Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 37 ISLEIFUR HEIÐAR KARLSSON + ísleifur Heiðar Karlsson fæddist 26. júlí 1972 í Reykjavík. Hann lést 21. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hjallakirkju í Kópa- vogi 29. júlí. Það er ekki langt síðan, finnst okkur, að við stóðum sex ára pjakk- ar fyrir utan Snælandsskóla og vorum að hefja skólagönguna. Skól- inn okkar var tiltölulega ungur og margir okkar nýfluttir í hverfið. Við þekktumst því ekki allir mjög mikið. En í Snælandsskóla tóku við ómetanleg ár þar sem gleði ísleifs og vinátta áttu stóran þátt. Það er margt sem rifjast upp þegar við hugsum um allt það sem við gerðum og gengum í gegnum með Isleifi í Snælandsskóla. Minningar sem tengjast námi, leikjum og íþróttum, en í öllu þessu stóð ísleifur framar- lega, ef ekki fremstur. ísleifur hafði mikið keppnisskap og kom það fram í nær öllu sem hann gerði. Við hinir reyndum að keppa við hann eftir bestu getu í stærðfræði, fótbolta, handavinnu, langstökki og stafsetningaræfíng- um. ísleifur hafði líka skemmtilegan húmor. í sjöunda bekk var hann lykilmeðlimur í Hageström tríóinu sem var stofnað fyrir söngvakeppni Snælandsskóla og söng skandinav- ískar útgáfur af þekktum lögum. Tríóið tróð óvænt aftur upp ári síðar þegar danskir handavinnukennarar heimsóttu skólann við mikla hrifn- ingu þeirra. En þó að ísleifur væri alltaf hress og til í að vera með, þá gat skynsemi hans og agi orðið öðru yfirsterkari. Einu sinni þegar við vorum átta ára hélt ísleifur af stað með nokkrum vinum í ævintýraferð í Fossvoginn. Við vorum ekki komn- ir langt þegar ísleifur neitaði allt í einu að fara lengra. Sama hvað við hinir reyndum að mikla fyrir honum hvað beið okkur í Fossvoginum, þá varð ísleifi ekki haggað. ísleifur hafði þekkt ytri mörk leyfílegs leik- svæðis síns og ætlaði ekki að óhlýðn- ast foreldrum sínum. Þegar grunnskólanum lauk fóru menn í mismunandi áttir og sam- bandið minnkaði eins og gengur. Samt var alltaf gaman að hitta ísleif, slá á létta strengi og riíja upp gamlar minningar. Þessar minningar eru núna það eina sem við höfum eftir um æskuvin okkar. Við vottum fjölskyldu og ættingj- um ísleifs samúð okkar. F.h. félaga úr Snælandsskóla, Stefán Arni Auðólfsson, Ymir Vésteinsson. Fljótlega á grunnskólaárunum kynntumst við ísleifur og tókst með okkur góður vinskapur sem dafnaði og höfum við ætíð haldið góðu sam- bandi. Það var svo fyrir nokkrum árum að hann kynntist góðri stúlku, Heiði Hjaltadóttur. Hófu þau sam- búð og fluttust fljótlega til Akur- eyrar þar sem þau bjuggu um nokk- urt skeið. Æskustöðvarnar toguðu þó í og varð úr að þau flyttust í Kópavoginn. Þar komu þau sér upp góðu og fallegu heimili í Ástúni 8. í vor sagði ísleifur mér að þau ættu von á barni nú í sumar. Það MINNINGAR voru því góðar fréttir þegar hann sagði mér um daginn að hann hefði eignast dreng. Hamingjan og fram- tíðin blasti við þeim og allt virtist ganga að óskum. En _svo kom reiðarslagið. Vinur minn ísleifur hafði yfirgefið þennan heim. Það er erfitt og sárt að þurfa að kveðja góðan vin í blóma iífsins og eftir sitja sorgmædd unnusta, barn og fjölskylda. En minningin um traustan og góðan vin mun aldrei gleymast. Lars. Það eru