Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 52
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 é }- - ■ 1 1 Iiölfo 1 ® l^pVfectraP^ 9 <Ö> »AS/400 er... ...mest selda — jjv fjölnotenda viðskiptatölvan í dag MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX Fiskistofa lokar fisk- markaði FISKMARKAÐI Breiðafjarðar hefur verið lokað vegna þess að húsnæði markaðarins uppfyllti ekki kröfur Evrópusambandsins um vinnsluleyfishafa. Starfsmenn Fiskistofu hafa á þessu ári skoðað flest fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa vinnsluleyfi og segir Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri, að um 50 fyrirtæki hafi misst vinnslu- leyfið frá því að reglur ESB tóku gildi um síðustu áramót. „Fiskmarkaður Breiðafjarðar er ekki fyrsti fiskmarkaðurinn sem missir vinnsluleyfið því að hús- næði Fiskmarkaðs Þorlákshafnar var heldur ekki fullnægjandi. Þeir hafa opnað aftur, en á nýjum stað, því það svaraði ekki kostnaði að gera gamla húsnæðið upp,“ sagði Þórður. Útibú Fiskmarkaðar Breiða- fjarðar á Rifi fullnægði skilyrðum fyrir vinnsluleyfi og hefur fiskur sem hefur komið á markaðinn í Ólafsvík verið fluttur þangað. - Gægztupp fyrir sjón- deildarhring ÞESSI ungi maður, Darri Ragn- arsson, hefur líklega takmarkað gagn af útsýnisskífunni við Mý- vatn, því að hann er ekki nógu hár í loftinu til að sjá ofan á hana. Síðar meir hefur hann kannski líka meiri áhuga á nöfnunum í mývetnska fjallahringnum. -----»■ ■♦ ■■»- ÍS-menn í Rússlandi Stefnt að endurnýjun samningsins við UTRF ÞRÍR menn frá íslenzkum sjávaraf- urðum eru nú á leið til Rússlands. Þar munu þeir ræða við stjórnendur útgerðarfélagsins UTRF á Kamts- jatkaskaga í Rússlandi um framhajd þeirrar samvinnu, sem hófst milli IS og UTRF fyrir u.þ.b. ári. ÍS hefur tekið að sér að stjórna útgerð og fiskvinnslu rússnesku út- gerðarinnar og jafnframt að selja afurðir fyrirtækisins. Á síðasta ári var samið um fjölþætt samstarf þess- ara aðila til eins árs, en með áfram- haldandi samstarf í huga. Vinnan með Rússunum hefur aukið veltu IS verulega, svo og tekjur féiagsins. Hermann Hansson, formaður stjórnar ÍS, segir að stefnt sé að því að ná niðurstöðu í þessari för og sé það von manna að samningur til lengri tíma en eins árs náist. „Það hafa, eins og eðlilegt má teljast, komið fram ýmsir hnökrar á samningnum eins og hann var þetta fyrsta ár. Unnið hefur verið að því að sníða þá af og ljóst er að í grunn- atriðum verður um svipaðan samning að ræða, verði af honum. Þá mun ÍS halda áfram að stjórna veiðum og vinnslu skipa UTRF og sjá um sölu afurðanna,“ segir Hermann. Póstur og sími hefur endursölu á alnetstengingum Keppinautar teija P&S njóta fríðinda og aðstöðumunar JÓN Ingi Þorvaldsson, starfsmaður tæknideildar Nýheija, segir að samkeppnissvið Pósts og síma njóti aðstöðumunar við sölu á alnets- þjónustu. Jón Ingi segir að þeir sem kaupa upphringisamband af öðrum endurseljendum og búa utan höfuðborgarsvæðisins þurfi að greiða utanbæjarskref en viðskiptavinir P&S greiði hins vegar fyrir þau líkt og um staðarsímtöl sé að ræða, sama hvar er á landinu. A Verðbréfaþing Islands Bankaeftirlitið kannar sýnd- arviðskipti ÞÓRÐUR ÓLAFSSON forstöðu- maður bankaeftirlits Seðlabankans segir fréttir af hugsanlegum sýnd- arviðskiptum á Verðbréfaþingi gefa tilefni til þess að