Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 B 3 VIÐSKIPTI Ólafur Jóhann fjárfestir í bandarískum fyrirtækjum Munu starfa á sviði gagn- virkrar margmiðlunar ÓLAFUR Jóhann Ólafsson, fyrr- verandi forstjóri hjá Sony í Bandaríkjunum hefur fjárfest í fjórum l'yrirtækjinn þar vestra. Ólafur Jóhann sagðist í sam- tali við Morgunblaðið í gær hafa fengið tilboð um sljórnunarstöð- ur hjá stórfyrirtækjum í Banda- ríkjunum eftir að hann hætti hjá Sony í janúar síðastliðnum. Hann hef ði þó hafnað öllum slíkum til- boðum en kosið að hefja við- skipti upp á eigin spýtur. „Und- anfarna mánuði hef ég ásamt nokkrum samstarf saðilum keypt meirihluta í fjórum álitlegum fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Ekkert þeirra hefur verið á hlutabréfamarkaði en öll eru þau í örum vexti. Ég fjárfesti í þess- um fyrirtækj- um til þess að hafa áhrif í þeim og mun ég veita einhverj- um þeirra stjórnarfor- mennsku. Fyr- irtækin hafa ekki tengst fyrr en nú en leitast verður við að sameina krafta þeirra með einum eða öðrum hætti." Ólafur Jóhann vill að svo - stöddu ekki gefa upp nöfn fyrir- tækjanna en segir að þau hafi Ólafur Jóhann Ólafsson starfað á ólíkum sviðum fram til þessa. Hið stærsta starfi á sviði fjármálaumsýslu, annað á sviði alnetsins og sérhæfi sig í að setja upp net innan fyrirtækja (innra- net), hið þriðja annist nýstárlega dreifingu á skemmti- og fræðslu- efni fyrir almenning en hið fjórða sé í framleiðslu á hugbúnaði fyr- ir tölvur. „Með kaupunum er ætlunin að spyrða saman fram- leiðslu, dreifingu og sölu á gagn- virkri margmiðlun. Búið er að ganga frá kaupunum en enn er eftir að ganga endanlega frá samningagerðinni og fyrr get ég ekki upplýst hvaða fyrirtæki eða samstarfsaðila um er að ræða, sagði Ólafur Jóhann." Hlutafjárútboð íSnæfellingi HLUTAFJARUTBOÐ að nafnvirði 75 milljónir króna í sjávarútvegsfyr- irtækinu Snæfellingi hf. hófst í gær. Hluthafar hafa forkaupsrétt að bréf- unum eða geta framselt forkaups- réttinn fram til 28. ágúst, en frá 30. ágúst til 31. desember verða óseld bréf boðin á almennum mark- aði. Gengi bréfanna verður 1,40 á forkaupsréttartímabilinu, en getur breyst eftir að almenn sala hefst, verði breytingar á markaðsaðstæð- um. Söluandvirði útboðsins er því a.m.k 105 milljónir. Snæfellingur starfrækir eitt frystihús í Ólafsvík og auk þess gerir fyrirtækið út tvo togara. Meg- instarfsemi fyrirtækisins er rækju- vinnsla og markmiðið með hlutabréf- aútgáfunni er að styrkja veltufjár- stöðu félagsins og byggja upp rækju- vinnslu þess, segir í útboðslýsingu. Á árinu 1995 nam tap af rekstri félagsins 6,7 milljónum króna og eigið fé nam 272 milljónum í árslok 1995. Hlutafé Snæfellings fyrir útboðið nam rúmum 236 milljónum króna að nafnvirði og skiptist það niður á 38 hluthafa. Atta stærstu hluthaf- arnir eiga rúmlega 95% hlutafjárins en þeir eru; Bæjarsjóður Snæfells- bæjar með 37% hlut, KEA með 31% hlut, Steinunn hf. með 5,85%, Burðarás hf. 5,36%, Útgerðarfélag Dalvíkinga með 4,6%, Olíufélagið með 3,98%, VÍS með 3,83% og Ut- gerðarfélag samvinnumanna með 3,83% hlut. Landsbréf hafa umsjón með út- boði en hlutabréf Snæfellings eru skráð á Opna tilboðsmarkaðnum. Hækkun á rekstrar- gjöldum Eimskips Aukinn kostnaður vegna breytínga 17% HÆKKUN rekstrargjalda Eim- skips fyrstu sex mánuði ársins