Morgunblaðið - 08.08.1996, Page 6

Morgunblaðið - 08.08.1996, Page 6
6 B FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Hauksson tók við starfi sparisjóðs- stjóra Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis í nýliðinni viku af Baldvin Tryggvasyni, sem gegnt hafði því starfi undangengin 20 ár. Guð- mundur, sem er 47 ára gamall, hefur talsverða reynslu að baki á fjármagnsmarkaðnum. Hann hef- ur gegnt stöðu forstjóra Kaup- þings undanfarin 5 ár en þar á undan var hann m.a. fram- kvæmdastjóri hjá íslandsbanka, bankastjóri Útvegsbanka íslands hf. og sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Guðmundur segist ekki sjá fram á miklar breytingar á næstunni í starfsemi SPRON með tilkomu sinni í þetta starf, enda sé fátt í starfsemi sjóðsins í dag sem kalli á róttækar breytingar. „Sparisjóð- urinn hefur verið á góðu skriði undanfarin ár. Sjóðurinn hefur verið mjög vel rekið fyrirtæki til margra ára og hann hefur verið að styrkja stöðu sína, bæði hvað varðar innlán og útlán, eins og raunar má segja um sparisjóðina alla. Það er mjög ánægjulegt að taka við jafngóðu búi og Baldvin stend- ur upp frá. Hann hefur stýrt þessu mjög ákveðið og vel og SPRON undir hans stjóm er allt annað fyrirtæki en það var þegar hann tók við því. Auðvitað hafa orðið miklar breytingar á þessum tíma en hann hefur nýtt þær mjög vel og auk þess hefur Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis haft ákveðið frumkvæði í auknu sam- starfí sparisjóðanna, sem hefur nýst þeim öllum vel. Minnkandi vaxtamunur vegna harðnandi samkeppni Guðmundur segir hins vegar að auðvitað hafí mikið verið að breyt- ast í umhverfínu á fjármagns- markaði á undanförnum árum, og samkeppnin hafi harðnað mjög mikið á markaðnum. „Það eru mörg teikn á lofti um að þessi aukna samkeppni muni leiða til þess að vaxtamunur muni minnka á næstu árum. Þessi þróun er í raun þegar hafín og það á auðvit- að eftir að hafa áhrif á sparisjóð- ina eins og aðrar innlánastofnanir. Markaðurinn í heild sinni hefur verið að breytast mjög hratt og Sparisjóður á góðu skriði Morgunblaðið/Golli Guðmundur Hauksson hefur tekið við starfí sparisjóðsstjóra Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis eftir að hafa stýrt Kaupþingi undanfarin 5 ár. Þor- steinn Víglundsson ræddi við hann um aðkomuna að SPRON, samstarf sparisjóða og stöðuna á fjármagns- markaðnum, en þar telur Guðmundur nauðsynlegt að minnka hlut ríkissjóðs. þegar ég segi að samkeppni hafí aukist þá er það ekki einungis á milli sparisjóða og viðskiptabanka, heldur hafa aðrir aðilar eins og ríkissjóður beitt sér mjög í sam- keppninni. Með því að fara út í húsbréfakerfíð á sínum tíma tók ríkissjóður^yfír mjög stóran þátt í útlánastarfsemi sparisjóðanna og nú hafa lífeyrissjóðir bætt um bet- ur og aukið sín útlán til þessara mála. í innlánum hefur ríkissjóður fært sig mjög upp á skaftið með beinum og óbeinum hætti. Einnig hafa verðbréfafyrirtæki látið að sér kveða. Það er því ekki bara hægt að horfa á banka og spari- sjóði sem einangrað dæmi þegar verið er að meta þennan markað heldur verður að horfa á allan fjár- magnsmarkaðinn. Þetta er orðið miklu opnari og betri markaður en áður var. Það er alveg ljóst að sparisjóðirnir þurfa að breyta ýmsu hjá sér til þess að bregðast við þeim breyt- ingum sem orðið hafa í ytra um- hverfí þeirra. Við þurfum að átta okkur á því nákvæmlega hver okkar staða á þessum markaði er í dag og hvert við viljum stefna í framtíðinni." Nánara samstarf við Kaupþing Sparisjóðirnir keyptu nýlega hlut Búnaðarbankans í Kaupþingi og í kjölfarið kom Búnaðarbankinn á fót eigin verðbréfamiðlun. Guð- mundur segir að þessi breyting hafi verið tímabær og eigi án efa eftir að stuðla að nánara sam- starfí á milli Kaupþings og spari'- sjóðanna á næstu misserum. „Það breytti miklu að þessi kaup skyldu