Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 B 5 VIÐSKIPTI miklu máli. Eftir því sem hlutfall- ið hækkar verður hlutfallslega minna eftir til ráðstöfunar hjá þeim sem í reynd afla pening- anna. Þessi hlið málsins er vel þekkt. Önnur afleiðing hækkandi meðalaldurs er ekki eins oft nefnd en hún er að sparnaður þjóðar fer að öðru jöfnu vaxandi eftir því sem hlutfallslega fleiri komast á síðari hluta vinnualdurs. Mestall- ur sparnaður hverrar þjóðar er fé sem fólk leggur fyrir á aldrinum 30 til 65 ára, aðallega á árunum 50 til 65 ára. Fólki á eftirlaunaaldri fer fjölg- andi en fólki á árunum 50 til 65 ára er einnig að fjölga. Merrill Lynch og Coopers & Lybrand hafa nýlega gefið út skýrslu um eftirlaunamál í Evrópu, „Savings and Wealth Accumulation in Europe“. Þar kemur fram að breyting á aldurssamsetningu Evrópuþjóða mun að öðru jöfnu leiða til hækkandi sparnaðarhlut- falls næstu tíu til tuttugu árin. Álitið er að samtals muni sparn- aður aukast um hvorki meira né minna en 150 til 200 milljarða dollara árlega í a.m.k. tíu ár, e.t.v. í fimmtán til tuttugu ár. Þessi mikla aukning sparnaðar mun nokkurn veginn ná að jafna gífur- legar skuldbindingar margra Evr- ópuþjóðanna vegna lífeyrisskuld- bindinga sem áður hafa verið nefndar. Japanir og Þjóðverjar leggja meira fyrir en aðrar þjóðir Súluritið til vinstri á miðri myndinni sýnir sparnað og fjár- festingu í nokkrum iðnríkjum og á íslandi til samanburðar. Sparn- aður og fjárfesting haldast nokk- urn veginn í hendur en hlutföllin eru afar mismunandi milli þjóða og hæst hjá Japönum og Þjóðveij- um lengst til hægri á myndinni. Á Þess er því oð vænta að vægi hlutabréfa muni aukast í verð- bréfasöfnum um allan heim é næstu éra hjá eftirlaunasjóðum og í öðrum söf num sem hugsuð eru sem eftirlaunasparnaður. töflunni efst til hægri sést að 60 ára og eldri sem hlutfall af vinn- andi (20 til 60 ára) er áætlað hæst í Þýskalandi (65%) og Japan (61%) árið 2025. Draga mætti þá ályktun að núna séu hlutfallslega margir Japanir og Þjóðveijar ein- mitt á þeim árum þegar fólk legg- ur mest fyrir. Þetta er áreiðanlega ekki eina ástæðan fyrir því að sparnaður Japana og Þjóðveija er hlutfallslega hærri en annarra þjóða á súluritinu en þó þáttur sem vert er að gefa gaum að. Það er fleira sem veldur því að hlutfallslegur sparnaður mælist mismunandi milli þjóða. Banda- ríkjamenn hafa löngum þótt leggja lítið fyrir í samanburði við aðrar þjóðir en nú ber svo við að sparn- aður þeirra er skyndilega tekinn að vaxa. í Bandaríkjunum rennur stærsti hlutinn af því sem fólk leggur fyrir, ekki síst framan til á vinnuævinni, til afborgana af lánum vegna íbúðakaupa rétt eins og allir þekkja á íslandi. Banda- ríkjamenn búa oft í stórum og fremur dýrum íbúðum. Japanir eiga aðeins lítið landrými og íbúð- ir þeirra eru litlar. Aldursskipting Japana og Bandaríkjamanna styð- ur líka þá tilgátu að sparnaður þeirra fyrrnefndu gæti farið að minnka en þeirra síðarnefnu vax- andi. Sögulegar ástæður í hveiju landi skýra samsetningu verðbréfasafna Vegna þess að fólki á árunum 50 til 65 ára er að fjölga hlutfalls- lega meðal margra efnuðustu þjóðanna er þess að vænta að sparnaður almennt en ekki síst lífeyrissparnaður eigi eftir að aukast næstu einn til tvo áratug- ina. Á þessum aldri eru atvinnu- tekjur hvað hæstar á vinnuævinni en auk þess erfa margir á þessum árum eignir eða fjármuni sem þeir leggja í ávöxtun. Það er þess vegna forvitnilegt að líta á nýja könnun á samsetningu verðbréfa sem gefið hefði besta ávöxtun á síðustu áratugum. í Bretlandi hafa hlutabréf borið hærri ávöxtun en nokkuð annað sem fjárfestum stóð til boða. í Þýskalandi hafa skuldabréf aftur á móti borið hærri ávöxtun en hlutabréf að jafnaði. Þessi