Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heillaóskir til forseta Islands TIL viðbótar þeim kveðjum og heillaóskum sem forseta íslands Ólafi Ragnari Grímssyni og konu hans Guðrúnu Katrínu Þorbergs- dóttur bárust að loknum kosning- um hafa nú borist eftir innsetningu í embætti forseta kveðjur frá eftir- töldum þjóðhöfðingjum, forystu- mönnum ríkisstjórna og alþjóða- stofnana: Margréti Danadrottningu, Har- aldi V Noregskonungi, Elísabetu II Bretadrottningu, Beatrix Hol- landsdrottningu, Albert II Belgíu- konungi, Akihito Japanskeisara, forseta Irlands Mary Robinson, for- seta Rússlands B. Jeltsín, forseta Búlgaríu Zhelyu Zhelev, forseta Grikklands Constantinos Steph- anopoulos, forseta Júgóslavíu Zor- an Lilic, forseta Kýpur Glafcos Clerides, forseta Litháens Guntis Ulmanis, forseta Póllands Aleks- ander Kwasniewski, forseta Rúme- níu Ion Iliescu, forseta Sviss Jean Pascal Delamuraz, forseta Tyrk- lands Suleyman Demirel, forseta Úkraínu Leonid Kuchma, forseta Brasilíu Fernando Henrique Car- doso, forseta írans Akbar Hashemi Rafsanjani, forseta ríkisráðs og rík- isstjórnar Kúbu Fidel Castro Ruz, forseta Mexíkó Ernesto Zedillo Ponce de León, forseta Venezuela Rafael Caldera, forseta Zambíu Fredeick J.T. Chiluba, landsstjóra Kanada Roméo Le Blanc, Jóhann- esi Páli páfa, aðalframkvæmda- stjóra UNESCO Federico Mayor, aðalframkvæmdastjóra Evrópur- áðsins Daniel Tarschys, forsætis- ráðherra Bangladesh Abdur Ra- hman Biswas, utanríkisráðherra Indónesíu Ali Alatas og forsætis- ráðherra Tælands Banharn Silpa- Archa. Stórt kynningarrit um Norðurlönd fyrir Asíu ÚT ER komið stórt kynningarrit um Norðurlöndin átta, sem dreift verður í Suðaustur-Asíu, Kína, Singapúr, Tævan og Hong Kong. Um er að ræða samnorrænt verkefni sem fyrir- tæki í Hong Kong stendur að, en bókin er prentuð í Singapúr bæði á kínversku og ensku. Björn Hróars- son, sem er ritstjóri verksins, segir þetta sennilega vera eitt stærsta kynningarrit sem til er um Norður- löndin í heild. í hvorri bók_ eru á annað þúsund litmyndir frá Álands- eyjum, Danmörku, Grænlandi, Fær- eyjum, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Fyrsta upplag bókarinnar er 10.000 eintök sem verður dreift í Suðaustur-Asíu og Kína, og er strax farið að huga að næsta upplagi. Fyrirtækið Nordic Book (HK) Ltd. í Hong Kong gefur ritið út. Kín- versku bókinni verður dreift í Kína og Singapúr, en ensku útgáfunni verður einkum dreift í Hong Kong og Tævan. KliihvMar fj Wí ii >'1 Í(i»|í4 I KYNNINGARRITINU um Norðurlöndin átta eru upplýs- ingar um sérstöðu Norðurland- anna, atvinnuvegi ofl. Ritið er 512 blaðsíður. Morgunblaðið/Þorkell BJORGUNARSKIPIÐ Elding siglir út úr Reykjavíkurhöfn. Búið er að endurnýja skipið að miklu leyti. Eldingin endurbyggð Nýtt til skemmti- ferða og aðstoðar við síldar- og loðnuflotann BJÖRGUNAR- og köfunarskipið Elding hefur verið gert upp og verður gert út til björgunar- starfa og skemmtisiglinga frá Reykjavík. Þorgeir Jóhannsson kafari hefur haft veg og vanda af endurgerð skipsins. Þorgeir hefur verið búsettur í Noregi undanfarin tólf ár en er nú flutt- ur til Islands til þess að starfa við skipið. Bróðir