Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 8
^mibvik^ -kjarni málsins! SHPn/AIVINNUUr iki :< V. FIMMTUDAGUR 8. AGUST 1996 •v\\A*" jsÉlk éfit*. kjarni málsins! UNDANFAEIN tvö ár hefur flug- nemum fjölgað á íslandi og sífellt fleiri hefja atvinnuflugnám við Flug- skóla íslands. Fyrsti áfangi flugnáms er að ljúka sólóflugprófi, en þá getur flugmaður flogið einn en ekki með farþega. Prófíð er hægt að taka eftir 20 flug- tíma. Einkaflugmannspróf er hægt að taka að afloknum 60 flugtímum en prófið er bæði skriflegt og verklegt. Eftir að nemendur hafa fengið einkaflugmannsréttindi geta þeir sótt um atvinnuflugmannsnám í Flugskóla íslands. Inntökuskilyrði í skólann, sem Flugmálastjórn rekur, eru auk einkaflugmannsréttinda, skriflegt inntökupróf þar sem þekk- ing í eðlisfræði, ensku og stærð- fræði er könnuð. Bóklegt nám tekur einn vetur og nemendur þurfa að standast skrifleg próf og hafa lokið 200 flugtímum til þess að geta feng- ið atvinnuflugmannsréttindi. Flugmenn sem starfa við áætlun- arflug þurfa að hafa blindflugsrétt- indi, en þá verður flugmaður að hafa lokið 50 flugtímum sem flug- stjóri í innanlandsflugi. Atvinnuflugmannsréttindi 1. flokks eru þau nefnd sem þarf til að fá flugstjórnarréttindi og rétt á að fljúga stærri flugvélum. Þá þarf að bæta við frekara námi, bæði bóklegu og að hafa 1.500 flugtíma að baki. Kostnaður 1,5-2 milljónir Hjálmar D. Arnórsson, skólastjóri Flugskóla íslands, segir að nemend- um í atvinnuflugmannsnámi hafí- fjölgað töluvert undanfarið ár og þeir komi yfirleitt beint úr einkaflug- mannsnámi. „Kostnaður við flugnám allt frá fyrsta flugtíma í sólóprófí til atvinnuflugmannsréttinda er um 1,5-2 milljónir króna, sem er tölu- vert ódýrara heldur en í sambærileg- um skólum erlendis. Næsta inntökupróf inn í skólann verður haldið í lok nóvember en á síðasta ári voru um 100 nemendur í atvinnuflugnámi og í ár stefnir í að um 120 nemendur verði í skólan- um, þar af eru einhverjir sem eru í flugstjóranámi." Ekki er lengur gerð krafa um að nemendur sem stunda nám við Flug- Flugkennsla fær byr undir báða vængi Morgunblaðið/Ásdís MATTHÍAS Arngrímsson og Sigurjón Valsson flugkennarar hjá Flugtaki skóla íslands hafi lokið stúdents- prófi, en Hjálmar segir að „reynslan sýni að gæði stúdentsprófa séu mis- jöfn eftir skólum og oft vanti á að kunnátta í einstökum undirstöðu- greinum fyrir flugnám sé fullnægj- andi. Því hafí inntökuprófum verið komið á." Batnandi atvinnuhorfur Að sögn Matthíasar Arngrímsson- ar, aðstoðarskólastjóra hjá Flugtaki, hafa batnandi atvinnuhorfur flug- manna haft mikil áhrif á fjölgun flug- nema. „Síðastliðin tvö ár hefur verið snarvitlaust að gera hjá okkur. Hér á íslandi hafa verið ráðnir 40-50 at- vinnuflugmenn síðan 1994 og í fyrra sögðu bandarískir fjölmiðlar að næstu tólf árin þyrfti að ráða 60 þúsund nýja flugmenn í Bandaríkjun- um, eins eru góðar horfur í flugi víða um heim. Allt þetta kallar á fleiri atvinnuflugmenn." Matthías segir að yngsti nemand- inn hjá Flugtaki sé 16 ára en sá elsti rúmlega fimmtugur. „í ár út- skrifum við 8-10 nemendur í hverj- um mánuði. Nemendur eru hjá ein- um kennara allan tímann og hann bókar kennslustundir fyrir þá viku fram í tímann. Hjá Flugtaki eru 15 kennarar, á 12 vélum, en fyrirtækið hefur bætt við flugvélum á hverju ári undanfarin ár vegna vaxandi eftirspurnar eftir flugnámi." Lagar flug- og lofthræðslu „Flugnám er góð leið til að losna við lofthræðslu og það er gott fyrir