Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINDÓR MARTEINSSON gullsmiður, lést 31. júlí síðastliðinn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir okkar hönd og annarra vanda- manna, Þorgeir Lawrence, Guðríður Steindórsdóttir, Gunnar Þorvaldsson, Herdi's Bjarney Steindórsdóttir, Snæbjörn Þór Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLAFÍA GUÐNADÓTTIR, Iðufelli 8, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur þriðjudaginn 6. ágúst sl. Þórður Erlendsson, Pia Luoto, Guðlaug Erlendsdóttir, Vilhjálmur Wiium, María Dröfn Erlendsdóttir, Ásgeir Ingólfsson, Hjalti Reynir Ragnarsson, Jóna Guðmunda Ingadóttir og barnabörn. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og fósturfaðir, GUÐJÓN K. GUÐJÓNSSON bifvélavirki, Laugarnesvegi 108, Reykjavík, er lést þann 29. júlí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 8. ágúst, kl. 13.30. Haraldur Guðjónsson, Þórunn M.J.H. Ólafsdóttir, Ólafur Guðjón Haraldsson, Haraldur Þór Haraldsson, Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir, Sævar Símonarson. JOHANN FRIÐÞÓRSSON -4- Jóhann Frið- 1 þórsson fæddist á Akureyri 10. ág- úst 1940. Hann lést 28. júlí síðastliðinn. Foreldrar Jóhanns voru Friðþór Jak- obsson, f. 6.10. 1885, d. 10.1. 1944, og Fanney Jó- hannsdóttir, f. 13.7. 1910. Jóhann átti einn bróður, Jakob, f. 12.8.1943, kvænt- ur Báru Eiðsdóttur, f. 12.2. 1943, og eiga þau þrjú börn, Friðþór, f. 21.9. 1960, Herdísi, f. 19.9. 1963, og Mörtu, f. 17.6. 1969. Jóhann kvæntist Þórunni Eyjólfsdóttur, f. 21.5.1943, þau slitu samvistum. Sonur þeirra er Eyjólfur, f. 26.9. 1964, í sam- búð með Elfu Hrönn Guð- mundsdóttur, f. 17.2 1965. Jóhann lauk prófi í bifvéla- virkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík 22. júní 1963 og hlaut síðar meistaragráðu í þeirri iðn. Útför Jóhanns fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Andlátsfregn Jóa vinar míns og svila kom vissulega óvænt en kom mér þó ekki alveg á óvart. Kynni okkar hófust fyrir rúmum 3 áratug- um þegar við um svipað leyti vorum að gera hosur okkur grænar fyrir þeim systrum Þórönnu og Bjarg- eyju. Með okkur tókst strax góður vinskapur sem hélst alla tíð, þrátt fyrir að leiðir þeirra Þóru hafi skil- ið fyrir nokkru. Jói vann við ýmis störf, m.a. sjó- mennsku áður en hann fór í Iðnskól- ann og nam bifvélavirkjun. Hann stundaði verklegt nám hjá P. Stef- ánsson og vann síðan um árabil á bifreiðaverkstæði Heklu hf. Að fengnum meistararéttindum hóf hann sjálfstæðan at- vinnurekstur á verk- stæði í Hlíðunum. Þar vann hann í sinni grein allt fram á síðasta dag. Volkswagen bjallan hóf _ sigurgöngu sína um ísland á þeim árum sem Jói var að læra og varð hann þar af leiðandi sérfræðingur í öllu sem að henni laut. Nokkrum sinnum varð ég vitni að því þegar hann tók mótor úr bjöllu á aðeins örfáum mínútum. Hann var einstaklega flinkur bifvélavirki og fljótvirkur, en vandvirkur um leið. Það kom því nokkuð af sjálfu sér að allir mínir bílar nutu góðs af kunnáttu hans og síðan komu bílar allra annarra í fjölskyldunni, for- eldra, systkina, systkinabarna og vina. Allir sem leituðu einu sinni til hans komu aftur. Verðlagið var í lágmarki og heldur lægra ef eitt- hvað var. Allt virtist leika í höndun- um á honum á honum og átti það við um fleira en bíla. Jói var ljós yfirlitum, meðalmað- ur á hæð og sterklega byggður, kvikur í hreyfingum og léttur á sér. Hann var geðgóður og hvers manns hugljúfi sem honum kynnt- ist. Þau