Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 9 __________FRETTIR_______ Mokveiði í Smugfunni Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson SKIPVERJAR á togaranum Stefni ÍS taka trollið í Smugunni. Þeir verkuðu aflann í salt og hættu veiðum nokkru áður en aflinn tók að glæðast. VEIÐI í Smugunni er nú loks komin á fullt skrið og skipin að fá góðan afla en veiði hefur nánast engin ver- ið undanfarnar vikur. Afli fór að glæðast um síðustu helgi og hefur smám saman verið að aukast og í fyrrinótt var veiði orðin mjög góð og skip að fá allt upp í rúm 30 tonn í hali. Að sögn Þórðar Magnússonar, skipstjóra á Þemey RE, hefur verið þokkalegt kropp frá því um síðustu helgi en veiðin byijað af miklu meiri krafti í fyrrinótt. „Það er góð veiði núna og í líkingu við það sem hefur verið hér þegar best hefur gengið síðustu tvö ár. Eini munurinn er sá að fiskurinn er miklu stærri og betri núna en í fyrra,“ sagði Þórður í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að flest skipin væru að fiska í flottroll en hinsvegar væru þau skip sem væru með flottrollin óklár að fá ágætis afla í botntrollin, eða um eitt tonn á togtímann. Þórður sagði að mörg skip létu reka og ynnu aflann þar sem þau réðu ekki við meira. „Þeir sem eru með veiðarfærin í lagi eru að fá í kringum 20 tonn í hali að meðaltali, sem verður að teljast góð veiði. Veið- in var lakari um helgina og alveg fram á miðvikudag, skipin að fá um tuttugu tonn á sólarhring en svo breyttist þetta eins og hendi væri veifað í fyrrinótt. Straumurinn hefur lengst af verið út úr Smugunni og í átt að Noregslínunni en fyrir helgi breyttist vindáttin og straumurinn F Nýr formað- ur leikskóla- kennara • BJÖRG Bjarnadóttir tók við formennsku í Félagi íslenzkra leik- skólakennara 1. ágúst sl. Þröstur Brynjarsson tók við sem varafor- maður frá sama tíma. Guðrún Alda Harðardóttir, sem gegndi áður formennsku í fé- laginu, hefur tekið til starfa sem kennari við nýstofnaða leikskólakennarabraut í Háskólanum á Akureyeri. Björg Bjarnadóttir gegndi áður varaformennsku í Félagi íslenzkra leikskólakennara. Hún er 41 árs gömul og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hún hefur verið í stjórn þess sl. fimm ár, þar af varaformaður sl. þrjú ár. Björg er gift Eiríki Jónssyni formanni Kennarasambands Is- lands. ------» ♦ ♦---- Nauðgun kærð í Vest- mannaeyjum STÚLKA á sextánda ári hefur kært nauðgun, sem átti sér stað um verslunarmannahelgina, til lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Samkvæmt framburði stúlk- unnar áttu þrír menn hlut að máli og mun einn þeirra hafa náð að koma fram vilja sínum. Mennirnir hafa ekki fundist en málið er í rannsókn hjá lögregl- unni í Vestmannaeyjum. - kjarni málsins! gekk þá inn í Smuguna og fiskurinn sennilega fylgt honum. Það er eina skýringin sem ég kann,“ sagði Þórð- ur. Skýringin ekki á lausu Guðmundur Kjalar, skipstjóri á Málmey SK, sagði að veiðin væri í sjálfu sér betri en síðustu ár þar sem fískurinn væri mun stærri. Þá væri ólíkt meira líf í sjónum en annars kynni hann engar skýringar á af hveiju veiðin blossaði upp á auga- bragði. „Þetta er óútreiknanlegt og skýringin liggur ekki á lausu. Þess vegna er best að segja sem minnst um það,“ sagði Guðmundur. Málmey SK hefur verið í um þijár vikur í Smugunni og að sögn Guðmundar er aflinn um 160 tonn og um helm- ingurinn af því fiskast á síðustu dög- um. Aflaverðmætið er um 18 milljón- ir króna. Blíðuveður er í Smugunni, blanka- logn og 5-7 gráðu hiti. Á þriðja tug íslenskra togara eru nú í Smugunni og má því ætla að þar séu nú um átta hundruð íslenskir sjómenn. ___MaxMara_________ Útsalan er hafin Hverfisgötu 6, Reykjavík, sími 562 2862 ÚTSALA Síðustu dagar 20% viðbótarafsláttur Opið laugard. kl. 10-16 síðustu daga útsölunnar. Útsölunni lýkur laugardaginn 10. ágúst Qhmtu,. v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. ÚTSALAN W HEFST I DAG B O G N E R REIAIS & CHATEAUX, ÞRIGGJA RÉTTA ÁDEGISVERÐUR AÐ EIGIN VALI FYRIR AÐEINS J49^r 1 m B i 3 BORÐAPANTANIR í SÍMA 552 5700 Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 83 milljónir Vikuna 1.-7. ágúst voru samtals 82.660.680 kr. greiddar út í happdrættisvéium um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur Upphæö kr. 1. ágúst Mónakó................. 88.340 1. ágúst Háspenna, Laugavegi.... 271.073 1. ágúst Háspenna, Hafnarstræti. 83.091 2. ágúst Gulliverv. Lækjartorg.. 131.144 2. ágúst Spilast. Geislag., Akureyri.. 93.200 2. ágúst Háspenna, Laugavegi.. 80.180 2. ágúst Háspenna, Laugavegi.. 67.466 3. ágúst Blásteinn.................... 50.546 3. ágúst H.M. Kaffi, Selfossi... 181.883 5. ágúst Háspenna, Hafnarstræti. 224.894 5. ágúst Háspenna, Hafnarstræti. 54.302 6. ágúst Gulliver v. Lækjartorg. 139.954 6. ágúst Háspenna, Laugavegi.... 78.896 7. ágúst Gulliverv. Lækjartorg.. 59.582 7. ágúst Catalina, Kópavogi...... 90.406 7. ágúst Háspenna, Laugavegi.... 128.071 7. ágúst Háspenna, Laugavegi. 55.616 Staöa Gullpottsins 8. ágúst, kl. 8.00 var 4.265.000 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.