flughrædda að læra flug því þegar þeir fá að stýra og fljúga sjálfir minnkar oft hræðslan. Ég held að ein af ástæðunum fyr- ir því hversu margir eru að læra flug sé ævintýraljóminn sem fylgir starf- inu og sífellt fleiri séu tilbúnir að láta drauminn rætast og læra að fljúga þrátt fyrir að mörgum finnist það dýrt, sem ekki er rétt samanbor- ið við margt annað nám. Aftur á móti tekur flugnámið ekki langan tíma þannig að nemarnir eru að greiða fyrir námið á stuttum tíma. Fólk sem er að læra flug er meira að hugsa um hvað það vill gera og hefur áhuga á. Það er síðan seinni tíma vandamál hvort það gengur upp," segir Matthías. Ekki dýrara hér Ólafur Skúli Guðmundsson, yfir- kennari hjá Flugmennt, segir að síðastliðið haust hafi komið skriða af einstaklingum sem hafí byrjað flugnám og búast megi við annarri skriðu í haust. „Þegar Flugleiðir ráða eitthvað af flugmönnum hefur það alltaf áhrif á það að fólk ákveði að drífa í náminu. Flugnám á íslandi er ódýrara en í Evrópu en dýrara en í Bandaríkj- unum. En þegar allur kostnaður er talinn saman munar mjög litlu á því að læra á íslandi og í Bandaríkj- unum. Prófkostnaður er töluverður en allir þeir sem hafa lokið flug- prófi erlendis og vilja fá réttindi til að fljúga hér á landi þurfa að taka bæði skriflegt og verklegt próf hjá Flugmálastjórn og greiða fyrir ís- lenskt skírteini. Flestir þeirra sem eru að læra flug hjá okkur eru um tvítugt en yngsti nemandinn er 12 ára þrátt fyrir að geta ekki lokið sólóprófi fyrr en 17 ára. Við erum 9 flugmenn hjá fyrir- tækinu og kennum á 8 vélum en við sinnum einnig leiguflugi," segir 01- afur. Unnið er að samræmingu flug- náms í Evrópu en árið 2001 er stefnt að því að allt flugnám í Evrópu verði eins. Því má búast við einhverjum breytingum á fyrirkomulagi flugn- áms á Islandi næstu árin. SKIPTAR skoðanir eru uppi um hvort atvinnulífið á íslandi sé gegn- særra en annars staðar. Oft heyr- ist kvartað yfir því að upplýsinga- streymi sé lítið í íslensku atvinnu- lífi og fyrirtækin veiti eins litlar upplýsingar um rekstur sinn og þau komast af með. Forráðamenn fyrir- tækja kvarta oft yfir því að atvinnu- lífið sé svo lítið að vonlaust sé að halda nokkrum upplýsingum leynd- um. Mörg fyrirtæki hafa þó lagt mikla áherslu á að halda upplýsing- um um rekstur og afkomu í lág- marki. Töluverðar breytingar hafa þó orðið á upplýsingamiðlun í atvinnu- lífinu á undanförnum árum. Mörg fyrirtæki hafa skráð hlutabréf sín á markaði og gengist undir skyldur um að gera helstu lykiltölur úr rekstri sínum opinberar tvisvar á ári. Með nýjum hlutafélagalögum og lögum um ársreikninga hefur stórt skref verið stigið í þá átt að auka upplýsingastreymi um íslensk fyrirtæki og ættu lögin, ef vel tekst til, að auka viðskiptaöryggi veru- lega. Með lögunum hefur meðal ann- ars verið kveðið á um skilaskyldu fyrirtækja á ársreikningum sínum. Samkvæmt reglugerð um skil og birtingu ársreikninga eiga öll fyrir- tæki sem lög nr. 144/1994 um árs- reikninga ná til að skila ársreikning- um sínum til ríkisskattstjóra eigi síðar en einum mánuði frá því þeir hafa verið samþykktir, þó aldrei síð- Torqið Skilaskylda ársreikninga ar en átta mánuðum eftir lok reikn- ingsárs. Strangari ákvæði gilda um fyrirtæki á Verðbréfaþingi (slands. Þau eiga að senda ársreikninga sína strax að samþykkt lokinni og eigi síðar en sex mánuðum eftir lok reikningsárs. Brjóti fyrirtæki ákvæði þessarar reglugerðar getur það varðað sektum. Samandregnir ársreikningar