Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sýningin Handverk ’96 í fjórða sinn á Hrafnagili Þátttakendur frá Grænlandi, Færeyjum og N-Noregi SÝNINGIN Handverk ’96 verður haldin að Hrafnagili í Eyjafjarð- arsveit um aðra helgi eða dagana 15. til 18. ágúst. Þetta er í fjórða sinn sem slík handverkssýning er haldin að Hrafnagili og hefur þátttaka farið sívaxandi, að sögn Höllu Reynisdóttur sem umsjón hefur með sýningunni. Handverksfólk frá öllum landshlutum tekur þátt í sýning- unni og er töluvert síðan fullbók- að var, en alls eru 80 sýningar- básar á svæðinu en þátttakendur eru vel á annað hundrað talsins. Meðal nýmæla á sýningunni nú er að þátttakendur koma einnig frá útlöndum, þ.e. Færeyjum, Grænlandi og Norður-Noregi. „Það hefur verið mikið sam- starf milli þessara landa á ýms- um sviðum og þetta er næsti lið- ur, að taka upp samstarf á hand- verkssviðinu," sagði Halia. Fjöldi þátttakenda er því meiri en áður hefur verið, m.a. vegna hinna erlendu gesta sem eru 25 talsins. Mikil fjölbreytni Fjölbreytni verður mikil á sýn- ingunni, en m.a. má nefna fram- leiðslu úr ull, leðri, postulíni, keramik, tré, horni, beini, jurtum og fleiru sem þar verður sýnd. Handverksfólkið mun sýna vinnubrögð, gömul og ný, á úti- svæði og í tjaldi við sýningar- svæðið, m.a. skógerð, sútun og bókband og þá verður torgi kom- ið upp framan við Hrafnagils- skóla. Mikil vakning hefur verið með- al fólks á gömlu og nýju hand- verki um ailt land á undanförn- um árum en tilgangur sýningar- innar er að gefa fólki tækifæri til að sýna framleiðslu sína og ekki síður að skapa tækifæri fyr- ir handverksfólk sem oft vinnur einangrað að hittast og bera sam- an bækur sínar. Háskólinn á Akureyri Rekstrar- stjóri ráðinn IVAR Ragnarsson hefur verið ráð- inn rekstrarstjóri Háskólans á Ak- ureyri. Hann er fæddur árið 1956, lauk námi í byggingariðnfræði við Tækniskóla Íslands 1984 og B.Sc. prófi í byggingarfræði frá Bygge- teknisk Höjskole í Horsens í Dan- mörku árið 1993. ívar var verkstjóri og síðar fram- leiðslustjóri hjá Kristjáni Siggeirs- syni árin 1985-1991 og verslunar- stjóri hjá Byggingavöruverslun Kaupfélags Árnesinga 1993-1995. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem fasteignasali hjá Fasteignasöl- unni Byggð á Akureyri. Rekstrarstjóri háskólans hefur umsjón með öllum eignum hans, viðhaldi og varðveislu. Hann sér einnig um innkaup fyrir háskólann, tilboðagerð og framkvæmdir eftir því sem við á. Þríburar í tívolíi ÞRÍBURABRÆÐURNIR Haf- steinn, Haukur og Hinrik Svanssynir, sem verða tveggja ára í næsta mánuði, léku á als oddi í tívolíinu sem var á Akur- eyri um liðna helgi. Hér eru þeir bræður á ferðinni í kerrunum sínum á tívolísvæð- mu. /iSí&ínt Félagsvist Norðanpilta HIN árlega félagsvist Norðanpilta verður spiluð í Deiglunni á Akur- eyri annað kvöld, laugardags- kvöldið 10. ágúst kl. 22. Með þeim leika reykvíski dúett- inn Lýðveldisherinn og hljóm- sveitin Tvö dónaleg haust. Norðanpiltar hefja sjöunda starfsár sitt með þessum leikum, en þeir hafa farið vítt, m.a. spilað í Húnavatnssýslu, Hrísey, Colc- hester, Reykjavík, Lundúnum, Laugum, Húsavík og Hjalteyri að undanförnu. Aðgangur er ókeypis og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spil. Skilaboð til Dimmu Síðasta sýningin í röð nokkurra slíkra sem verið hafa á vegum Listasumars, Kaffihúss Hlaðvarp- ans og höfundasmiðju Borgarleik- hússins í Deiglunni í sumar, verð- ur