mis- munur stafar ekki síst af mismun- andi uppbyggingu á fjármála- markaði í þessum tveimur lönd- um. Fjármálamarkaður í Bret- landi, Bandaríkjunum og í Japan hefur einkum þróast sem hluta- bréfamarkaður en í Mið-Evrópu- ríkjunum hefur meiri áhersla ver- ið lögð á skuldabréf. í fyrrnefndu löndunum hafa því fjárfestar al- mennt keypt mikið af hlutabréf- um en í þeim síðarnefndu er oft- ast yfirvigt á skuldabréfum. Þessi skipting, sem hér er sett fram með nokkurri einföldun, er þó tekin að breytast í átt til betra jafnvægis. Tölurnar í töflunum tveimur sem sýna „bestu eignasamsetn- ingu“ í verðbréfasöfnum frá Bret- Iandi (taflan til vinstri) og sjö stærstu iðnríkjunum (taflan til hægri) verður því að taka með nokkurri varúð. Þær hafa verið reiknaðar eftir tölum frá liðinni tíð og varpa ljósi á þann tíma. Forsagnargildið verður að taka með nokkurri varúð vegna þess að markaður í hveiju landi gæti breyst. Það sem er einkum áhuga- vert í töflunum er að bera saman ávöxtun og áhættu í hveiju safni verðbréfa vegna þess að þannig sést hvar besta ávöxtun hefur verið að fá fyrir þá áhættu sem tekin var. Með áhættu er hér átt við staðalfrávik ávöxtunar, þ.e. sveiflur í ávöxtun frá meðaltali yfir tilgreind tímabil. Því meiri sem sveiflurnar eru því meiri líkur eru á því að fjárfestar bíði skaða vegna þeirra, einkum vegna þess að þeir þurfi að losa peninga þeg- ar verð er lágt. Vægi hlutabréfa mun að líkindum aukast á næstu áratugum Hlutabréf eru að jafnaði áhættusömust verðbréfa (ávöxtun sveiflast meira en annarra flokka). Ávöxtun hlutabréfa í Bretlandi var um 1,5 sinnum hærri en af ríkis- skuldabréfum en áhættan var 3,5 sinnum hærri. Ríkisskuldabréf reyndust bera aðeins 1,75 sinnum hærri ávöxtun en laust fé en áhættan var samt 2,25 sinnum hærri. Niðurstaðan var því að eignasöfn með hlutabréfum og lausu fé (sjá töfluna til vinstri) reyndust hagkvæmust í Bretlandi á árunum 1919 til 1995. Þegar sömu reikningar eru gerðir fyrir verðbréf í sjö stærstu iðnríkjunum koma skuldabréf til sögunnar eins og vænta mátti. Veruleg yfirvigt er þó á hlutabréf í öllum söfnum nema þar sem minnst áhætta er tekin (minnsta áhætta og lítil áhætta). Með þeim breytingum á fjár- málamarkaði sem orðið hafa með auknu fijálsræði frá upphafi níunda áratugarins hafa viðskipti með hlutabréf færst í vöxt í flest- um Evrópuríkjum og raunar í flestum ríkjum heimsins þar sem þau voru ekki þegar þróuð fyrir. Þess er því að vænta að vægi hlutabréfa muni aukast í verð- bréfasöfnum um allan heim á næstu áratugum, ekki síst hjá eft- irlaunasjóðum og í öðrum söfnum sem hugsuð eru sem eftirlauna- sparnaður. Hlutabréf eru í eðli sínu ólík skuldabréfum. Þau eru ekki krafa um tiltekna greiðslu á ákveðnum tíma eins og skuldabréf eru, held- ur ávísun á hlut í fyrirtæki og þær tekjur sem honum fylgja. Þessar tekjur geta hækkað og lækkað og hlutabréf eru því áhættusamari sem eign heldur en skuldabréf. Annar grundvallarmunur á hluta- bréfum og skuldabréfum sem eign í safni til eftirlaunaáranna er að hlutabréf eru alltaf ávísun á hlut í afrakstri af atvinnustarfsemi en skuldabréf (önnur en fyrirtækja- skuldabréf) eru oftast bein eða óbein krafa á einstaklinga eða skattgreiðendur. Með nokkurri einföldun mætti e.t.v. segja að hlutabréf tengist fjármagni sem framleiðsluþætti en skuldabréf greiðast oft af launum, þ.e. tengj- ast vinnuafli sem framleiðslu- þætti. Þetta sjónarmið um áhættu- dreifingu er áhugavert frá bæjar- dyrum lífeyrissjóða og eftirlauna- sparnaðar almennt. Höfundur er framkvæmdastjóri VÍB - Verðbréfamarkaðs íslandsbanka hf. e HEKLA Vinsæll vinnuþjarkur kostar aðeins frá 1.362.000 an vsk. Volkswagen Oruggur á alla vegu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.