Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Dýrmæt stig Fylkis Morgunblaðið/Golli BJARKI Pétursson skoraði eina mark Fylkis í gærkvöldi. Hann fagnar hér markl sínu að hætti hússins en Kristfnn Tómasson gerir sitt besta til að ná Bjarka. KORFUKNATTLEIKUR Glæsileg sig- urkarfa Péturs gegn Lettum FYLKISMENN kræktu sér í þrjú dýrmæt stig í baráttunni í neðri hluta 1. deildar karla í knatt- spyrnu þegar þeir lögðu Kefl- víkinga að velli 1:0 í Arbænum í gærkvöldi en leikurinn var sá sfðasti í sjöundu umferð ís- landsmótsins. að voru heimamenn, sem hófu leikinn mun betur og fengu nokkur góð marktækifæri strax á upphafsmínútunum en þeim tókst þó víkinga fyrr en um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Bjarki Pétursson skoraði með lag- legu skoti framhjá Ólafi markverði Gottskálkssyni eftir góðan undir- búning Ásgeirs Más Asgeirssonar. Hefðu Fylkismenn svo hæglega getað bætt við fleiri mörkum það sem eftir lifði hálfleiksins en allt kom fyrir ekki þrátt fyrir ágætar tilraunir þeirra og gengu þeir því til búningsherbergja sinna í leik- hléinu með eins marks forskot. í síðari hálfleiknum héldu Fylkis- menn svo áfram þar sem frá var horfið í þeim fyrri og sóttu öllu meira en er líða tók á hálfleikinn komust þó Keflvíkingar betur og betur inn í leikinn. Heimamenn Howard aftur til Bullets BANDARÍSKI körfuknattleiks- maðurinn Juwan Howard skrif- aði í vikunni undir samning til sjö ára við sitt gamla félag, Was- hington Bullets, eftir að banda- ríska körfuknattleikssambandið úrskurðaði að nýgerður samn- ingur hans við Miami Heat væri ógildur vegna brots á reglum um launaþak í NBA-deildinni. Með samningi sínum við Miami varð Howard fyrsti maðurinn í sögunni til þess að rjúfa 100 millj- óna dollara múrinn, sem samsvar- ar um 6,7 milljörðum íslenskra króna, og herma fregnir frá Bandarikjunum að Washington muni reyna að greiða kappanum svipaða upphæð en málið mun þó að öllum líkindum verða lagt i gerðardóm á allra næstu dögum. Ikvöld Knattspyrna Bikarkeppni kvenna, undanúrslit: Kópavogur: Breiðablik - lA..18.30 Stjömuv.: Stjaman - Valur...18.30 2. deild karla: Akureyrarv.: KA - Fram.........19 Borgames: Skallagr. - Víkingur ....19 ÍR-völlur: ÍR-Völsungur........19 Kaplakriki: FH - Leiknir R.....19 3. deild: Garðsvöliur: Víðir - Selfoss......19 4. deild B: Ármannsvöllur: TBR-Ármann....;,19 4. deild V: Bolungarvík: Bolungarvik - BÍ..19 2. deild kvenna A: Fjölnisvöllur: Fjölnir - Reynir S.19 Fj. leikja u j r Mörk Stig IA 11 9 0 2 29: 10 27 KR 11 8 2 1 29: 9 26 LEIFTUR 11 5 4 2 22: 19 19 VAI.UR 11 5 2 4 11: 10 17 GRINDAVÍK 11 3 4 4 12: 17 13 IBV 10 4 0 6 16: 21 12 STJARNAN 11 3 3 5 10: 19 12 FYLKIR 11 3 1 7 14: 15 10 KEFLAVIK 10 1 4 5 8: 18 7 BREIÐABLIK 11 1 4 6 10: 23 7 Rodman samdi við Chicago HINN frábæri körfuknatt- leiksmaður Dennis Rodman hefur gert nýjan samning við bandarísku meistarana Chicago Bulls og gildir hann til eins árs. Rodman tók flest fráköst allra leikmanna NBA- deOdarinnar í fyrra, 14,9 að meðaltali i leik, og var það í fímmta sinn sem kappinn hlaut titilinn „frákastakóng- ur“ deildarinnar. Forráðamenn Chicago vUdu óbnir halda i Rodman og buðu honum í upphafi 400 mUyónir króna fyrir eins árs samning en Rodman tók það ekki í mál, krafðist 670 millj- óna og hótaði að hætta að leika körfuknattleik ef ekki yrði orðið við kröfum hans. Talið er að hann muni fá um 600 milljónir króna frá Chicago. Pétur Ingvarsson tryggði íslandi sigur á Lettum í gær á Opna Norðurlandamótinu í körfuknatt- leik með glæsilegu skoti frá miðju sem rataði rétta leið í þann mund sem leiktíminn var úti, lokatölur 102:99. Áður hafði Helgi Jónas