Morgunblaðið - 09.08.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 09.08.1996, Síða 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 178. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Lestarslys við London Watford. Reuter. EIN KONA að minnsta kosti lét lífið og fleiri en 70 manns slösuð- ust í lestarslysi norðvestan við London síðdegis í gær. Um 400 manns á leið úr vinnu voru um borð í lest sem lenti sam- an við tóma lest sem kom úr gagn- stæðri átt. í gærkvöld var dauði eins farþega staðfestur, 27 manns voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús og um 50 manns til við- bótar hlutu minniháttar meiðsl. Slökkviliðsmenn unnu að því í allt gærkvöld að losa 10 farþega sem lokuðust inni í einum lestarvagn- inum. Ekkert lát á bardögum Rússa og skæruliða í Grosní Hundruð manna tal- in liggja í valnum Grosní, Moskvu. Reuter. RÚSSNESKT herlið með stuðn- ingi fallbyssuþyrlna og orrustu- þotna hélt uppi miklum árásum á skæruliða í Grosní, höfuðborg Tsjetsjníju, í gær en án þess að verða mikið ágengt að því er virt- ist. Talið er, að hundruð manna hafi fallið og særst í átökunum, sem staðið hafa í þijá daga og eru mikill álitshnekkir fyrir Borís Jeltsín, forseta Rússlands, sem sver embættiseiðinn öðru sinni í dag. í tilkynningu frá Alþjóða Rauða krossinum sagði að hundr- uð manna, óbreyttir borgarar, sem særst hefðu í bardögunum, væru bjargarlaus í borginni. Endanlega úti um friðinn Talsmenn rússneska hersins sögðu, að hann hefði endurheimt mörg hverfi og væri farinn að „hreinsa til“ í borginni en harðir bardagar geisuðu þar enn í gær. Virðist sem endanlega sé úti um friðinn, sem Jeltsín samdi um fyr- ir forsetakosningarnar, en skær- uliðar segja, að samningarnir hafi verið margbrotnir með loftárásum Áfall fyrir Boris Jeltsín, sem sver embættíseið í dag Rússa á tsjetsjensk þorp og bæi. Movladi Udugov, upplýsinga- fulltrúi skæruliða, sagði í viðtali við Reuters-fréttastofuna í gær, að rússnesk herþota hefði verið skotin niður en það hefur ekki fengist staðfest. Gera hvorir- tveggju, Rússar og skæruliðar, lít- ið úr mannfalli í eigin röðum en Interfax-fréttastofan rússneska sagði, að 70 rússneskir hermenn hefðu fallið og 300 særst. Udugov hélt því aftur fram, að Rússar hefðu misst 1.000 menn en sagði aðeins sex skæruliða hafa fallið og 12 særst. Skæruliðar, 3.000 að tölu að eigin sögn, segjast ráða allri Grosní en Rússar bera það til baka og segjast hafa miðborgina og stjórn- arbyggingar þar á valdi sínu. Rúss- ar hafa um 30.000 hermenn í Tsjetsjníu. Víktor Tsjernomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, sagði í gær, að skæruliðar yrðu hraktir burt úr Grosní en kvaðst um leið andvíg- ur miklum hernaði í landinu. Kvað hann allt mundu verða gert til að koma í veg fyrir, að Tsjetsjníja yrði annað Afganistan. Átök í Grosní eru mikið áfall fyrir Jeltsín og varpa skugga á embættistöku hans en hann sver forsetaeiðinn í Kreml í dag. Atkvæði um traustsyfirlýsingu Neðri deild rússneska þingsins, Dúman, mun koma saman á morg- un til að greiða atkvæði um traustsyfirlýsingu við ríkisstjórn Tsjernomyrdíns, sem Jeltsín skipar formlega að lokinni eigin embætti- stöku í dag. Interfax-fréttastofan hefur eftir einum þingleiðtoga kommúnista, sem eru stærsti þing- flokkurinn, að búast megi við að stjórnin nái tilskildum meirihluta í atkvæðagreiðslunni. Samkvæmt stjórnarskránni má forsetinn leysa þingið upp, ef það hafnar því þrisv- ar að lýsa stuðningi við ríkisstjórn- ina. Rútuslys í Svíþjóð Segir hall- irnar fyrir alþýðuna Baghdad. Reuter. SADDAM Hússein