þar í kvöld, föstudagskvöld og annað kvöld, laugardagskvöldið 10. ágúst kl. 20.30. Þá verður sýnt verkið Skilaboð til Dimmu eftir Elísabetu Jökulsdóttur og er Þórey Sigþórsdóttir eini leikari sýningarinnar. Verkið þykir bæði frumlegt og skemmtilegt og hefur Þórey hlotið góða dóma fyrir leik sinn. Söngtónleikar Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran og Iwona Jagia, píanóleik- ari efna til tónleika í Deiglunni næstkomandi sunnudagskvöld, 11. ágúst kl. 20.30. Fluttar verða óperuaríur og ljóðasönglög eftir Schubert, Strauss, Delibes, Puec- ini og fleiri. Hulda Björk er Akureyringur, upprennandi söngkona sem nú er á leið til frekara náms í Þýska- landi. Fornleifar skoðaðar í Kjarna- skógi NÚ í sumar og síðastliðin ár hefur staðið yfir fornleifa- skráning í Eyjafjarðarsveit og á Akureyri á vegum Minja- safnsins á Akureyri og Forn- leifastofnunar íslands. Næstkomandi sunnudag, 11. ágúst verður efnt til gönguferðar þar sem fornleif- ar verða skoðaðar í Kjarna- skógi og næsta nágrenni und- ir leiðsögn fornleifafræðinga. Komið verður saman í grill- hýsinu í Kjarnaskógi kl. 14 og eftir stutt kynningarerindi verður gengið á nokkra stað- ið í grenndinni. Að því loknu verður gengið upp í Kjarna- sel, en það er um hálfrar klukkustundar gangur. Áætl- að er að gönguferðinni verði lokið um kl. 17 og er fólk beðið um að vanda fótabúnað sinn. Sturla Krisljánssoii, umsækjandi um stöðu skólastjóra Síðuskóla Komin upp spuming- in um að pakka saman MEIRIHLUTI bæjarráðs Akur- eyrar hefur fallist á það fyrir- komulag skólastjórnunar í Síðuskóla skólaárið 1996-97, sem fram kemur í bókun skólanefndar frá því í fyrra- dag en harmar í hvern farveg mál þetta er komið. Eins og komið hefur fram hefur Ragnhildur Skjaldardótt- ir, aðstoðarskólastjóri Síðuskóla sem nýlega var ráðin í stöðu skólastjóra til eins árs sagt sig frá starfinu og jafnframt óskað eftir launalausu leyfi frá starfi aðstoðarskólastjóra. í framhaldinu samþykkti skólanefnd að ráðið yrði í stöðu skólastjóra og aðstoðarskólastjóra innan skólans til eins árs. Málið afgreitt af tilfinningasemi og geðþótta Sturla Kristjánsson, einn þriggja umsækjenda um stöðu skólastjóra segir að þegar ferli málsins sé skoð- að í heild komi í ljós ákveðin brota- löm. Þar sem legið hafi fyrir að sá umsækjandi sem skólanefnd mælti með hafi áfram haldið inni umsókn annars staðar, hafi málinu ekki ver- ið lokið. „í millitíðinni Iosaði bæjar- ráð sig við hina umsækjendurna og það tel ég vera lögleysu. Málið átti að leiða til lykta með þeim umsókn- um sem fyrir lágu. Með því að kasta málinu áfram yfir til kennararáðs og kennara skólans og efna til al- menns kennarafundar og biðja þar um tillögur og lausnir, er skólanefnd að afgreiða málið af tilfmningasemi og geðþótta en ekki eftir fyrirliggj- andi gögnum. Mín gögn í ferlinu eru mjög sterk og ég tel að ég hafi stað- ið best af þessum umsækjendum. Hins vegar er ég greinilega ekki inni í myndinni og því hlýtur sú umræða sem varð um mína umsókn að hafa verið mjög neikvæð og byggð á sögusögnum, rógburði og lygi-“ Hefur sótt um yfir 30 störf Sturla segir dapurlegt að bæjaryf- irvöld á Akureyri skuli launa sér á þennan hátt þau störf sem hann hefur unnið fyrir kjördæmið og bæjarfélagið. Hann segist hvorki hafa aðstöðu né fjárhagslega burði til að leita eftir lögformlegri úr- vinnslu sinna mála. „Mér sýnist á bókun bæjarráðs að menn ætli að kyngja þessari niðurstöðu, enda hlýtur það svo að vera að öll úr- vinnsla skólanefndar og skólafull- trúa sé á ábyrgð bæjarráðs og bæj- arstjórnar. Þeir sem eru kjörnir til ábyrgðar komast upp með hvað sem er og það sem þeir komast upp með er rétt, jafnvel þótt það sé siðferði- lega og jafnvel lagalega rangt.