Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Neyðarskýli Slysa- varnafélags Islands Að gefnu tilefni MEÐ auknum ferðamannstraumi til afskekktra staða hefur hlutverk þessara neyðarskýla Slysavarnafé- lagsins víkkað taisvert út. En jafn- framt hefur komið upp sá vandi að ferðamaðurinn hefur notfært sér þessi skýli þótt ekki sé um neina neyð að ræða. . Fyrsta neyðarskýlið á landinu var reist árið 1904, á Kálfafellsmelum á vestanverðum Skeiðarársandi. Ditlev Thomsen kauprnaður í Reykjavík, sem var þýskur konsúll á Islandi, lét reisa þetta skýli á sinn eigin kostnað og búa það vistum og öðrum nauðsynjum. Tiidrög þess var skelfilegur harmleikur sem átti sér stað árið áður þegar þýskur togari strandaði þarna á sandinum. Skip- veijar, sem voru tólf talsins, komust allir lifandi í land en lágu úti á sandinum í 11 sólarhringa. Níu náðu að lokum til bæja, skelfilega á sig komnir og voru sumir svo kalnir að taka varð af þeim limi. Hin sendna suðurströnd Islands hefur reynst mörgu fleyinu skeinu- hætt og fljótlega var gengist í því að reisa þar tvö önnur skýli. Það var þó ekki fyrr en Slysavarnafélagið tók þessi mál föstum tökum upp úr 1940 að neyðarskýlunum tók að fjölga að ráði. Hér var um að ræða skipbrots- mannaskýli á afskekktum stöðum á ströndinni og á fjallvegum. Sums staðar kölluðu breyttar aðstæður beinlínis á þessi skýli, eins og þegar byggð lagðist af á Hornströndum; sama á við um Fjorður á milli Eyja- fjarðar og Skjálfandaflóa, en skýli á Tví svæði hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Nú eru neyðarskýli Slysavarnafélags ís- Iands liðlega 80 talsins. Með auknum ferðamannstraumi til afskekktra staða hefur hlutverk þessara neyðarskýla Slysavarnafé- lagsins víkkað talsvert út. En jafn- framt hefur komið upp sá vandi að ferðamaður- inn hefur notfært sér þau þótt ekki sé um neina neyð að ræða. Jafnvel hefur það komið fyrir að aðilar í ferða- þjónustu hafa beinlínis selt gistingu í skýlun- um. Til að bæta gráu ofan á svart hafa sums staðar verið dæmi um mjög slæma umgengni ferðamanna um skýlin. Þeir hafa t.a.m. stolið þar teppum og mat sem ætlaður var nauðstöddu fóki, eða gert sér hann að góðu vegna misskiln- ings. í gestabók eins neyðarskýlanna skrifaði erlendur sumarferðalangur eitt sinn eftirfarandi: „Ég þakka ágæta gistiaðstöðu, en maturinn Með auknum ferða- mannastraumi, segir Esther Guðmunds- dóttir, hefur hlutverk neyðarskýla SVFÍ víkkað út. hefði mátt vera betri.“ Sums staðar hafa verið unnin skemmdarverk á búnaði skýlanna, þ.m.t. á mjög dýr- um fjarskiptatækjum, þó svo að afar tryggilega hafi verið frá þeim geng- ið. Af ofangreindum orsökum hefur Slysavarnafélagið því sums staðar séð sig knúið til að fjariægja búnað sumra skýlanna yfir sumarmánuð- ina. Þar af leiðandi geta ferðamenn að svo komnu máli ekki treyst því að sumarlagi að nauðsynlegur bún- aður sé í skýlunum. Ekki fyrr en búið er að komast fyrir þann vanda sem af hinni illu umgengni hlýst. Afar áríðandi er í ferðum, ijarrri manna- byggðum, að geta látið vita af sér komi eitt- hvað alvarlegt upp á. Ferðamönnum er því bent á að hafa með sér svonefnda NMT-450 farsíma. Slík tæki eru orðin mjög algeng, samband næst frá flestum stöðum á land- inu, en Póstur og sími gefur út kort sem sýnir þá staði þar sem tækin virka ekki. Einnig ættu menn að hafa með sér GPS-staðsetningartæki til þess að geta gefið upp nákvæma staðar- ákvörðun í neyðartilvikum. Það get- ur