Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Eftirlaunamál áhyggju- efni í Evrópusambandinu Fjármál á fimmtudegi Kröfur í Maastríchtsamkomulaginu um opinberar skuldir, fjárlaga- halla o g langtímavexti hafa dregið lífeyrisskuldbindingar fram í dagsljósið. Sigurður B. Stefánsson segir þó að á móti himinháum skuldum gæti þó komið aukinn spamaður næstu tvo áratugina 60 ára og eldri sem hlutfall af vinnandi (20 til Eftirlaunafólk í Þýskalandi (60 ára og eldri) sem hlutfall af vinnandi (20 til 60 ára) 60 ára) eftir löndum 80 1990 2025 Bandaríkin 31 49 70 Bretland 39 53 Frakkland 36 55 60 ítalia 36 59 uu Japan 31 61 Skandinavía 39 53 50 Spánn 36 54 40 Sviss 30 53 Þýskaland 36 65 30 - 1970 1980 1990 2000 2010 2020 2030 Sparnaður og fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu Erlend fjárfesting Sparnaður Innlend fjárfesting Eignir lífeyrissjóða í % af VLF .C c m ■S §■ m 0 20 40 60 80 Holland Bretland Sviss Bandarí ísland 100 Besta eignasamsetning í bresku verðbréfasafni 1919 til 1995 Irland Japan 8 Þýskaland Frakkland Besta eignasamsetning í safni hlutabréfa og skuldabréfa frá sjö stærstu iðnrikjunum (G7) Allartöluri% Minnsta Meðal Mesta áhætta áhætta áhætta Laust fé 97,4 Bresk ríkisskuldabréf 2,0 Hlutabréf 0,2 Eignasafn alls Ávöxtun safns í % Áhætta safns í % 4,3 49,6 0,0 50,4 100,0 100,0 5,6 10,1 13,2 0,0 0,0 100,0 100,0 14,5 25,3 Heimild: Funds Intemational, BZW Allartöluri% Minnsta áhætta Lítil áhætta Meðal áhætta Nokkur áhætta Mesta áhætta Laust fé 86,1 70,7 37,5 1,2 Bresk ríkisskuldabréf 12,7 45,5 77,0 Bandaríks hlutabréf Japönsk hlutabréf 0,4 Frönsk skuldabréf 8,6 5,7 100,0 Japönsk skuldabréf 5,3 10,6 17,1 21,8 Eignasafn alls 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 Ávöxtun safns í % 11,6 13,0 16,0 19,0 22,2 Áhætta safns í % 2,7 3,5 6,9 10,8 28,7 EFTIRLAUNAMÁL eru efst á baugi í Evrópu um þessar mundir. í ríkjum Evrópusam- bandsins er hart tekist á um lífeyr- ismál vegna undirbúnings sameig- inlegu myntarinnar evró og mynt- bandalagsins sem á að taka til starfa í ársbyrjun 1999. Sam- kvæmt Maastrichtsáttmála ríkj- anna er eitt af skilyrðum sem full- nægja þarf til þátttöku í myntsam- starfinu að opinberar skuldir séu innan við 60% af vergri landsfram- leiðslu (VLF). í Maastrichtsamn- ingnum um sameiginlega mynt eru ekki sérstök skilyrði um lífeyris- skuldbindingar þjóðar en tiltekið að þær tilheyri hverri þjóð um sig og geti ekki orðið sameiginlegar. En þær skipta miklu máli og sem dæmi mætti taka að skuldir ríkis- sjóðs Þjóðveija nema nú 58,1% af VLF en lífeyrisskuldbindingar þýska ríkisins nema 122% af VLF. Opinberar skuldir að meðtöldum eftirlaunaskuldbindingum nema því um 180% af VLF. Gegnumstreymiskerfi eru algengust í ríkjum Mið- og Suður-Evrópu Þessi háa skuldbinding vegna lífeyrismála í Þýskalandi stafar af því að þar er rekið svonefnt gegn- umstreymiskerfi án sjóðssöfnunar og lífeyrissjóðir eru fremur litlir (sjá súlurit til hægri). Ríkissjóður ábyrgist ölium þegnum eftirlaun sem nema um 70% af lokalaunum frá og með starfslokum en aflar á hveiju ári tekna til eftirlauna- greiðslna (sem og annarra út- gjalda) með álagningu skatta. Þetta kerfi er að stofni til frá ár- inu 1891 í kanslaratíð Bismarcks. Frakkar, Italir, Grikkir, Spánveij- ar og Portúgalir búa allir við svip- að fyrirkomulag en eftirlaunakerfi með sjóðssöfnun með hliðstæðum hætti og á íslandi er að finna í Bretlandi, Hollandi, Irlandi