Morgunblaðið - 08.08.1996, Side 1

Morgunblaðið - 08.08.1996, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA GOLF 1996 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST BLAÐ Forseti íslands verndari íþrótta- sambands íslands FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grimsson, átti fund með Ellert B. Schram forseta ÍSÍ og Stefáni Konráðssyni framk væm dastj óra sam- bandsins í gær og féllst á að gerast verndari íþróttasambandsins en allt frá stofnun ÍSÍ hafa þjóðhöfðingjar landsins hverju sinni verið vernd- arar ÍSÍ. „Með þessari ákvörðun sýnir herra Ólafur Ragnar Grimsson forseti íslands íþróttahreyfing- unni mikinn sóma og heiður sem hún metur að verðleikura," sagði Stefán við Morgunblaðið. Hann bætti við að Ólafur Ragnar hefði jafnframt látið í ljós áhuga á nánu og virku sambandi milli embættisins og íþróttanna enda legði hann _ áherslu á mikilvægi heilbrigðra lífshátta. „íslensk iþróttahreyfíng óskar forseta íslands gæfu og gengis í störfum hans og væntir góðs samstarfs við hann,“ sagði Stefán. Tveir Bandaríkja- menn væntanlegir KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Njarðvíkur hefur gengið frá samningi við bandariskan leikmann, Vough Jones að nafni, um að hann muni leika með liðinu í vetur. Hann er 22 ára og kemur frá Washington, alhliða leikmaður sem leikið getur allar stöður nema miðherja. Þá hafa Keflvíkingar einnig augastað á Banda- ríkjamanni, Damon Johnson, sem kemur frá há- skóianum í Tennessee og er 22 ára eins og landi hans Jones. Ekki er enn búið að ganga frá samn- ingum við hann en taldar eru miklar líkur á að það muni gerast á næstunni. Seldi gull- og silf- urverðlaunin TÉKKNESKI ræðarinn Lukas Pollert ásakaði í vikunni Alþjóða ólympíuhreyfinguna harðlega fyrir að gefa sig algjörlega á vald stjórnmála- mönnum og stórfyrirtækjum og seldi hann í kjöl- farið gullverðlaun sín frá Ólympíuleikunum I Barcelona fyrir fjórum árum og silfurverðlaunin frá leikunum í Atlanta. Pollert vildi alls ekki gefa upp hvað hann hefði fengið greitt fyrir verðlaunapeningana og vildi hann heldur ekkert tjá sig um hvort hann hygðist taka þátt í róðri á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Argentínumenn rændir í Atlanta KNATTSPYRNA Fimm úr l.deild valdir gegn Möltu Allir vilja sigra á PGA BESTU kylfingar heimsins eru allir mættir til Louis villc í Banda- ríkjunum þar sem PGA golfmótið fer fram um helgina, en þetta er fjórða og síðasta „stórmótið“ á þessu ári. Raunar eru ekki alveg allir þeir bestu með því tvo vantar af þeim 50 bestu og 81 af 100 bestu eru mættir. Keppt verður á Valhalla-vellinum, sem er tiltölu- lega nýr og spennandi fyrir kylf- ingana, enda hannaður af Jack Nicklaus, sem er auðvitað meðal keppenda. Hann hitti Muhamed Ali stutta stund í gær á níundu flöt og fór vel á með þeim. Steve Elkington sigraði í fyrra eftir bráðabana við Colin Montgomerie, sem enn á eftir að sigra á einu af stórmótunum. Þrír kylfingar geta sigrað tvöfalt í ár, Nick Faldo, Steve Jones og Tom Lehman. A myndinni má sjá besta kyfling heims, Greg Norman frá Astralíu, gefa eiginhandaráritun á meðan hann gengur á tíunda teig. Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í gær hveijir skipa landslið íslands sem mætir Möltu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli miðvikudaginn 14. ágúst. Logi leggur mikið uppúr leiknum og fær alla atvinnumennina heim til að taka þátt í honum, ellefu talsins. I sextán manna landsliðs- hópnum eru því fimm leikmenn úr 1. deildinni hér heima, þrír KR-ingar og tveir Skagamenn. Heimir Guð- jónsson úr KR er eini nýliðinn í hópn- um en leikjahæstur er fyrirliðinn Guðni Bergsson sem hefur leikið 68 landsleiki. Landsliðshópurinn er annars þannig: Markverðir verða Birkir Kristinsson úr Brann og Kristján Finnbogason úr KR og aðrir leik- menn eru Arnór Guðjohnsen úr Örebro, Bjarki Gunnlaugsson, Mannheim, Einar Þór Daníelsson og Heimir Guðjónsson úr KR, Eyjólfur Sverrisson, Hertha Berlin, Guðni Bergsson, Bolton, Helgi Sigurðsson, BTC Borussia, Hlynur Birgisson, Örebro, Lárus Orri Sigurðsson, Stoke, Ólafur Adolfsson og Ólafur Þórðarson, ÍR, Rúnar Kristinsson, Örgryte, Sigurður Jónsson, Örebro og Þórður Guðjónsson, Bochum. Atli Eðvaldsson, þjálfari landsliðs íslands, sem skipað er leikmönnum 21 árs og yngri, valdi einnig sitt lið í gær, en það mætir Möltu á Sauðár- króki þriðjudaginn 13. ágúst og er þetta fyrsti landsleikurinn sem fram fer á Sauðárkróki. Markverðir verða Ámi Gautur Arason, IA og Gunnar Sigurðsson, ÍBV og aðrir leikmenn eru Sigurvin Ólafsson, Stuttgart, Brynjar Gunn- arsson, KR, Jóhannes Harðarson, ÍA, Ólafur Stígsson, Fylki, Guðni Rúnar Helgason, Völsungi, Bjarnólf- ur Lárusson, ÍBV, Stefán Þórðarson, ÍA, Ólafur Bjarnason, Grindavík, Sigþór Júlíusson, Val, Þorbjörn Atli Sveinsson, Fram, Valur Fannar Gíslason, Arsenal, Bjarki Stefáns- son, Val, Bjarni Guðjónsson, ÍA og Arnar Viðarsson, FH. LEIKMENN og aðstandendur argentínska landsliðsins í knattspyrnu urðu fyrir því ól- áni á Olympíuleikunum í Atl- anta á dögunum að brotist var inn í hótelherbergi þeirra og öllu lauslegu stolið. Talið er að lausafé, úr, hringar, háls- festar og aðrir verðmætir munir að verðmæti um fímm milljónir íslenskra króna hafí horfíð og hefur enn ekkert spurst til þjófanna. Ekki bætti svo úr skák að Argentínu- raönnum fannst sem sjálfum ólympíumeistaratitlinum hefði verið rænt frá þeim þegar Nígeríumenn skoruðu að þvi er þeir argentínsku töldu aug- ljóst rangstöðumark undir lok úrslitaleiksins og tryggðu sér þar með ólympíugullið á ell- eftu stundu. Það var Argent- inumöimum þó nokkur hugg- un harmi gegn að á laugar- dagskvöld voru þeir sæmdir verðlaunum fyrir prúð- mennsku og háttvísi á Ólymp- íuleikunum en vonbrigðin í úrslitaleiknum vörpuðu óneit- anlega skugga á gleði S-Amer- ikubúanna yfir þessari óvæntu viðurkenningu. KNATTSPYRIMA: FYLKIR HAFÐIBETUR í BOTNSLAGNUM GEGN KEFLAVÍK / C4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.