flýtt mjög fyrir björgun. Til við- bótar má benda hér á að Flugbjörg- unarsveitin í Reykjavík leigir út svo- nefndan ARGOS-búnað, en með honum getur Flugbjörgunarsveitin fylgst nákvæmlega með ferðum þeirra sem þess óska og hafa búnað- inn meðferðis; ferðamaðurinn getur einnig auðveldlega látið vita af sér í neyð. Slæm umgengni um neyðarskýli Slysavarnafélagsins, og það tjón sem af henni hlýst, er vissulega vand- leyst úrlausnarefni fyrir félagið. Fjölmargt hefur verið gert til þess að bæta hér úr, m.a. að margbrýna góða umgengni fyrir ferðamönnum. Slysavarnafélagið mun halda áfram að vin..a að lausn þessara mála, því það er hinn nauðstaddi sem hér skiptir mestu máli og félaginu er að sjálfsögðu umhug að að tryggja öryggi hans. Höfundur er framkvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands. Esther Guðmundsdóttir Skemmtilegasta upplifunin ÞEGAR bekkjarfé- lagi minn dró mig 10 ára gamlan á æfingu hjá Iþróttafélagi fatl- aðra í Reykjavík óraði mig ekki fyrir því hvað það átti eftir að hafa mikil áhrif á líf mitt. Ég ákvað að fara vegna þess að ég hafði alltaf haft gaman af því að busla og hafði snemma orðið syndur. í sund- lauginni í Hátúni tók á móti mér Erlingur nokkur Jóhannsson, sem hafði bæði þjálfað ÍFR og landsliðið í nokkur ár. Hann fékk mig til þess að byija að mæta að staðaldri og eftir það varð ekki aftur snúið. Að 4 ára þrotlausum æfingum loknum fékk ég tækifæri til þess að fara á Ólympíuleika fatlaðra, sem haldnir voru í Suður-Kóreu. Það sem hafði verið draumur árin á undan var j nú orðið að veruleika. Eftir 20 tíma I flug lentum við í höfuðborginni Seoul þreytt, en samt mjög spennt. Þetta áttu eftir að verða einir þeirskemmti- legustu fjórtán dagar sem ég hafði upplifað. Landið, þjóðin og menning- in var svo allt öðru vísi en ég átti að venjast, framandi og spennandi. Á þessum tveimur vikum kynntist ég krökkum sem ég hef hitt reglu- fega síðustu árin og mikill vinskapur hefur myndast. Eftir þessa lífsreynslu ákvað ég að nú myndi ég stefna af krafti á leikana sem átti að haida að fjórum árum liðnum í Barcelona. Æfíngar voru auknar í allt að 30 klukkustund- ir á viku til að mæta sem best undir- . búinn á þessa glæsilegustu og fjöl- mennustu ólympíuleika sem haldnir höfðu verið. Ég varð ekki fyrir von- brigðum, því allt sem ég hafði ímyndað mér, og meira til, var til stað- ar. Nú, að enn einum fjórum árum liðnum, er farið að styttast í næstu leika, sem haldnir verða í Atlanta. Aðeins örfáir dagar í viðbót og lands- lið Islands mun marsera á aðalleikvanginn íyrir framan tugi þúsunda áhorfenda og í raun milijónir í viðbót, sem horfa á opnunarhátíðina í beinni útsendingu í sjónvarpi. Það væri ekki satt ef ég segði að ég væri ekki spenntur og eftirvænting- arfullur, því þótt þetta séu þeir þriðju sem ég fer á, þá er þetta alltaf jafn gaman. Ég held að ég mæli fyrir alla þá, er hafa farið á þessa stærstu íþrótta- hátíð, sem haldin er í heiminum fjórða BRIDS Umsjón Arnór G. R a g n a r s o n Sumarbrids FÖSTUDAGINN 2. ágúst mættu 16 pör til leiks og var spilaður tölvureikn- aður Howell tvímenningur með for- gefnum spilum. Spilaðar voru 15 um- ferðir með 2 spilum milli para. Meðal- skor var 0 og efstu pör urðu: Matthías Þorvaldsson - Gylfi Baldursson +67 Friðrik Jónsson - Brynjar Jónsson +52 Vilhjálmur Sigurðsson - Þráinn Sigurðsson +49 Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson +27 Þótt ég hafi þurft að