og meðal Skandinavíuþjóðanna. Með hækkandi meðalaldri er nú fyrirséð að eftirlaunaskuldbinding á eftir að hvíla þungt á þeim þjóð- um þar sem sjóðssöfnun er ekki fyrir hendi. Vegna þess að fyrirséð er að fólki á eftirlaunaaldri (m.v. 60 ára og eldri eða 65 ára og eldri) á eftir að fjölga mjög í hlutfalli við þá sem eru á vinnualdri (20 ára til 60 eða 65 ára) mun álag á eftirlaunakerfin, reyndar hvort sem þau eru með sjóðssöfnun eða gegnumstreymi, aukast til muna næsta aldarfjórðunginn (sjá efsta línuritið). Það er þó ekki aðeins breytt aldurssamsetning flestra þjóða sem veldur auknum eftirlauna- greiðslum heldur einnig hækkandi meðalaldur. I opinberum banda- rískum tölum er gert ráð fyrir að meðalaldur hækki um fjögur ár frá 1995 til ársins 2010. Þetta er þó að öllum líkindum afar varlega áætlað. Shigechiyo Isumi sjómað- ur í Japan náði nærri 121 árs aldri og þúsundir víða um lönd eru 100 ára eða jafnvel 110 ára eða eldri. í Bandaríkjunum eru nú 36 þúsund manns 100 ára og eldri og hefur tala þeirra tvöfaldast á aðeins tíu árum. Einn maður á eftirlaunum á hvern vinnandi mann Bandaríkjamenn eru u.þ.b. eitt þúsund sinnum fleiri en Islending- ar. Á íslandi telst 100 ára afmælið enn til nokkurra tíðinda en níræðis- afmæli eru að heita má orðin dag- legt brauð. Þeir eru í raun og veru fáir sem deyja vegna hárrar elli. Fiestir láta lífið annaðhvort vegna sjúkdóma sem_ leiða til dauða eða vegna slysa. í tímaritinu Science árið 1990 birti bandarískur læknir, S.J. Olshansky sem starfar við háskólann í Chicago, niðurstöður rannsókna sem benda til þess að meðalaldur gæti hækkað í næstum 100 ár en meðalaldur Bandaríkja- manna er um 75 ár núna. Olshan- sky reyndi að leggja mat á áhrifin á heilsufar og langlífi manna af stórminnkuðum reykingum og óhollu mataræði annars vegar, en hins vegar af miklum árangri við forvarnarstarf og lækningar á ban- vænum sjúkdómum svo sem krabbameini, hjartasjúkdómum og sykursýki. Niðurstaðan varð 99,2 ár, auðvitað háð margháttuðum forsendum, en þó fundin án þess að tekið væri tillit til fjölda ann- arra þátta svo sem áhrifa af al- mennri líkamsrækt, útiveru, minni streitu o.s.frv. Af öllu þessu virðist ólíklegt annað en að meðalaldur .einstakl- Af öllu þessu virðist ólíklegt annað en að meðolaldur einstakl- inga eigi eftir að hækka talsvert, e.t.v. um fimm til tíu ár næstu 15 til 25 árin. Um helmingurinn af þeirri viðbót hefði þá áhrif til hækkunar á hlutf allið milli efftir- launafólks og starf- andi manna eins og það er nú reiknað. inga eigi eftir að hækka talsvert, e.t.v. um fimm til tíu ár næstu 15 til 25 árin. Um helmingurinn af þeirri viðbót hefði þá áhrif til hækk- unar á hlutfallið milli eftirlauna- fólks og starfandi manna eins og það er nú reiknað. Línuritið efst til vinstri sýnir hvernig eftirlauna- fólki í Þýskalandi fjölgar stöðugt sem hlutfall af vinnandi mönnum fram til ársins 2030 en taflan til hægri sýnir útreikning fyrir árið 2025 í nokkrum löndum til saman- burðar. Á þessu sviði eiga Þjóðveij- ar við nokkra erfiðleika að stríða. Alvarlegast verður ástandið um 2030 en þá verður einn maður á eftirlaunum á hvern einasta vinn- andi mann (ath. ekki eru allir vinn- andi á aldrinum 20 til 60 ára). Skattbyrðin yrði greiniiega meiri en nokkur gæti unað við. Þess vegna vinna íjóðveijar og raunar fleiri þjóðir nú hörðum höndum að breytingum. Um miðjan júlímánuð sl. sam- þykkti þingið í