skýr- ist aðallega af auknu flutningsmagni og viðbótarkostnaði vegna breytinga á siglingakerfi félagsins. Reiknað er með að rekstrargjöld sem hlutfall af heildartekjum lækki aftur að breytingum loknum að sögn Þórðar Magnússonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Eimskips. Rekstrartekjur Eimskips jukust um 12% fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra, fóru úr 4.827 milljónum króna í 5.419 milljónir. Rekstrargjöld jukust hins vegar um 17%, hækkuðu úr 4.423 milljónum króna í 5.175 millj- ónir. Eiginleg rekstrarafkoma nam 404 milljónum króna tímabilið jan- úar-júní í fyrra en 244 milljónum nú qg munar þar 160 milljónum. „A þessu ári hafa staðið yfir viða- miklar breytingar á siglingakerfi Eimskips. Meðal annars hefur þjón- usta verið aukin, ný skip hafa bæst í flotann og öðrum skipt út og það hefur viðbótarkostnað í för með sér," segir Þórður. Hann segir að umræddum kerfis- breytingum sé nú að ljúka og hafi þær í alla staði gengið vel fyrir sig. „Þegar ráðist er í svo viðamiklar breytingar þarf eðlilega að kosta nokkru til svo þær gangi vel. M.a. þarf að þjálfa starfsfólk, upplýsa við- skiptavini og veita ýmsa aðra viðbót- arþjónustu meðan á breytingum stendur. Nú er þessum breytingum að mestu lokið," segir Þórður. ? ? ? Fleiri án atvinnu vestra Washington. Reuter. ATVINNULEYSI í Bandaríkjunum jókst lítið eitt í júlí samkvæmt opin- berum tölum, í 5,4% úr 5,3% í júní. Tölurnar drógu úr ugg um vaxta- hækkun og þenslu. Hlutabréf hækkuðu í verði í Wall Street og verð bandarískra skuldabréfa hefur ekki verið hærra í fjóra mánuði. Nýttuþér fjölbreyttari möguíeika við skráningu í íslensk fyrirtæki! > A. ARGAHGUR C 3 Útgáfan íslensk fyrirtæki hefur tekið stakkaskiptum. I stað einnar bókar verða bækurnar tvær: Fyrirtækjaskrá og Vöru- og þjón- ustuskrá. Fyrirtæki verða einnig sýnileg á alnetinu auk þess sem skrárnar fást á handhægu forriti. Upplýsingar verða ítarlegri, framsetning þeirra skýrari, bækurnar auðveldari í notkun og heildarsvipurinn betri. Allt þetta mun skerpa þá sérstöðu sem íslensk fyrirtæki hafa haft sem upplýs- ingamiðill á fyrirtækjamarkaðnum í 27 ár. Fyrirtækjaskrá: ítarlegri uppiýsingar, öll fyrirtæki Fjöldi fyrirtækja stóreykst og mun skráin innihalda liðlega 18.000 fyrirtæki. Grunnupplýsingar verða ítarlegri pannig að auk nafns, heimilsfangs, póstnúmers, kennitölu og símanúmers, bætast við upplýsingar um faxnúmer, starfsmannafjöldá og stofnár. öru- og þjónustuskrá: Meiri sýnileiki Þessi bók er hönnuð með þá í huga sem eru að leita að vöru eða þjónustu. Fyrirtækjum gefst kostur á f jölbreyttum sýnileika og er skráin því kjörinn vettvangur til að vekja athygli á því sem þau eru að bjóða. , Alnet og forrit: Aukinn sýnileiki upplýsinga Allar upplýsingar verður hægt að nálgast á alnetinu og auk þess býðst forrit fyrir Windows umhverfi sem inniheldur allar upplýs- ingar og sem fyrirtæki geta notað t.d. við leit að markhópum. ítarlegt efnisyfirlit: Þrjú túngumál Allir flokkar í Vöru- og þjónustuskrá verða á þremur tungumálum auk íslensku og þjónar það vel þeim sem stunda útflutning. S«- Vertu með í íslenskum fyrirtækjum! Nánari upplýsingar fást hjá Frófta, útgefanda bókanna, í síma 515 5631 mllll kl. 9:00 og 17:00. s Etm. i á FRÓDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.