margar minningar sem við fjölskyldan eigum um góðan vin, sem við kveðjum nú. Við munum ísleif fyrst glaðan, hæglátan og feiminn en ærslafullan í leik sínum hér í götunni á frumbýl- isárum okkar. Frá unga aldri hafði ísleifur mikinn áhuga á íþróttum og það voru ófá skiptin þar sem hann hafði betur þegar strákarnir í götunni reyndu með sér í hlaup- um. Seinna varð hann sigursæll á hlaupabrautinni og keppti hann fyr- ir hönd Breiðabliks. Við sáum hann verða að ungum fulltíða manni sem hafði stofnað heimili með unnustu sinni henni Heiðu og saman áttu þau lítinn dreng, Hjalta Þór. Samverustundanna sem við átt- um með þér minnumst við með gleði og þökk. Kæri vinur, megir þú frið- ar njóta í ljósinu eilífa. Elsku Valborg og Kalli, Rúna og fjölskylda, Dísa og fjölskylda, Stebbi, Heiður og Hjalti Þór, orð megna lítið í ykkar miklu sorg. í bók Kahlil Gibran, Spámanninum, stendur: „Þegar þú ert sorgmædd- ur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Fjölskyldan Víðigrund 15. SIGURJÓN RÓSMUNDSSON MAGNÚS SKARPHÉÐINN RÓSMUNDSSON + Sigurjón Rósmundsson fæddist 1. desember 1928. Hann lést 14. janúar síðastlið- inn. Magnús Skarphéðinn Rós- mundsson fæddist 20. septem- ber 1920. Hann lést 27. janúar síðastliðinn. Þeir bræður voru synir hjón- anna Rósmundar Jóhannssonar og Jónínu Guðbjargar Sigurð- ardóttur á Gilsstöðum í Selár- dal og eru þeir jarðsettir í heimagrafreit á Gilsstöðum. Mig langar til að minnast, þótt seint sé, föðurbræðra minna Sigur- jóns Rósmundssonar og Magnúsar Skarphéðins Rósmundssonar. Ég minnist Sigutjóns fyrst sem bónda á Grænanesi, þar sem systir hans Guðbjörg, sem einnig er dáin, hélt bú með honum. Ég var í sveit eitt sumar hjá þeim systkinum og leið mjög vel. Gaman var að vitja silungsnetanna með frænda og læra að hekla og prjóna fyrstu pijónana hjá frænku. Siguijón hafði mjög gaman af söng. Yndi hafði hann af ferðalögum, og þar sem hann var með þeim fyrstu, sem eignaðist jeppa í sveitinni, fór hann oft til Hólmavíkur og rak þar erindi sveit- unga sinna, því hann var greiðvik- inn og glaðlyndur. Hann brá búi að Grænanesi og Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Wo.rd og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um mú lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við tneðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. fluttust þau systkinin þá að Geir- mundarstöðum, sem er innar en Grænanes í Selárdal á Ströndum. Þangað flutti svo Skarphéðinn bróðir þeirra systkina til þeirra, þá eftir langa og erfiða legu á Vífils- stöðum vegna berkla og seinna á Kristneshæli, þar sem hann var tvíhöggvinn, sem kallað var. Þrátt fyrir þær aðgerðir náði hann ekki fullri heilsu aftur. Eftir það var hann æfinlega í skjóli Siguijóns eða svo gott sem til dauðadags. Það liðu aðeins 13 dagar frá dauða Sigur- jóns þar til Skarphéðinn lést. Siguijón og Skarphéðinn voru synir bændahjónanna Rósmundar Jóhannssonar og Jónínu Guðbjarg- ar Sigurðardóttur að Gilsstöðum í Selárdal. Á það heimili var gott að koma og minningar þaðan eru um lestur góðra bóka, ljóðlist, tafl- mennsku, friðsemd, góðmennsku og ást á jörðinni og dalnum. Sigur- jón ólst þar upp, en Skarphéðinn fluttist að Sunddal í Bjarnafirði