónustuna. Þar verður einnig að fjölga mikið störf- um því öllu amfetamíninu og E-pill- unni er smyglað til landsins eins og allir vita. Þetta sjá allir að gengur ekki lengur. Það verður að stöðva smyglið á eitrinu, já, dauðanum Dómsmálaráðuneytið gerir ekkert í þessum málum. Lætur sem það viti ekki hvernig ástandið er. Fjár- málaráðuneytið og dómsmálaráðu- neytið verða strax að taka saman höndum og útvega fé til að stöðva innflutning á eitrinu. Ef þeir hafa ekki peninga i þetta verður bara að fá þá lánaða, annað eins hefur verið lánað af peningum hjá þessari þjóð, en þetta fé, sem öll þjóðin borgar, að ég held með glöðu geði, kemur til góða í framtíðinni. Einnig verður að bjarga þeim sem hafa ánetjast eitrinu. Kostnaðurinn verður mikill, en borgar sig, þegar þetta fólk kemst til manns og fer að vinna og borga sína skatta og skyldur til þjóðfélagsins og verða góðir borgarar. Forvarnir hafa enga þýðingu fyrir þetta fólk, sem byrjað er í eitrinu. Forvarnir þurfa kennar- ar landsins að annast, já, og foreldr- ar. Að virkja foreldra er af hinu góða. Ég heyrði í útvarpinu um daginn að borgarstjórinn í Reykjavík sagði, að Þórarinn Tyrfingsson gerði of Sveinn Björnsson þjófnaðir margt mikið úr hvað mikið væri af ungu fólki í eitr- inu. Hún er bara eins stefnd og foreldrarnir sem segja: „Nei, ekki börnin mín.“ Allir unglingar geta lent í eitrinu og enginn veit hver verður næst- ur. Allt þetta veit fólkið sem vinnur hjá SÁÁ og engin ástæða til að rengja orð læknisins. Eg held, að þegar búið sé að styrkja mikið lögregluna og tollinn, komi í leiðinni upp á yfirborðið önnur glæpa- verk, svo sem stór- nauðganir og margt, fleira. Eiturefnafólkið þarf að sjá að hún er hvergi nefnd í símaskránni. Vonandi að hún verði auglýst síðar en ekki hreinlega lögð niður. Og mikið væri þá gott ef allir bæjarbúar (t.d. við hér í vesturbænum) fengju notið þessarar þjónustu og þá kannski oftar en nú er boðið upp á hana, alla daga vik- unnar og fyrir sama verð og aðra þjónustu SVR. 5. Lilja segir frá þjónustunni sem boðið er upp á að flytja hjól með vögnunum í Graf- arvog, Árbæ og Breiðholt. Gott mál, en hvað með okkur hin? Ef boðið er upp á þessa þjónustu ættu allir að sitja við sama borð. 6. Lilja segir okkur frá hinum nýja, langa vagni SVR. Ugglaust gott mál líka, en hefði ekki verið vænlegri (og ódýrari) kostur að ijölga ferðum þeirra vagna sem til eru í stað þess að láta suma þeirra Hvenær, spyr Dóra Stefánsdóttir, hefur SVR hlustað á óskir við- skiptavina sinna? standa á Hlemmi uppundir helming tímans? 7. Þá segir Lilja að þjónusta SVR miði að því að uppfylla þarfir og óskir viðskiptavinanna. Fátt er lík- lega fjær sanni. Hvenær hefur SVR hlustað á óskir viðskiptavina sinna? Eins lengi og ég man eftir mér hef- ur fólk kvartað yfír því sama; strjál- um ferðum, lélegri þjónustu við greiðslu fargjalda (t.d. að ekki sé hægt að fá til baka ef borgað er með reiðufé), stirðleika kerfisins og illa hýstum biðstöðvum. Það síðast- talda hefur reyndar lagast aðeins með nýjum skýlum en ennþá er það allt of algengt að fólk þurfi að híma úti I hvernig veðri sem er við að bíða eftir strætó. Aðrir liðir hafa enn versnað ef eitthvað er. 8. I einu atriði finnst mér Lilja hafa rétt fyrir sér, bílstjórar SVR leggja sig virkilega fram um að þjóna farþegum og eru í langflestum tilfellum þægilegir í viðmóti og hjálpsamir við t.d. gamalmenni, fólk með barnavagna og fávísa menn sem ieggja leið sína á nýja staði. Verð ég að dást að taugastyrk margra þeirra þegar þeir þurfa að halda áætlun sem meira að segja myndi veitast bílstjóra einkabíls erf-~ ið (án stoppa). 