Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 5 FRÉTTIR •• Einar Oder Magnússon knapi sigursæll á Norðurlandamóti Tileinka minningn föður míns sigrana Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson EINAR Öder keppir ótrauður þrátt fyrir föðurmissinn og hefur nú þegar tryggt sér sigur í gæðingaskeiði á Háfeta frá Hátúni. EINAR ÖDER Magnússon tryggði sér í gær sigur í gæðingaskeiði á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum sem fram fer á Haringeslot í Sví- þjóð. Einar keppir nú sem fyrr á gæðingnum Háfeta frá Hátúni en þetta mun í þriðja skipti sem hann keppir á þessum hesti á NM og hafa þeir hlotið titla í bæði skiptin. Þetta mun að líkindum eitt erfið- asta mót sem Einar Öder hefur tekið þátt í því á föstudag bárust þau tíðindi að faðir hans, Magnús Hákonarson frá Selfossi sem einnig var kunnur hestamaður, hefði látist i hestaferð norður í landi og því útlit fyrir að Einar hætti þátttöku í mótinu. Eftir að hafa rætt við sína nánustu varð niðurstaðan sú að Einar héldi ótrauður áfram enda þeir sammála sem þekktu Magnús um að það hefði hugnast honum betur. Útför Magnúsar verður gerð frá Selfosskirkju þann 17. ágúst n.k. Einar sagði í samtali við Morgun- blaðið að þeir sigrar sem hann kynni að vinna yrðu tileinkaðir minningu föður hans og taldi hann stöðu sína nokkuð sterka eftir góðan sigur í gæðingskeiðinu í gær. Hann hefði nokkuð vænlega stöðu í keppninni um samanlagðan sigurvegara því hann var með 0,60 stiga forskot á Samönthu í gæðingaskeiðinu en aðeins munaði 0,03 á honum og Ninu í fimmgangi en síðan væri að sjá hvað íjórgangararnir gerðu. Ef á þyrfti að halda væri hann tilbúinn að fara í 250 metra skeiðið til að hressa við stigafjöldann. Einar sagðist einnig stefna ótrauður á sigur í fimmgangsúrslitum sem yrði þá hans fimmti sigur á Norður- landamóti á þeim vettvangi. Jóhann G. Jóhannesson varð í fimmta sæti í gæðingaskeiði á Lokku frá Störtal en danska stúlkan Samantha Leidersdorf varð önnur á Spútnik, Pia Káberg, Svíþjóð, þriðja á Krumma og heimsmeistar- inn í 250 metra skeiði, Rikke Jens- en, fjórða á Þór. Þýskfædd hryssa keppir fyrir ísland Einar varð annar á Háfeta í for- keppni fimmgangs í fyrradag á eftir Ninu Keskitalo Svíþjóð á Kol- skeggi frá Stóra-Hofi. Nina er með 6,80 en Einar er með 6,77. Peter Hággberg Svíþjóð á Smáhildi er þriðji með 6,53, íslendingurinn Gylfi Garðarson sem keppir fyrir Noreg er fjórði á Vals með 6,43 og jafnir í fimmta til sjötta sæti með 6,37 eru Guðni Jónsson á Garra og Jan Ottesen Noregi á Hlekk. Tveir íslendingar hafa tryggt sér þátttökurétt í B-úrslitum þeir Guðmundur Einarsson sem keppir á sínum gamla hesti Brimi frá Hrafnhólum og Jóhann G. Jóhann- esson sem keppir á hryssunni Lokku frá Störtal. Hryssa þessi er þýskfædd og stóð efst í eldri flokki hryssna á HM í fyrra. Líklega mun þetta í fyrsta skipti sem íslenskt hross fætt erlendis keppir fyrir hönd íslands á alþjóðlegu móti. Guðmundur og Jóhann hafa mögu- leika á að vinna sig upp í A-úrslit með sigri í B-úrslitum. Ragnar Tómasson liðsstjóri ís- lenska liðsins sagði allt í góðu gengi hjá íslenska liðinu og menn væru hæstánægðir með alla aðstöðu. SÍÐSUMARSÚTSALA á hústjöldum, fjölskyldutjöldum og viðlegubúnaði. ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina, símar 5519800 og 5513072. - kjarni málsins! ' ð^a/e PowerPC 603 RISC 75 megarið 8 Mb 1 Mb DRAM 800 Mb Apple CD600Í (fjórhraða) Innbyggðir tvíóma hátalarar Sambyggður Apple 15" MultiScan Les gögn af Pc disklingum Sjónvarpsspjald sem gerir kleift að horfa á sjónvarpið í tölvunni auk þess sem hægt er að tengja við hana myndbandstæki eða upptökuvél, taka upp efni, vinna með það og setja eigin myndir í mismunandi skjöl. Composite og S-VHS inngangar. Fjarstýring Mótald með faxl og símsvara Apple Design Keyboard System 7.5.3 sem að sjálfsögðu er allt á íslensku Hið fjölhæfa ClarisWorks 3.0 sem einnig er á íslensku. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagnagrunnur og samskiptaforrit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.