bankaeftirlitið kanni málið. Hins vegar sé ekki meira um það að segja að svo stöddu. Þá hyggst Verðbréfaþing íslands athuga hvort draga megi úr áhrifum smærri viðskipta á þró- un markaðsvirðis fyrirtækja hveiju sinni. Stefán Halldþrsson, fram- kvæmdastjóri VÞÍ, segir að þar geri menn sér grein fyrir annmörk- um núverandi kerfis en endurbætur verði hins vegar að bíða þess að lokið verði við endurskoðun á regl- um þingsins og endurnýjun á tölvu- kerfi þess. Stefán segir að hugsanlegt sé að draga úr sveiflum á gengi hluta- bréfa með því að hækka lágmarks- upphæðina í viðskiptum á þinginu. Eigandi bréfanna i SÍF Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er það Burðarás, fjár- festingarfélag Eimskips, eða aðrir aðilar tengdir félaginu, sem eiga þann rúmlega 6% hlut í Sölusam- bandi íslenskra fiskframleiðenda, sem skráður er á Fjárfestingarfé- lagið Skandia. í samtali við Morg- unblaðið í gær vildi Þórður Magnús- son, framkvæmdastjóri hjá Eim- skip, hvorki staðfesta né hafna þessu. ■ Enginn feluleikur/B2 Um 19 íslensk einkafyrirtæki end- urselja alnetstengingar nú þegar en fyrirtækið Internet á íslandi hf. (INT- IS) hefur heildsöludreifingu þjón- ustunnar með höndum og kaupir samband til landsins af sænska síma- fyrirtækinu Telia, sem kaupir helm- ing sambandsins af Pósti og síma. Samkeppnissvið Pósts og síma hóf endursölu á alnetstengingu til ein- staklinga og fyrirtækja í gær og er tengingin keypt af einkaréttarhluta P&S gegnum bandaríska fyrirtækið UUNET. Hægt er að tengjast um almenna símanetið en tengingar P&S fyrir innhringibúnað um landið allt eru tuttugu talsins. P&S með búnað á 20 stöðum „Við göngum frá innhringibúnaði á öll gjaldskrársvæði þannig að kostnaður er sá sami alls staðar," segir Karl Bender yfirverkfræðingur á gagnaflutningsdeild P&S. Enginn annar endurseljandi er með slíkan búnað utan höfuðborgarsvæðisins og segir Karl þá þjónustu nauðsynlega til þess að notendur á hverju svæði geti hringt í eitt landsnúmer. Jón Ingi Þorvaldsson, starfsmaður tæknideildar Nýheija, segir að með þessu sé verið að mismuna endurselj- endum. „Þeir hafa boðið okkur upp á að leysa þetta með grænum númer- um, sem við myndum greiða kostnað- inn af og værum því að stórtapa á hveijum einasta notanda úti á landi. Ég geri því ráð fyrir að samkeppnis- svið P&S njóti verulegra fríðinda og fullyrði að þarna sé um verulegan aðstöðumun milli seljenda að ræða,“ segir Jón Ingi. ■ Alnetsþjónusta P&S/4 Féll útbyrðis af Gylli MANNS hefur verið saknað af bátn- um Gylli ÍS 261 frá Flateyri frá því í gærmorgun. Báturinn var á línu- veiðum u.þ.b. 30 sjómílur suðvestur af Heimaey þegar tilkynnt var um hvarf mannsins. Hvarfið uppgötvað- ist kl. níu í gærmorgun en maðurinn sást síðast kl. sjö um morguninn, þannig að ekki er vitað nákvæmlega hvenær hann féll fyrir borð. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunn- ar, hóf leit á svæðinu, en þurfti frá að hverfa vegna lélegra skilyrða til leitar. Varðskip Landhelgisgæslunn- ar stjórnar leitinni á svæðinu og leit- uðu um 10 skip fram til myrkurs. Maðurinn er sænskur og hefur búið á Islandi í eitt ár. Slys á sjó S V af Xl“mU;yj<' Vestmannaeyjum Heimaey * c Vestmannaeyjar 0 <5 Surtsey Maður féll fyrir borð af Gylli ÍS um 30 sjómilur SV af Heimaey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.