eiga sér stað og sparisjóðirnir hafa í kjöl- farið lýst mjög miklum áhuga á auknu samstarfi við Kaupþing. Fyrirtæk- ið hefur stækkað gríðar- lega hratt undanfarin ár og haslað sér völl á mörgum svið- um. Það er enginn vafi á því að það er grundvöllur fyrir mjög miklu samstarfi á milli sparisjóð- anna og Kaupþings. Þrátt fyrir að þessi fyrirtæki séu að sumu leyti að keppa á sama markaði þá er eðli þeirra mjög ólíkt og því fer mjög vel á að viss- ir þættir séu frekar reknir innan Kaupþings en sparisjóðanna. Ég sé því mjög mikla möguleika á auknu samstarfí þama og það er að sjálfsögðu miklu auðveldara og eðlilegra eftir að sparisjóðirnir eignuðust Kaupþing að fullu.“ Engin nauðsyn að breyta eignarhaldi á sparisjóðunum Umræðan um eignarhaldsfyrir- komulag sparisjóðanna hefur reglulega skotið upp kollinum eftir því sem hlutafélagaformið hefur orðið meira og meira ráðandi með- al íslenskra fyrirtækja. Eigið fé sparisjóðanna nemur í dag rúmum 6 milljörðum króna, rúmlega 1 milljarði meira en eigið fé íslandsbanka, en mikill munur er á eignarhaldi þessara lánastofn- ana. Islandsbanki er rekið sem hlutafélag en sparisjóðirnir sem sjálfseignarstofnanir með tak- markaðan fjölda stofnijáreigenda. Guðmundur telur þó ekki neina brýna nauðsyn á því að breyta þessu fyrirkomulagi, þó svo að hann útiloki ekki að slíkar breyt- ingar kunni einhvern tíma að eiga sér stað. „Það er alveg rétt að hlutafélagaformið hefur verið að styrkja stöðu sína m.a. í kjölfar þess að ríkissjóður og sveitarfélög hafa dregið sig út úr rekstri fyrir- tækja. Sparisjóðirnir eru hins veg- ar sjálfseignarstofnanir þannig að þeir eru ekki beinlínis í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Uppbygging sparisjóðanna er að mörgu Ieyti mjög lík uppbygg- ingu hlutafélaga. Það eru til stað- ar stofnfjáraðilar sem leggja fé af mörkum sem notað er í rekstur- inn. Þeir sitja aðalfundi og kjósa fulltrúa í stjórn. Þeim gefst því sem kalli á það að þessu fyrir- komulagi sé breytt. Eignarhald sparisjóða í Evrópu er með mjög ólíkum hætti, allt frá því að vera hlutafélög yfir í það að vera bein- línis eign sveitarfélaga eða opin- berra aðila. Eg held að það form sem hefur valist hér á landi sé ákaflega heppilegt. Við sjáum það að sparisjóðirnir hafa átt sér Ianga og farsæla sögu þannig að þeir hafa gegnt mjög mikilvægu hlutverki í sínu sveitar- félagi í gegnum tíðina. Þeir hafa nú á síðustu árum eflt mjög sam- starfið sín á milli sem bætir mjög upp þá ókosti sem fylgja smæð þeirra. Ég held að það sé líka mjög heppilegt fyrir fjármagnsmarkað- inn að hafa ólíkar tegundir fyrir- tækja í samkeppni, svo framarlega sem einstakir aðilar njóti ekki ein- hverra yfirburða vegna eignar- haldsins, sem þeir svo sannarlega gera ef ríkissjóður á þá. Það er því margt annað sem er meira aðkallandi í mínum huga en að fara að hrófla við þessu fyrirkomu- lagi.“ Svigrúm til aukins samstarfs og samruna sparisjóða Samstarf sparisjóðanna hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum. Sjóðirnir eiga nú í samein- ingu Sparisjóðabanka íslands, sem annast m.a. erlend viðskipti spari- sjóðanna. Auk þess eiga sjóðirnir SP-fjármögnun, Kaupþing og Tölvumiðstöð sparisjóðanna. Þá eiga sjóðirnir einnig hlut í Kredit- kortum og Visa ísland. Guðmund- ur segir ekki ólíklegt að þetta sam- starf eigi eftir að aukast enn frek- ar á næstu árum. „Þessi fyrirtæki eru að annast tiltekna þjónustuþætti sem spari- sjóðirnir geta síðan boðið sem sína og það er einfaldlegra hagkvæm- ara .að leysa þau verkefni með þessum hætti. Það kann vel að vera að sparisjóðimir eigi eftir að útfæra slíkt samstarf betur heldur en gert hefur verið og ég tel ekki ólíklegt að sparsisjóðirn- ir eigi eftir að koma sér upp fleiri slíkum fyrir- tækjum." Þá telur Guðmundur ekki loku fyrir það skotið að einstakir sparisjóðir eigi