með móðurömmu sinni Ingibjörgu þegar hann var fimm ára. Hann var þar til fullorðinsára eða þar til hann veiktist. Enginn skal þó halda að Héðinn hafi verið öðrum byrði því hann var vinnusamur og hjálpsam- ur og gekk að bústörfum, innan húss sem utan, þrátt fyrir mikinn heilsubrest. Á Gilsstöðum er heimagrafreitur, þar sem bræðurnir tveir voru born- ir til hvílu hjá foreldrum sínum og skyldmennum ungum og öldnum, sem farin voru á undan þeim. Selár- dalurinn og sérlega Gilsstaðir eru ættfólkinu heilög jörð. Því læt ég að endingu tvær vísur úr löngu lof- kvæði eftir elsta bróðurinn frá Gils- stöðum, Sigurð Rósmundsson, mæla fyrir munn þeirra og okkar allra hveijum augum ættfólkið leit dalinn sinn. Til er dalur í faðmi fjalla fagur vaxinn um brún og hjalla, gróa þar víða grösin smá. Hann er litfögrum skógi skrýddur skærum rósum og stráum prýddur, niður hann elfa bunar blá. Litrik feprð í friði og gleði, fullkomna skapar ást í geði, gott er að mæta svoddan sjón. A ári hveiju hún er til boða öllum sem vilja dalinn skoða, tíð þá vefur í vori frón. Fyrir hönd systkina og systkina- barna, Fanney Sigurðardóttir. + Elskulegur frændi okkar, HALLDÓR HÁVARÐSSON, Efrifljótum 1, Meðallandi, sem lést 2. ágúst verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 10. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd systkinabarna, Hávarður Ólafsson. + Elskuleg frænka okkar, ÞÓRUNN ÁSGEIRSDÓTTIR frá Hvftanesi, sem lést 30. júlí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu- daginn 9. ágúst kl. 13.30. Systkinabörnin. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET KARLSDÓTTIR, Skipasundi 76, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudag- inn 2. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. ágúst kl. 15.00. Sigtryggur Flóvent Albertsson, Sigríður Sigtryggsdóttir, Hreinn Björnsson, Sigrún Sigtryggsdóttir, Samúel Óskarsson, Sigurður Sigtryggsson, Sigrún B. Geirdal, Karl Sigtryggsson, Kristjana Rósmundsdóttir, Elsa Sigtryggsdóttir, Oddur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur föðurbróðir minn, SÖLVI JÓNSSON, Hofsósi, verður jarðsunginn frá Hofsósskirkju laugardaginn 10. ágúst kl. 14.00. Margrét Guðleifsdóttir, Siglufirði. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG G. ÁGÚSTSDÓTTIR, Kleppsvegi 48, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 9. ágúst, kl. 10.30. Loftur Loftsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Bjarni Daníelsson, Guðríður Loftsdóttir, Matthías Hjálmtýsson, Inga Rósa Loftsdóttir, Loftur Loftsson, Guðrún Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Mosfellskirkju föstudaginn 9. ágúst kl. 13.30. Þorbjörn Ásgeirsson, Birgir Ásgeirsson, Herdís Einarsdóttir, Helgi Ásgeirsson, Ásdís Baldvinsdóttir, E. Birgir Blandon, Aðalheiður Guðgeirsdóttir, Anna Sigríður Oddgeirsdóttir, Svanfrföur Oddgeirsdóttir, Stefán A. Stefánsson. + Sendum okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem studdu okkur með hlýhug og kærleik vegna andláts drengsins okkar, NIKULÁSAR HALLDÓRSSONAR. Ásta Hermannsdóttir, Halldór Halldórsson, Tinna K. Halldórsdóttir, Henný Lind Halldórsdóttir, Anna Nikulásdóttir og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.