Þorgeirs, Hafsteinn Jóhannsson, lét smíða skipið 1965 í Stálskipasmiðjunni í Kópavogi og fór það í rekstur árið 1968. Elding er 107 tonna stálbátur og er nú með tveimur Caterpillar vélum, 520 hestöfl, sem eru frá 1985. Elding var síðan í notkun til 1971 en þá fór Hafsteinn úr landi og Fiskveiði- sjóður seldi bátinn til Sandgerð- is. Þar hét hann Arnarborg og var á rækjuveiðum fram til 1981. Eftir það eignaðist Köfunarstöð- ÁHÖFNIN á Eldingu, fremstur er Þorgeir Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri, sem hefur haft veg og vanda af endurbótunum. Glæsileg tilboðsverð • 28” BEKO SJÓNVARPSTÆKI • NICAM STAFRÆNT • STEREO • STAFRÆNN MAGNARI • ÍSLENSKAÐ TEXTAVARP • SJÁLFVIRK STÖÐVALEITUN • FULLKOMINN FJARSTÝRING • BARNALÆSING TOPPURINN!! Hér gefst þér kostur á að eignast fullkomna ‘Hl Fl’ samstæðu •2x120w útvarpsm.*geislaspilari* •195w 3way hátalarar»Fjarstýring* MS7766 Eín með öllu! Fullkomin græja»160w magnari»3mism.hljómst.Klassic,jass, rock.»Geislasp.tekur 7 diska»Stafrænt útvarp»40st.m*LCDskjár»Fjarst. Við erum í næsta húsi við IKEA RflFTfEK3(IPERZLUN ISLðNDS If ANl Skútuvogur 1 ANNO 1929 Sími: 568 8660 in bátinn og notaði hann sem dráttar- og köfunarskip fram til 1989. Síðan hefur skipið legið við festar í Reykjavíkurhöfn og Sundahöfn. Kostað mikla vinnu „Þar hefur hann ryðgað niður þar til við tókum við honum 1984 og hófum endurbætur á honum. Við þær höfum við unnið á Akra- nesi og Kópavogi. Þetta hefur verið gríðarleg vinna. Við erum búnir að setja nýtt stefni á hann, þilfar og síður. Við smíðuðum kafarapall á bátinn þar sem er aðstaða fyrir sportkafara og okkur. Þetta hefur ekki kostað okkur mikla peninga, svona eins og einn góður Sómabátur. Við höfum samt lagt mikla vinnu í þetta,“ sagði Þorgeir. Hafsteinn bróðir Þorgeirs var hér á landi fyrir skemmstu og smíðaði sófabekki i bátinn. Aðstoð við loðnu- og síldveiðiskipin „Á haustin og veturna ætlum við að fylgja síldarflotanum og loðnuskipunum og bjóða fram aðstoð við köfun. Við byrjum um miðjan september. Þetta er upp á eigin spýtur eins ogþað hefur verið alla tíð. Það hefur ekkert sérstakt björgunarskip fylgt flotanum frá því Goðinn fórst en varðskipin hafa verið til taks en þjónusta þeirra er dýr. Við hlustum alltaf á neyðarbylgju 2182 og erum með síma um borð og bjóðum fram þjónustu okkar allan sólarhringinn. Það virðist vera rekstrargrundvöllur fyrir svona skip en ef þetta gengur ekki upp verð ég að fara í burtu með skipið,“ sagði Þorgeir. Fram að því að skipið heldur til björgunarstarfa fyrir íslenska fiskveiðiflotann verður boðið upp á skemmtisiglingar um sundin með tilheyrandi grill- veislum, útsýnisferðir, ferðir með sportkafara og hvalaskoð- unarferðir. Einnig verður skipið hugsanlega í flutningum með veiðarfæri og varahluti fyrir útgerðir skipa á Reykjanes- hrygg. Skipsljóri á Eldingu er Jón Haukur Valsson en auk hans verður Þorgeir kafari um borð og tveir vélsljórar. Þorgeir er framkvæmdastjóri skipsins en sonur hans, Magnús, er eigandi þess. NÝTT þilfar var smíðað á skipið og komið fyrir bekkjum sem bróðir Þorgeirs, Hafsteinn, smíðaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.