9. í lok greinar sinnar segir Lilja að leiðakerfið eigi að vera „einfalt, skilvirkt og virka hvetjandi til ai- mennrar notkunar". Ekkert af þessu ' stenst, því miður. Kerfíð er óþarf- lega flókið, kastar miklum verðmæt- um á glæ og hvetur alla þá sem geta til að eignast bíla. Ekki skrýt- ið að bílanotkun í Reykjavík er eins mikil og sjá má. Ég er fús til viðræðu við Lilju hvenær sem er um ótal hugmyndir sem ég hef um úrbætur á þjónustu- SVR, án aukins kostnaðar. Sýni hún því ekki áhuga hvet ég hana að minnsta kosti til að selja bílinn sem ég geri ráð fyrir að hún aki og ferð- ist sjálf eingöngu með strætó í svona mánuð eða tvo, hvert sem hún þarf að fara, og er þá sannfærð um að hún muni sjá að almenningur er sann- arlega ekki velkominn í strætó eins og er og erfítt er að sjá að hann verði það með hinu nýja leiðakerfí. Höfundur er þróunarráðgjafi. að setja á stofnanir, smyglarana í minnst 10 ára fangelsi, því þeir flytja inn dauðann. Ekkert skilorð þeim til Allir unglingar geta lent í eitrinu, segir Sveinn Björnsson, og enginn veit hver verður næstur. handa. Það verður að byggja þetta fangelsi, sem lofað hefur verið. Ekki nóg að hafa skóflustungur öðru hvoru. Það verður ekki gott ef fólk- ið í landinu fer að taka lögin í sínar hendur eins og nú er talað um. Þá fyrst sjá yfirvöld hvar „Davíð keypti ölið“, sem sagt, þá fer allt úr skorð- un í landinu. Vilja yfirvöld það? Vonandi skilja dómsvöld og fjár- málaráðherra, að þetta gengur ekki lengur? Voðinn er vís. Trúið bara skýrslu Þórarins Tyrfingssonar læknis, sannleikanum, þó vondur sé. Látið hendur standa fram úr erm- um. Lengi er búin að vera þörf, en nú er nauðsyn. Höfundur er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður. ^gwtoiagn,^ im Skógræktarfélögin bjóða gestnm í skógarsvæði sín víðsvegar um land, laugardaginn 10. ágúst. Dagskráin hefst kl. 14.00 Vesturland Sk.fél. Akranes Sk.fél. Skilmannahrepps Sk.fél. Borgfiröinga Sk.fél. Heiðsynninga Sk.fél. Stykkishólms Vestfiróir Sk.fél. Barðastranda Sk.fél. Limgarður Sameiginlegur Skógrækt- arardagur Dýrfirðinga, Önfiröinga og ísfiröinga Sk.fél. Strandasýslu Nordurland Sk.fél. A-Húnvetninga Sk.fél. Skagfirðinga Sk.fél. Eyfirðinga Sk.fél. S-Þingeyinga Austurland Sk.fél. Landbót Sk.fél. Borgarfjarðar eystri Sk.fél. Austurlands Sk.fél. Seyðisfjarðar Sk.fél. Neskaupstaðar Sk.fél. Fáskrúösfjarðar Sudurland Sk.fél.in Mörk Sk.fél. Rangæinga Sk.fél. Selfoss Sudvesturland Sk.fél. Suðurnesja Sk.fél. Hafnarfjaröar Sk.fél. Garðabæjar Sk.fél. Kópavogs Sk.fél. Reykjavíkur Sk.fél. Mosfellsbæjar Slaga við Akrafjall Selhagi Stálpastaðir í Skorradal Hofstaöaskógur í Miklaholtshreppi Grensás við Stykkishólm Birkimelur á Barðaströnd Sveinseyrarskógur ÍTálknafirði Stóraurö ofan ísafjarðar Hermannslundur Gunnfríöarstaöir í Langadal Hólaskógur í Hjaltadal Hánefsstaðaskógur í Svarfaöardal. Verður haldinn Sunnudaginn H.ágúst. Fossselsskógur Þorbrandsstaðir Álfaborg Vallarnes Skóghlíö Hjallaskógur Fáskrúösfjöröur Giljaland í Skaftártungu. Skóguar undir Eyjafjöllum Helliskógur við Selfoss Vatnsholt í Keflavík. Höföaskógur Vífilstaðahlíð, vesturendi Fossá í Hvalfirði Fossvogur, gróðrarstöö. Verða með Skógræktarardag 18. ágúst Hamraskógur ■'Kp Skógræktarfélag Islands Nánari upplýsingar um dagsskrá fást í síma 551 8150

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.