íraksforseti hélt í gær ræðu í tilefni þess, að átta ár eru liðin frá endalokum stríðsins við íran. I ræðunni neitaði hann því að hann hafi notað tekjur ríkissjóðs til hallarbygginga fyrir sjálfan sig á sama tíma og þjóðin svelti. Vestræn ríki hafa sakað Saddam að undanfömu um að hafa varið gifur- legum auðæfum í eigin þágu á sama tíma og almenning- ur lepji dauðann úr skel vegna mat- vælaskorts. Að SÖgn Sir Saddam Davids Hannay, Hussein sendiherra Breta hjá Sameinuðu þjóðunum, sýna myndir teknar úr njósnahnöttum, að nokkrar hallir, sem Saddam hefur byggt eftir lok Persaflóastríðsins séu af sömu stærðargráðu og hallir fyrr- verandi Frakklandskonunga og keis- ara í Versölum utan Parísar. „Þetta eru, óbermin ykkar, hallir alþýðunnar," sagði Saddam er hann beindi orðum sínum til vestrænna ráðamanna. „Þar eiga sér stað at- burðir og félagslegar athafnir á veg- um þjóðarinnar." I ræðunni, sem ríkisfjölmiðlarnir útvörpuðu í gær, neitaði forsetinn ennfremur að hafa flutt fjárniuni á einkareikninga sína í svissneskum bönkum. Stokkhólmi. Reuter. HÓPUR fólks, sem var á ferð með fólksflutningabifreið skammt frá Karlshamn í Suður-Svíþjóð, fórst í nótt þegar bifreiðin lenti í árekstri við vöruflutningabíl, að sögn sænsku lögreglunnar. „Það er ómögulegt að segja hversu margir létust, en það voru þónokkrir,“ sagði talsmaður lög- reglunnar, og bætti við að ennfrem- ur væru nokkrir alvarlega slasaðir. Slysið átti sér stað þegar rútan, sem var með 10 farþega, lenti í árekstri við vörubíl á hinni íjölförnu leið milli Málmeyjar og hafnarborg- arinnar Karlshamn. Efast um líf á Mars Peking. Reuter. KÍNVERSKA fréttastofan Xin- hua hafði í gær eftir jarðfræð- ingum á alþjóðlegri ráðstefnu í Peking, að efasemda gætti um uppgötvun bandarískra vísinda- manna á að ef til vill hafi þrifist líf á plánetunni Mars í fyrndinni. Starfsfólk bandarísku geim- ferðastofnunarinnar (NASA) tilkynnti í fyrradag að rann- sóknir á loftsteini, sem mun hafa borist til jarðar frá Mars, og fannst á Suðurskautslandinu fyrir 12 árum, hafi leitt í Ijós leifar af örverusteingervingum og því mætti draga þá ályktun, að líf hafi þrifist á plánetunni fyrir milljörðum ára. í frétt Xinhua segir, að sí- fellt fleiri vísindamenn um allan heim séu farnir að draga í efa allar þær æsifengnu vísinda- uppgötvanir sem hafi verið gerðar í Bandaríkjunum á und- anförnum árum. Zhang Yun, prófessor við líf- fræðideild Peking-háskóla, sagði þó, að ekki væri hægt að útiloka með öllu að kenningin væri sannleikanum samkvæm. „Grundvallarspurningin er sú, hvernig megi ganga úr skugga um að leifarnar af lífverunum, sem fundust í loftsteininum, hafi komið frá Mars, en séu ekki mengun frá lífi á jörðinni eftir að steinninn lenti,“ sagði hann. Reuter Aurskriða fellur á þéttskipað tjaldsvæði á Spáni Óttazt að 100 hafi farizt ÓTTAZT er að eitt hundrað manns, þar af að minnsta kosti 15 börn, hafi farizt í aurskriðu, sem skall á þéttsetið tjaldsvæði í sunnanverðum Pýreneafjöllum í fyrrinótt. 180 manns voru fluttir á sjúkrahús. Tjaldsvæðið er við rætur brattrar fjallshlíðar skammt frá spænska fjallabænum Biescas, um 130 km austan við Pamplona. Svæðið var fullskipað ferðafólki er ógæfan dundi yfir. Úrhellisrigningu gerði á svæðinu í fyrradag með þeim afleiðingum að skriðan fór af stað. Flest fórnarlambanna voru Spánveijar, en einnig voru Þjóðverjar, Frakkar og Belgar meðal hinna látnu. Að sögn spænskra embættismanna höfðu 75 lík fundizt í gærkvöldi cn um 30 var enn saknað. ■ Eins og óskapleg alda/18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.