Bonn lagabreytingu til að hækka eftirlaunaaldur kvenna úr 60 árum í 65 ár í áföng- um frá aldamótum til ársins 2005 en eftirlaunaaldur karla hækkar úr 63 árum í 65 ár árin 2000 til 2001. Áður en Þjóðveijar stigu þetta umdeilda skref höfðu ítalir og fleiri þjóðir einnig neyðst til að skerða réttindi í opinberum gegn- umstreymiskerfum sínum. Frakkar hafa þó enn ekki brugðist við þeim vanda sem steðjar að í lífeyrismál- um. Til að gefa hugmynd um hve málið er alvarlegt mætti nefna að skuld á mann næmi þremur til fjór- um milljónum króna ef öllum lífeyr- isskuldbindingum Evrópusam- bandsríkjanna væri jafnt skipt á konur, karla og böm. Á íslandi eru eignir lífeyrissjóða (og þar með skuldbindingar ef þær eru settar jafnar eignum) um ein milljón króna á hvert mannsbam. Þá eru skuldbindingar vegna opinberra starfsmanna ekki taldar með. Þær hækka töluna um nálægt 40% en eru að miklu leyti án sjóðssöfnunar. íslendingar era hólpnir að því leyti til að eignir á mann í lífeyris- sjóðum hér era líklega þær fjórðu hæstu í Evrópu á eftir Hollending- um, Bretum og Svisslendingum. Skuldbinding ríkissjóðs íslands vegna eftiriaunatrygginga er til- tölulega lítil ef frá er talin skuldin vegna opinberra starfsmanna. ís- lendingar era því að þessu leyti á báti með þjóðunum í neðri hluta súluritsins til hægri á myndinni og betur staddir en þjóðimar í efri hlutanum. Eftirlaun greiðast af tekjum af atvinnustarfsemi á hverjum tíma Aldrei má þó missa sjónar af þeirri grundvallarstaðreynd að eft- irlaun verða ekki greidd nema af tekjum þeirra sem era vinnandi á hveijum tíma. Kerfið sjálft, þ.e. gegnumstreymis- eða sjóðsöfnun- arkerfi, getur engu breytt um það. Mismunurinn á milli eftirlauna- kerfa er aðeins fólginn í því hvern- ig réttindi myndast og svo hins vegar hvemig eignir (kröfur) á móti þessum réttindum era ávaxt- aðar. Sem dæmi um mismunandi réttindi til eftirlauna mætti nefna rétt til eftirlauna hjá lífeyrissjóði (sameignasjóði eða séreignasjóði) eða hjá tryggingafélagi, hjá hinu opinbera (á Islandi t.d. ellilífeyrir, hluti af almannatryggingakerfinu og greiddur af Tryggingastofnun ríkisins), eða sérstakan sparnað fólks til eftirlaunaáranna. Kröfurn- ar á móti þessum réttindum eru t.d. skuldabréf af ýmsu tagi en greiðslur af þeim munu þá standa undir eftirlaunum í framtíðinni, beinar kröfur á ríkið sem greiðast af skattgreiðendum í framtíðinni, eða hlutabréf sem í eðli sínu era krafa á hlut í fyrirtæki og þær tekjur sem honum fylgja. Stærstu einstöku flokkarnir í eignum íslenskra lífeyrissjóða eru skuldabréf íbúðalánasjóðanna (Byggingarsjóðs ríkisins og Bygg- ingarsjóðs verkamanna), ríkis- skuldabréf og sjóðsfélagalán. Þannig mætti segja að _ stærstu greiðendur eftirlauna á íslandi í framtíðinni (óbeint og m.v. núver- andi stöðu) verði húseigendur sem eru að greiða af íbúðalánum sínum, skattgreiðendur sem greiða af rík- isskuldabréfum og svo greiðendur lífeyrislána. Allar greiðslur verða inntar af hendi af þeim tekjum sem fólk á_ vinnualdri aflar í framtíð- inni. Á íslandi eru hlutabréf og erlend verðbréf (hlutabréf og skuldabréf) enn sem komið er lítill hluti eigna lífeyrissjóða en nánar verður vikið að hlutabréfaeign þeirra síðar. Stóraukinn sparnaður gæti vegið á móti sívaxandi opinberum skuldum Af þessu er Ijóst að hlutfallið á milli eftirlaunafólks og vinnandi manna á hveijum tíma skiptir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.