Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ferdinand Sæll, Sámur ... hvernlg Mér líður vel í dag ... er lífið í skotgröfunum? kokkurinn gaf mér nokkrar auka pönnukök- ur... BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson URTAN í Húsdýragarðinum hafnaði kópnum sínum. Honum var ekki hugað líf um tíma, en er nú orðinn sprækur og hefur hlot- ið nafnið Snerra. Ekkí kópsvanda- mál heldur mannavandamál Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: ENGUM heilvita manni virðist hafa dottið það snjallræði í hug að kóps- vandamálið í Húsdýragarðinum stafi af fangelsun dýranna óravegu frá eðlilegum heimkynnum þeirra. Ekki nokkrum. Ekki einu sinni við- fangsefnalausa dagskrárgerðar- stóðinu í öllu landinu. Og er þá mikið sagt. En lengi skal liðið reyna. Auðvitað var og er ekkert að vesalings selsmóðurinni né kópnum hennar nýfædda í Húsdýragarðin- um. Því auðvitað eru það aðstæð- urnar og ekkert nema aðstæðurnar sem gerðu móðurina afhuga af- kvæmi sínu. Eða hvers vegna halda menn til dæmis að háhyrningar lifi aðeins 8 til 16 ár að meðaltali í dýragörðum á sama tíma og þeir verða 60 til 80 ára gamlir úti í náttúrunni? Og í þeim dýragörðum eru þó margfalt betri aðstæður fyr- ir þá en íslenski Húsdýragarðurinn hefur og mun nokkurn tímann geta boðið upp á fyrir sína óhamingju- sömu fanga? Spyr sá sem ekki veit. Sama sagan Það er sama sagan alls staðar í veröldinni þar sem dýr eru höfð í fangelsum. Alls staðar sýna þau af sér afbrigðilega hegðun í ýmsu formi. Annaðhvort að þau vanræki afkvæmi sín, eða hreinlega verði þeim algerlega afhuga strax við fæðingu. Og ófá eru dæmin um dýr sem þurfti að aflífa eftir að þau voru orðin svo illa geðveik eftir ýmist langa eða stutta fangelsun af þessum toga að ekki þótti annað ráðlegt. Stundum voru þau reyndar orðin svo mikið geðveik að hættu- legt var að vera nærri þeim. Þekkt eru líka dæmin úr dýragörðum er- lendis þar sem „greindari“ dýr en önnur eru fangelsuð og höfð til sýnis fyrir mannfólkið á sunnudög- um, að þau svelti sig til ólífis. Ófá slík dæmi eru til af hvölum í vatns- búrum. Skiptir þá engu máli þótt allt sé nánast á floti af mat í kring- um þá til að reyna að bjarga þeim. Allt kemur fyrir ekki þegar þeir virðast hafa ákveðið að farga sér burt úr þessum heimi. Þeir vilja í slíkum tilvikum ekki fyrir nokkurn mun gista þennan óvelkomna stað lengur. Heimsmet Það lætur nærri að uppundir helmingur allra veiddra háhyrninga hér við land, sem seldir hafa verið þrælasali af fræðslustjóranum í Hafnarfirði Helga Jónssyni undan- farna áratugi, hafi svelt sig til bana á unglings- eða táningsárum sínum í hinum aðskiljanlegustu sædýra- görðum erlendis. Þess ber að geta í þessu sambandi að góðmennið á fræðsluskrifstofunni hefur verið forsvarsmaður þrælasölufyrirtæk- isins Fauna sem hefur þann ein- staka heiður að hafa komið flestum háhymingum í veröldinni í manna- fangelsi til að sýnast á hátíðis- og tyllidögum okkar mannanna. Því þessi iðnaður gaf og gefur vel í aðra hönd. í þessu eigum við íslend- ingar heimsmet eins og öðru. Og ekki bara heimsmet miðað við hausatölu, heldur Heimsmetið með stórum staf og greinir. Skepnuskapur Og auðvitað nær það engri átt að hugsandi fólk láti svona skepnu- skap óátalinn. Eða hvað fyndist þér lesandi góður um það að verða nú „veiddur" með klækjabrögðum af einhverri annarri dýrategundinni, þér algerlegea að óvörum, og farið með þig til apaheima eða tii ein- hvers annars enn verri staðar, og hafður þar til sýnis í búri það sem eftir væri stuttrar en ömurlegrar ævi þinnar þar eftir það? Ég er ansi hræddur um að allir nema fræðslustjórinn í Hafnarfirði og for- stöðumaður Húsdýragarðsins í Reykjavík myndu svara því að það vildu þeir ekki. En ég geri samt fastlega ráð fyrir því að þeir tví- menningarnir væru að skrökva til þess eins að halda andlitinu svo að krumpað siðferði þeirra hrynji ekki alveg til grunna í allra augsýn. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, félagi í Hvalavinafélagi íslands. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.