eftir að sameinast í nokkrum mæli á næstu árum. „Það kæmi mér ekki á óvart þó að það yrði eitthvað um sameiningar innan sparisjóðageirans. Það em ýmis hagkvæmnisatriði fólgin í því að ná vissri stærð og auðvitað er óhagkvæmt að reka mjög smáar einingar. Þær geta ekki mætt í dag þeim kröfum sem löggjafinn gerir til reksturs fjármálastofnana nema með því að vera í samstarfi við^ aðra. Ég tel því næsta víst að það verði eitthvað um sameiningar í þessari atvinnugrein eins og við höfum verið að sjá í svo mörgum öðmm. Ég á því frekar von á því að einhveijir sparisjóðir eigi eftir að slá sér saman á komandi árum og við eigum eftir að sjá stærri einingar innan sparisjóðaíjölskyld- unnar,“ segir Guðmundur. Hann segir þó að sér vitanlega hafí ekki verið rætt um sameiningu stærri eininga á borð við þá sparisjóði sem í dag eru starfandi á höfuð- borgarsvæðinu. Ósáttur við mikil umsvif ríkis- sjóðs á fjármagnsmarkaði Guðmundur fer ekki í grafgötur með álit sitt á afskiptum ríkisins af fjármálamarkaði. Hann segist telja að afskipti þess séu orðin allt of mikil og að ríkissjóður sé á algjörum villgötum í þessum efn- um. „Ég tel að það ofurkapp sem ríkissjóður hefur lagt á að selja almenningi spariskírteini sé rangt. Það er ekki þörf á því fyrir ríkis- sjóð að leita eftir íjármagni með þessum hætti á smásölumarkaði. Ríkissjóður á fyrst og fremst að fjármagna sig á heildsölumarkað. Með þeim hætti truflar hann ekki vaxtamyndun á sparifjármarkaði eins og hann gerir óneitanlega í dag. Ég tel að það færi miklu betur á því að ríkissjóður færi inn á verðbréfamarkaðinn og sinnti fjjár- öflun sinni þar og ég veit að verð- bréfafyrirtæki, bankar og spari- sjóðir eru tilbúnir til þess að styðja við þá framkvæmd. Með þeim hætti myndi slakna á þessu gegnd- arlausa auglýsingastríði og sam- keppni sem er gagnvart íjárfest- ingum einstaklinga í dag. Fjár- munum ríkissjóðs er að óþörfu eitt í auglýsingar og því ætti ríkissjóð- ur að draga sig út af þeim mark- aði.“ Guðmundur segir engan vafa leika á því að ríkissjóður haldi vöxtum uppi með þessum afskipt- um sínum þar sem hann sé í beinni samkeppni við banka og spari- sjóði um sparifé landsmanna. „Það er engin þörf á því, það er engum til góðs. Umsvif ríkissjóðs eru allt of mikil í dag og þau þarf að minnka. Bæði þarf að draga úr óþarfa eignaraðild hans að bönkum og sjóðum en einnig þarf að draga úr beinni þátttöku ríkissjóðs í samkeppni á fjár- magnsmarkaði." Sparisjóðirnir þurfa að móta stefnu sína miðað við breytta tíma Guðmundur segir að það sem framundan sé í sínu starfi nú sé að reyna að móta stefnu SPRON miðað við það umhverfi sem nú sé að skapast á íslenskum fjár- magnsmarkaði. Hann bendir á að með virkari starfsemi annarra að- ila á ijármagnsmarkaði, svo sem verðbréfafyrirtækja, tryggingar- félag, ríkissjóðs, eignarleigufyrir- tækja og lífeyrissjóð þá hafi hlutur banka og sparisjóða minnkað sem hlutfall af heildarsparnaði. „Það er því Ijóst að aðrir aðilar eru að taka til sín stærri og stærri hluta kökunnar og ef ekki verður brugð- ist við því mun hlutdeild okkar minnka. Ég tel mjög mikil- vægt að sparisjóðirnir móti sér skýra stefnu í þessum málum. Sem dæmi er brýnt að bank- ar og sparisjóðir fái tækifæri til að mynda reikning fyrir langtíma- sparnað sem njóti sömu skattalegu ívilnana og t.d. lífeyrissjóðir hafa. Það er þjóðfélaginu mikilvægt að stuðlað sé að auknum sparnaði. Bankar og sparisjóðir verða í þeim efnum að fá að sitja við sama borð og aðrir aðilar á fjármagns- markaði.“ ________________ með mjög svipuðum .Umsuif ríkis- hætti °g bluthöfum í sjóðs allt of hlutafélögum tækifæri mikil á mark- aðinum" til að hafa áhrif á stjóm- un sparisjóðanna. Ég tel því ekki að neitt hafi komið fram „Samkeppnin á fjármagns- markaði fer harðnandi"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.