fórna mörgu fyrir íþróttina, segir Ólafur Eiríksson, þá er það eitthvað sem ég mun aldrei sjá eftir. hvert ár, að þetta er skemmtilegasta upplifun sem ég hef lent í á minni stuttu ævi. Því get ég ekki annað en hvatt alla þá sem eru að æfa að staðaldri, til að leggja enn harðar að sér, því allt sem þarf er mikil einbeit- ing og áhugi, þolinmæði og enda- lausar æfingar. Þótt ég hafi þurft að fórna mörgu fyrir íþróttina, þá er það eitthvað sem ég mun aidrei sjá eftir. Þetta er nokkuð sem mun lifa í minningunni um ókomin ár. Höfundur er sundmaöur og keppir á Ólympíumóti fatladra í Atlanta. Að loknum tvímenningi var svo spil- uð útsláttarsveitakeppni með þátttöku fjögurra sveita. Úrslitaleikurinn, milli sveita Eggerts Bergssonar (Eggert, Jón Viðar Jónmundsson, Gylfi Bald- ursson og Matthías Þorvaldsson) og Rúnars Einarssonar (Rúnar, Helgi Bogason, Sveinn R. Eiríksson og Ólöf H. Þorsteinsdóttir) var æsispennandi og lauk með sigri þeirrar síðarnefndu, með tveggja impa mun. Sunnudaginn 4. ágúst mættu einnig 16 pör til spilamennsku. Spilaður var 7 umferða Monrad-Barómeter, 4 spil milli para. Meðalskor var 0 og efstu pör: Matthias Þorvaldsson - Sveinn R. Eiríksson +50 Ólafur Eiríksson Islendingar stóðu sig vel á Evrópumóti Mikill sveifluleikur gegii Norðmönnum BR.IDS Það var önnur tóntegund í sögn- Evrópumót 25 ára og yngri CARDIFF, WALES Evrópumót bridsspilara 25 ára og yngri var haldið 20.-28. júlí. í islenska liðinu voru Steinar Jónsson, Ólafur Jónsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Stefán Jóhannsson, Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson. Fyrirliði var Ragnar Hermannsson. ÍSLENDINGAR stóðu sig vel á Evrópumóti bridsspilara 25 ára og yngri sem haldið var fyrir skömmu í Wales. ísland endaði þar í 7. sæti í hópi 26 þjóða og átti lengi mögu- leika á 4.-5. sætinu. Norðmenn unnu mótið með yfir- burðum og Danir enduðu í 3. sæti. Þessar þjóðir verða fulltrúar Evr- ópu á næsta heimsmeistaramóti spilara 25 ára og yngri ásamt Rússum sem lentu í 2. sæti. Norð- urlöndin undirstrikuðu því enn og aftur sterka stöðu sína í evrópskum brids en árangur Rússa er athyglis- verður og ljóst að þeir munu blanda sér í baráttuna á Evrópumótum í opnum flokki fyrr en síðar. íslendingar og Norðmenn mætt- ust í 19. umferð. Þá voru íslending- ar í 5. sæti og hefðu þurft að vinna leikinn stórt til að eiga möguleika á verðlaunasæti. Þetta var baráttuleikur og sveiflurnar urðu býsna margar. Fyrst komust Norðmenn 25 impum yfir en síðan náðu íslendingar að jafna og í 11. spili tóku þeir for- ustuna: Austur gefur, enginn á hættu Norður ♦ G6 ¥ Á52 ♦ ÁD842 Vestur ♦ D74 Austur ♦Á10985 ♦ 74 ▼G1084 ♦ D93 ♦G103 ♦ 9765 + 8 Suður ♦ KD32 ♦ K76 ♦ K ♦ G962 ♦ ÁK1053 Við annað borðið sátu Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haralds- son AV og Bjorn Morten Mathisen og Christer Kristofferson NS: Vestur Norður Austur Suður MM CK SH BMM 2 spaðar pass pass 2 grönd pass 3 grönd// Magnús fann opnun á veikum tveimur með vesturspilin og það gerði Norðmönnunum erfitt fyrir því suður hefði getað átt minna fyrir 2 gröndum í verndarstöð- unni. Því lét norður 3 grönd nægja og Norðmennirnir misstu slem- muna. Við hitt borðið þurftu Ljósbrá Baldursdóttir og Stefán Jóhanns- son að glíma við norska sagnvenju sem hefur náð talsverðri útbreiðsiu í Evrópu: opnun á 2 tíglum sem sýnir a.m.k. 4-4 í hálitunum og veik spil. í AV sátu 0yvind Saur og Boye Brogeiand: Vestur Norður Austur Suður BB SJ 0S LB 2 tíglar pass 2 hjörtu 2 grönd pass 4 grönd pass 6 lauf/// Sturla Snæbjömsson - Cecil Haraldsson +27 EyþórJónsson-VíðirJónsson +23 Georg Sverrisson - Bemódus Kristinsson +22 Aftur var svo spiluð sveitakeppni að tvímenningnum loknum. 