Þóra og Jói hófu búskap á heimili tengdaforeldra hans. Hann reyndist þeim Eyjólfi og Vilhelmínu hinn besti tengdasonur og var alla tíð ákaflega hlýtt á milli þeirra. Sonurinn Eyjólfur fæddist þeim Þóru á þessu tímabili og varð auga- steinn afa og ömmu. Seinna flutt- ust þau í eigið húsnæði í Árbæjar- hverfi og síðar í Breiðholtið. Þóra og Jói dvöldu oft í sumar- fríum hjá okkur Bjargeyju í Lux- emburg og tvisvar slóst hann í för með mér til Austurlanda. í fyrra t Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA JÓHANNESDÓTTIR, Hlíðartúni 8, Mosfellsbæ, er látin. Jóhannes Helgi Jónsson, Björg Sigríður Jónsdóttir, Helga Elsa Jónsdóttir, Hrönn Jónsdóttir, Matthildur Jónsdóttir, Marsibil Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Ingibjörg Kristin Jónsdóttir, Elín Jónsdóttir, Matthías Jón Jónsson, Margrét Guttormsdóttir, Jón Guðmundsson. Björn Stefán Bjartmarz, Bolli Þ. Gústavsson, Ferdinand Þ. Ferdinandsson, Jóhanna Sigríður Einarsdóttir, Ingólfur Þ. Hjartarson, Elías B. Jónsson, börn og barnabörn. r t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA FINNBOGADÓTTIR, Tjarnalandi, I Eyjafjarðarsveit, lést í Kristnesspítala 4. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Munkaþverár- kirkju laugardaginn 10. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Helgi Sigfússon, Hrefna Hreiðarsdóttir, Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir, Guðmundur Logi Lárusson, Lilja Guðmundsdóttir, Jóhanna Kristfn Júlíusdóttir, *_»vavca ■ iicwuuiðuuuil, Gunnhildur Freyja Theodórsdóttir, Jóhann Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. Sundlaugarsjóð Kristnesspítala. Díana Sjöfn Helgadóttir, Ólafur Helgi Theodórsson, Fanney Theodórsdóttir, Kristján Helgi Theodórsson, Vigdís Helga Theodórsdóttir, Finnbogi Helgi Theodórsson, Auður Theodórsdóttir, Theodór Theodórsson, MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR + Ólafía Margrét Guðjónsdóttir var fædd á ísafirði, 13. júní 1926. Hún lést 28. júlí síðast- liðinn á Landspital- anum. Foreldrar hennar voru Guð- jón Davið Brynj- ólfsson f. 19.10. 1887, d. 28.5. 1978, og Guðrún Jóns- dóttir, f. 1.5. 1897, d. 7.5. 1989. Ólafía átti tvo bræður, Ólaf sem er látinn, og Jón sem býr á Isafirði. Ólafía Margrét giftist Kára B. Jónssyni prentara á Akureyri 1953, en þau skildu. Hún lauk námi frá Hjúkrunar- skóla íslands vorið 1951 og vann við hjúkrun allan sinn starfsaldur. Útför Ólafíu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. í dag er gerð útför Margrétar Guðjónsdóttur hjúkrunarfræðings, en hún lést 28. júlí sl. eftir stutta sjúkralegu. Margrét veiktist fyrir rúmu ári síðan og vorum við bjart- sýnar á að hún hefði sigrast á sjúk- dómnum, en þegar við hollsysturnar hittumst í vor til að fagna 45 ára útskrifarafmæli okkar, sáum við að hún gekk ekki heil til skógar. Samt glöddumst við að geta átt saman þessa kvöldstund. Einnig gátum við glaðst með henni á 70 ára afmæli hennar 13. júní sl. á heimili hennar. Magga trúði því að hún myndi sigrast á þessum veik- indum, en 24. júlí veiktist hún hastarlega og var lögð inn á Land- spítalann og lést þar 28. júlí eins og áður hefur komið fram. Magga er sú þriðja til að kveðja þennan heim úr þeim tvólf manna hópi sem út- skrifaðist 1951 frá Hjúkrunarskóla ís- lands. Við höfum verið duglegar að halda hópnum saman, alltaf hist 3-4 sinnum á ári og glaðst saman. Allar höfum við unnið við hjúkrun meira eða minna frá út- skrift. Við