Lögin um ársreikninga kveða á um að öll hlutafélög, einkahlutafé- lög, samvinnufélög og samvinnu- sambönd og stærstu félögin með ótakmarkaða ábyrgð félagsaðila séu skuldbundin til þess að skila ársreikningum sínum til ríkisskatt- stjóra. Þetta þýðir það að mörg fyrirtæki sem hafa hingað til ekki kært sig um að birta ársreikninga sína eru nú skyldug til að gera það. Hvílir skilaskyldan á herðum fram- kvæmdastjóra og stjórnar fyrirtæk- Þau fyrirtæki sem kæra sig ekki um að birta ársreikninga sína ein- hverra hluta vegna, t.d. af sam- keppnisástæðum, geta fengið heimild til þess að skila saman- dregnum ársreikningi ístaðinn. Þau fyrirtæki sem velja þann kostinn munu þó fá frest fram á haustið því að enn hefur fjármálaráðuneytið ekki sett reglur um samandregna ársreikninga. Ljóst er þó að heimild til að skila samandregnum reikning- um mun ekki ná til þeirra fyrir- tækja, sem fara yfir tvær af eftirfar- andi stærðarmörkum; þ.e. 200 milljóna króna eign, 400 milljóna króna rekstrartekjur eða 50 árs- verk. Þá nær heimildin aldrei til þeirra félaga, sem hafa skráð hluta- bréf eða skuldabréf sín á Verð- bréfaþingi eða leggja engar hömlur á viðskipti með eignarhluta sína. Þau fyrirtæki, sem ekki ætla að birta samandregna ársreikninga, eiga að skila ársreikningum til Ríkis- skattstjóra fyrir 31. ágúst. Sam- kvæmt upplýsingum frá Ríkisskatt- stjóra hafa einungis á annað hund- rað ársreikninga skilað sér. Þetta verða að teljast litlai heimtur ef haft er í huga að talið er að um 750 hlutafélög séu á skrá og 7-9 þúsund einkahlutafélög. Eftirrekstur með haustinu Forráðamenn fyrirtækja mega búast við því að Ríkisskattstjóri fari að ganga eftir ársreikningum þeirra fyrirtækja, sem ekki hafa enn skil- að, með haustinu. Guðmundur Guðbjarnason, viðskiptafræðingur hjá Ríkisskattstjóra, segir að emb- ættið sjái ekki ástæðu til eftirrekstr- ar fyrr en skýrar reglur um saman- dregna ársreikninga liggi fyrir. Fyrir- tækjum verði þá væntanlega gefinn einhver skilafrestur en að honum liðnum geti þau búist við sektum. Skrár yfir atvinnufyrirtæki eru nú dreifðar víðs vegar um hið opinbera kerfi en að sögn Guðmundar má búast við því að skráningin verði samræmd á næsta ári. Eru uppi hugmyndir um að þær skrár sem Hagstofa íslands, Hlutafélagaskrá, Samvinnufélagaskrá og firmaskrár sýslumanna annist nú verði sam- einaðar undir einum hatti. Samkvæmt umræddri reglugerð er ríkisskattstjóra jafnframt skylt að veita aðgang að þeim gögnum, sem skilað er til embættisins. Þessi upplýsingaskylda embættisins kann að vera mörgum forstjóranum þyrnir í augum og vel má deila um hvort hún sé réttmæt. Margir hafa vanist því að þurfa ekki að gefa öðrum upplýsingar um rekstur fyrir- tækja sinna en hluthöfum og skatt- yfirvöldum og bregður nú við það að hver sem er geti fengið afrit af ársreikningi eða a.m.k. saman- dregnum ársreikningi fyrirtækisins. Skilaskylda ársreikninga og upplýs- ingaskylda Ríkisskattstjóra eru hins vegar hluti af skuldbindingum ís- lendinga í tengslum við EES-samn- inginn. Mikilvægt er að þessar breytingar gangi fljótt og vel fyrir sig þannig að sum fyrirtæki í rekstri sleppi ekki við að skila ársreikning- um langtímum saman á meðan reikningar annarra fyrirtækja í sömu grein liggi frammi öllum til sýnis. Verður fróðlegt að fylgjast með því í haust hvernig tekst að kalla inn ársreikninga þeirra fyrirtækja, sem hafa enn ekki gert skil. KJN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.