6 sveitir tóku þátt og til úrslita spiluðu sveit Jóns Stefánssonar (Jón, Sveinn Sigur- gerisson, Matthías Þorvaldsson og Sveinn R. Eiríksson) og sveit Lárusar Hermannsonar (Lárus, Guðlaugur Sveinsson, Rúnar Lárusson og Magn- ús Sverrisson) Sveit Jóns sigraði með 29 impum gegn 4. Gylfi Baldursson vikumeistari Lokastaðan í vikukeppninni var eft- irfarandi: unum við þetta borð því Ljósbrá gat sagt 2 grönd beint yfir 2 hjört- um og þannig gefið til kynna sterk- ari spil en Mathisen við hitt borðið. Stefán bauð upp á slemmu með 4 gröndum, sem Ljósbrá þáði. 12 slagir voru auðveldir þrátt fyrir laufaleguna og ísland græddi 10 impa. Spennandi spil Norðmenn náðu forustunni aftur í næsta spili en svo tóku íslending- arnir við og höfðu náð 15 impa forustu þegar tveimur spilum var ólokið. Og næstsíðasta spilið var spennandi: Norður gefur, AV á hættu. Vestur Norður ♦ ÁG3 ¥D75 ♦ Á82 ♦ 9843 Austur ♦ 98642 ♦ 1075 ¥- ¥ K642 ♦ 109763 ♦ - ♦ Á72 Suður ♦ KDG1065 ♦ KD ¥ ÁG10983 ♦ KDG54 ♦ - Við annað borðið sátu Magnús og Sigurbjörn NS og þeir voru ekki lengi í réttu slemmuna: Vestur Norður Austur Suður BMM MM CK SH - pass pass 1 hjarta pass 2 lauf dobl 4 lauf pass 4 tíglar dobl 4 spaðar pass 6 hjörtu// 2 lauf Magnúsar spurðu um opnun Sigurbjörns sem sýndi laufastuttlit og slemmuáhuga með 4 laufum. Síðan skiptust NS á fyrirstöðusögnum áður en Magnús stökk í slemmuna. Kristofferson útspilsdoblaði 4 tígla en Mathiesen spilaði út laufi og Sigurbjörn trompaði og tók hjartaás og spilaði meira hjarta svo vörnin fékk aðeins einn slag á tromp. 980 til íslands. Eftir tígulútspil hefði Sigurbjörn þurft að taka hjartasvíninguna til að vinna spilið. Við hitt borðið opnaði norður í fyrstu hendi en sagnir tóku síðan óvænta stefnu: Vestur Norður Austur Suður LB BB SJ 0S - 1 lauf 2 lauf 2 hjörtu 3 lauf 4 hjörtu pass 5 lauf pass 5 tíglar dobl pass pass redobl/// 2 lauf Stefáns voru eðlileg þótt Brogeland hefði opnað á eðlilegu laufi. 2 hjörtu voru krafa í geim og 4 hjörtu Brogelands sýndu því lágmarksopnun. Suður hóf samt slemmuleit og þegar norður sagði frá tígulfyrirstöðu sá Stefán ekk- ert því til fyrirstöðu að dobla til að benda á útspil. En þegar norður redoblaði til að sýna fyrstu fyrir- stöðu í tígli passaði Saur! Þetta hefði verið óskemmtilegur samningur eftir laufakóng út því þá nær vörnin að stytta blindan í trompi. En Stefán valdi þess í stað hjartaútspii og þegar Brogeland hleypti því á drottninguna heima gat vörnin ekki komið í veg fyrir að sagnhafi fengi 12 slagi. 1.000 til Noregs og 1 impi. í síðasta spilinu græddu Norð- menn síðan 10 impa en Island vann leikinn 59-55 eða 16-14. Guðm. Sv. Hermannsson bronsstig Gylfi Baldursson 80 Matthías Þorvaldsson 58 Ómar Olgeirsson 55 ísak Örn Sigurðsson 46 Jón Hjaltason 42 Vilhjálmur Sigurðsson 33 Þráinn Sigurðsson 33 Að launum þiggur Gylfi glæsilegan kvöldverð fyrir tvo. Staðan í Hornafjarðarleiknum breyttist í vikunni, þannig að Gylfi Baldursson er nú efstur með 80 stig dagna 30. júlí til 2. ágúst og er Eirík- ur Hjaltason því kominn í annað sæt- ið, en hann er með 76 stig, skoruð dagana 15. til 18. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.