minnumst Möggu með virð- ingu og þökk fyrir öll árin sem við áttum saman, hvíl í friði, kæra vin- kona. Þegar æviröðull rennur, rökkva fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber. Drottinn elskar - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson) Steina Scheving. Nú legg ég augun aftur, ó,Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil.svo ég sofi rótt. skiptið var ég að fara mína jómfrú- arferð sem flugstjóri á vegum Car-. golux. Gömlu skrúfuvélarnar voru enn við lýði hjá flugfélaginu og ferð- in varð öll ævintýri líkust. Jói tal- aði oft um þessar ferðir og þótti það mikil upplifun að koma til Hong Kong og fleiri fjarlægra borga. Fjölskyldur okkar áttu saman sumarbústað í Grafningnum. Jói lagði mikla vinnu og alúð í að dytta að húsinu og lagfæra og snyrta í kringum það. Hann var mjög áhugasamur þegar við hófum gróð- ursetningarherferð á lóðinni fyrir nokkrum árum. Það kom snemma í ljós að Jói var ákaflega barngóður og dætur okkar hændust að honum og þótti afskap- lega vænt um hann. Það má segja að hann hafi verið góður öllum sem að honum stóðu og til hans leituðu. Ógæfa hans var Bakkus og átti hann við það vandamál að stríða stóran hluta ævinnar. Það setti á líf hans mark og leiddi um síðir til þess að hjónabandið leystist upp. Að lokum gafst líkaminn upp og Jói kvaddi þetta líf langt um aldur fram. Við Bjargey og dætur okkar, Sigrún, Dögg og Tinna, sendum Eyjólfi, Elvu, Fanneyju, Jakobi og öðrum ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um ljúfan dreng mun lifa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Pétur Valbergsson, Lúxemborg Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er minnast margs er að sakna Guð þerri tregatárin stn'ð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigrún Eyjólfsdóttir. Margrét Guðjónsdóttir vinkona okkar og Oddfellow-systir er látin eftir erfið veikindi. Margrét fæddist á ísafirði, þar ólst hún upp við mik- ið ástríki foreldra sinna Guðrúnar Jónsdóttur og Guðjóns Brynjólfs- sonar. Hún átti tvo bræður, Ólaf sem var elstur þeirra systkina, en hann er látinn og Jón Brynjólf sem kvæntur er Geirþrúði Charlesdótt- ur, þau búa á ísafirði og eiga þijú börn. Sem ung stúlka fór Margrét til náms í Hjúkrunarskóla íslands og útskrifaðist þaðan árið 1951. Að því loknu hóf hún hjúkrunarstörf við Kristneshæli í Eyjafirði. Þann 4. Apríl 1953 giftist Margrét Kára Braga Jónssyni prentara frá Akur- eyri fæddur 21. Júlí 1930. Þau áttu mörg góð ár saman og fallegt var heimili þeirra þar. Hún vann við Fjorðungssjúkrahúsið á Akur- eyri í nokkur ár eða þar til þau fluttust til Reykjavíkur þar sem hún starfaði við hinar ýmsu sjúkra- stofnanir m.a. sem deildarhjúkrun- arkona á Kleppsspítala. Margrét og Kári slitu samvistum, en áður höfðu þau tekið foreldra Margrétar inn á heimili sitt og hlúð að þeim í ellinni. Seinni eiginmaður Margrétar var Sigurður Skúlason sem er nýlátinn. Hinn 13. júní sl. á 70 ára afmæl- isdegi Margrétar áttum við undirrit- aðar ásamt nánustu ættingjum hennar ánægjulegan og eftirminni- legan dag á heimili hennar í Ból- staðahlíð. Engum duldist hve sjúk hún var orðin. Hún var æðrulaus og kjörkuð, jafnframt var hún ein- staklega þakklát þeim sem fylgdust með henni í ströngum veikindum hennar. Að síðustu viljum við þakka Margréti góða viðkynningu og ljúfa samfylgd. Blessuð sé minning henn- ar. Ása, Elín, Jóhanna og Sigurlaug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.