“ Frá árinu 1991 hefur Sturla sótt um yfir 30 störf víðs vegar um land- ið og þar af yfir 20 störf sl. eitt og hálft ár. Aðeins einu sinni hefur hann fengið starf sem fleiri en hann sóttu um og í mörgum tilfellum hef- ur starfsumsóknum hans ekki verið svarað. Hann hefur aldrei fengið rökstuðning með synj- un en í nokkrum tilfell- um hefur hann óskað eftir rökstuðningi eftir á. Fræðslustjóra- málið ástæðan Sturla telur að fræðslustjóramálið svokallaða sé helsta ástæðan fyrir af- greiðslu á starfsum- sóknum sínum og að sú höfnun sem hann verður fyrir byggist frekar á sögusögnum en fyrirliggjandi stað- reyndum. Eins og kom- ið hefur fram var honum vikið úr starfi fræðslustjóra Norðurlandsum- dæmis eystra árið 1987. Sturla vann ári síðar skaðabótamál á hendur rík- inu vegna brottvikningarinnar. Jafn- framt var gert við hann samkomulag um greiðslu skaða- og miskabóta og styrk til náms erlendis. Þá lýsti þáverandi menntamálaráðherra Svavar Gestsson því yfir að Sturla skyldi í engu gjalda þeirrar deilu sem verið hafði milli hans og ráðuneytisins, í framtíðinni og hann skyldi njóta trausts, sannmælis og fyllsta réttar í samræmi við embættisgengi við hugsanlega starfsum- sókn á sviði fræðslu- mála í framtíðinni. Samningurinn enn í gildi Þótt mannaráðningar hafi verið fluttar yfir til sveitarfélaga telur Sturla ekki vafa á að sá samningur sem gerð- ur var við menntamála- ráðherra sé enn í fullu gildi. „Með því að vinna gegn þessum samningi og meina mér að hafa umsókn inni í afgreiðsluferli til loka eins og nú hefur gerst, hlýt ég að skoða sem skýlaust brot á nefndum samningi. Ég hef ekki þá yfirsýn að sjá á þess- ari stundu hvaða afleiðingar það getur haft en ég verð að reyna að komast að því,“ segir Sturla. „Eftir að ég kom heim frá Kanada árið 1993, þar sem ég var fjögur ár við háskólanám, átti ég von á að mér yrði vel tekið og ég fengi tæki- færi til að ljúka þeirri ritgerð sem þarf til að klára doktorsnámið og fengi jafnframt starf við hæfi. En reyndin hefur orðið önnur. Fjölskyld- an vill búa á Akureyri og hefur búið hér frá því við komum heim þótt ég hafi starfað sem farandverkamaður á Austurlandi og Norðurlandi vestra frá þeim tíma. Það virðist fullreynt að ég fái starf við hæfi á Akureyri eða í Reykjavík og því er komin upp sú spurning hvort við þurfum að pakka saman og gerast landflótta og það er ansi sárt að þurfa að flýja. Það hefur komið til tals að flytja til Danmerkur og ljúka ritgerðinni þar samfara vinnu. En skyldi ég fá já- kvæðari meðferð hérlendis þótt ég lyki því að skrifa þessa ritgerð"? Sturla lauk kennaraprófi frá KI árið 1965 og fór í framhaldsnám í Kennaraháskólanum í Danmörku árið 1971 og lauk þar kandidats- prófi í uppeldis- og sálarfræði. Með því námi fékk hann réttindi til kennslu á framhaldsskólastigi og löggildingu til að starfa sem sál- fræðngur hér á landi. Hann lauk doktorsprófi í uppeldis- og kennslu- fræðum frá háskóla í Kanada árið 1993 en á eftir að skila doktorsrit- gerð í tengslum við það nám eins og fram kemur hér að ofan. Sturla Kristjánsson ! i e : i f t H c ( í i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.