Guðfinnsson jafnað leikinn 99:99 þegar 20 sekúndur voru eftir og leikmenn Lettlands farið í sókn í kjölfarið sem endaði fimm sekúnd- um fyrir leikslok með því að Guð- mundur Bragason varði sniðskot eins Lettans og í framhaldinu kast- aði hann knettinum fram til Pét- urs sem tvínónaði ekki heldur skaut og innsiglaði sigurinn. Létt- ar voru fyrirfram taldir með sterk- asta lið keppninnar og unnu m.a. Svía í fyrsta leik sínum í fyrradag 99:83. íslenska liðið lét ekki sex stiga tap gegn Dönum í fyrsta leik á sig fá og hófu leikinn gegn Lettum í gær af miklum krafti og var komið með tíu stiga forystu um miðjan fyrri hálfleik. Pressuvörn íslenska liðsins gekk mjög vel og Guðmund- ur og Guðjón Skúlason náðu sér gripu þá til þess ráðs að draga lið sitt nokkru aftar á völlinn og freista þess að beita skyndisóknum og eft- ir eina slíka var Þórhallur Dan Jó- hannsson ekki langt frá því að bæta við öðru marki heimamanna undir lok leiksins en skot hans fór framhjá marki gestanna. Keflvíkingar fengu svo kjörið tækifæri til þess að jafna metin á síðustu sekúndunum en Kjartan Sturluson í marki Fylkis var við öllu búinn og bjargaði stórkostlega. Það voru því heimamenn, sem fögnuðu mikilvægum sigri í gær- kvöldi og sitja nú áfram í 8. sæti deildarinnar en hlutskipti Keflvík- inga er hins vegar enn sem fyrr fallsæti og er nú orðið ljóst að þeir Suðurnesjastrákar verða að fara að taka sig saman í andlitinu hyggist þeir koma sér á þægilegri stað í deildinni. B^|Eftir ágæta sókn ■ ^/Fylkismanna á 20. mínútu barst knötturinn til Ás- geirs Más Ásgeirssonar rétt fyr- ir utan vítateig Keflvíkinga. Ásgeir renndi knettinum áfram til vinstri þar sem Bjarki Pét- ursson var mættur og skoraði hann örugglega framhjá Óiafi í marki Keflvíkinganna. vel á strik í sókninni. Sigfús Gizur- arson gaf hávöxnum leikmönnum Letta ekkert eftir og tók hvert frák- astið á fætur öðru. Staðan í hálf- leik 54:52 fyrir ísland. íslendingar héldu sínu striki í upphafi síðari hálfleiks og voru lengi vel með 3-7 stiga forystu. Helgi Jónas náði sér vel á strik í leikhlutanum og skoraði m.a. sex þriggja stiga körfur og átti margar stoðsendingar. Um miðjan síðari hálfleik fékk Jón Arnar Ingvarsson olnboga eins Lettans í andslitið með þeim afleiðingum að hann fékk blóðnasir, skurð á augabrúnina auk þess sem brotnaði upp úr fram- tönn. Bættist hann því á sjúkralista liðsins, en á honum voru fyrir þeir Hermann Hauksson og Herbert Arnarson. Bestu leikmenn íslands í leiknum voru þeir Guðmundur, Helgi Jónas, Sigfús og Guðjón. Stig íslands: Helgi Jónas Guðfinnsson 32, Guðmundur Bragason 25, Guðjón Skúla- son 17, Sigfús Gizurarson 10, Jón Amar Ingvarsson 7, Pétur Ingvarsson 5, Hjörtur Harðarson 4, Birgir Öm Birgisson 2. Fylkir - Keflavík 1:0 Fyikisvöllur í Árbæ, íslandsmótið í knatt- spymu, 1. deild karla - frestaður leikur úr 7. umferð, miðvikudaginn 7. ágúst 1996. Aðstæður: Rigning og heldur napurt, völl- urinn þungur og háll. Mark Fylkis: Bjarki Pétursson (20.). Gult spjald: Keflvíkingurinn Ragnar Stein- arsson (62.), fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Ólafur Ragnarsson. Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson og Svanlaugur Þorsteinsson. Áhorfendur: 300. Fylkir: Kjartan Sturluson - Enes Cogic, Ómar Valdimarsson, Ólafur Stígsson, Þor- steinn Þorsteinsson - Finnur Kolbeinsson, Andri Marteinsson, Ásgeir Már Ásgeirsson - Kristinn Tómasson, Bjarki Pétursson (Sig- urgeir Kristjánsson 76.), Þórhailur Dan Jóhannssom Keflavík: Ólafur Gottskáiksson - Ragnar Steinarsson, Jakob Jónharðsson, Kristinn Guðbrandsson, Guðmundur Oddsson (Adolf Sveinsson 78.), Karl Finnbogason - Jóhann Magnússon (Ragnar Margeirsson 33.), Ey- steinn Hauksson, Gestur Gylfason - Jóhann Guðmundsson, Haukur Guðnason (Róbert Sigurðsson 72.). Kjartan Sturluson, Enes Cogic, Ólafur Stígsson, Bjarki Pétursson, Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylki. Jakob Jónharðsson, Karl Finnbogason, Jóhann Guðmundsson, Eysteinn Hauksson, Keflavík. Norðurlandamót Annar leikur landsliðs skipað leikmönnum 16 ára og yngri. ísland - Svíþjóð......................0:6 Evrópukeppni félagsliða Fyrri leikir: Dinamo Minsk - Besiktas...............2:1 Skonto (Lettl.) - Malmö...............0:3 Partizan - National Búkarest..........0:0 Betar Jerusalem - Bodö (Noregi).......1:5 Legia Varsjá - Valkaekoski (Finnl.)...3:0 Lyngby (Danm.) - Mura (Slóveníu)......0:0 Famagusta (Kýpur) - Xamax (Sviss).....1:2 Búdapest Vasutas - Barry Town.........3:1 Helsingborg - Dynamo 93 (H-Rússl.)....1:1 Halmstad - Vardar (Maked.)............0:0 Heraklis - Apoel Nicosia (Kýpur)......0:1 Zagreb - Spartak Moskva...............3:1 Hajduk Split - Torpedo Moskva.........1:0 Aarau (Sviss) - Lantana (Eistl.)......4:0 Graz (Áusturr.) - Vojvodina (Júgósl.).2:0 Bratislava - Trabzonspor..............2:1 Sliema (Möltu) - Óðinsvé (Danm.)......0:2 Evrópukeppni meistaraliða Undankeppni, fyrri leikir: Gautaborg - Ferencvaros (Ungveijal.)..3:0 FC Briigge - Steaua Bucharest.........2:2 Panathinaikos - Rosenborg.............1:0 Rapid Vín - Dynamo Kiev...............2:0 Widzew Lodz (Póil.) - Bröndby.........2:1 Grasshopper - Slavia Prag.............5:0 Rangers - Vladikavkaz (Rússl.)........3:1 Frjálsíþróttir Alþjóðlegt mót í Sestriere á Ítalíu 100 metra hlaup karla: 1. Bruny Surin (Kanada)............10,17 2. Linford Christie (Bretl.).......10,29 3. Osmond Ezinwa (Nígeríu).........10,30 100 metra hlaup kvenna: 1. Natalya Voronova (Rússl.).......11,45 2. Juliet Cuthbert (Jamaíka).......11,55 3. Giada Gallina (Ítalíu)..........11,84 110 metra grindahlaup karla: 1. Allen Johnson (Bandar.).........13,25 2. Roger Kingdom (Bandar.).........13,43 3. Colin Jackson (Bretl.)..........13,49 100 metra grindahlaup kvenna: 1. Yuliya Graudyn (Rússl.).........13,23 2. Carla Tuzzi (Italíu)............13,36 3. Tonya Lawson (Bandar.).........13,50 400 metra hlaup karla: 1. Davis Kamoga (Úganda)...........45,70 2. Andrea Nuti (Ítalíu)............45,97 3. Alessandro Aimar (Ítalíu)......46,29 400 metra hlaup kvenna: 1. Sandie Richards (Jamaíka).......51,34 2. Vima De Angeli (ítaliu).........51,75 3. Patrizia Spuri (Italíu).........52,30 400 metra grindahlaup karla: 1. Samuel Matete (Zambíu)..........49,03 2. Ken Hamden (Zimbabwe)...........50,24 3. Paolo Bellino (Stalíu)..........50,34 400 metra grindahlaup kvenna: 1. Rosie Edeh (Kanada).............54,97 2. Susan Smith (Irl.)..............55,30 3. Anna Knoroz (Rússl.)............56,76 3.000 metra hlaup karla: 1. Luke Kipkosgei (Kenýa)........8.08,26 2. David Kisang (Kenýa)..........8.08,38 3. Simon Chemoiywo (Kenýa).......8.11,30 Langstökk karla: 1. Joe Greene (Bandar.).............8,46 2. Erick Walder (Bandar.)..........8,36 3. Cheikh Tidiane Toure (Senegal).8,34 Langstökk kvenna: 1. Ljudmila Ninova (Austurr.).......6,84 2. Claudia Gerhardt (Þýskal.).......6,76 3. Fiona May (Ítalíu)..............6,74 Þrístökk karla: 1. Jonathan Edwards (Bretl.).......17,67 2. Brian Wellman (Bermúda).........17,53 3. Mike Conley (Bandar.)...........16,43 Kúluvarp karla: 1. Randy Barnes (Bandar.)..........21,65 2. John Godina (Bandar.)..........21,08 3. Paolo Dal Soglio (Italíu)......19,99 VIKINGALOTTO: 2 11 21 22 44 47 + 6 17 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.